Leita í fréttum mbl.is

Ungr var ek forđum

vovveryyoung

 

Minningar borgarskćruliđans:

Ungr var ek forđum. Líkt og unga fólkiđ á Norđurbrú. Ţó ekki alveg eins vitlaus, enda var lögreglan sćtari viđ okkur ţá. Einn septemberdag í haustfrosti söfnuđumst viđ saman, herstöđvaandstćđingar, í Sundahöfn til ađ láta illa viđ herskip sem ţar lágu viđ hafnarbakkann. Hétu ţau Karlsruhe og Nipigon. Eiginlega var ţađ ekki ćtlunin ađ láta illa, heldur ćtluđum viđ ađeins ađ syngja "Ísland úr NATO" og hlusta á Árna Björnsson halda rćđu inni í Lödu Sport, sem hann sat inni í.

Ég fór beint úr latínutíma í MH og var međ ţýđingar mínar á Gallastríđinu eftir Júlíus Cćsar í plastoka og Lívíus. Ţarna voru líka nemar úr Iđnskólanum og MS, sem höfđu óspektir í huga. Sumir voru međ kassa fullan af boltum, sem höfđu veriđ fylltir af rauđri og blárri málningu. Ţeim átti ađ henda í herskipin. 

Nokkrar löggur voru mćttar á stađinn, svo liđiđ hélt ađ ţađ kćmist upp međ óspektir. En viti menn, skyndilega opnađist rennihurđ á kornsílói og út kom varaliđ löggunnar, sem hafđi beđiđ inni í kornsölunni eftir ţví ađ komast í slag viđ ungviđiđ. Ţarna voru gamlir kallar međ Bjarka Elíasson í fararbroddi og veifuđu ţeir kylfum sínum dólgslega. Ţá hófst auđvitađ slagurinn. Hér er hćgt ađ lesa um hann í túlkun Moggans.

Ég var auđvitađ alltaf jafnheppinn og Óli K. Mag. tók ţessa mynd af mér "ađ safna grjóti", og sagđi eftir ađ hann gerđi ţađ. "Hvađ ćtli hann afi ţinn segi ţegar hann sér myndina af ţér". Ţetta tók úr mér allan ţrótt. Ég var ekki handtekinn eins og sum skólasystkini mín.

Daginn eftir, og í nokkurn tíma á eftir, var ég uppnefndur borgarskćruliđinn. Ţađ ţótti mér mjög miđur enda friđarsinni fram í fingurgómana.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, var virkilega ennţá veriđ ađ kenna latínu í MH 1979? Kenndi Teitur ţér?

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.3.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já Teitur Benediktsson sá góđi mađur, sem ég hef reyndar ekki séđ síđan 1979 og er skömm frá ţví ađ segja. Viđ vorum ţrír í Latínu 60 haustiđ 1979. Veit ég ekki hvar hinir eru niđur komnir. En eins og Teitur sagđi nokkrum sinnum: "Mađur verđur aldrei samur mađur eftir ađ hafa veriđ í Latínu." Ég hef notiđ góđs af ţví.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.3.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sama segi ég. Ég útskrifađist voriđ 1971, úr 4-A (ţá var enn bekkjarkerfi viđ lýđi), úr frönskudeild međ latínu, eins og ţađ var kallađ. Held ađ ekki hafi veriđ haft ţađ form á eftir ţađ. Teitur var og er snillingur, ég sé hann einstaka sinnum á gangi í miđborginni, lćtur ennţá lítiđ fyrir sér fara, spakur mađur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.3.2007 kl. 11:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband