Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 13:38
Þjóðviljinn og vilji þjóðarinnar
Mikið rit um mannlega galla og breyskleika hefur verið gert aðgengilegt fyrir almenning. Nú geta allir, sem tíma hafa og sagnfræðilegan áhuga, flett Þjóðviljanum á Timarit.is og orðið margs vísari.
Á Íslandi var til fólk sem með betri vitund vildi gera Ísland að leppríki Sovétríkjanna. Til voru Íslendingar, sem gerðu sér grein fyrir öllum skítleika nasismans, sem ekki sá hvernig "kommúnisminn" hafði verið afbakaður til að fremja verstu glæpi mannkynssögunnar. Menn urðu vitni að, og sumir tóku þátt í, þessum glæpum og flestir þegja svo þunnu hljóði í dag og skammast sín ekki einu sinni.
Ég hef brugðið mér í ferðalag aftur í tímann og flett Þjóðvilja Kaldastríðsáranna. Þetta gefur mér nýjan skilning á þeirri umræðu sem nú tröllríður samfélaginu. Margt af því fólki sem skrifaði í þetta blað og ólst upp með því, er enn á ferðinni og sjálfsálit þess er enn það sama. Það telur sig vera betra en annað fólk. Vinstri menn töldu sig þá sem og nú hafa einkarétt á ákveðnum þáttum mannlífsins. Þeir töldu sig vera réttlátari, með betri málstað, vera menningarlegri og mannúðlegri; töldu sig meiri náttúrverndarsinna en aðra og svona mætti lengi telja. Þessi fullvissa um vera boðberar hins réttláta sósíalisma var blandað saman við endalausar stælingar við "íhaldið", sem frekar einkenndust á öfund og hatri í garð þeirra sem gekk fjárhagslega betur í lífinu, en af eiginlegri stéttarbaráttu.
Ég ætla þó ekki að gera lítið úr mikilvægi Þjóðviljans fyrir stéttarbaráttu, en þeir sem börðust enduðu flestir með því að hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig, sem er ekkert óeðlileg hegðun hjá mannverunni.
Viðhorf, sem sett eru fram í Þjóðviljanum, sverja sig oft í ætt við múgæsingu og fordómadýrkun í bland við barnalega þjóðernisrómantík. Þetta kom t.d. í ljós í umræðu um varnarmál. Úrkynjunin var samkvæmt Þjóðviljanum náttúrulega mikil á Vellinum. Kanar voru villimenn sem eitruðu fyrir Íslendingum. Kanasjónvarpið sýndi að sögn Þjóðviljans myndir sem kvikmyndaeftirlitið myndi banna börnum á Íslandi. Hætturnar voru margar. Kanar voru klámkarlar hættulegir hreinni, íslenskri náttúru.
Meðferð Kínverja á Tíbetbúum voru líka í brennidepli þá eins og nú. Þá var yfirtaka Kínverja á Tíbet fjálglega líkt við dvöl varnarliðs NATO á Íslandi. Jakobína Sigurðardóttir skrifaði grein sem ég flokka undir andlegan fyrirhyggjufasisma íslenskrar sveitakonu. Jakobína sér Ísland í krumlum Kanans eins og Tíbet undir hæl Kína. Þvílíkt ímyndunarafl?
Allt sem rússneskt var eða frá austantjaldslandi, taldi Þjóðviljinn frábært, og á 7. áratugnum leið ekki sá dagur að ágæti Austur-þýskra skut- og versmiðjutogara, Traktora í Novosíbirsk og plasmavéla í Sovételdflaugum væri tygjað. Ef Louis Armstrong lék í Austur-Berlín, var það fyrst í frásögur færandi. Allt kommaísenkram og sósíalistabull var sagt vera vegurinn til sæluríkisins.
Eftir 1970, þegar raunsærri menn fóru að skrifa í blaðið um andhóf og mannréttindabrotin, var spjótunum í staðinn beint að framförum í efnahagslífi á Íslandi. Álverin áttu að sögn að eyðileggja aðalefnahag Íslendinga, fiskveiðarnar. Menn áttu alltaf erfitt með orsakagreiningu á Þjóðviljanum.
Árið 1965 var mikil umræða um álver, eins og í dag. Lesið eftirfarandi greinar um "Álauðvaldið" og áhrif þess á Ísland. Sjá hér, hér, hér og hér. Fer ekki hrollur um ykkur? Vinstri menn nútímans, sem eru mestmegnis mikil náttúrubörn, virðast hafa geymt árganga af Þjóðviljanum undir koddanum síðan 1965. Árið 1965 dýrkuðu vinstrimenn ríki sem menguðu mest allra hér í heimi.
Í dag dýrka fyrrverandi Þjóðviljamenn ríki, þar sem miðaldahugsunarháttur er ríkjandi og mannfrelsi er fótum troðið. Er ekki hægt að finna eitthvað betra að hanga aftan í en einræðisherra og illa upplýstan lýð sem hefur Múhameð sem æðstan guð í stað Leníns? Af hverju er fólk, sem upp til hópa eru trúleysingjar, mestu trúarofstækismennirnir? Þau ríki og stefnur sem vinstrimenn styðja í sameiginlegu hatri á BNA og vestrænum gildum, losuðu Íslendinga við herinn. Það voru ekki endalausar söngæfingar og kröfugöngur herstöðvanastæðinga, sem enginn missti af ef hann las Þjóðviljann, þar með talinn undirritaður.
Ýmsan mikilvægan fróðleik er þó líka að finna í Þjóðviljanum. Þetta er sagnfræðiheimild.
Minnugir menn muna líklega vel eftir erfiðleikum Flugleiða í lok 8. áratugarins og tillögum hanskasósíalistans Ólafs Ragnars til lausnar þeim. Viðtal við hann frá 1980 sýnir að það sem hann hafði til málanna að leggja þá var nærri búið að koma í veg fyrir ferðagleði hans og kammerads Ingibjargar Sólrúnar á 21 öld. Ólafur skrifaði : Hvaða vit væri í því fyrir þjóð sem stendur frammi fyrir því eftir örfá ár að sinna eingöngu Evrópu- og innanlandsflugi að ráðast í byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og það fyrir bandarískt fé, sem stæði kannski tóm að meginhluta? - Svona var nú Ólafur forseti vor lélegur spámaður.
Þjóðviljinn er fyrir löngu allur. Margir syrgja hann sárt. En vilji þjóðarinnar var annar en rausið, ruglið, afturhaldið, öfundsýkin og smámunasemin í aðstandendum Þjóðviljans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2009 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.6.2008 | 14:22
Þegar íslensk lögregla varð alþjóðleg
Ég hef áður skrifað frásögn mína af óeirðum í Sundahöfn árið 1979, sem ég tók þátt í með tilheyrandi steinasöfnun/-kasti, því þá var ég svo syndlaus.
Óeirðirnar brutust út þegar herstöðvaandstæðingar mótmæltu komu herskipa til landsins. Þetta hófst allt settlega. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sat inni í bíl með kaffibrúsa og gjallarhorn og skemmti sjálfum sér með rímum. Það var mjög kalt og frekar hvasst, en fólk hitaði sér með því að syngja ástralskan slagara og sumir voru með þorskausa á kústasköftum, sem þeir hristu óðslega. Allt í einu kom fjöldi lögreglumanna út úr kornskemmu einni stórri á hafnarbakkanum og fór að berja sér til hita á mótmælendum. En það verður að viðurkennast að mótmælendur hófu leikinn með málningarslettum og öðrum skrílslátum. Fólk var handtekið og ég man að nokkrir MH-ingar héldu því fram á lögreglustöðunni, eftir að þeim var ekið þangað í rútu, að þau hétu Karl Marx, Rosa Luxemburg og Vladimir Lenin. Lögreglan fann ekki það fólk í þjóðskrá. Þrír herstöðvaandstæðingar voru fluttir á slysadeild. Ég var frár á fæti og náðist ekki, nema á myndavél.
Ég skoðaði nú um daginn frásagnir Þjóðviljans, sem gerði sér mjög mikinn mat úr þessu í að minnsta kosti 10-12 daga eftir að stimpingarnar áttu sér stað. En útlegging Þjóðviljans var nokkuð öðruvísi en hjá Mogganum. Einar Karl Haraldsson, sem nú er með skæting við fjölmiðla fyrir Össur Skarphéðinsson, skrifaði fréttirnar á Þjóðviljanum og velti síðar fyrir sér hvort lögreglan væri farinn að apa eftir aðferðir stórborgarlögreglu gegn mótmælendum. Böðvar Guðmundsson skrifaði einnig áhugaverðan pistil um atburðinn þann 30. september. Þetta gerðist allt á skrítnum tímum. Menn geta best séð það með því að lesa Þjóðviljann frá þessum tíma. En mikið af sama ruglinu er enn í gangi hjá Þjóðviljaliðinu og afkomendum þess.
Almenningur hefur harla mikið velt fyrir sér lögreglu- og hermáladraumum Björns Bjarnasonar á síðustu árum. Árið 1979 var Steingrímur Hermannsson hins vegar dómsmálaráðherra, í hinni mannmörgu stjórn Óla Jó með allaböllum og krötum, áður en upp úr sauð. Ætli Steingrímur muni hvaða fyrirskipanir komu að ofan frá honum, þegar lögreglan gekk til atlögu gegn þeim sem mótmæltu komu NATÓ herskipa árið 1979. Þetta er vonandi ekki NATO Classified upplýsingar sem er búið brenna í tunnu?
27.6.2008 | 21:20
Burt með þessa ríkisstjórn
Nú er tími til kominn að hugsa til kosninga. Núverandi ríkisstjórn er ekki starfi sínu vaxin. Sumir ráðherranna eiga erfitt með að uppfylla lýðræðislegar skyldur sínar og einn er í eilífðar utanlandsreisu, að sögn til að koma Íslandi í Öryggisráðið.
Fósturjörðin og landsins lýður eru greinilega ekki nógu skemmtileg viðfangsefni fyrir ríkisstjórn Íslands. Og ef t.d. utanríkisráðherran hefur ekki hendurnar fullar upp í endanum á hryðjuverkamönnum í sólarlöndum, er hún að vasast í málefni annarra ráðuneyta. Þetta er óþolandi ástand.
Öryggið er sprungið á Íslandi. En farfuglarnir í ríkisstjórninni hafa ekki tíma til þess að sinna því. Stór hluti þjóðarinnar er farinn að lepja dauðann úr skel - bókstaflega. Hinir geta ekki hætt eyðsluleiknum. Menn kunna sér ekki hóf og kommarnir eru verstir.
En fram úr hófi keyrði í gær þegar vinstripakkið, sem því miður stýrir landinu með Sjálfstæðismönnum, er farið að hindra fréttaflutning.
Þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Alcoa og Norðurþings í Iðnaðarráðuneytinu í gærmorgunn var ljósmyndara Fréttablaðsins meinaður aðgangur.
Visir.is ræddi við hækju Össurar Skarphéðinssonar, Einar Karl Haraldsson, sem var úrillur og hreytti þessu í blaðamenn: ,,Hvaða andskotans máli skiptir einhver undirskrift?"
Einar Karl Haraldsson, sem forðum daga var kommísar á Þjóðviljanum (svo ekki sé minnst á fréttastofu RÚV), er aðstoðarmaður ráðherra sem greinilega þykir starf sitt svo leiðinlegt að hann segir alheiminum að undirskriftir við Alþjóðafyrirtæki séu eitthvað sem ekki skiptir þjóðina neinu máli.
Ef þetta samkomulag reynist happadráttur fyrir þjóðina, munu menn ekki geta sýnt hina sögulegu stund á mynd. Þetta er nú meiri lágkúran. Össur er ekki annað en framsóknarmannagrey - sauður í úlfagæru.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hindraði hér um daginn aðgang ljósmyndara að hræi ísbjarnar "vegna þess að slíkar myndir gætu skaðað ímynd landsins". Nokkrar myndir af hræi geta vart skaðað ímynd ríkisstjórnarinnar meira en komið er. Ætli umheiminum sé ekki nokkurn veginn alveg sama hvort ísbjörn sé skotinn í grennd við Norðurpólinn. Naflaskoðunin enn á fullu.
Ríkisstjórnin, og sér í lagi vinstri helmingurinn, er illa leikið hræ, sem ætti að fara í Total Make-Over sem allra fyrst. Læpósökk, tannréttingu, hárígræðslu og brjóstalyftingu, fitusog úr rasskinnum og ekki síst vangstýfingu fyrir Ingibjörgu víðförlu. Leyfi ég mér að mæla með góðri kosningu. Fólkið í landinu, sem er búið að hamfletta og fitusjúga of lengi, á nú leikinn. Endurreisn andans, nýja ríkisstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2008 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.6.2008 | 08:35
Gagnrýnum stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún hefur enn einu sinni verið í sólarlandaferð í botnlanga Miðjarðarhafs. Nú er nefnilega sumar á Sýrlandi. Þar hefur hún eins og nýflegin ýsa rætt við ribbalda um stuðning þeirra við Ísland til setu í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Human Rights Watch hefur þetta að segja um ástand öryggis á Sýrlandi:
"Any engagement with Syria must include an open discussion of human rights concerns, including the fate of political prisoners and other Syrians who suffer abuse," said Sarah Leah Whitson, Human Rights Watch's Middle East and North Africa director. "The authorities in Damascus are still harassing anyone who dares criticize them." Hér er frekari lesning.
Þegar Ingibjörg Sólrún var í Ísrael gerði hún ekkert annað en að tala um mannréttindabrot Ísraela. En hjá Assad var hún þæg stelpa og hélt kjafti, enda getur verið hættulegt að gagnrýna hann.
Sendið Assad eftirfarandi bréf og krefjist þess að hann komi Sýrlandi í lag, strax í dag, því Ingibjörg Sólrún gleymdi því þegar hún var í hallarheimsókn hjá honum nýverið.
Dear President Bashar al-Assad,
I am an Icelandic citizen, who followed the resent visit of Icelandic Foreign Minister Ingibjörg Sólrún Gísladóttir to Syria. In the press releases from your meeting, I can see no mention of the Icelandic Foreign Minister addressing the human rights violations, which take place in Syria under your rule nor your rule's support of terrorist activity in Lebanon and elsewhere. I, as a democratic Icelander, do not recognize Syria's support for Iceland's candidacy for the United Nations Security Council when fundamental human rights are violated in Syria.
Sincerely yours,
Undirskrift þín
Þótt Assad sé forseti tölvusambands Sýrlands, eru nokkuð erfitt að ná í hann eða ráðuneyti í landi hans með tölvusambandi. Bréfið má senda til fastanefndar Sýrlands hjá Sameinuðu Þjóðunum syriainfo@syriaun.org og einnig til sýrlenska þingsins help@parliament.gov.sy og afrit til postur@utn.stjr.is
Þessi ræða um Assad er áhugaverð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.6.2008 | 07:38
Skúbbí dú...
Nú er ég líka orðinn skúbbari (scoopari). Allir að reyna að koma hálfnakinni forsetafrú yfir á mig. Nú fæ ég aldrei fálkaorðuna úr þessu, fyrst ég er orðinn þekktur fyrir að vera að leita að berrössuðu kvenfólki á veraldarvefnum í frítíma mínum. En neyðin kennir nakinni konu að spinna meira PR, sagði Gróa forðum.
Þetta skrifar Fréttablaðið í dag á blaðsíðu 50:
Fornleifafræðingurinn sem fann Dorrit á Evuklæðum
"Er staðfest að þetta sé Dorrit? Þetta er líkt henni en ég útiloka ekki að þetta sé tvífari hennar," segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmssonfornleifafræðingur.
jakob @frettabladid.is
"Er staðfest að þetta sé Dorrit? Þetta er líkt henni en ég útiloka ekki að þetta sé tvífari hennar," segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur.
Frétt um að líklega hafi Dorrit Moussaieff forsetafrú setið nakin fyrir hjá listakonunni Natöshu Archdale fór sem eldur í sinu um Netheima í gær. Fréttin kom í kjölfar þeirra tíðinda að Dorrit hefði keypt nektarmynd eftir Natöshu til að gefa í sextugsafmælisgjöf.
Skúbb er hugtak innan blaðamennskunnar sem felur það í sér að vera fyrstur með fréttirnar og um hríð var á huldu hver "átti" fréttina. Bloggskrif Andrésar Jónssonar almannatengils eru lýsandi fyrir leitina að skúbbaranum: Vísi, Monitor og ... "... svo hafði ég samband við Andrés og sagði að ég hefði fyrst séð þetta hjá Vilhjálmi," segir Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Monitors. "En Vilhjálmur á þetta. Algerlega. Flott hjá honum. Skemmtileg færsla og magnað skúbb," segir Atli Fannar.
Vilhjálmur Örn er búsettur úti í Danmörku. Hann hefur verið búsettur þar helming ævi sinnar eða í 24 ár, þar sem hann hefur sinnt fræðigrein sinni. En hann er í augnablikinu atvinnulaus sem gefur honum svigrúm til að garfa á Netinu.
"Nú? Ég er að frétta frá þér að þetta sé skúbb. Nei, ég hef ekki lagt mig eftir því að "skúbba" og hef aldrei starfað sem blaðamaður. Ætli það sé eitthvað laust?" spyr Vilhjálmur. En hvað kom til að Vilhjálmur rakst á þessa mynd sem finna má á netsíðu Natöshu? Hann segist garfa í ýmsu sem fornleifafræðingur. "Ég er hrifinn af gömlum og fallegum hlutum eins og forsetinn. Og þetta segi ég ekki niðrandi heldur þvert á móti. Íslendingar eiga eina glæsilegustu forsetafrú í heimi. En, ég er einmitt mikill stuðningsmaður Dorritar og þegar ég sá þessa frétt fékk ég þessa flugu. Hlýtur Dorrit ekki að hafa setið fyrir líka? Og ætli Ólafur hafi gleymt að ná í myndina?" spyr Vilhjálmur og vísar til þess að fyrirmenni geri þetta gjarnan - að eiginkonurnar sitji fyrir naktar. "Ef þetta er Dorrit á evuklæðum fyrir framan Tösku- og hanskabúðina er það ekkert til að skammast sín fyrir nema síður sé."
Ekki tókst að ná í Örnólf Thorsson forsetaritara í gær til að fá staðfest að Dorrit sé módelið á myndinni. Sé vitnað í Andrés almannatengil: "Ef Örnólfur Thors vill þiggja PR-ráð frá mér, þá myndi ég bara staðfesta strax að myndin sé af Dorrit. Ekkert að þessari mynd. Óþarfi að fjölmiðlarnir séu með getgátur um hana í allan dag."
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2008 | 11:08
Nektarmynd af ...
Hvað getur orðblind kona gefið einum ríkasta manni í heimi?
Jú, Dorrit Moussaieff frá Bessestad gefur Stephen Schwarzman forstjóra mynd af konu hans, Christine, sem er meðalútþurkuð blondína á besta aldri. Það er ekki nein venjuleg mynd, heldur nektarmynd af frúnni, búin til úr húðlituðum (flesklituðum) snifsum úr Financial Times.
Listamaðurinn sem var svo frumlegur að byrja á því uppátæki, að rífa Financial Times tætlur í stað þess að lesa það, græðir á tá og fingri á þessu föndri sínu. Hún heitir Natasha Archdale og er mjög sæt, en myndirnar hennar eru ekki mikil list eða (lyst).
Natasha viðskiptablaðalistamaður í London
Kannski var það ekki svo óviðeigandi hjá forsetafrúnni okkar að gefa svona mynd einum ríkasta manni í heimi, svona rétt til að minna á að íslenskt viðskiptalíf er frekar nakið um þessar mundir.
Enn ein spurning vaknar: náði Dorrit ekki í myndina af sjálfri sér sem hún ætlaði að gefa Ólafi? (Sjá hér að ofan). Natasha er með hana til sýnis á vefsíðu sinni.
Nú krulla ég saman síðasta Viðskiptablaðinu og gef konu minni nektarmynd af sjálfum mér. Hún verður himinlifandi. Að minnsta kosti er liturinn réttur, en það eru ekki eins margar háar tölur í mér eins og í Viðskiptablaðinu. I am broke and not a broker.
Have I seen this hat before, darling?
Menning og listir | Breytt 25.6.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2008 | 08:00
The Bessastadir Peace Summit
Ástþór Magnússon er aftur úti að aka. Maðurinn kvartar yfir því á einni af heimasíðum samtaka sinna, Friðar 2000, að menn hafi kallað hann "þorpsfífl". Ekki ætla ég að kalla Ástþór neitt, enda hefur hann unnið sér til gullkross í Grikklandi og allir muna eftir jólasveininum í Bagdad eftir að Ástþór flaug með hann þangað. Góðar gerðir eru alltaf stór afrek í þessum vonda heimi, nema ef góðgerðamennirnir geri sér þær að féþúfu.
En nú er Ástþór alveg úti að aka. Vísir.is hefur eftirfarandi frétt undir fyrirsögninni Dorrit með lykilinn að friði.
"Ástþór Magnússon skoraði á Dorrit Moussaieff forsetafrú í formlegu bréfi í gær að vinna að friðarmálum í Mið-Austurlöndum.
Hann segir í bréfinu að lykillinn að friði sé í hennar höndum vegna þeirrar sérstöku aðstöðu sem hún hefur á Bessastöðum. Í bréfinu varar Ástþór við stríði Ísraelsmanna og Palestínumanna og segir að mögulega sé kjarnorkustríð og þriðja heimsstyrjöldin yfirvofandi. Ástþór segir samtökin Frið 2000 vera tilbúin að styðja við þetta friðarátak ef af því verði."
Sanktaklás er ættaður af þeim slóðum sem Ástþór segir ófriðinn vera. Klás var kominn af góðu fólki og bjó ekki fjarri þeim borgum þar sem forfeður Dorritar voru kaupmenn.
Hvað með að senda Jólasvein Ástþórs til Jerúsalem með lykil, eða bara beint til Gaza með fleiri leikföng?
Mín kæra þjóð. Er ekki orðið fullljóst að Ísland gegnir engu hlutverki meðal þjóðanna. Ekki einu sinni forseti og utanríkisráðherran, þótt ferðagleðin sé óhemju mikil. Það eina sem þjóðin fær út úr víðförli þeirra er stór reikningur. Það kemur nú ekki mikið meira út úr viðleitni Ástþórs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2008 | 09:28
Er fótbolti uppbyggileg íþrótt ?
Einn af þeim sem yngist allur upp ef knattspyrna er annars vegar er stríðsglæpamaðurinn Milivoj Asner, sem framdi hræðilega glæpi gegn mannkyninu í Króatíu í síðari Heimsstyrjöld. Asner sem býr í Klagenfurt í Austurríki er 95 ára, en það aftrar honum ekki frá því að fara á völlinn, þar sem lið Króatíu hefur haft aðsetur meðan að Evrópumótinu í knattspyrnu fer fram.
Breska blaðið SUN náði í karlinn þar sem hann spókaði sig um götur borgarinnar með frú Edeltraud upp á arminn. Hann gekk meira en mílu án stafs og stoppaði á kaffihúsum og ræddi við menn um leikinn, drakk vín og kaffi.
Blaðamaður Sun fylgdi eftir og filmaði glæpamanninn og hér má lesa um það. Þegar blaðamaðurinn spurði hann til nafns, staðfesti karlinn að hann væri Milivoj Asner, en sagðist aldrei hafa snert hár á höfðu nokkurs mann. Það er er þekkt viðkvæði hjá stríðglæpamönnum
Dr. Efraim Zuroff forstöðumaður Simon Wiesenthal Stofnunarinnar í Jerúsalem, segir:
"Austurríki hefur lengi verið annáluð paradís fyrir stríðsglæpamenn. Ef maðurinn [Asner] er nógu hraustur til að labba í bæinn og drekka vín, er hann nógu hraustur til að standa reikningsskil gerða sinna"
Zuroff mun nú enn einu sinni krefjast þess að Asner verði framseldur.
Við verðum að vona að Íslenska sendinefndin í Vín, sem oft hefur tekið þátt í ráðstefnum um Helförina og skilda hluti, mótmæli nú stefnu Austurríkis. Sendiráðið getur fengið Ingibjörgu víðförlu í lið með sér. Þess má geta að húsið sem sendiráðið er í í Vín var einu sinni í eigu gyðinga. Í húsinu beint á móti sendiráði Íslands í Vín voru höfuðstöðvar SS-Sonderinspektion IV sem stjórnað var af SS hershöfðingjanum og stríðsglæpamanninum Hans Kammler, sem aldrei sást til eftir 1945. Ætli hann hafi lifað óáreittur í Austurríki eins og svo margir aðrir morðingjar og fylgst með fótboltanum?
Í dag gengur Asner undir nafninu Georg Aschner og býr beint á móti menningarmiðstöð Króata í Klagenfurt og allir vita hver hann er og hvað hann hefur gert af sér. Króatar, sem eru búsettir á þessum slóðum, eru frekar stoltir af karlinum.
Það er glæpsamlegt athæfi, að Austurríki hafi látið þennan óþokka lifa óáreittan í landi Vínarvalsanna. Það eru of margar feilnótur An der schönen blauen Donau
19.6.2008 | 22:13
Hugsanlegur ísbjörn, eða Yeti .....
Já, og hann ætlar á hramminum suður og garga á þjóðhátíðinni í Eyjum um Verslunarmannahelgina.
Fólkið sem sá hann var vitaskuld frá Norður-Póllandi og verndardýrlingur þeirra Sankti Klás.
Verðum við ekki að ná í Rambó, fyrst þetta er gengið svona langt.
![]() |
Hálendisbjörn er hugsanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2008 | 16:02
Hvítabjörn til Katar í boði Bessastaða
Alveg eins og við manninn mælt. Emírinn (Amírinn) í Katar er vitaskuld búinn að heyra um hvítabirni á Íslandi og vill fá feldi í kvennabúrið sitt. Nú ættu menn að vera aflögufærir og geta tekið pantanir.
Ég greindi frá grimmum áhuga araba á hvítabjörnum hér fyrr á öldum í færslu í gær:
Skemmtilegar eru upplýsingar um hvítabjörninn sem egypski súltaninn Malik al-Kamil (sem var Kúrdi að uppruna) fékk frá Friðriki II keisara og konungi Sikileyjar. Dýrið kom til Damaskus árið 1233 eða 1234 samkvæmt annálaritaranum Kitab al-Wafi, sem einnig var kallaður Safadi. Fyrir hvítabjörninn fékk keisarinn gíraffa. Súltaninn á Egyptalandi hafði í byrjun 13. aldar fengið forláta skinn af hvítabjörnum samkvæmt Ibn Said al Maghribi.
Heinrekur III Englandskonungur átti líka hvítabjörn samkvæmt heimildum góðum sem Hákon IV Noregskonungur mun hafa gefið honum. Hákon gaf líka Friðriki II keisara björn. Heinrekur III tjóðraði björninn í Tower of London og á tyllidögum fékk björninn að synda í Thamesá og veiða sér fisk. Henrý var mikill dýravinur og átti líka fíl.
Hákon Hákonarson, sem varð konungur Íslands árið 1262, var mikill diplómat og sendi meðal annars sendimann til Túnis.
Nú er Ólafur forseti að leika Hákoni listina eftir, og ekkert væri sjálfsagðara en að gefa furstanum frá Katar hvítabjarnarskinn, eða hvítan fálka um hálsinn, enda er Amírinn mjög orðuglaður.
Reynandi væri að biðja hvítabirni um að biðjast afsökunar á Múhameðsteikningunum.
Í landi þessa Amírs eru hvítir birnir skotnir
![]() |
Sendinefnd frá Katar heimsækir forseta Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Fornleifur hinn heppni var með málið um daginn...
- Íslenska lokalausnin - hakakross málaður á bænhús rússnesku r...
- Lýst eftir Haremssögum á Cóviðtímum
- Questo Dottore
- Þrískipting valdsins
- Stjórnarþankar - Tvö ráðuneyti vantar árið 2021
- Ókeypis jólabók - Jólagjöf Fornleifs til þjóðarinnar
- Laxness viðbætur
- Ókeypis bók um Laxness í smíðum á Fornleifi
- Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
- RÚV á Evrusjón
- Er Brynjar nú orðinn varamaður?
- Siginn Skattman og S-Kata eru vel kæst í rauðbláu sóssunni
- Finnst ykkur góð skata?
- Læknadólgurinn og yfirvöld sem brugðust íslensku þjóðinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 1323879
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 120
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007