Færsluflokkur: Fornleifafræði
11.6.2012 | 05:40
Getraunir Fornleifs
Nú er fimmta getraun Fornleifs í gangi. Takið þátt. Hvað er þetta?
Þrátt fyrir hjálp Pressu og Eyju er enn er ekki fundin in konan glaða sem kom í Þjórsárdal sumarið 1939 og lagði sig með fornum beinum. Þekkir einhver þessa konu? Sumum hefur hefur þótt það óhæfa hjá mér að birta þessa mynd, og fóru þá að velta út úr skápnum menn með létt hdl einkenni og bein löngu liðinna nasista, enda notuðu þeir í SérSveitunum Hjalta litla beinamyndir á kaskeit sín. Sjá frekar hér?
18.12.2011 | 10:39
Silfursaga
Fornleifur gamli er í dag með langan bálk um aðdraganda rannsóknarinnar í Kaupmannahöfn á silfursjóðnum frá Miðhúsum í Eiðaþinghá. Ekki var allt með með felldu. Sjá hér
Myndin hér að ofan birtist í Morgunblaðinu 2. september 1980.
Hver hefur fundið silfur sem er rétt eins og nýpússað í jörðu?
Fornleifafræði | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2011 | 12:58
Fornleifavernd Ríkisins In Memoriam
Um þessar mundir er Fornleifavernd Ríkisins 10 vetra. Þess vegna býður Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður mér og öllum öðrum í afmælisráðstefnu á Hótel Sögu næstkomandi föstudag 18. nóvember frá klukkan 13 til 17. Frá mínu bæjardyrum séð er þessi stofnun afar þreytt bikkja, sem aldrei tókst það sem henni var ætlað. Þess vegna skrifa ég hér minningarorð fyrir stofnunina um leið og ég óska Fornleifaverndinni til hamingju með að hafa lifa svo lengi, þrátt fyrir allt. Sérstaklega þrátt fyrir yfirmanninn.
Hvernig Krístínu H. Sigurðardóttur forstöðumanni Fornleifaverndar hefur tekist að túlka þjóðminjalög á þá vegu, að hægt sé að fá leyfi hjá henni persónulega til að reisa ævintýrabyggingu ofan á friðaðri rúst í Skálholti, er í sjálfu sér afrek, sem gaman væri að fá að vita meira um áður en Fornleifavernd Ríkisins fer undir græna torfu í fyrirhuguðum breytingum á forminjavörslunni árið 2013.
Forstöðumaðurinn stakk nýlega upp á því í heljarins draumóraæði, að viðhald og viðgerð rústanna á Stöng í Þjórsárdal myndu kosta 700.000.000. 700 millur, þið lesið rétt. Ég hef lýst því hvernig það ævintýri varð til og hvernig það reyndist vera hjóm og húmbúkk þegar farið var að spyrjast fyrir um veruleikann. Sjá hér, hér og hér.
Tillaga um 700.000.000 kr. aðgerðir á Stöng í Þjórsárdal er afrek í sjálfu sér þrátt fyrir fjársveltið sem forstöðumaðurinn hefur kvartað yfir í blaðagreinum og í útvarpi, ef tekið er tillit til þess að forstöðumaðurinn finnur ekki nein almennileg gögn um hvernig hún komst að þeirri ævintýraupphæð. Líkast til er leyfi til byggingar Þorláksbúðar á friðuðum minjum afleiðing þess að starfsmenn Fornleifaverndar hímdu í aðgerðarleysi og svelti meðan lög sem þeir eiga að fylgja voru hunsuð og ómerk gerð af forstöðumanninum.
Kristín H. Sigurðardóttir býður á afmælinu til fundar í salnum Yale" á Hótel Sögu nú á föstudag, þar sem hún "horfir fram á veginn" og kveinkar sér örugglega yfir fjárleysinu. Réttast væri hins vegar fyrir Kristínu að segja þeim sem koma á fundinn hvernig í ósköpunum hún gengur þannig frá hnútum að hægt er að reisa ævintýrakofa ofan á friðuðum fornleifum í trássi við þjóðminjalög. Hefur Kristín völd til að gráðbeygja lögin eftir duttlungum sínum og þeirra sem telja það nauðsynlegt að reisa það sem fyrir löngu er eru orðnar jarðlægar minjar? Störf slíkra fornleifaverndar líkjast mest því sem við könnumst við í Þýskalandi kommúnismans og sér í lagi nasismans. Það heillar víst alltaf ákveðnar manngerðir.
Fornleifafræði | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2011 | 14:31
Fornleifur leitar að 8-10 ára stúlkubörnum í kjól
Það eitt væri vitanlega nóg til að stimpla þann gamla gaur sem perra og níðing.
En leyfið mér nú að útskýra, þú dómharða þjóð. Stúlkur þær, sem Fornleifur leitar að, eru væntanlega nú komnar vel yfir áttrætt, ef þær eru á lífi. Fornleifur hefur aðeins áhuga á gömlum hlutum og apparötum.
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að orða þetta, því nú eru einhverjir farnir að sjá eitthvað dónalegt í því líka, duldar minningar eða eitthvað þvíumlíkt. Gott að Fornleifur er ekki á Twitter eða Fésbók.
Ef einhver getur gefið upplýsingar um þær stúlkur sem Fornleifur er að leita að, þá lesið þetta og hafið samband við Fornleif.
26.9.2011 | 06:00
Getraun á Fornleifi
Nú er 1. getraunin á Fornleifi í gangi. Takið þátt og fræðist um fortíðina.
Fornleifur veit ekki einu sinni um allt um þann grip sem spurt er um. Það eru orðin 30 ár síðan ég sá hann síðast.
21.9.2011 | 07:17
Nýtt blogg - FORNLEIFUR
Nýtt og gagnrýnið blogg hefur hafið göngu sína hér á Moggarásinni blog.is. Það kallast FORNLEIFUR, og eins og nafnið ber vitni um, fjallar þetta nýja blogg mest um fornleifar, fornleifafræði og önnur forn fræði.
Ef fornleifafræðingar, fornleifafræðinemar eða aðrir sem unna fornum fræðum, hafa áhuga á að skrifa stutta grein á Fornleif, sendið þá skrif ykkar (mest 2 bls. A4) með ljósmyndum og teikningum í góðri upplausn, og fallega andlitsmynd af ykkur sjálfum til vilhjalmur@mailme.dk, og ég mun líta á efnið og dæma hvort það er nógu áhugavert eða birtingarhæft.
Fréttir úr fornleifauppgröftrum á Íslandi og annars staðar verða einnig vel þegnar.
Vonandi skapa skrif ykkar umræðu og gefa lesendum bloggsins innsýn í það haf af heimildum sem jörðin hefur að geyma.
Í dag er á Fornleifi að finna fyrstu greinina í röð margra, sem kallast Stiklur úr sögur fornleifafræðinnar á Íslandi. Greinin í dag fjallar um margt, en m.a. eru í henni óþekkt ljóð sem tengjast fornleifafræðinni í landinu.
Fornleifafræði | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2011 | 18:25
17 gyðingar í brunni
Fundist hafa leifar 17 manns í brunni einum í bænum Norwich í Austur-Anglíu á Englandi. Talið er nær fullvisst að um beinagrindur gyðinga sé að ræða og að þeir hafi verið myrtir í ofsóknum og kastað í brunninn. Fullorðnum neðst og 11 börnum á aldrinum tveggja til fimmtán ára ofan á. Ég þekki dálítið til í Norwich. Árið 1986 kom ég þar fyrst á skólaferðalagi með deild minni við háskólann í Árósum, þegar ég hafði nýlokið kandídatsprófi. Við gáfum síðar út í lítilli gulri bók fræðilega fyrirlestra okkar sem við héldum við ýmsar miðaldaminjar. Ég meðhöndlaði m.a. sögu gyðinga og leifar eftir fyrsta skeið búsetu þeirra á Bretlandseyjum.
Gyðingar komu snemma til Bretlandseyja, með Vilhjálmi bastarði og Normönnum, og settust að í stærri bæjum landsins, allt norður til Jórvíkur. Um miðja 12. öld var Norwich næststærsta borg Englands og margir gyðingar áttu þar heima. Gyðingar á Bretlandseyjum, eins og víða annars staðar, máttu ekki stunda hvaða vinnu sem var, og voru þess vegna margir í peningaviðskiptum og lánastarfsemi, sem var bæði syndugt og illa séð iðja af kirkjunni, sem sló þó gjarna lán hjá gyðingum. Gyðingar á Bretlandseyjum lánuðu fé til ýmissa mikilvægra framkvæmda á fyrri hluta miðalda, eða þangað þeir allir, um það bil 16.000 að tölu, voru gerðir brottrækir frá Bretlandseyjum þann 18. júlí árið 1290. Eins og annars staðar voru ofsóknir gegn gyðingum algengar á Bretlandseyjum og var tiltölulega auðvelt fyrir skuldunauta gyðinga að snúa lýðnum gegn þeim og hrinda að stað ofsóknum gegn þeim, sem enduðu t.d. með því að 150 þeirra voru brenndir inni í Clifford-Turni í Jórvík árið 1190, eða þeim var kastað í brunna eða þeir brenndir á báli.Margar heimildir eru til um veru gyðinga í Norwich, bæði ritaðar og fornleifar. Gyðingar bjuggu við og umhverfis Haymarket-torg, sem er enn í dag aðalmarkaðstorg Norwichborgar. Fornleifarannsóknir hafa staðfest búsetu þeirra þar. Eina gatan á Bretlandseyjum sem ber heitið Synagogue Street er að finna í Norwich. Frægur ketill úr bronsi frá Frakklandi með áletrun á hebresku hefur fundist í Norwich.
Einn fremsti fjármálamaður Bretlands á 12 öld var Eliab, einnig þekktur sem Jurnett, sem lánaði fé til bygginga fjölda kirkna og klaustra. Líklega til að komast hjá því að borga honum, var hann flæmdur úr landi með því að krefjast af honum 6000 mörk og fékk ekki að snúa aftur fyrr en hann hafði greitt 2000 þeirra. Svo ekki hefur öll lánastarfsemi gyðinga verið arðbær, og í sumum tilfellum hefur hún kostað þá lífið og kannski valdið því að þeir fengu vota gröf í brunni í Norwich.
Til er skopmynd af Isaak fill Jurnett, syni Eliabs í skattalista Norwich frá 1233, þar sem gyðingar bæjarins eru hæddir og Isaak sýndur sem þríhöfða konungur. Í Norwich er enn til hús sem kallað er Music Hall,sem er talið vera afbökun á Moishe Hall og telja sumir, að húsið sé að grunni til það hús sem Isaak Jurnett bjó í á 13. öld.
Gyðingum í Norwich var kennt um barnaníð og morð árið 1144, þegar 12 ár drengur, Vilhjálmur, hvarf. Þótt aldrei hafi sannast að hann hefði verið myrtur, og líklegra sé, að hann hafi verið grafinn lifandi af ættingjum sínum sem héldu að hann væri látinn, þá komu upp svipaðar ásakanir á hendur gyðingum á næstu árum víðs vegar um Bretland. Vilhjálmur var tekinn í dýrðlinga tölu. Gæti verið, að líkin í brunninum séu afleiðing múgæsingar og hýsteríu sem greip um sig á Bretlandseyjum á 12. öld? Ekki ólíkt og í dag á Íslandi, þar sem rökin eru að barnaníð hljóti að hafi verið framin undir væng kaþólsku kirkjunnar vegna þess að það hefur verið framið í öðrum löndum, var gyðingum kennt um barnahvarf á miðöldum og alveg fram á síðustu öld. Á miðöldum þurfti ekki sannanna við frekar en hjá Guðrúnu Ögmundsdóttur í dag í tengslum við barnaníðingsásakanir á hendur kaþólsku kirkjunni á Íslandi. Nóg var bara að hafa heyrt eitthvað, sannanir skiptu ekki máli.
Þar til nýlega var gyðingum kastað í brunna víðs vegar um Evrópu. Eftir að álfan gerðist siðmenntaðri er orðinn heimsfrægur smellur Borats um að kasta gyðingum í brunna í heimalandi" hans Kasakstan, sem fékk misjafna dóma í Bandaríkjunum. Ef ekki hefði komið svo góð vatnsveita á Íslandi, hefðu menn líklega verið að kasta fólki í brunna og ásaka það um að hafa stráð glerbrotum í smjörið, sem var t.d. afar vinsæl ásökun í Sovétríkjunum fram undir 1950. Horfið á Borat. Myndin efst er af vísindakonum með hauskúpu gyðings (konu) frá Norwich:
Fornleifafræði | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2011 | 07:26
Papar komu aldregi til Íslands
Þjóðernisrembingur, frá þeim tíma er sumir Íslendingar leituðu þjóðernisímyndar í sjálfstæðisbaráttunni með því að vilja vera "keltar" ættaðir frá Írlandi, er enn mjög sterkur. Ekkert styður þessar draumóra nema þvældar frásagnir úr Landnámu og Íslendingabók um einstaka landnámsmann, sem vafalaust komu nokkrir með svarthærðar konur og búalið ættað frá Írlandi eða skosku eyjunum.
Fyrr á árum voru gamlir læknar með ABO blóðflokkakerfið til að sýna fram á keltneskan" uppruna Íslendinga (Les hér). Þær túlkanir stóðust ekki. Á síðari árum hefur Íslensk Erfðagreining (deCode) gert keltomaníakana enn æstari með tölfræðilegum oftúlkunum, þegar þeir komust að þeirri niðurstöður að flestar konur á Landnámsöld hafi verið ættaðar frá Bretlandseyjum, meðan karlpeningurinn var frá Norðurlöndum. DeCode er með öðrum orðum að halda því fram, að Bretlandseyjar hafi verið eins og Tæland í dag, gósenland afdalaaumingja, (með allri virðingu fyrir tælenskum konunum), sem þá gátu ekki náð sér í almennilegar norskar konur til að setjast að með þeim á eyðiey í norðurhöfum.
Það versta er hins vegar, þegar menn eru að rugla um einhverja Papa og halda því fram að Ari fróði hafi verið að hylma yfir heila byggð þeirra fyrir landnám norrænna manna á seinni hluta 9. aldar.
Ari skrifaði í Íslendingabók: Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla papa. En þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja, að þeir voru menn írskir". Út frá þessu fara keltómaíakar hamförum. Papar eru samkvæmt Ara norsk skilgreining, (sem enginn Norðmaður fyrr og síðar kannast þó við), og þegar menn ganga um með bagla, bjöllur og bækur eru þeir sem sagt Írskir. Ari var mytóman, en það er einnig amadáninn (gelíska fyrir idjót) sem skrifar um Papa á Wikipeda:
"The Papar (from Latin papa, via Old Irish, meaning "father" or "pope") were, according to early Icelandichistorical sources, a group of Irish or Scottish monksresident in parts of Iceland at the time of the arrival of the Norsemen. Their existence is yet to be confirmed by archaeology." Maður spyr sig: vantar litninga fyrir heimildagagnrýni í það fólk sem eru papistar?
Þetta litla rugl sem Ari fróði skrifaði um Papa veldur miklum hugarórum og sést í alls kyns afbökunum fólks sem jafnvel heldur að það sé keltneskt vegna þess að þar er rauðhært eða drykkfellt. Þessi litla frásögn Ara veldur því að rammnorskútlítandi Nútímaíslendingar stofna hér á landi keltnesk bönd, opna írskar krár og kalla börnin sín Melkorku, Brján, Niál og Mýrkjartan og bíða eftir því að Írar snúi aftur til að taka Ísland frá óhæfum útrásarvíkingum.
Ari Þorgilsson var örugglega að lýsa írskum dýrlingum þegar hann skrifaði ofangreint smælki um papa, því eins fróður og hann var og víðlesinn, hefur hann lesið eða heyrt um ferðir helgra manna á Norðurslóðum, t.d. til eyju sem reyndist vera hvalur. Hann trúði örugglega sjálfur mátulega á slíkar furðusögur, en gæti hins vegar vel hafa lesið írskar heilagra manna sögur, sem segja frá heilögum einsetumönnum á eyjum á norðurslóðum. Írskir dýrlingar í þessum sögum virðast hafa getað lifað án nokkurs annars en bóka, bjallna og bagla. Þannig voru þeim einnig gerð skil á írskum steinkrossum, eins og sést hér að ofan. Myndin er af heilögum McTail og er frá Old Kilcullen, í County Kildare.
Ari lagði tvo og tvo saman og vildi ekki láta neitt vanta í landnámslýsingu sína, um það sem hugsanlega gæti hafa verið, fram yfir landnám forfeðra hans. Þess vegna lét hann einsetumennina í heilagra manna sögum, sem skrifaðar voru á 8. og 9. öld, hafa verið á Íslandi og skilja þar eftir bjöllur, bagal og bók. Því miður varðveittust þessi óskilamunir ekki og kenna samsærisheilar þar um eyðileggingarhvöt ljóshærðu imperíalistanna úr Noregi. Langt er seilst.
Norskættaða boybandið Paparnir
Ari var sama marki brenndur og margir síðari tíma Íslendingar sem velta fyrir sér aldri landnáms á Íslandi. Hann hafði gaman af að skálda í eyðurnar og í hugarheimi 12. alda manns voru eyður óhugsandi. En vöntun á sönnunargögnum er ekki sönnun, en seint lærist það sumum. Sumir hafa ekki hvatt 12. öldina á Íslandi. Ari var þó ekki að blanda erfðafræðirugli og háralit í þetta. Rauða hárið frá Írlandi er, svo greitt sé úr þeirri flækju, hverfandi lítið miðað við dökkt hár (les hér).
Meðan "keltar" finnast ekki í jörðu á Íslandi, og þaðan af síður papar, og fornleifarnar eru allar frá 9. öld og kolefnisaldursgreiningar eru í miklu rugli, eða er ruglað af fornleifafræðingum sem ekki geta skilið takmarkanir greininganna, geta menn stutt sig við sinn bagal út á næstu írsku krá og hlustað á Maríu O´Gubban kyrja; Drekkt þar sorgum sínum með lítra af Guinness meðan þeir éta grjúpán sem reykt eru á Patreksfirði, og einfaldlega sætt sig við að vera komnir undan einvala liði sem flýði frá Noregi vegna þess að þar var komið til valda óþolandi fólk, sem fannst þeir sem fluttu til Íslands algjörlega óferjandi. Og er svo enn.
Papar voru hugarfóstur Ara fróða, en þróuðust mest í kolli þeirra minna fróðu sem oftúlkað hafa orð Ara.
Fornleifafræði | Breytt 10.6.2011 kl. 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
4.6.2011 | 09:51
68 % óvissa í íslenskri fornleifafræði
Svo flottri prósentu geta hefðbundnir landnámsáhangendur ekki hamlað gegn. Eða hvað?
Hér er kollega minn dr. Bjarni F. Einarsson örugglega að vitna í niðurstöðu á kalíbreringu (leiðréttingu/umreikun) á einni (1) niðurstöðu úr kolefnisaldursgreiningu (frá Beta rannsóknarstofunni, rannsóknarstofu sem ég myndi halda mig frá) við ein staðalfrávik (68%), og þá er breidd aldursgreiningarinnar 770-880 e. Kr (skv. Beta). En við 2 staðalfrávik er breidd aldursgreiningarinnar auðvitað nokkuð meiri. Það fer að sjálfsögðu eftir mælingarniðurstöðunni, C14 aldrinum, sem í þessu tilviki er 1220 ± 40 ár, hve ónákvæm kolefnisaldursgreining svo verður, því C14 kúrfan er ekki Bell-kúrfa eins og flestir vita.
C-14 var mjög mismikið á jörðinni á hinum mismunandi tímum. Við tvö staðalfrávik (95%) er niðurstaðan á mælingarniðurstöðunni samkvæmt WinCal25 forritinu frá háskólanum í Groningen 688-890 e.Kr. Cal. Sjá leiðréttinguna á niðurstöðu aldursgreiningunni frá Vogi við 2 staðalfrávik (2 sigma) með því að klikka hér. Aldursgreiningin frá Vogi styður að mínu mati, að landnámið hafi átt sér stað á 9. öld, eða fyrr, en aldursgreiningin er alls ekki heimild sem gefur ástæðu til að lýsa yfir byltingu í íslenskri sögu.
Svo verðum við auðvitað að vita hvaða efni Bjarni lét greina, til að skilja niðurstöðuna. Hvað er það "charred material", brennda efni???, sem Beta Laboratories i Bandaríkjunum fékk frá Bjarna F. Einarssyni?
68%in hans Bjarna eru mér því jafn óskiljanleg og 68 kynslóðin.
Ef skáli Bjarna í Vogi í Höfnum, hefur verið verstöð veiðimanna sem komu til Íslands eftir rostungstönn, fugli og eggjum, þá er mér hulin ráðgáta af hverju þeir voru að hafa fyrir því að vera með kvarnarstein úr íslenskum steini, sem ég sá í Vogi þegar ég kom þar við sumarið 2009. Tóku veiðimennirnir með sér korn, og hjuggu kvarnarstein úr íslensku grjóti meðan þeir voru á veiðum? Kvarnarsteinninn er líka mjög eyddur og sýnir það mér að búsetan í Vogi gæti hafa verið nokkuð löng - áður en menn fundu sér minna vindrassgat að búa á. Mér finnst tilgáta Bjarna um mikilvægi Íslands til veiða á 8. öld langsótt og sýna kannski óskhyggju ESB-sinnans í dag meira en nokkuð annað. ESB-sinninn heldur að Ísland sé ómissandi fyrir þjóðir Evrópu.
Bjarni er meðal hæstu fornleifafræðinga á Íslandi og fremstu og miklu skemmtilegri fræðimaður en sagnfræðingurinn sem fyrir slysni ? var gerður að prófessor í fornleifafræði við HÍ. Bjarni er alltaf til í að ræða niðurstöður og er alþýðlegur fræðimaður. En þessa skýringu Bjarna kaupi ég ekki gangrýnislaust, enda er Bjarni mun varfærnari á heimasíðu fyrirtækis síns, Fornleifafræðistofunni.
Mynd:
Þessi mynd var tekin er Bjarni stökk á Stöng, með heilabúið tæpra 6 metra yfir landnámi. Bjarni hjálpaði mér dyggilega þar á lokasprettinum síðla sumars árið 1992, þegar ég átti eftir mikilvæg verkefni og hjálparfólkið mitt var að hverfa úr landi í nám eða í próf við HÍ. Á Stöng fundum við landnám rétt ofan á landnámslaginu svokallaða, og er ég 100% klár á því.
Segir kenningum um landnám hrundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fornleifafræði | Breytt 1.2.2012 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.4.2011 | 08:11
Úrskurður A-364/2011
Ég hef áður (hér, hér og hér) greint ítarlega frá skoðanakönnun sem Fornleifavernd ríkisins gerði árið 2009. Í henni var tilkynnt að rannsóknir stofnunarinnar á kostnaði við endurreisn og byggingu aðstöðu við Stöng í Þjórsárdal sýndu, að slíkar framkvæmdir myndu kosta 700.000.000 króna. Já þið lesið rétt 700 milljónir króna!
Þegar ég spurðist fyrir um þessa tölu hjá stofnuninni var sagt að talan byggði á útreikningum fornleifafræðinga, arkitekta og verkfræðinga. Ég bað um aðgang að þessari úttekt en var synjað. Málið var kært í Menntamálaráðuneytið og var þaðan vísað til Úrskurðarnefndar um Upplýsingamál í Forsætisráðuneytinu þ. 15. nóvember 2010.
Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu sem er því miður synjun á að ég geti fengið aðgang að því skjali sem ég bað um. Það þykir mér miður, því mig langaði að vita hvaða fornleifafræðingar, arkitektar og verkfræðingar voru að vinna að skipulagi á Stöng, án þess að draga mig, atvinnulausan fornleifafræðinginn, sem rannsakað hef í mörg á Stöng, inn í vinnuna. Þótt mér sé synjað um aðgang að gögnum, er svar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál svo greinargott, að innihald skjalsins sem ég bað um er nokkuð ljóst. Einnig er ljóst, að forstöðumaður Fornleifaverndar hefur farið með ósannindi og jafnvel gagnvart lögfræðingi sínum, sem ekki virtist hafa allar upplýsingar um málið. Útreikningar forstöðumanns stofnunarinnar Kristínar Sigurðardóttur og slakleg, ótrúverðug og vítaverð vinnubrögð hennar og samverkafólks hennar dæma sig sjálf, því Kata litla á Sölvhóli mun örugglega ekki gera það á næstu 5 vikum. Þær upplýsingar sem Úrskurðarnefnd um Upplýsingarmál veita í úrskurðinum segja þó mikið, þó svo að haldið sé fast í að ódagsettur pappír upp á eina og hálfa síðu sé vinnuskjal . Ein og hálf síða í heilar 700.000.000. Og svo er menn að tala um bankana.
Hér er brot úr úrskurði nefndarinnar og hér má lesa hann í heild sinni:
"Skjal það sem Fornleifavernd ríkisins hefur afhent úrskurðarnefnd upplýsingamála, og segir vera eina skjalið sem tengist beiðni kæranda um aðgang að gögnum, er á einni og hálfri blaðsíðu (A4). Skjalið ber yfirskriftina vinnuskjal, er handritað og ódagsett. Efst á skjalinu eru skammstafanir sem vísa til mannanafna og sýnist þar vera um að ræða starfsmenn stofnunarinnar, sbr. heimasíðu hennar þar sem nafna starfsmanna er getið. Úrskurðarnefndin telur þannig óhætt að byggja á því að skjalið sé ritað af starfsmönnum stofnunarinnar til eigin afnota hennar en ekki af aðilum ótengdum henni. Skjalið sýnist vera afar lauslega unnið og uppsett, og í sumum greinum er erfitt að átta sig á efni þess. Talan 700 milljónir kemur þar hvergi fram en með góðum vilja mætti hugsanlega tína til tölur í skjalinu og leggja þær saman þannig að þær nálguðust að vera 700-800 milljónir. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framansögðu ótvírætt að skjalið sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4 gr. upplýsingalaga nr. 50/1996."
Kæru starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, þið AS, GB, ISK, KM, MAS, SB, SUP, SHG, UÆ og ÞH, einhver ykkar vann það vinnuskjal sem mér er synjað um. Með allri virðingu fyrir ykkur, sem ekki komuð að þessum makalausu starfsaðferðum, þá ættuð þið sem unnuð með Kristínu Sigurðardóttur að þessu fáránlega mati að skammast ykkar. 700.000.000 krónur er einfaldlega ekki upphæð sem fengin er með að krota punkta á eina og hálfa blaðsíðu. Að minnsta kosti ekki í siðmenntuðu ríki. Trúverðugleiki stofnunar ykkar er að mínu mati 0,0 og það þarf ekki mikla útreikninga til að komast að þeirri niðurstöðu. Það versta er, að sum ykkar tókuð einnig þátt í að grafa undan kollega ykkar, sem stundað hefur rannsóknir á Stöng og sem reynt reynt hefur að framkvæma viðgerðir á Stöng og sem hefur komið með raunhæfar tillögur að því sem gera skal til að vernda einn af merkustu fornminjastöðum á Íslandi. Ég kann ykkur ekki neinar þakkir fyrir að leika útrásarvíkinga á einni og hálfri A4 síðu á kostnað skattborgaranna.
Fornleifafræði | Breytt 1.10.2011 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1351604
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007