Leita í fréttum mbl.is

Falskir Íslendingar í Ţýskalandi áriđ 1936

Eismenschen

Áriđ 1936 steig á fjöl frekar fölleitur leikflokkur í München. Leikflokkurinn kom fram á mörkuđum, kabarettum og á leikvöngum á Oktoberfest, ţar sem ţeir klćddust eins konar fornaldarklćđum. Íslenskur lćknir, Eyţór Gunnarsson (1908-69), (afi Péturs súperbloggara Gunnarssonar), sem um ţessar mundir var staddur í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ viđ nám og störf á eyrnadeild Háskólans í München, brá sér á kabarett og sá sýningu ţessarra listamanna. Eyţór Gunnarssyni ofbauđ sýningin svo, ađ hann fór daginn eftir í danska konsúlatiđ í München og setti fram kćru vegna ţessa hóps loddara sem sögđu sig vera Íslendinga.

Dr. Eyţór greindi frá ţví ađ flokkurinn kallađi sig “Eismännschen” (sem má víst útleggjast sem ísdvergar). Hann lýsti listamönnumum sem stríhćrđu fólki međ rauđleit augu. “Die ganze Aufmachung und die Primitivität der Darbietungen ist geeignet, bei den Zuschauern das isländische Volkstum herabzuwürdigen” var haft eftir íslenska lćkninum. Rćđismađurinn danski lét ţegar rannsaka máliđ og skrifađi skýrslu, sem send var danska sendiráđinu í Berlín og utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn.

Rannsóknin leiddi í ljós, ađ um var ađ rćđa 6 manna hóp og fékk rćđismađurinn mynd af hópnum. Í ljós kom einnig ađ hópurinn kallađi sig ekki Eismännschen heldur Eismenschen (Ísfólk). Á kynningarspjaldi var sagt ađ hópurinn kćmi frá “Islands hohem Norden”. Kynnir sýningarinnar tilkynnti hins vegar, ađ hér vćri á ferđinni “blómaviđundur” frá Reykjavík. Ţađ kostađi 10 pfenniga ađ sjá sýninguna. Rćđismađurinn lét sig hafa ţađ. Hópurinn kom svo fram á einföldu sviđi og lék “Sunnuleiki” (Sonnenspielen), ţar sem töfruđ voru fram blóm svo ađ lokum varđ úr blómahafinu Reykvískur blómagarđur.

Eftir showiđ spurđi rćđismađurinn fyrirliđa hópsins, hvort hann eđa ađrir međlimir vćru í raun Íslendingar. Sagđi fyrirliđinn, ađ foreldrar hans og forfeđur hefđu veriđ Íslendingar, en ađ hann vćri sjálfur Austurríkismađur. Hann bćtti ţví viđ ađ allir í hópnum vćru albínóar. Er kynnir sýningarinnar var spurđur um uppruna hópsins, fór hann í fyrstu undan í flćmingi, en sagđi ađ lokum ađ mađur mćtti ekki búast viđ neinni ţjóđfrćđilegri sýningu – ţađ sem bođiđ vćri upp á vćru “Listir frá Norđurhöfum”.

Rćđismađurinn, sem greinilega hefur brosađ út í annađ munnvikiđ ţegar hann skrifađi skýrslu sína, bćtti viđ: “Sýning ţessarra albínóa gćti vel hugsast ađ gefa áhorfendum međ litla ţjóđmenningarlega ţjálfun ranghugmyndir, en hins vegar verđur ađ líta ţannig á máliđ, ađ ţađ er mjög lítill trúverđugleiki í sýningunni og ađ hana ber frekast ađ flokka undir töfrasýningu. Rćđismađurinn lauk bréfi sínu til sendiráđsins í Kaupmannahöfn međ ţví ađ skrifa: “Skylduđ Ţér, ţrátt fyrir ţađ sem fram er komiđ, óska eftir ţví ađ ég hafi samband viđ tilheyrandi yfirvöld hér í bć, ţćtti mér vćnt um ađ fá skeyti ţar ađ lútandi”.  H.P. Hoffmeyer í danska sendiráđinu taldi ekki neina ţörf ađ eyđa meiri tíma rćđismannsins í erindi Eyţórs Gunnarssonar, sem mógađist yfir blómasýningu sex albínóa í München áriđ 1936.

Ţetta á ekki ađ verđa lćrđ grein, en ţess má ţó geta, ađ albínóar ţóttu gjaldgeng viđundur fyrir sýningaratriđi í fjölleikahúsum fyrr á tímum. Hér ađ neđan er mynd af “hollenskri” albínóafjölskyldu, Lucasie, sem sagđist vera komin af negrum frá Madagaskar. Hiđ rétta var ađ herra Lucasie var frá Frakklandi, kona hans frá Ítalíu og sonurinn var fćddur í Hamborg. Hinn heimsţekkti bandaríski sirkusmađur Phineas Barnum, flutti ţau međ sér til Bandaríkjanna áriđ 1857. 

Allar frekari upplýsingar um austurrískan albínóna, son íslenskra hjóna, eru hins vegar vel ţegnar.

 

Fam. Lucasie


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Ţór Magnússon

Skemmtileg frásögn - ţó ađ mönnum hafi ekki veriđ skemmt á ţeim tíma!

Hlynur Ţór Magnússon, 25.3.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Mjög skemmtileg frásögn af afa mínum, brennandi í ţjóđernisandanum, man ekki eftir ađ hafa heyrt af ţessu fyrr.

Pétur Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ykkur báđum fyrir ritdóminn, sem ég var fyrst ađ lesa nú. Nei mönnum var ekki skemmt. Ég á í fórum mínum fleiri lýsingar á íslenskum heiđursmönnum sem vörđu nafn og heiđur ţjóđar sinnar eins og ljón á ţessum erfiđu tímum. Ţađ hef ég einnig gert einstaka sinnum. Ţađ verđa menn ađ gera af og til.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.3.2007 kl. 07:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband