18.1.2009 | 19:12
Flogið hátt
Grein þessi birtist í fyrra í því ágæta riti Sagan Öll með titlinum "Flogið hátt lotið lágt".
Fimmtíu ár voru liðin síðastliðið sumar frá því að nokkuð sérstætt loftfar sást á sveimi yfir Íslandi. Þetta var mannaður loftbelgur og flug hans var hið fyrsta sem farið var á slíku fari yfir Íslandi. Flugferðin átti sér stað sunnudaginn 23. júní 1957 í tengslum við Flugdag sem Flugmálafélag Íslands hélt. Flugmálayfirvöld höfðu fengið tilboð um sýningu á loftbelgsflugi frá hollenskum hjónum, Jo og Nini Boesman, sem þá voru orðin heimsfræg fyrir lofbelgjaflug sín víða um lönd. Ákveðið var að bjóða hjónunum hingað og komu þau með lofbelginn Jules Verne, sem var nýkominn úr sinni fyrstu för. Lofbelgir þessa tíma voru gasbelgir, frábrugðnir þeim belgjum sem mest eru notaðir í dag, þar sem notast er við heitt loft sem er blásið inn í belginn með gasblásara. Reyndar var líka notast við heitt loft í fyrstu lofbelgina á 18. og 19. öld en oft tókst illa til og belgir áttu það til að hrapa til jarðar.
Lent við Korpúlfsstaði
Gasbelgur eins og Jules Verne var eins og stór blaðra fyllt með vetni. Vetnið í belginn fékkst á Íslandi í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Gasbelgir þessa tíma voru umvafðir sterku, stórmöskva neti sem tengdist burðarlínunum sem karfan hékk í. Þegar landfestar voru leystar og sandpokar tæmdir, steig belgurinn fullur af vetni til himins eins og lögmál gera ráð fyrir. Ef belgfarar vildu til jarðar töppuðu þeir hins vegar smám saman vetni af belgnum.
Flugbelgnum Jules Verne var flogið frá Reykjavíkurflugvelli og lent var á túninu við Korpúlfsstaði. Ekki var því um langa ferð að ræða. Mikilvægur þáttur við þetta flug var póstur sá sem mönnum bauðst að senda með belgnum. Áhugafólki um frímerki, sem var fleira þá en nú, bauðst að senda bréfkort eða ábyrgðarbréf með belgnum. Bréfin og kortin voru stimpluð með sérstökum stimplum, sem síðar skal vikið að. Þegar sérstöku pósthúsi ballónflugsins á Reykjavíkurflugvelli var lokað klukkan þrjú eftir hádegi og umslög og kort höfðu verið stimpluð, var þeim vandlega komið fyrir í 10 kg póstpoka sem var lokað og hann innsiglaður. Í honum voru 2.480 bréf samkvæmt frétt Morgunblaðsins tveimur dögum síðar.
Belgurinn flaug svo af stað í góðu veðri og sveif austur fyrir borgina með Boesman-hjónin prúðbúin undir flugsamfestingnum. Þegar loftbelgurinn lenti við Korpúlfsstaði var þar margmenni sem tók á móti belgnum og reyndi að hemja hann þegar hann lenti. Allt gekk vel í þessari fyrstu belgför á Íslandi. Póstritari frá Pósti og síma fór með póstsekkinn að pósthúsinu að Brúarlandi í Mosfellssveit og voru kort og bréf, sem hollensku hjónin höfðu haft milli fóta sinna í mjög lítilli körfu belgsins, stimpluð móttökustimpli, og aftur í Reykjavík áður en bréfin voru send móttakanda.
Hollendingarnir fljúgandi
Boesmann hjónin, Jo (1914-1976), sem einnig kallaði sig Jan, John og Johan og Nini (fædd Visscher, 1918), höfðu bæði flogið síðan á fjórða áratugnum. Reyndar flaug Jo ekki mikið á stríðsárunum. Hann var gyðingur og þurfti því að fara í felur. Hann hafði fyrst flogið loftbelg árið 1934 og hún árið 1937. Eftir stríð giftust Jo og Nini og fóru hjónin víða og flugu mismunandi flugbelgjum í fjölda landa. Oft var flug þeirra fyrsta flugbelgsflug sem
Mynd 1. Loftbelgurinn Jules Verne tilbúinn til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli. Sjóklæðagerðin og Belgjagerðin höfðu greinilega keypt sér góða auglýsingu á belgnum
Mynd 2. Loftbelgurinn Jules Verne, með einkennisstafina OO-BGX, stígur til himins frá Reykjavíkurflugvelli. Belgurinn var búinn til í Belgíu hjá lofbelgjagerð Albert van den Bembdens og var fyrst skráður 31. maí 1957. Í körfunni standa Boesman hjónin prúðbúin að því virðist
flogið var í þessum löndum. Þannig voru þau fyrst til að fljúga lofbelg yfir Grikklandi árið 1952, á Jamaíku 1953, í Súrínam 1955, Suður-Afríku 1958, í Ísrael og Írak árið 1959, Malí 1963, Pakistan 1964, Júgóslavíu 1967 og Marokkó 1968. Á ferli sínum sem kapteinar á belgjum, fóru þau því víða og gaf Jo Boesman út þrjár bækur um ævintýri sín og flugbelgjaflug t.d. Wij waren en de Wolken (Við vorum í skýjunum) og seinni útgáfa þeirrar bókar Luchtic Avontuur (Ævintýri í loftinu). Löngu eftir dauða hans var gefin út bókin Gedragen door de Wind (Á valdi vindsins) (1990) sem fjallar um 50 ára feril Nini Boesman, sem enn er á lífi. Bæði hjónin teljast til fremstu belgfara 20. aldarinnar.
Kaffiboð var munaður
Mér sem er höfundur þessarar greinar og fæddur þremur árum eftir að þetta fyrsta ballónflug átti sér stað, þótti ávallt gaman að heyra um og skoða myndir frá ballónfluginu árið 1957 í myndaalbúmi foreldra minna. Faðir minn hafði, sökum þess að hann var ættaður frá Hollandi, komist í samband við ballónfarana og lenti í því að greiða götu þeirra og uppvarta þá á ýmsan hátt og varð úr því nokkuð amstur, enda ævintýrafólk oft fyrirferðarmikið. Myndir þær sem fylgja þessari grein voru allar teknar af móður minni og föður. Eins og fram kemur var ballónförunum boðið í íslenskt kaffiboð með tertum, smákökum og öllu tilheyrandi. Í Hollandi þekktust ekki slík kaffiboð og -borð á þessum tíma. Allt var enn skammtað og Hollendingar voru lengi of fátækir eftir Síðari heimsstyrjöld til að leyfa sér slíkan munað. Kökurnar féllu greinilega flugbelgsförum í geð og var ein rjómaterta móður minnar skreytt með mynd af lofbelgnum.
Mynd 3. Frá vinstri sitja Jacques Deminent vinur og samstarfsmaður Boesman hjónanna í Haag, Jo Boesman, standandi er móðir höfundar sem býður kaffi og kökur og til hægri við hana situr Nini Boesman. Ein hnallþóran var skreytt með mynd af loftbelgnum Jules Verne
Grunsamlegur Ballónpóstur
Hinn 8. febrúar 1958 skrifaði Jónas Hallgrímsson (1910-1975) forstöðumaður Manntalsskrifstofunnar í Reykjavík og frímerkjafræðingur einn af sínum mörgu frímerkjapistlum í Morgunblaðið. Fyrirsögn greinarinnar í þetta sinn var hins vegar aðeins frábrugðin því sem menn áttu að venjast í fáguðum frímerkjapistlum Jónasar: Íslenzkur ballón-póstur' falsaður" stóð þar: Þess hefur orði vart hjá bresku fyrirtæki, sem sérstaklega er þekkt vegna sölu alls konar flugfrímerkja og umslags sem send hafa verið með sérstökum flugferðum, að það hefur haft á boðstólum póstkort sem á er stimplað, að þau hafi verið send með loftbelg þeim, er hóf sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli 23. júní 1953 og tók með sér takmarkað magn af pósti ... Verð þessara póstkorti hjá fyrirtæki þessu er aðeins 15 shillings, en vitað er að verð þeirra bréfa, sem send voru með loftbelgnum fór ört hækkandi skömmu eftir að flugið átti sér stað og hafa umslög þessi komist í allhátt verð og að undanförnu verið seld á 350 kr. stykkið. - Óneitanlega vakti það athygli manna, að komast að því hvernig þessu var háttað og skrifaði því safnari hér í bænum fyrirtæki þessu og bað um að senda sér eitt ballón" umslag, en fékk það svar, að umslög þau sem send voru með loftbelgnum væru ekki fáanleg, en í stað þess var honum sent póstkort það er hér birtist mynd af, en það sem það sem strax vakti athygli, var það að í fyrsta lagi var kortið stimplað með venjulegum Reykjavíkur stimpli og dagsetningin í honum - 26.6.1957 - en eins og áður segir var haldinn flugdagur Flugmálafélagsins 23. júní 1957."
Skrýtin póstkort
Ekki var nema von að Jónas frímerkjafræðingur hafi klórað sér í höfðinu þegar hann sá þessi skrýtnu póstkort. Til að fá stimpluð ábyrgðarbréf og póstkort á Reykjavíkurflugvelli þann 23. júní 1957 urðu menn að setja minnst 25 krónur á ábyrgðabréfið og 90 aura á póstkortin sín. Bréfin voru stimpluð með póststimpli Flugdags á Reykjavíkurflugvelli á framhlið en á bakhlið með póststimpli pósthúsanna á Brúarlandi og í Reykjavík.
Á framhlið bréfanna var einnig sérstakur sporöskjulaga stimpill lofbelgsfaranna, sem á stóð The Hague Balloon-Club Holland, on board of the freeballon Jules Verne", Ballooncomm[ander]. John Boesman." Á kortinu sem hægt var að kaupa í Lundúnum, var aðeins póststimpill pósthússins í Reykjavík með dagssetningunni 27.6. 1958, en engir stimplar á bakhlið eins og á bréfunum frá 23.júní. Á póstkortunum sem voru til sölu á 15 shillinga voru hvorki 25 kr. eða 90 aurar í frímerkjum. En þau báru hins vegar stimpil Jo Bosesmans, sem hafði verið notaður þann 23. júní, en þar fyrir utan var stimpill, sem á stendur: FLUG MALAFELAG ISLANDS: FIRST FLIGHT BY DUTCH BALLOON: Pilots: John & Nini Boesman, REYKJAVIK - 1957.
Mynd 4. Stimplar ballónflugsins. Hinn opinberi (neðst) og stimpill sem notaður var á fölsuð umslög sem seld voru í London. Báða stimplana stimpluðu Boesman-hjónin í gestabók í Reykjavík 26. júní 1957
Ef þessi grunsamlegu kort, sem Jónas Hallgrímsson bar réttilega brigður á eru skoðuð nánar, er augljóst að einhverjir hafa reynt að gera sér belgflugið að féþúfu með vafasömum hætti. Vafalaust voru það Boesmann hjónin sjálf. Póstkortin bera stimpil þeirra, sem þau ein höfðu undir höndum, og íslenskan á einum stimplanna bendir ekki til þess að Íslendingur hafi staðið að gerð þessara korta.
Alvarlegt mál
Þessi póstkort, sem enn eru á markaðnum, og sem valda því að menn erlendis og á veraldarvefnum telja ranglega að fyrsta flug loftbelgs á Íslandi hafi átt sér stað 26. júní 1957, en ekki þann 23. júní, bera oft myndir af þeim hjónum. Slík kort hafa vart verið til í miklum mæli á Íslandi og er því afar ólíklegt að aðrir en Boesman hjónin sjálf hafi verið að reyna að drýgja tekjurnar með minjagripasölu þessari.
Jónas Hallgrímsson hvatti árið 1958 yfirvöld til að rannsaka þessi dularfullu umslög og hann orðaði áskorun sína þannig: Það gefur því auga leið, að um alvarleg vörusvik er að ræða eða jafnvel fölsun á verðmætum og vil ég eindregið vara safnara við að kaupa ekki þessi póstkort þótt þeir hafi tækifæri til ...Vegna þessa atburðar, ættu þeir aðilar sem að þessu ballón" flugi stóðu, t.d. Flugmálafélag Íslands og póststjórnin, að taka þetta mál til rækilegrar rannsóknar og fá úr því skorið hvaðan þessi póstkort hafa borizt á frímerkjamarkað erlendis".
Ekki mun það hafa gerst svo kunnugt sé. Þetta mál var reyndar smámál miðað við frímerkjamisferlismálið sem kom upp árið 1960. Nokkrir starfsmenn Pósts og Síma urðu þá uppvísir að því að taka gömul frímerki í stórum stíl úr geymslum Póstsins. Það mál var, þótt alvarlegt væri, ekki aðalskandallinn á Íslandi árið 1960. SÍS málið svokallaða var í algleymingi og var það meira að vöxtum en rauður loftbelgur og nokkur umslög.
Mynd 5. Tveir menn halda á póstpokanum sem flogið var með í lofbelgnum. Pokinn innihélt umslög heiðvirðra póstáhugamanna og -safnara, sem sáu fram á skjótan gróða af umslögum sínum sem send voru með loftbelgnum. Á þessum tíma þótti frímerkjasöfnum hollt og gagnlegt tómstundargaman, sem menn brostu ekki að eins og oft er gert er í dag. Sumir gerðu sér þá grillu að frímerki ættu eftir að verða góð fjárfesting, sérstaklega örfá umslög sem höfðu verið send í fyrstu ferð lofbelgs á Íslandi
Mynd 6. Starfsmaður Pósts og Síma heldur á innsigluðum poka með bréfum og kortum sem send voru með lofbelgnum. Árið 1960 var þessi og aðrir starfsmenn Pósts og staðnir að misferli með frímerki úr safni Póstsþjónustunnar. Hinir seku voru dæmdir í fangelsi og háar fjársektir fyrir að hafa stungið gömlum og fágætum frímerkjum, sem geymd voru í læstum skáp, í eigin frímerkjasöfn eða selt þau
Minnisstæð för
Hvað sem líður misferli með umslög og frímerki flugdaginn árið 1957, var ferð Boesman-hjónanna þeim minnisstæð. Nini Boesman gefur litríka lýsingu af því sem gerðist á Íslandi í endurminningum sínum sem gefnar voru út. Hún greinir þar frá flugi belgsins á flugdeginum og segist hafa verið í lofbelgnum Marco Polo, sem er misminni. Hún lýsir aðdragandanum og ferðinni og vandamálum við að fylla belginn með vetni frá Gufunesi, því ekki voru til nægilega mörg gashylki í Gufunesi til að fylla hann í einni umferð.
Hún minnist þess að Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri hafi boðið þeim belgflugshjónum í flugferð í Cessnunni sinni til að sýna þeim landslagið fyrir flugferðina. Hún lýsir Reykjavík úr lofti sem stórri litríkri blikkdós, þar sem sum þökin voru máluð ljósblá, önnur rauð, gul eða græn. Fólk vinkaði til hennar frá svölum sínum og húsþökum og hrópaði eitthvað sem Nini Boesman túlkaði sem góða ferð".
Fúlskeggjaður villimaður
En eitthvað hafa minningar hennar verið komnar á loft 32 árum eftir flugið. Hún lýsir lendingunni og segið að það hafi fyrstur komið á vettvang maður, með langt og mikið skegg. Hún hélt að hér væri kominn einhver villimaður og vissi ekki hvað á sig stóð veðrið. Svo tók sá skeggjaði til máls og tilkynnti henni á fínni ensku, að hún væri lent í landi Þingvalla, þar sem Alþingi hefði verið stofnað árið 930. Sá skeggjaði hafði verið í Kína í áraraðir en var nú sestur í helgan stein sem bóndi og umsjónamaður lítillar kirkju.
Sá skeggjaði gæti hafa verið sr. Jóhann Hannesson síðar prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands (1910-1976), sem var þjóðgarðsvörður á þessum tíma. Hann hafði verið trúboði í Kína og var með snyrtilegt skegg, en var langt frá því að geta talist villimannlegur. Ætlunin hafði verið að reyna að komast til Þingvalla, en belgurinn komst ekki lengra en til Korpúlfsstaða, þar sem hann lenti heilu og höldnu eftir tveggja og hálfs tíma flug. Þar var þegar saman komið margmenni er belgurinn lenti. Nini Boeseman lýsir því svo hvernig hinn skeggjaði maður létti henni biðina þangað til að bílar komu aðvífandi. Fyrstur á staðinn var póstmeistarinn" sem spurði: hvar er pósturinn"? og frú Nini Boesman segist hafa hafið póstpokann sigursællega á loft og fengið rembingskoss fyrir af póstmeistaranum, sem spurði hvor að ekki væri allt í lagi um borð. Hann ku svo hafa dregið fram flösku af ákavíti og hellt á mannskapinn sem skálaði fyrir ferðinni. Svona er sagan auðvitað skemmtilegri, þótt margt af því sem frú Boesman man sé greinilega misminni eða hreinar ýkjur.
Hvað varð svo um belginn Jules Verne? Hann breytti um nafn eftir hentugleikum en gekk einatt undir gælunafninu Le Tomate, eða tómaturinn. Hann var tekinn af skrá árið 1973 og var þá kallaður Pirelli þar sem hann flaug fyrir samnefnt dekkjafyrirtæki.
Mynd 7. Loftbelgurinn nýlentur á Korpúlfsstaðatúni og margmenni tekur á móti honum
TF-HOT
Löngu síðar, eða 1972, var mönnuðum lofbelg aftur flogið á Íslandi. Það gerði ungur maður sem á menntaskólaárum sínum í Hamrahlíð hafði gert tilraunir með lofbelgi og geimflaug. Geimflaugin fór reyndar hvergi, þar sem geimflugasmiðirnir höfðu ruglast á tommum og sentímetrum á breidd eldsneytistanks flaugarinnar. Holberg Másson, einn geimskotsmanna, sem flaug loftbelg á Sandskeiði árið 1972 keypti síðar almennilegan flugbelg frá Bretlandseyjum árið 1976 og flaug mikið með farþega sumarið 1976. Meðal annars gafst mönnum möguleiki á því að fara í loftferðir með loftbelgnum TF-HOT á útihátíð við Úlfljótsvatn. Belgurinn var heitaloftsbelgur og því mjög frábrugðinn belgnum Jules Verne sem flogið var hér sumarið 1957. Reyndar var breskur belgfari, Dunnington að nafni, um tíma búinn að ræna heiðrinum af Holberg Mássyni, en þóttist hann vera fyrsti maður sem flaug heitalofts loftbelg á Íslandi árið 1988.
Hassi smyglað með loftbelg
En ekki var önnur kynslóð loftbelgja á Íslandi laus við skandal frekar en sú fyrsta, en það mál var miklu alvarlegra en nokkur frímerki og fölsuð fyrstadagsumslög. Eigandi belgsins TF-HOT, Holberg Másson, sem einnig reyndi við heimsmet i lofbelgsflugi í Bandaríkjunum, smyglaði hassi með lofbelg sem hann flutti inn frá Bandaríkjunum til Íslands. Síðar, þegar þessi loftbelgsfari var búinn að afplána dóm sinn, varð hann fyrsti maðurinn á Íslandi til að tengjast tölvuneti og var reyndar líka frumkvöðull í pappírslausum viðskiptum fyrirtækja á Íslandi. Slíkar aðgerðir hafa síðan hafið sig í ólýsanlegar hæðir. Kannski eru miklu fleiri Íslendingar komnir í hörku belgflug án þess vita það. En ef menn eru í vímu í háloftunum er það vonandi frekar út af fegurð landsins en vegna kynlegra efna.
Síðastliðið sumar var flogið með lofbelg á norðanverðu landinu, til dæmis við hvalaskoðun, og þykir þetta greinilega ekkert nýmæli lengur. Sumarið 2002 var hér á landi svissneskur hópur frá verkfræðistofu með grænan belg sem þeir flugu um allt land (hægt er að skoða myndir þeirra á veraldarvefnum: http://www.inserto.ch/ballon/20022006/index.html# , þar sem líka er hægt að lesa greinagerð þeirra um ferðina).
Höfundur er fornleifafræðingur og hefur enn ekki flogið í loftbelg enda lofthræddur
Flokkur: Menning og listir | Breytt 22.1.2009 kl. 20:02 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352580
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Loftbelgir æsa menn greinilega ekki eins mikið upp og Gaza og gyðingar.
Skrýtin þjóð á blogginu!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.1.2009 kl. 13:02
Þetta er samt alveg stór fróðleg og skemmtileg frásögn.
Takk kærlega.
Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.