Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2016

Dómgreindarleysi, vanţekking eđa hatur Íslendinga?

young-shimon-peres.jpg

" No Israeli Leader Was More Respected Around the World"

Ţannig skrifar fjöldi fjölmiđla í dag ţegar Shimon Peres er allur 92 ára ađ aldri. Hann hlaut friđarverđlaun Nóbels ásamt Arafat áriđ 1994.

Áriđ áđur, í ágúst 1993, var Peres svínađur til ţegar hann heimsótti Ísland. Hópur íslenskra stjórnmálamanna, ţar á međal Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur Hermannsson, Eyjólfur Konráđ Jónsson og Kristín Ásgeirsdóttur fundu ýmislegt ţví til foráttu ađ hitta Shimon Peres. Sumt ađ ţessu fólki flađrađi síđar upp um Arafat eins og lóđatíkur á júlíkvöldi og gleymum ekki ađ sumir lćrđu aldrei af mistökum sínum. Steingrímur Hermannsson, formađur Framsóknarflokksins, sem var sonur mannsins sem leysti "gyđingavanda Íslands" međ brottvikningu gyđinga frá landinu, gerđist á tímabili talsmađur lygaherferđar Arafats (sjá hér). Fyrr í ár kenndi Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, formađur sama flokks, gyđingnum George Soros um pólitískt fall sitt. Viđ getum talađ um hefđ í Framsóknarflokknum.

32836151.jpg

Davíđ Oddsson og Vigdís Finnbogadóttir sýndu ţó ađ í ţeim bjó heiđarlegt fólk og tóku ţau á móti Peres ásamt nokkrum öđrum heiđursmönnum. 500 manns púuđu hins vegar á Peres ţegar hann kom út úr Stjórnarráđinu eftir ađ hafa hitt forsćtisráđherra.

Ingibjörg Sólrún varđi stríđglćpamanninn Mikson en sótti síđar stuđning fyrir setu stóra-Íslands í Öryggisráđu SŢ hjá morđhundinum Assad (les hér). Enginn samreiđarmanna hennar á Íslandi sá neitt athugavert viđ ţađ. Enginn mótmćlti. Hún taldi ţó allt í sómanum ađ hitta Peres sem forseta Ísraels áriđ 2007.

Mogginn hafđi áriđ 1993 mestar áhyggjur á ađ Peres tćki ekki upp mál Eđvalds Hinrikssonar, ţar sem hann hefđi ekki nćg sönnunargögn. (sjá Moggann 21.ágúst 1993).Ţau komu öll fram í dagsljósiđ og Eđvald Hinriksson (Evald Mikson) var eins og allir vita stríđglćpamađur sem myrti gyđinga og börn og fékk hćli á Íslandi í stríđslok međan ađ gyđingar fengu ţađ ekki í lok 4. áratugarins. Ţannig mismunuđu Íslendingar. Ţannig er dómgreindin í landinu. Gyđingar eru vondir samkvćmt flestum Ísendingum og eyđileggja fyrir frábćrum snillingi eins og Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni, og Íslendingar dćma ávallt rétt, bćđi stríđglćpamennina sína og hryđjuverkamenn og íslenskir morđingjar eru vitaskuld allir saklausir og óréttlćtislega dćmdir.

peres_1993.jpg

Shimon Peres á Íslandi 1993

32185657b.jpg

Alţýđublađiđ var helsti gagnrýnandi félaga Verkamannaflokksins ísraelska.


Íslenskir skottulćknar eru friđađ fiđurfé

letters_05.jpg

Ţađ er gráđbroslegt til ţess ađ hugsa, ađ íslensk yfirvöld taki fyrst viđ sér í málum íslensku lćknanna sem unnu međ ítalska skottulćkninum Paolo Macchiarini, ţegar sćnsk yfirvöld hafa loks gert ţađ rétta. Hér á blogginu hefur áđur veriđ skrifađ um máliđ, fyrir réttu ári síđan og hvatt til rannsókna á hlutverki íslensku lćknanna.

Einn íslensku lćknanna sem var međ í barkatilrauninni, ţótt ađ sérfrćđiţekking hans tengist ekkert öndunarfćrum nema óbeint, hefur á međan beđiđ var í ađgerđarleysi hjá íslenskum eftirlitsađilum veriđ hyglt sem mikilmenni og meira ađ segja veriđ verđlaunađur, jafnvel af mönnum sem vinna fyrir eftirlitsstofnanir sem nú eru nefndar til sögunnar.

Svo hefur hann einnig sýnt stóra hćfileika í leiklist og leikiđ ađalhlutverk í sápuóperunni um "allt of lág laun" íslenskra lćkna og "hrćđilegan ađbúnađ" á íslenskum spítölum.

Gvend grunar ađ ekkert komi út úr rannsóknum ţeim sem óskađ er eftir. Gleymiđ ekki hagsmununum. Ţađ eru of margir ţeirra í húfi og allir rotta sig ađ vanda saman á Íslandi og eru meira eđa minna bundnir saman á skottunum, ţannig ađ Paolo Plastabarki verđur ugglaust á endanum sá eini sem sem ber ábyrgđ á öllu saman.

Hvađ međ ekkju Erítreumannsins And­emariam T. Beyene? Mađur hennar hefđi ugglaust ekki lifađ af međ eđa án plastbarka. En á manni hennar var gerđ fáránleg tilraun ítalsks loddara sem mest líkist ţví sem kuklađ var međ af lćknum í útrýmingarbúđum nasista. Dómgreind íslenskra lćkna var ekki meiri en ţađ ađ ţeir tóku ólmir ţátt í leikţćttinum. Ćtlar Ísland ađ borga ekkjunni bćtur eđa lífeyri međ Svíum?

Nei, gótt fólk á Íslandi. Svo verđur aldrei, ţví samkennd er ađeins eitthvađ sem talađ er um á sunnudögum hjá sérleyfishöfum réttra skođana á Íslandi. Íslenska ríkiđ og starfsmenn ţar hafa nýlega brotist međ lögreglu inn í kirkju til ađ ná í ungan mann til ađ vísa honum úr landi. Annars stađar í kerfinu er enginn vilji til ađ bjóđa flóttamanni til Íslands á 80 ára afmćli hans. Honum var vísađ úr landi er hann var tveggja ára gamall. Samkennd á Íslandi finnst ekki einu sinni undir steini á Seyđisfirđi.

Hvađ fćr Íslendinga til ađ halda ađ íslenskir lćknar, sem skjóta kollegum sínum í lćknaknallrómunum ref fyrir rass, verđi annađ en heiđrađir fyrir hlutverk sín í tilrauninni á Andemariam T. Beyene?

 

Athyglisverđ grein: Implicit Bias on the Deathbed: Study Shows Doctors Show Less Compassion, Empathy, Communication for Dying Black Patients Hún stađfestir nokkuđ sem ég sá međ eigin augum á stofu á spítala sem ég lá á í fyrra.

medieval-medical-experiments.jpg


mbl.is Vilja skođa barkaígrćđslumál betur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđur Felix bođiđ til Íslands?

felix_flaggar.jpg

Fornleifur greinir í dag frá ţví ađ heiđursmađurinn Felix Rottberger, fyrsti gyđingurinn sem fćddist á Íslandi, verđi 80 ára nú í september. Hann heldur upp á ţađ í lok mánađarins í heimabć sínum, Freiburg í Ţýskalandi. Ég fer í partíiđ, en í fćđingarlandi hans herma fréttir ađ hann verđi ađ heiman á ţessum merkisdegi, líkt og hann hefur veriđ sl. 78 ár.

Gott fólk frá Íslandi, bćđi fegurđardrottning (sjá neđar) og fornleifafrćđingur hafa óskađ ţess ađ honum verđi bođiđ til Íslands í tilefni ţessa stórafmćlis - fyrst og fremst vegna ţess ađ hann var ekki velkominn ţar fyrir 78 árum síđan. Honum var ţá vísađ úr landi barni ađ aldri međ foreldrum sínum, sem voru á flótta undan ógnum nasismans í Ţýskalandi og stefnu og hugsjón sem margir Íslendingar studdu eđa fylgdu.

Hef ég haft samband viđ stjórnvöld og óskađ eftir ţví ađ ţau bjóđi Felix og ţau íhuga nú máliđ, en forseti Íslands hefur ţegar bođist til ađ halda honum virđulega veislu á Bessastöđum ef af slíku heimbođi yrđi!

Myndin efst sýnir Felix á léttu nótunum segja frá velgengni landsliđsins síns nú í sumar á fyrirlestri sem hann hélt í Danmörku í gćr. Meira um fánann og hinn síunga "Forngrip" Felix Rottberger (og fegurđardrottninguna sem hann sjarmerađi) á blogginu Fornleifi. Fariđ ţangađ strax.

img_3223b.jpg


Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband