Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Samsærisheilar Íslands í fjórða gír

egill_rasisti_alltaf_rasisti_1280395.jpg

Sjúklegir samsærisheilar keppast nú við að sjá samsæriskenningar í milljónum lekinna skjala Mossack Fonseca, sem Morgunblað Suður-Þýskalands, Süddeutsche Zeitung bárust á alveg "svaaaakaleeeega gruuuuunsamlegan hátt"  buuuuhuhuhuhuhu!!!

Bandaríkin, Rússar og gyðingar standa vitaskuld á bakvið fall SDG, ef trúa skal íslenskum samsærishausunum. Hávær krafa innan Framsóknarmanna um formannskjör er örugglega líka runnið undan rifjum útlendinga. Áhuginn á íslenskum forsætisráðherra, sem aldrei hefur gert neitt af gagni, nema að stinga upp á endurgerð Selfoss í miðaldastíl, er vitaskuld óhemjulegur út í heimi, og var það jafnt fyrir sem eftir endanlegt fall hans í íslenskum stjórnmálum. "Það hlýtur að vera einhver á bak við þetta" baula beljurnar í Suðursveit.

Egill Helgason veðjar á Mossad

Stóra-vitleysa, Egill Helgason, velti fyrir sér samsæriskenningum í gær enda hefur hann þegar sjálfur viðrað samsæriskenningu. Hann heldur að Mossad standi á bak við allt.

Þegar Egill skrifaði um daginn um fyrirtækið í Panama, kallaði hann það Mossad Fonsecka. Eftir gagnrýni og orð í eyra frá stjórnarmönnum á fjölmiðli þeim sem hann vinnur hjá, sem eru vitaskuld allir undir hæl CIA (og Mossad), þurfti karlfauskurinn að breyta þessu hið snarasta sama daginn. Ekki tókst þó betur til en svo að hann skrifaði enn nafn lekafyrirtækisins í Panama rangt: Mossach Fonsecka. Sérfræðingar út í löndum sem plana og plotta til að fella glæsilega íslenska stjórnmálasnillinga eins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, útiloka þó ekki að Egill Helgason sé bara svo vitlaus og lesblindur, að hann geti ekki skrifað tvö orð á útlensku án þess að gera í þeim þrjár villur.

Best að útiloka ekkert. Aldrei er að vita hver stendur á bak við þetta blogg, sem þú lest nú, ef þú ert yfirleitt að gera það af frjálsum vilja. Ég er orðinn ansi hræddur um að það getir verið einhver annar en ég sjálfur. 

egill_fjarlaegir_rasismann_1280396.jpg
.


Mikið áfall

abc-pope.jpg

Það hlýtur að vera mikið áfall fyrir erkibiskupinn af Kantaraborg að uppgötva að faðir hans var enginn andans maður, heldur sonur ótínds einkaritara og róna sem vandist flöskunni hjá Winston Churchill. Einkaritari Churchills var svo heltekinn fíkill að hann sængaði hjá konum wiskísala kl. 11, til að hafa ráð á smá gini eftir hádegi. Er nema von að erkibiskupinn sé svekktur yfir niðurstöðunum úr raðgreiningunni?

Oft hafa farið ýmsar sögur af faðerni vinnuveitanda biskupsins. Móðir hans bar því við að Drottinn hefði komið yfir sig. DNA var ekki orðinn Guð á hans tímum, og svo minnst sé á Guð og ættir Jesús, gæti orðið harla erfitt að greina erfðaefnið úr því sæði sem orð hans eru. Hræddur er ég um að ekki séu miklar prósentulíkur á því að meistarinn sé sonur Drottins og eins víst er að orðið gæti verið hrein lygi, þó það sé hjá Guði. Hugsanlega gæti ein af 10.000 jarteiknatáa úr syninum i raun verið úr dóttur einhvers  páfans eða erfðaefnið bent til þess að Jesús hafi verið samkynhneigður.

Ég hef til fjölda ára reynt að fullvissa Jón Val Jensson um að gagnkynhneigðir gyðingar um þrítugt dvelji ekki saman með öðrum mönnum í klúbbi þar sem talað er signt og heilagt um silfur og svik.

Ég er þó nokkuð viss um að það hafi verið Guðs vilji að erkibiskupinn hafi komist að hinu rétta. Vegir Guðs og DNA eru órannsakanlegir. Eða eins virtur rabbíni á Bretlandseyjum segir um viðbrögð erkibiskupsins: “It is a good example of how to deal with unexpected or difficult news - being open and frank - while it also recognises the reality that family life can often be wonderful and enriching, but is equally capable of being messy and complex. (sjá hér)

Myndin efst var tekin í Vatíkaninu þegar Justin Montague Browne erkibiskup sýndi nýlega Páfa hve einfalt það er að sækja um erfðagreiningu hjá Íslenskri Erfðagreiningu - til að taka af allan vafa. Páfi er greinilega ekki uppveðraður. Hann hefur greinilega heyrt um guðspjallamanninn Kára Stefánsson.


mbl.is Faðir erkibiskupsins ritari Churchill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siegesmund Mossack Gunnlaug Alles von Sekur

sigmundur_mossack_gunnlaugsson_von_sekur_1280169.jpg

Frenólogía heita fjarstæðukennd fræði sem ganga út á að tengja útlit manna eðlisfari þeirra og jafnvel heiðarleika, eða vöntun á því síðarnefnda. Langt fram á 20. öld töldu áhangendur þessara gervivísinda að hægt væri að finna glæpamenn út frá andlitsfallinu og jafnvel nefinu. Ég er hræddur um að útlit stærstu glæpamanna sögunnar hafi afsannað þetta rugl.

prime_minister.jpg

Um daginn tel ég víst að BBC hafi ruglað saman fráfarandi forsætisráðherra og alsaklausum fréttamanni útvarpsins, Gunnari Hrafni Jónssyni. Þarna var dulin frenólógía á ferðinni, en þar sem Gunnar Hrafn, þessi öðlingur, er engum líkum nema einstaka drykkfelldum teiknimyndafígúrum, er þetta tómt rugl, enda fór BBC mannavillt og ruglaði saman Gunnari og milljónum Panama pappíra.

Hins vegar fá fylgismenn frenólogíunnar byr undir báða vængi þegar í ljós kemur að grútspilltur forsætisráðherrann fyrrverandi á Íslandi er steyptur í svipað mót og fjárhirðir hans í Panama, Jurgen Mossack. Sá er ekki af suðrænum ættum frekar en Sigmundur. Gæti Mossack verið fjósamaður úr hvaða afdal á Íslandi sem vera skyldi. Líkt og Sigmundur á vafasaman föður sem seldi sjálfum sér ríkiseignir fyrir slikk, þá á Jurgen blessaður einnig fína að, því faðir hans var í SS Totenkopf, sem var á sínum tíma álíka heimsbölvun og ISIS og Taliban eru okkur í dag. Jurgen getur þó vitaskuld ekkert gert að því að faðir hans var nasisti, frekar en að faðir Jurgens, SS-maðurinn gat gert að því að sonur hans yrði aðalhjálparhella stórþjófa heimsins á okkar tímum.

Frenólógían er vitaskuld rugl, eins og myndin af Gunnari Hrafni sýnir okkur best. En enn meiri vitleysa er þegar maður sér fólk sem tók Sigmund Davíð Gunnlaugsson í dýrðlingatölu, því hann hafði sig frammi í InDefence hópnum. Þessir tilbeiðendur forsætisráðherrans fyrrverandi geta fyrir enga muni skilið að Sigmundur Davíð var loddari sem hafnaði ESB og evru, boðaði tilbeiðslu á krónunni, sem allt er gott og ágætt  -  en fór svo sjálfur með peninga sína og kerlu sinnar og faldi þá úti í heimi á góðum dollarareikningum og evruvildarbréfum.  Gaman væri að athuga hvort frenólógían passar á einfeldninga þá sem ærast á síðustu dögum vegna himnafalls dýrlingsins SDG, og trúa því einlægt að hann muni rísa upp frá dauðum eftir kosningar í haust.

Einn fremstur tilbeiðenda SDG er ofsatrúarmaðurinn Jón Valur Jensson, sem fór hamförum um daginn, gegn mér með fúkyrðum og staðlausum aðdróttunum fyrir að hafa skoðanir á SDG (sjá hér). Í þetta sinn var það ekki fyrir að ég var fyrsti Íslendingurinn sem á undan múslímum stakk upp á því að íslenskir múslímar reistu sér mosku sem fyrst.

Skoðum andlitið á Jóni Vali Jenssyni (sjá neðar) einum helsta sérfræðingi þjóðarinnar í "kynvillu", munnmökum og annarri "afbrigðilegri" hegðan. Þekkið þið aðra einfeldninga með öfgakenndar trúarskoðanir, sem eru líkir Jóni, sem umbreytast allir í framan eins og Kamelljón þegar pattaralegir englar sem hafa logið alla fulla falla af himnum? Ljótleiki þarf ekki að lýsa manninum undi skinninu, því oftast ef flagð undir fögru skinni, eins og við hin forljótu vitum öll. Hvað fær þennan fríðleiks og andans mann, Jón Val, sem tilbúinn er með skoðun og fordæmingu á öllu "afbrigðilegu", til að vera svo vondan og sakna manns sem hefur logið að honum?

Það er víst kölluð einföld trú. Frenólógían á víst engin svör við henni, nema að helgislepja og tvískinnungur lýsi sér á einhvern sameiginlegan hátt hjá líkamlega líku fólki.

jesuit.jpg


More Disco Time = Muchos Dineros

Í tilkynningu forsætisráðuneytisins (Prime Disco) um daginn, sem stíluð var á hinn stóra heim, þar sem forsætisráðherra Íslands var settur á stall með stærstu þjófum og bófum veraldar, var sagt að platnaslagarinn Sigmundur færi í frí "for an unspecified amount of time".

discobrothers_db.jpg

Disco Brothers (DB, Dos Bananas) halda áfram. Showið er ekki búið. Þeir ætla að dansa og diska alveg fram á haust. Snúðarnir BB og Blaka og Cow Doggy Doctor eru þó greinilega komnir á síðasta snúning.

Fyrrverandi forsætissnúðurinn (og blessuð sé ekki minning hans), eða illa gefnir skósveinar hans eru greinilega ekki ritfærir á ensku í textasmíð sinni í rappinu. Og það þrátt fyrir sumarnámskeiðin í Cambridge. Vart hækkar sól Simma Sly Dinero á alþjóðavettvangi þegar alheimur les að tíminn á Íslandi sé veginn eins og dilkar eða kókaín, eða talinn eins þeir dollarar sem Simmy Sly felur með öðrum þjófum og bófum veraldar sem þénað hafa á Toyotum á ofurverði, konum sínum eða vopnasölu til hryðjuverkamanna.

Ég er viss um að ef Framsóknarmenn eru á annað borð talandi eða ritfærir á ensku, hefur það ávallt verið Pidgin-enska eins og hún er töluð á Tortólu og álíka eyjum, þó lítið sé þar skjalfest nema lygi. Svo álíta þeir tíma annarra vera peninga (amount of time), sem þeir stela og senda til Jómfrúaeyja, meðan þeir segja öðrum að lofsyngja og dansa kringum krónuna á vaxtalausum reikningum íslenskra banka. Því er enginn ástæða að gefa þeim tíma fram í október. Það verða dálaglegar summur sem tapast við það, a great period of money, eins og þeir segja á Tortólu. Nú verður framið efnahagslegt hryðjuverk (eyðslukeyrsla) í anda skyldleikaræktaða afdalafólksins sem vegna lélegs skilnings á íslensku kenndi sig við framsókn, þegar það í raun meinti afturhald, og sem segist hætta, þegar það heldur áfram. Slíkt fólk er hættulegt í umferðinni. Það kann engan mun á réttu og röngu. Þannig fólk hefur því miður stjórnað landinu, diskóóðu delluþjóðinni til algjörs ógagns. Það á ekki að hleypa DB brothers inn á aðaldiskóið við Austurvöll.

Gefum þessari sjálfskipuðu (ó)stjórn í diskótekinu Tortólu við Austurvöll, sem starfar á skjön við óskir almennings, engan frið. Það er þó óþarfi að kasta matvælum í ofalið liðið í örvæntingu sinni. Látið þá sjá um skítkastið. Það er þeirra sérgrein.


mbl.is Stjórnin fái frið til að starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur er aðeins einn af X þúsundum svikahrappa á Íslandi

ee6aa3d013264be0de2a0b7407f5de39_1280106.jpg

Mossack Fonseca, glæpafyrirtækið sem aðstoðað hefur um 600 Íslendinga við að vanvirða reglur lýðræðisríka, er ekki stærsta "fyrirtæki" á sínu sviði í okkar rotna heimi.

Dellufólk á Íslandi, sem fór að leika sér í bankaleik með glæpafasistum í Úkraínu, Pútín hinum siðlausa, vopnasölum og dauðakaupmönnum og ólíusheikum og hryðjuverkakaupmönnum í Arabíu, gæti alveg eins átt falið fé sem önnur fyrirtæki en Mossack Fonseca hafa falið fyrir þessa gráðugu kynslóð. Mossack Fonseca er 5. stærsta "fyrirtækið" á sínu sviði.

Íslenskir viðskiptavinir svikamyllunnar í Panama eru hugsanlega aðeins brot af þeim "Íslendingum" sem falið hafa fé sitt í sandinum á pálmaeyjum og í öðrum skattaskjólum. Jafnvel fjármuni sem íslenskir bankaræningjar rændu frá saklausu fólki.

Slíkt fólk borgar ekki fyrir landsins gögn og gæði. Það á því t.d., sem skattsvikarar engan rétt á því að fá ókeypis læknisþjónustu. Sennilegast er einnig að það leiti hennar annar staðar áður en það fer með stolnum gullvagninum beint til helvítis.

Eitt af verkum nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi verður að láta hefja skipulega leit af þeim sem ekki vilja taka þátt í uppbyggingu landsins. Þeir hafa stolið frá fólkinu sem ekki á fyrir kvöldmatnum og getur ekki sent börnin sín í frístundarstarf. Þessir ræflar, sem fela jafnvel stolið fé, eiga sök á því að gamalmennin, sem alltaf greiddu sína skatta, deyja úr lungnabólgu á göngum spítalanna. Þessir verstu þjófar Íslandssögunnar hugsa aðeins um sjálfa sig. Hegðunarmynstur eins þeirra, sem á einhvern furðulegan hátt gat orðið forsætisráðherra eftir Hrunið, þótt hann hefði m.a. logið um nám sitt erlendis, sýnir okkur sjálfsánægju þessa fólks og ofmetnað. Nú upplifir það vonandi allt nemesis sitt eftir linnulaust hybris.

Virðing Alþingis er í molum, ásjóna Íslands í heiminum er illa farin og afskræmd vegna þessa fólks. Nú verður að lækna sárin og höfða til fólks sem veit upp á sig sakir um að láta sig hverfa frá löggjafasamkomu landsins. Þar á siðlaust fólk ekki að starfa.


mbl.is Með dramatískustu dögum í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trikkspurning

skyrr_ma_ur.jpg

Maður kastar matvælum í máttarstólpa samfélagsins. Innandyra í þinghúsi stjórnar annar maður sem veigrar sér frá samábyrgð lýðræðisþjóðfélaga og situr sem fastast, þó alþjóð og gáttaður alheimur óski þess að hann fari frá.

Sá sem sletti kvöldmatnum sínum er handtekinn og verður líklega dæmdur í sektir eða betrunarhúsvist sem terrorist light. En skattskvikarinn sem stjórnar í þinghúsinu sigar lögreglu á menn sem vilja spyrja hann einfaldra spurninga um lífshlaup hans og fjármál.

Spurningin er: Erum við í El Salvador, Colombíu eða Bolivíu?

Smáhjálp: Lögreglumenn eru ósjaldan krúnurakaðir í landinu.


mbl.is Maður handtekinn vegna skyrsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spýtukarlinn í forsætisráðuneytinu

pinocchio_di_islanda.jpg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fornleifaráðherra með meiru, hefur haft nægan tíma til að sanna að greiddir hafa verið skattar af því sem hann og frúin stungu undan í Panama. Gráthlægilegt vottorð frá vafasömu endurskoðunarfyrirtæki er engin sönnun fyrir einu eða neinu. Hann getur ekki verið undrandi á þeirri vafasömu heimsfrægð sem hann hlýtur nú og skákar þar með Björk, sem auðvitað greiðir skattana sína eins og það sé hluti af eðlilegu Human Behaviour. Vafasöm er sú frægð Munda og dregur SDG íslensku þjóðina hugsanlega með sér í svaðið. Líklega er best fyrir sveininn að segja af sér, og ganga frá sínum málum í réttarsal en ekki úr pontu á Alþingi Íslendinga.

Fólk, sem ekki greiðir skattana sína, hefur nefnilega ekki eðlilegan áhuga á lýðræði. Lýðræði felst fyrst og fremst í sameiginlegri ábyrgð. Án hennar verða ekki byggðir spítalar og engir peningar koma til t.d. löggæslu. Ábyrgðarleysi SDG sýnir ekki lýðræðisvilja. Furðulegt er því að sjá að maður, sem lýsir frati á samábyrgð lýðræðisríkja, geti skipað lögreglunni í landi sínu að urra á norska blaðamenn sem vilja spyrja ráðherrann eðlilegra spurninga. SDG hefur í raun engan rétt til að leita til lögreglunnar, því hann greiðir ekki til hennar eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins -- nema að hann geti sýnt okkur eitthvað annað en gúmmívottorðið frá endurskoðunarfyrirtæki með langan glæpaferil í fjölda landa.

Oft hef ég skrifað um undarlegt athæfi SDG fornleifaráðherra á blogginu Fornleifi (sjá t.d. hér). Maðurinn hefur í raun rústað minjamálum á Íslandi með brennuvargi sem stjórnar Þjóðminjasafninu. Því kemur mér það ekki á óvart að hann sé til vandræða annars staðar en í því sem ég þekki best. Ég tel mig vera örlítið til hægri við miðju í stjórnmálaskoðunum,en ég get ekki svarið af mér kratablóð í báðum ættum. Ég er einnig fullviss um að Sigmundur sé hvergi í stjórnmálum. Hann er þar bara fyrir sjálfan sig.


mbl.is Ræða hæfi Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband