Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Menning og listir

Gluggasteinn

 Jóhanna túberuđ

Ráđherrar eru líka myndefni í bókinni Gluggasteinn. Hér er veriđ ađ túpera Jóhönnu Sigurđardóttir í Ögri áriđ 1963.

Í dag leit ég í merka bók. Ljósmyndabókina Gluggastein, sem inniheldur 430 ljósmyndir sem sýna mannlífiđ í gamla Reykjafjarđar- og Ögurhreppi viđ Ísafjarđardjúp. Myndunum hefur safnađ Sverrir Gíslason og sjálfur er hann höfundur margra ţeirra.

Bókin lýsir mannlífinu á 20. öld á afar skemmtilegan og glettinn hátt. Ţetta er einnig einstök ţjóđlífslýsing. Bókin er vönduđ, prentuđ á góđan pappír og myndirnar njóta sín vel. Sumar myndirnar eru hrein meistarastykki.

Sverrir Gíslason hefur unniđ merkt starf, sem margir munu geta notiđ góđs af.

Bókin kom út í ár hjá bókaforlaginu Gýgjarsteini og bókina er hćgt ađ panta hjá Sverri Gíslasyni sjálfum í síma 4875631

 


Insula lapsa

Hrútey 

Kofinn á miđri myndinni var eitt sinn á Hrútey, bráđum liggur hann viđ ţjóđveg 633

Anno Domini 2007, nánar tiltekiđ 9. september, fćkkađi eyjum viđ Ísland um eina. Hrútey á Mjóafirđi viđ Djúp, tengdist ţennan dag landi ţegar vegagerđamenn luku viđ granda sem ţeir höfđu byggt međ stórvirkum vinnuvélum út í eyjuna.

Ţar sem mönnum er mikiđ til meinađ ađ veiđa ţorsk úr sjó, eru í fjötrum kvóta og annars nútímakukls, sem er miklu hćttulegra en galdrafár 17. aldar á Vestfjörđum, er gott ađ hafa góđa vegi. Ţegar vegagerđinni yfir Hrútey er lokiđ hafa sparast 28 km, sem menn á hrađleiđ í eđa af Vestfjörđum ţurfa annars ađ hlykkjast um Mjóafjörđ.


Thorsóttur sannleikur

 RockwellCheck1Jul58No17

Mikil ósköp er ţađ einkennilegt ađ láta eyđa eđa brenna bókum vegna ţess ađ sannleikurinn hentar ekki.  Bókabrennur og eyđilegging á andlegri vinnu manna er síđasta skrefiđ á undan algerri óvirđingu fyrir manninum sjálfum. Nasistar brenndu bćkur sem ţeim líkađi ekki. Nokkrum árum síđar brenndu ţeir lík fólks sem ţeim líkađi ekki.

Fyrr í ár rakst ég á ađ hćgt var ađ kaupa ávísun sem Ţóra Hallgrímsson (Thors) borgađi međ áriđ 1958, ţegar hún var gift nasistanum George Rockwell. Ávísunin var upp á 7 dollara og 49 cent. Nú kostar hún 99$.  Allt verđur greinilega ađ gulli sem um hendur Thorsaranna fer.

Skođiđ ávísunina hér:

http://www.snyderstreasures.com/pages/rockwell.htm

Nú er ekki ađ vita nema ađ ávísunin verđi keypt og rifin.


Síminn til ykkar

 

Í Reykjavík heyri ég ađ SÍMINN hafi ţurft ađ farga annarri auglýsingu Jóns Gnarrs í röđ helgispjalla hans fyrir Mammon á skjánum.

Auglýsing númer tvö gerist á Golgötu. Jesús er kominn á krossinn en heldur ţó enn á myndsímanum sínum og skeggrćđir viđ föđur sinn. "Af hverju fađir?" hrópar Jesús.

Guđ svarar: "Sonur, ţeir leituđu ađ Júdasi og fundann ekki, svo ég benti ţeim bara á ţig".

Sannast sagna veit ég ekki hvađ segja skal um auglýsingu Gnarrs fyrir Símann. Ég er enn ađ hlćja ađ ţví er Jesús segir međ ţóttasvip: "Viđ erum hér, hvar ert ţú?". Ég er enn ađ hlćgja ađ ţví hvernig menn hafa gefiđ Símanum ókeypis auglýsingu međ ţví ađ tala um ţetta rugl.

Ţessi ógeđfellda saga, ţar sem Júdas, gyđingnum, er kennt um ađ hafa selt meistara sinn í hendur Rómverja, er tímaskekkja.

Meginspurningin er í raun hvort síminn, sem er veriđ ađ selja í auglýsingunni, sé ekki líka tímaskekkja? Hann er langt á undan tímanum á Íslandi, ţar sem enginn venjulegur Jón hefur ráđ á honum, ekki einu sinni fyrir 30 silfurpeninga.

 

Siđareglur Símans

Fórnarlömb kvótans?

 Bátskuml

Teikning af kumli sem fannst nýlega í Gausel í Noregi, sem er heldur ekki alveg niđur viđ sjó. Sjá http://www.gausel.no/ 

 

Ţetta er merkur fundur, sem óska kollegum mínum til hamingju međ.

Í viđtali viđ heimamenn og forneifafrćđing í Ríkissjónvarpinu í gćr, veltu menn ţví fyrir sér af hverju sjö metra bátur vćri ţarna inni í landi.  Ţađ er í raun ekkert furđulegt. Ţeir, sem ţarna eru heygđir, voru landnámsmenn, eđa nánustu afkomendur ţeirra. Ţeir komu vćntanlega frá svćđum ţar sem bátskuml voru ríkjandi greftrunarsiđur. Ţetta voru sjómenn, annars hefđu ţeir ekki getađ siglt til Íslands.

Ţeir heygđu hafa hugsanlega tapađ í kapphlaupinu um ađgang ađ strandlengjunni. Veriđ fórnarlömb kvótakerfis Landnámsaldar. Ţeir hafa fengiđ bátinn sinn og ţađ sem áđur var međ í gröfina. En alveg eins gćti veriđ ađ ţeir hafi veriđ međ bú á Litlu-Núpum í Ađaldal og haft annađ viđ ströndina og stundađ róđra. Svo hefur gamall bátur og aflóga veriđ notađur í kumliđ. Hann hefur veriđ borinn eđa fluttur á hlunnum síđasta spottann frá Ćđarfossum.

Ábúendur inn til dala á landnámsöld hafa vćntanlega haf tök á ţví ađ róa á miđin. Fiskbein sjávarfiska hafa fundist á Granastöđum, og Hofstöđum, sem liggja langt frá sjó, og hvalbein hafa meira ađ segja fundist í elstu mannvistarlögunum á Stöng í Ţjórsársdal, sem ég hef rannsakađ.

Merkilegur fundur, en mikiđ finnst mér ljót og eđjuleg uppgraftarađferđin, sem ég sá í sjónvarpinu. Hefđi ekki mátt bíđa međ svo merkan fund til betri veđurskilyrđa? Ţetta er ekki björgunaruppgröfur. Sýnistaka og önnur fín vinna fer forgörđum viđ svona ađstćđur.


mbl.is Bátkuml finnst í Ađaldal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skál fyrir Hermanni!

Sonarskál

Nú hefur DNAiđ talađ og Lúđvík Gizurarson er 99.9% Hermannson og 0,1% Gizurarson. 

99,9%. Ţađ er náttúrulega ekki hćgt ađ hrekja ţađ.  Eđa hvađ? Var ekki einhver sem sagđi Errare humanum est og annar sem leyfđi sér ađ segja Errare machinum est!

Ég bloggađi fyrr í ár um ţetta merka fađernismál og lagđi ţá fram ţessa myndasyrpu af Gizurarbörnum, Hermannsyni (sonum) og feđrunum, og spurningar í tengslum viđ hana.

Whoiswhose

Nú leyfi ég mér undrandi, já 99,9% undrandi, ađ krefjast ţess ađ líka verđi gerđ DNA rannsókn á vessum úr (hálf) systkinum Lúđvíks Giz... afsakiđ Hermannsonar. Hvernig geta ţau "hálfsystkinin" veriđ svo lík hver öđru og Steingrími, en ekki föđur sínum? Var móđir Lúđvíks og hennar ćtt lík ćtt  Hermanns Jónassonar? Fleiri spurningar hafa vaknađ en ţćr sem svarađ hefur veriđ.

Hermann og frú
Var konan á myndinni móđir Steingríms Hermannssonar?

 


Palestínumenn fremja skemmdaverk á fornleifum

Ég er fornleifafrćđingur, og sem fornleifafrćđingur fordćmi ég Palestínumenn fyrir skemmdaverk á fornminjum og vanvirđingu ţeirra á heilögum stöđum annarra.

Myndu Íslendingar grafa skurđi yfir ţvera og endilanga Ţingvelli? Palestínumenn grafa skurđi á óhemjulegan hátt í helgustu borg heims.

Palestínumenn hafa umsjón međ musterishćđ í Jerúsalem. Gyđingar eru ekki velkomnir ţar og hundruđ saklausra manna hafa veriđ myrtar vegna ćđis sem greip um sig er forsćtisráđherra Ísraels leyfđi sér ađ fara í heimsókn á Musterishćđ. Fornleifavernd Ísraels ţorir ekki ađ hvessa klćrnar gegn ţeim sem hafa umsjón međ musterishćđ.

Nú virđist sem frćndi einhvers háttsetts preláta á Musterishćđ hafi unniđ útbođiđ í framkvćmdir á hćđinni. En Ţađ er greinilega engin skipulagsstofnun til stađar og enginn áhugi á fornleifunum.

Sagt er ađ Musterishćđ sé einn af heilögustu stöđum Íslam. En fer mađur svona međ heilaga stađi?:

 

Eyđilegging Jerúsalems 4

Eđa svona?

 

Eyđilegging Jerúsalem 3

Eđa svona?

 

Eyđilegging Jerúsalem 2

Ţađ ţurfti meira rafmagn í Al Aqsa moskuna. Ţess vegna fór ţessi eyđilegging fram.                                                                

Fornleifar, m.a. byggingarbrot međ skreyti, gólfhellur úr marmara og öđrum ađfluttum steintegundum, og brot úr fornum gler- og leirílátum voru grafin upp án eftirlits fornleifafrćđinga.

Svona skemmdaverk eru ađeins unnin í ţjóđfélagi, ţar sem eitthvađ mikiđ er ađ. Hvers konar trú leyfir svona helgispjöll? Hvers konar virđingarleysi er rótin ađ ţessum skemmdaverkum?

Gamla Jerúsalem hefur síđan 1981 veriđ tilnefnd til World Heritage listans, sem Ţingvellir eru komnir á (ég var međhöfundur ađ fyrstu skýrslunni til ađ kynna Ţingvelli fyrir UNESCO apparatinu). En enn heyrist ekkert frá World Heritage bákninu (UNESCO) um eyđileggingar Palestínumann á fornleifum. UNESCO hefur einungis veriđ upptekiđ af ţví ađ banna Ísraelsmönnum ađ stunda fornleifarannsóknir í hinni fornu borg.

Hér getiđ ţiđ séđ nýjasta glćpavídeóiđ frá Musterishćđ.

Hér getiđ ţiđ mótmćlt eyđileggingunni.

PostDoc hefur áđur skrifađ um ţetta efni: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/124173/


Ha, er búiđ ađ handtaka Pútín?

 

Put in prison

Ţeir eru engu nćr ef Pútín er ekki á međal ţeirra sem handteknir hafa veriđ fyrir morđiđ á Önnu Politkovskaju.

íet wos njot Igor


mbl.is Tíu manns handteknir í Rússlandi vegna morđs á blađakonu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég hitti afkomendur Djengis Khans í gćr

Ósmenn 

Svona litu "Tyrkir" út, ţegar ţeir komu í áheyrn til Pashans í Istanbúl áriđ 1878. Enginn á ţessari mynd er ţó líkur afkomendum Djengis Khans frá Konya, sem ég hitti í gćr. Myndin birtist á forsíđu The Graphic, laugardaginn 20. apríl 1878.

 

Eins og áđur segir, lauk ég störfum í ţjónustu Danska Póstsins í gćr. Venjulega vinn ég ekki á laugardögum, en skipti á vakt viđ vinnufélaga minn.

Ţegar ég átti eftir 35 uppganga í verkamannabústöđunum mínum í gćrmorgun mćtti mér heill ţjóđflutningur. Bílastćđi, sem ég notađi ţegar ég sligađist međ hjól og 50 kíló af pósti, var alveg fullt. Bílastćđin ţarna eru ţó venjulega er tóm, ţar sem fćstir íbúanna í verkó hafa ráđ á ţví ađ kaupa bíl.

Ţarna var allt í einu margt um manninn, prúđbúiđ fólk međ asísku (mongólsku) yfirbragđi, sem lagđi bílunum sínum ţarna og flykktist ađ risastórri rauđri rútu, sem hafđi lagt handan viđ horniđ. Ég fór strax í viđbragđsstöđu mannfrćđingsins og velti fyrir mér hvađan allt ţetta fólk nú kćmi. Ég hef á tölti mínu upp og niđur stigaganga stundađ ýmsar rannsóknir sem ég mun greina frá síđar. Ég sá ađ mennirnir í hópnum gáfu hverjir öđrum vangakoss, en ekki konunum, eins og ég mundi náttúrulega gera. Ekki var ţetta asískt gay pride og brátt sá ég eina konu í ţessum hópi sem bar slćđu ađ hćtti múslima.

Ég er svo forvitinn. Varđ ađ fá ađ vita hvađan ţetta fólk kom og hvađ ţađ ćtlađi. Ég vatt mér ţví ađ einni yngri konu međ slćđu og spurđi: "Hvađan eruđ ţiđ eiginlega?". Hún var nćstum fegin yfir forvitni minni og ég fékk svariđ á púra jósku: Viđ erum frá Konya-hérađi í Anatólíu, og erum á leiđ í trúlofunarveislu í Árósum. Brúđguminn er héđan og kvćnist stúlku frá Árósum".  Svo brosti hún og konurnar međ henni sínu breiđasta til ţessa forvitna póstmanns, sem vildi vita.

Ţarna voru ţví á ferđinni hópur nćrri hreinrćktađra afkomenda Mongólaherjanna sem sigruđu Seljúka undir stjórn hershöfđingjans Baiju áriđ 1243, og lögđu undir sig hina fornu borg Konya (sem Grikkir kölluđu Ikonion) og hluta af Anatólsku hásléttunni á 13. öld. Á lok 14. aldar herjađi einn af afkomendum Gjengis Khans frá ţessum slóđum um gjörvalla Asíu. Ţađ var Timur Leng (hinn lamađi), sem barđist oftast viđ ađra múslimi og stundađi fjöldamorđ á Indlandi. Eftir ađ hann hafđi afmáđ hersveitir Ottómana af yfirborđi jarđar viđ Ankara fór hann og ćtlađi ađ sölsa undir sig Kína, en á leiđinni dó hann sem betur fer. Ţađ voru líklega fyrirsjáir menn, sem eitruđu fyrir honum.

Fram í nútímann: Fyrir utan 2-3 konur međ slćđur, var ţarna á bílastćđinu saman komiđ fólk sem fylgdist međ tískunni og sem ekki virtist láta ofsatrú aftra sér í ađ verđa góđir ţegnar í Danmörku.

Rauđa rútan međ afkomendur Djengis Khans og Baijusar og lest 10 bifreiđa međ stórum slaufum og blúndum ók loks af stađ til Árósa.  Vonandi fćr mongólski prinsinn prinsessuna í Árósum og nú ţegar ţetta er skrifađ, er fólk örugglega nýgengiđ til náđa eftir villtan dans ţeim til heiđurs í Árósum.

Ekki fannst mér nú ţetta fólk ţess legt, ađ ţađ gćti veriđ tyrkneskir ţjóđernisfasistar, t.d. frá Turkish Islamic Union.  Tyrkneskir nasistar, sem kalla sig venjulega "hreinrćktađa Tyrki" til ţess ađ ekki sé ruglast á ţeim og "Mongólunum", stefna ađ ţví ađ breyta landakortinu í ţessa veru á 21. öld. Takiđ eftir gulu blettunum í Evrópu.

 

Turk megalomani

 


Il postino č finito

  Pósturinn hćttur

Ítalska póstkerfiđ var eitt sinn háţróađ. Bréfin komust út, ţađ tók bara tíma. Pósturinn hafđi nóg af honum og móttakandinn hafđi ţolinmćđi. Svona er ţetta ekki lengur. Ţjónustan er líka lélegri

Nú er ég ekki lengur Kaupmannahafnarpóstur. Síđasti dagur minn var í dag og nú sný ég mér ađ öđru.

Ég hef veriđ sćmilega ánćgđur međ ađ vera póstur, ţótt launin séu lág og vinnan erfiđ á köflum. Verst var ţó ađ sjá hve ungu fólki, sem starfar viđ ţetta, er sama um framtíđ sína og kjarabaráttu. Ţjóđverjar eru nú fluttir inn í stórum stíl til ţessa stjarfs, ţví flestir ungir Danir vilja vinna á verđbréfamörkuđum og í bönkum. Ţjóđverjarnir koma ekki vegna launanna, heldu vegna ţess "ađ hér er ađgangur ađ sjó og opnu landi". Ţađ er ađ minnsta kosti skýring sem (austur-) ţýskur samstarfsmađur minn gaf mér. Ég hugsađi međ mér "ach Lebensraum", en hann hefur vćntanlega bara hugsađ um danskar strendur og hvort Pólódruslan hans gćti fariđ í gang á morgnanna. Ekki held ég ađ Ţjóđverjarnir sem vinna hjá póstinum á skítalaunum verđi lengi í Danmörku.

Vinnan hjá Danska póstinum er erfiđ. Ég mćtti klukkan 5:15 og sorterađi bréf og smápakka fyrir 40 stórfyrirtćki og 417 heimili (ţar af eru 290 íbúđir í blokkum); síđan er keyrt međ kassa og sekkjapóst til fyrirtćkja frá kl. 7:30 - 9:00; Ţá er kláruđ flokkun á bréfum til heimila og töskur pakkađar fyrir hjóliđ: Bréfburđur er frá 9:30-12:00. Vinnulok eru kl. 12:39. Sjaldan er neinn búinn fyrr en á slaginu. Stanslaus vinna, enginn tími til ađ setjast niđur og enginn tími eđa möguleiki til ađ fara á salerni yrđi ţađ nauđsynlegt.

Í Danmörku er ekki eins gott ástand og á Íslandi, ţar sem póstberar snúa upp á nefiđ og neita ađ stinga bréfi inn um lúguna, ef hún er undir einhverjum lögbundnum hćđarmörkum. Hér eru fćstar blokkir međ póstkassa og engar af ţeim sem ég hef boriđ bréf í. Kassar í anddyri fjölbýlishúsa eru lögbundnir áriđ 2009, en ađeins í húsum sem eru byggđ eftir 1970. Flestar hurđir á íbúđum blokkanna hafa bréfalúgu sem er ca. 50 sm yfir gólfi eđa enn neđar. Ţađ er hollt ađ beygja sig, ef mađur geriđ ţađ rétt. Ef mađur gerir ţađ rangt eđa leggst í veikindi, er Pósturinn í Danmörku ekki góđur vinnustađur, heldur ekki fyrir ţá sem hafa slitiđ upp á sér hnén og ađra liđi í ţágu starfsins. Ţađ er engin sem ţakkar fyrir ţađ.

Ég mćli ţví ekki međ ţessari vinnu fyrir neinn, sem ćtlar sér í útrás til Danmerkur.

Ţrátt fyrir starfslok á ţessum merka stađ, heldur bloggiđ nafninu Kaupmannahafnarpóstur. Ţađ verđur ekki tekiđ af mér ađ ég hafi veriđ póstur frekar en ađ ég sé frćgasti íslenski "sagnfrćđingurinn" á stađnum. Ţađ eru bara stađreyndir lífsins.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband