Leita í fréttum mbl.is

Il postino č finito

  Pósturinn hćttur

Ítalska póstkerfiđ var eitt sinn háţróađ. Bréfin komust út, ţađ tók bara tíma. Pósturinn hafđi nóg af honum og móttakandinn hafđi ţolinmćđi. Svona er ţetta ekki lengur. Ţjónustan er líka lélegri

Nú er ég ekki lengur Kaupmannahafnarpóstur. Síđasti dagur minn var í dag og nú sný ég mér ađ öđru.

Ég hef veriđ sćmilega ánćgđur međ ađ vera póstur, ţótt launin séu lág og vinnan erfiđ á köflum. Verst var ţó ađ sjá hve ungu fólki, sem starfar viđ ţetta, er sama um framtíđ sína og kjarabaráttu. Ţjóđverjar eru nú fluttir inn í stórum stíl til ţessa stjarfs, ţví flestir ungir Danir vilja vinna á verđbréfamörkuđum og í bönkum. Ţjóđverjarnir koma ekki vegna launanna, heldu vegna ţess "ađ hér er ađgangur ađ sjó og opnu landi". Ţađ er ađ minnsta kosti skýring sem (austur-) ţýskur samstarfsmađur minn gaf mér. Ég hugsađi međ mér "ach Lebensraum", en hann hefur vćntanlega bara hugsađ um danskar strendur og hvort Pólódruslan hans gćti fariđ í gang á morgnanna. Ekki held ég ađ Ţjóđverjarnir sem vinna hjá póstinum á skítalaunum verđi lengi í Danmörku.

Vinnan hjá Danska póstinum er erfiđ. Ég mćtti klukkan 5:15 og sorterađi bréf og smápakka fyrir 40 stórfyrirtćki og 417 heimili (ţar af eru 290 íbúđir í blokkum); síđan er keyrt međ kassa og sekkjapóst til fyrirtćkja frá kl. 7:30 - 9:00; Ţá er kláruđ flokkun á bréfum til heimila og töskur pakkađar fyrir hjóliđ: Bréfburđur er frá 9:30-12:00. Vinnulok eru kl. 12:39. Sjaldan er neinn búinn fyrr en á slaginu. Stanslaus vinna, enginn tími til ađ setjast niđur og enginn tími eđa möguleiki til ađ fara á salerni yrđi ţađ nauđsynlegt.

Í Danmörku er ekki eins gott ástand og á Íslandi, ţar sem póstberar snúa upp á nefiđ og neita ađ stinga bréfi inn um lúguna, ef hún er undir einhverjum lögbundnum hćđarmörkum. Hér eru fćstar blokkir međ póstkassa og engar af ţeim sem ég hef boriđ bréf í. Kassar í anddyri fjölbýlishúsa eru lögbundnir áriđ 2009, en ađeins í húsum sem eru byggđ eftir 1970. Flestar hurđir á íbúđum blokkanna hafa bréfalúgu sem er ca. 50 sm yfir gólfi eđa enn neđar. Ţađ er hollt ađ beygja sig, ef mađur geriđ ţađ rétt. Ef mađur gerir ţađ rangt eđa leggst í veikindi, er Pósturinn í Danmörku ekki góđur vinnustađur, heldur ekki fyrir ţá sem hafa slitiđ upp á sér hnén og ađra liđi í ţágu starfsins. Ţađ er engin sem ţakkar fyrir ţađ.

Ég mćli ţví ekki međ ţessari vinnu fyrir neinn, sem ćtlar sér í útrás til Danmerkur.

Ţrátt fyrir starfslok á ţessum merka stađ, heldur bloggiđ nafninu Kaupmannahafnarpóstur. Ţađ verđur ekki tekiđ af mér ađ ég hafi veriđ póstur frekar en ađ ég sé frćgasti íslenski "sagnfrćđingurinn" á stađnum. Ţađ eru bara stađreyndir lífsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ţér fyrir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2007 kl. 19:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband