Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007

Álsaga Íslands - Fyrstu árin

Stóriđjudraumar íslenskra stórmenna á 20. öld

Aluminium

Nú hafa tćplega 6000 Hafnfirđingar kosiđ í álkosningu.

Álver, og ţađ helst mörg, hljómar eins og tónlist í eyrum marga Íslendinga. Menn međ mikil tóneyru höfđu einnig stórar hugmyndir um stóriđju á Íslandi. Einn ţeirra var Jón Leifs.

Á síđasta áratug 20 aldar blómgađist áhuginn á Jóni Leifs. Ţá voru liđin tćp 30 ár frá dauđa tónskáldsins. Ţá fá menn oft endurreisn, sem ţeir nutu ekki í lifanda lífi.  Gerđ var kvikmynd, sem ţó getur ekki flokkast undir heimildamyndir. Ýmsir frćđimenn skrifuđu um Leifs og vildu hreinsa nasistastimpilinn af honum. Ekki langar mig ađ stimpla Leifs sem nasista, heldur ađeins greina frá örfáum atriđum, sem gleymdust hjá sagnfrćđingum í međferđ ţeirra á Jóni Leifs rúmum 30 árum eftir dauđa hans áriđ 1968.

Í bók sinni Berlínarblús (1996), leggur Ásgeir Guđmundsson sagnfrćđingur sig mjög fram viđ ađ hreinsa nasistastimpilinn af Jóni Leifs, um leiđ og hann setur ţá á ađra menn. Ásgeir kennir dr. Ţór Whitehead ranglega um ađ hafa sett stimpilinn á Leifs, vegna túlkunar hans á bréfum um járnvinnslu (stóriđju á Íslandi), sem Jón sendi til ţýska utanríkisráđuneytisins áriđ 1939.  Ađrir menn en Jón vildu ólmir gefa nasistum upplýsingar og hráefni. Íslendingur, búsettur í Kaupmannahöfn, sem taldi sig lögmćtan eiganda óđala á Vestfjörđum, reyndi ákaft ađ upplýsa um íslenska boxítnámur og ađrar ímyndađar auđlindir, sem gćtu gagnast ef ađ ţýskri yfirtöku landsins yrđi.

Annar mađur í Kaupmannahöfn, Ţjóđverji, var handtekinn fyrir njósnir fyrir Ţjóđverja áriđ 1939. Í gögnum um hann hef ég fundiđ fjölmörg bréf Íslendingsins međ gyllibođum til Ţriđja Ríkisins um auđlindir, virkjanir og álframleiđslu á Íslandi. Skrif hans ţóttu svo ruglingsleg, ađ ekki ţótti ástćđa til ađ tengja óđul mannsins á Íslandi viđ ákćrur á hendur ţýska njósnaranum, sem síđar var dćmdur fyrir ađrar syndir.

Hvort einhver ćttartengsl eru á milli vitlausa, íslenska landsölumannsins í Kaupmannahöfn og Álkana nútímans (eđa Alcoa) hef ég ekki rannsakađ. En hafa ber í huga ađ ţegar Jón Leifs og landi hans i Kaupmannhöfn voru ađ falbjóđa auđlindir lands síns í Ţýskalandi nasismans, höfđu flest lönd Evrópu skapađ ákveđna stefnu í auđlindamálum gagnvart Ţýskalandi vegna styrjaldarhćttu. Athćfi Jóns Leifs, og vestfirska álbóndans, var ţví á skjön viđ utanríkisstefnu Dana og Íslands.

Ţrátt fyrir vinaleg tilbođ frá Íslendingum voru Ţjóđverjar áriđ 1939 orđnir stćrri álframleiđendur en Bandaríkjamenn.


mbl.is Tćplega 6.000 Hafnfirđingar hafa greitt atkvćđi í álverskosningunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Álsambönd Hitlers

álhitler 

Ál Hitler

Kannski hefur ţađ fariđ framhjá löndum mínum, ađ auđur og velgengni ALCOA samsteypunnar á fyrri árum er hćgt ađ ţakka góđu sambandi fyrirtćkisins og fyrri stjórnenda ţess viđ Ţýskaland Hitlers.

ALCOA var á sínum tíma ásakađ um ađ eyđileggja fyrir uppbyggingu flugflota Bandaríkjahers i byrjun 5. árutugs 20. aldar. ALCOA hafđi samvinnu viđ I. G. FARBEN verksmiđjurnar, sem voru m.a. međ útibú í AUSCHWITZ.

Mellon fjölskyldan, sem átti stóran hlut í ALCOA félaginu, átti líka hlut í Bank of Boston, sem hafđi mikil og góđ viđskipti viđ Ţýskaland nasismans. ACH SO! 

Ţví má ţó ekki gleyma, ađ fjöldi annarra bandarískra fyrirtćkja veđjađi líka á Hitler.

En ćtli Fjarđaál minnist ţessa á einhvern hátt?  Kannski verđur hćgt ađ festa álhausinn hér ađ ofan á eitthvađ efniskennt í Austfjarđaálţokunni. 


Jesús - 485.460 kaloríur

chocolate-jesus-lg

 

Súkkulađi Kristur í Nýju Jórvík, sem kaţólskir telja til helgispjalla, og sem ég sagđi frá í gćr, er ekki meira né minna en 480.000 kaloríur. Hvort einhverjir leggja sér meistarann til munns um Páska veit ég ekki, en ţá verđa ţeir ađ vara sig, ţví ađ hann inniheldur 7020% meira af kólestróli en hollt ţykir í daglegan skammt manns. Ekkert C vítamín er í Kristi.

"Mađur lifur ekki á súkkulađi einu saman" ....  Ţađ get ég alveg.


Íslenskur her - júbbí

 

 afi afi minn

Góđ hugmynd hjá Birni Bjarnasyni ađ búa til 240 manna varaher. Ég legg hér međ inn umsókn. Ţađ sem gerir mig ađ sérstaklega áhugaverđu efni í herinn er, ađ afi minn sálugi, sem ég aldrei ţekkti, var á tímabili hermađur. Hann ráđskađist međ 16 manna hóp hollenskra risa á 3. áratug síđustu aldar. Ađ sögn föđur míns heitins, var afi minn heltekinn af heraga. Hann burstađi skóna sína á hverjum degi o.s.fr. Hann gekk í herinn í trássi viđ hefđir í fjölskyldunni, ţar sem flestir voru skraddarar, kaupmenn og ţvíumlíkt. Ég hef líklega erft ţessi hermennskugen hans og hef mikinn áhuga á ađ verja Ísland.

Björn, ţú getur haft samband viđ mig, viljir ţú virkilega fá ekta hermann. Sjáđu bara afa minn. (Hann var reyndar bara í verkfrćđideild hersins og gafst upp ţegar honum var sagt ţađ). Fađir minn var reyndar líka í hollenska hernum eftir stríđ, en var settur á skrifstofu, ţar sem hann hafđi keyrt á ţegar hann var ađ taka bílpróf á trukk.

Mér er margt til lista lagt. Get unniđ á skrifstofu hersins. Get veriđ hershöfđingi. Get grafiđ skotgrafir. Er nefnilega međ doktorsgráđu í fornleifafrćđi, sem hefur nýst helst til lítiđ síđan ég talađi viđ ţig síđast. Svo get ég "spottađ" terrorista í margra kílómetra fjarlćgđ.  Viljir ţú međmćli, get ég alltaf skaffađ ţau.


Súkkulađi Kristur

My sweet Lord

Allt er ađ verđa vitlaust í heimi kaţólskra, ţví ađ stytta af Kristi krossfestum verđur afhjúpuđ nćstkomandi mánudag í New York.  

Styttan er eftir matarly(i)stamanninn Cosimo Cavallaro, og er hún alfariđ búin til úr gćđasúkkulađi. Ţykir kaţólskum ţađ miđur. Líkami og blóđ Krists er, eins og kunnugt er, étiđ í miklum mćli í formi obláta og víns, en súkkulađi hefur hingađ til ekki veriđ notađ mikiđ sem sakramenti.  Ekki einu sinni í Sviss. 

Talsmađur pápískra, Bill Donohue, segir ađ Súkkulađi Kristur sé alversta móđgun viđ kristna menn frá fćđingu meistarans. Eins og dönsk Múhameđsteikning.

Ţađ sem mest fer fyrir brjósin á Donohue er ađ hlutföll öll á Súkkulađi Kristi eru rétt og mun hann einnig vera umskorinn og líkur gyđingi.

En hvađa mórall er ţetta? Ţađ er ekkert nýtt undir sólinni. Jesús súkkulađi hefur veriđ selt í árarađir.

Hvađ međ svona oblátur í íslenskar kirkjur? I am Cerious, Nói!

GLEĐILEGA PÁSKA

Choko Christus

 


Falskir Íslendingar í Ţýskalandi áriđ 1936

Eismenschen

Áriđ 1936 steig á fjöl frekar fölleitur leikflokkur í München. Leikflokkurinn kom fram á mörkuđum, kabarettum og á leikvöngum á Oktoberfest, ţar sem ţeir klćddust eins konar fornaldarklćđum. Íslenskur lćknir, Eyţór Gunnarsson (1908-69), (afi Péturs súperbloggara Gunnarssonar), sem um ţessar mundir var staddur í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ viđ nám og störf á eyrnadeild Háskólans í München, brá sér á kabarett og sá sýningu ţessarra listamanna. Eyţór Gunnarssyni ofbauđ sýningin svo, ađ hann fór daginn eftir í danska konsúlatiđ í München og setti fram kćru vegna ţessa hóps loddara sem sögđu sig vera Íslendinga.

Dr. Eyţór greindi frá ţví ađ flokkurinn kallađi sig “Eismännschen” (sem má víst útleggjast sem ísdvergar). Hann lýsti listamönnumum sem stríhćrđu fólki međ rauđleit augu. “Die ganze Aufmachung und die Primitivität der Darbietungen ist geeignet, bei den Zuschauern das isländische Volkstum herabzuwürdigen” var haft eftir íslenska lćkninum. Rćđismađurinn danski lét ţegar rannsaka máliđ og skrifađi skýrslu, sem send var danska sendiráđinu í Berlín og utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn.

Rannsóknin leiddi í ljós, ađ um var ađ rćđa 6 manna hóp og fékk rćđismađurinn mynd af hópnum. Í ljós kom einnig ađ hópurinn kallađi sig ekki Eismännschen heldur Eismenschen (Ísfólk). Á kynningarspjaldi var sagt ađ hópurinn kćmi frá “Islands hohem Norden”. Kynnir sýningarinnar tilkynnti hins vegar, ađ hér vćri á ferđinni “blómaviđundur” frá Reykjavík. Ţađ kostađi 10 pfenniga ađ sjá sýninguna. Rćđismađurinn lét sig hafa ţađ. Hópurinn kom svo fram á einföldu sviđi og lék “Sunnuleiki” (Sonnenspielen), ţar sem töfruđ voru fram blóm svo ađ lokum varđ úr blómahafinu Reykvískur blómagarđur.

Eftir showiđ spurđi rćđismađurinn fyrirliđa hópsins, hvort hann eđa ađrir međlimir vćru í raun Íslendingar. Sagđi fyrirliđinn, ađ foreldrar hans og forfeđur hefđu veriđ Íslendingar, en ađ hann vćri sjálfur Austurríkismađur. Hann bćtti ţví viđ ađ allir í hópnum vćru albínóar. Er kynnir sýningarinnar var spurđur um uppruna hópsins, fór hann í fyrstu undan í flćmingi, en sagđi ađ lokum ađ mađur mćtti ekki búast viđ neinni ţjóđfrćđilegri sýningu – ţađ sem bođiđ vćri upp á vćru “Listir frá Norđurhöfum”.

Rćđismađurinn, sem greinilega hefur brosađ út í annađ munnvikiđ ţegar hann skrifađi skýrslu sína, bćtti viđ: “Sýning ţessarra albínóa gćti vel hugsast ađ gefa áhorfendum međ litla ţjóđmenningarlega ţjálfun ranghugmyndir, en hins vegar verđur ađ líta ţannig á máliđ, ađ ţađ er mjög lítill trúverđugleiki í sýningunni og ađ hana ber frekast ađ flokka undir töfrasýningu. Rćđismađurinn lauk bréfi sínu til sendiráđsins í Kaupmannahöfn međ ţví ađ skrifa: “Skylduđ Ţér, ţrátt fyrir ţađ sem fram er komiđ, óska eftir ţví ađ ég hafi samband viđ tilheyrandi yfirvöld hér í bć, ţćtti mér vćnt um ađ fá skeyti ţar ađ lútandi”.  H.P. Hoffmeyer í danska sendiráđinu taldi ekki neina ţörf ađ eyđa meiri tíma rćđismannsins í erindi Eyţórs Gunnarssonar, sem mógađist yfir blómasýningu sex albínóa í München áriđ 1936.

Ţetta á ekki ađ verđa lćrđ grein, en ţess má ţó geta, ađ albínóar ţóttu gjaldgeng viđundur fyrir sýningaratriđi í fjölleikahúsum fyrr á tímum. Hér ađ neđan er mynd af “hollenskri” albínóafjölskyldu, Lucasie, sem sagđist vera komin af negrum frá Madagaskar. Hiđ rétta var ađ herra Lucasie var frá Frakklandi, kona hans frá Ítalíu og sonurinn var fćddur í Hamborg. Hinn heimsţekkti bandaríski sirkusmađur Phineas Barnum, flutti ţau međ sér til Bandaríkjanna áriđ 1857. 

Allar frekari upplýsingar um austurrískan albínóna, son íslenskra hjóna, eru hins vegar vel ţegnar.

 

Fam. Lucasie


Ráđstefna um vandamál

koran

Danska öryggislögreglan, Politiets Efterretningstjeneste, (PET) býđur til ráđstefnu. Ráđstefnan, sem haldin verđur 25. og 26. apríl, á ađ fjalla um hvernig hćgt er ađ nota Kóraninn, ţá helgu bók, til ađ koma í veg fyrir hryđjuverk (terror) og ofbeldi. Mađur hlýtur ađ spyrja: Er ţetta vegna ţess ađ flest hryđjuverk eru framin af múslimum og hlutfallslega mest ofbeldi í Danmörku er beitt af múslimum?

PET hefur bođiđ múslimaprestum (imömum) á ţessa lokuđu ráđstefnu til ađ rćđa málin. Yfirmađur PET, Lars Findsen, hefur nefnilega fundiđ nýja strauma í útlandinu og segir: “ Í útlöndum rćđa menn til dćmis, hvort skriftlćrđir geti leikiđ hlutverk í ađ bjóđa upp á mótrök og sýna fram á ađrar lausnir fyrir ungt fólk, sem finnur sér sjálfsímynd í öfgafullri túlkun og iđkun á Íslam”. Lars Findsen veit vonandi ađ prestlćrđir og predíkarar eru oftast ţeir sem mest kynda undir öfgar í nafni Guđs og heilags anda.

Spurningar sem vakna: Vćri ekki líka hćgt ađ nota Biblíuna og önnur helg rit, eđa eru rök í ţeim helgu bókum ólánsorđ í eyrum Imama? Er svörin á vanda öfgafullra múslima ađeins ađ finna í Kóraninum? Gćti sálfrćđi og ţjóđfélagsfrćđi ekki skýrt ýmislegt í hegđun múslima međ alvarleg hegđunarvandamál? Gćti hugsast ađ svörin sé frekar ađ finna án ítarleitar í helgum ritum frá fornöld? Hvers vegna ađ lesa Kóraninn spjaldanna á milli til ađ undirbyggja ţá skođun ađ Kóraninn geti komiđ í veg fyrir hryđjuverk og glćpi?

Kóranin inniheldur mörg bođ um hvađ gera skuli viđ vantrúađa, gyđinga, kristna og ađra heiđingja. Ţessum hópum er oft lýst á mjög ófallegan hátt og eru ţeir fćrđir í gervi óćđri dýra. Ýmsar lausnir eru gefnar í Kóraninum á ţví hvernig hćgt er ađ koma heiđingjunum fyrir kattarnef, jafnvel útrýma ţeim. Ţessar fornaldarkreddur eru oft teknar fram af ćsingaprestum nútímans, sem lesa á milli línanna. Prestar múslima ćsa ungviđiđ til hefnda, morđa, og hryđjuverka. Ţeir sitja flestir í löndum einrćđisherra, ţar sem engin önnur leiđ er til ţjóđfélagsúrbóta nema međ Kóranninn í einni hendi og vopn í hinni. Kóraninn er lesinn bókstaflega af milljón manns, t.d. súrur, ţar sem limlestingar á gyđingum og kristnum eru réttlćttar í nafni Guđs. Ţađ eru ekki bara öfgafullir múslimaprestar, sem misnota slíka bókstafstrú til ađ koma á stađ erjum og óöld. Mahmoud Abbas, forseti Fatah-Palestínumanna gerir ţađ í sífellu. Síđasta dćmiđ um slíkt var ţegar hann sagđi eftirfarandi á 42. ára afmćli Fatah hreyfingarinnar: “Ađ skjóta brćđur ykkar er bannađ. Ađ munda riffli ađ landnámi (Ísraela) er lögmćtur réttur okkar, en ađ miđa byssum á hvern annan er er bannađ. Viđ ćttum ađ setja innbyrđis bardaga til hliđar og miđa rifflum okkar ađ ísraelsku landnámi". Abbas bćtti viđ međ tilvitnun í Kóranvers og móttók mikiđ lof fyrir: “Synir Ísraels eru ţeir kallađir sem spilla manngćsku á jörđinni”.

Prestar múslima í Danmörku eru svo heppnir ađ búa ekki löndum einrćđisherra. Ţeir búa nú í litlu lýđrćđisríki. Ţeim, sem og öđrum, ber ađ fylgja lögum landsins, en ekki setja lög, bođ og bönn sem byggđ er á hatursbođskap í fornum ritum. Ţess vegna er ţeim bođiđ á ráđstefnur af dönsku öryggislögreglunni. Ţeir njóta trausts á viđ ađra borgara í Danmörku. Hatursbođskapurinn sem leynist í afkimum helgirita ţeirra á ađeins upp á pallborđiđ hjá ţeim vesturlandabúum, sem óska eftir glundrođa og skálmöld. Slíkir karakterar eru örugglega líka undir smásjá dönsku öryggislögreglunnar. Auđvelt er ađ sjá hverjir ţađ eru, og ţađ er einkennilegur andskoti ađ sjá slíkar kenndir á 21. öld og jafnvel gamla vinstrimenn sem lofsyngja og réttlćta eitthvađ óeđli og hatursmóral í miđaldatrúarbrögđum vegna ţess ađ ţeir styđja frelsisbaráttu ţjóđa í Miđausturlöndum. Ţađ er hrein tímaskekkja - eđa kannski dćmi um dómgreindarleysi.


Hattrick í Křben

Queen and Libeskind

Danadrottning viđ opnun safns gyđinga í Kaupmannahöfn. Hinn heimsţekkti arkítekt Libeskind, sem hannađi sýningarsalinn á safninu, horfir međ hryllingi á hatt drottningar. Margréti leist ekkert á gleraugu Libeskinds.

Danskir fjölmiđlar greina frá ţví hér í morgunsáriđ, ađ lögreglan í Kaupmannahöfn hafi veriđ kölluđ til Christiansborgar vegna dularfulls pakka viđ Konungshliđiđ . Sérsveit lögreglunnar, sem sér um ađ eyđa sprengjum, setti Rúllu-Maríu í verkiđ. Rulle Marie er beltadrifiđ vélkvendi sem opnar dularfulla pakka.

Hvađ innihélt svo pakkinn?

Pakkinn innihélt hatt, og geta menn sér til ađ hatturinn hafi veriđ ćtlađur Danadrottningu, Margréti Ţórhildi. Ekki fannst sprengja í hattinum. Ţetta var sem sagt enginn "knaldhattur".

Jótlandspósturinn greinir frá ţessu


Ísland - Íslam = Draumalandiđ

Islam Tivoli

Áhrif í Kaupmannahöfn?

Formađur danska landhreinsunarfélagsins Den Danske Forening var í heimsókn á Íslandi og líkađi víst mjög vel. Hitti hann ţar fyrir frábćra menningu og frábćra og hreina ţjóđ.

Hann skrifar ţetta á heimasíđu sinni:

"Det er altid dejligt at befinde sig i et monokulturelt samfund, som er fri for indre kulturelle spćndinger, og som er i harmoni med sig selv.
Island er et af verdens fristeder, hvor man slipper for at opleve ynkvćrdige kvinder med underkastelsesslřr, - og fri for at blive konfronteret med brovtende mandlige muhamedanere med herrefolksmentalitet.
Som et monokulturelt samfund er Island venligt og imřdekommende overfor fremmede - som forventes kun at opholde sig i landet som midlertidige gćster. Og naturen - jeg elsker dens rasen!"

Ţetta er greinilega hrćddur mađur, sem fynnst ađ sér ţrengt. En hefur hann greint íslenskt samfélag rétt?

Islam Reykjavík

Óćskileg áhrif í Reykjavík?


Nćsta síđa »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband