Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Fyrsta flugeldasýningin á Íslandi

lofteldar konungs

800 tonn (800.000 kg og jafnvel meira) af flugeldum og öđru púđri fúttar út í bláinn á Íslandi um áramótin ađ sögn alţjóđlegra fréttastofa. Ţađ er ađ segja, ef veđur leyfir. Ég verđ fjarri góđu gamni og lćt mér nćgja smá stjörnuljós eins og Danir.

Á Íslandi fara ţúsundir brennuvarga frekar óđslega um borg og bý og glampi frummannsins sést í augum karlpenings á öllum aldri. Fallostákn ţeirra feykjast upp á himininn í öllum regnbogans litum og út sprautast gríđarlegar gusur, eldtungur, eimyrjudropar og jafnvel fossar. Hver er međ stćrstu kúlurnar og hver á flottasta batteríiđ? Sumum konum ţykir skiljanlega líka mjög gaman af ţessum látum í strákunum.

Ég leyfi mér ađ óska landsmönnum til hamingju međ ađ brenna nokkra milljarđa króna á andartaki og sumir eru ekki einu sinni í annarlegu ástandi ţegar ţeir fremja ţann verknađ. Ţvílík gleđi. Líkt og hálftími í Bagdađ međ alKćtu.

Myndin er af fyrstu ţekktu lofteldasýningunni á Íslandi áriđ 1874. Hún birtist í The Illustrated London News, 12. september ţađ ár. Sýningin áriđ 1874 var auđvitađ bara fyrir fína fólkiđ og í bođi danska kóngsins. Alţýđan lét sér nćgja ađ gleđjast yfir stjörnum, norđurljósum og ef vel árađi, ţremur sólum á lofti. Svo ţuldu menn rímur í stađ ţess ađ blogga.

Einhvers stađar hef ég lesiđ um óđan munk, sem kringum Siđbót tók svo miklum stakkaskiptum, ađ hann bjó til hólka úr kaţólskum bćnabókum, tróđ í hólkana púđri sem hann hafđi búiđ til úr hlandi og brennisteini. Kom hann svo knallhettum sínum fyrir í pápískum líkneskjum sem hann sprengdi í tćtlur fyrir utan kirkjur. Hann varđ af einhverjum furđulegum ástćđum afar vinsćll  međal kvenţjóđarinnar fyrir ţetta athćfi sitt og eignađist helmingi fleiri börn en hann hafđi gert í skírlífi sínu. Undan honum eru komnir sumir af frćgustu Vantrúarmönnum Íslands, svo og eldflauga- og brennusérfrćđingar áramótanna.

Hvađ gáfu svo Íslendingar sveltandi og ţjáđum brćđrum sínum úti í hinum stóra heimi áriđ 2007?  800.000 kg. af púđri?

Eins og segir í stökunni gamalkunnu: Do they know it's New Year's Eve AT ALL?

GLEĐILEGT ÁR

 

Raketta

 


Ţegar Gúttó varđ samkunduhús gyđinga

Magen Gúttó 

Fyrir 13 árum skrifađi ég um fyrstu guđţjónustu gyđinga á Íslandi. Greinin birtist í DV, en ekki ţótti ţađ merkilegt framlag í ţví blađi og var greinin ţví sett einhvers stađar á milli bílauglýsinga og auglýsinga fyrir hjálpartćki ástarlífsins, sem Íslendingar ţurftu svo mikiđ á ađ halda á ţeim árum.

Guđsţjónustan var fyrsta löglega guđsţjónusta annarra trúarbragđa en kristni, sem haldin hafđi veriđ á Íslandi í 940 ár. Hún var haldin í Gúttó, Góđtemplarahúsinu, sem lá á bak viđ Alţingishúsiđ (Templarasundi 2) frá 1895 ţangađ til 1968 er húsiđ var rifiđ. Ég kom nokkru sinnum í ţetta merka hús sem barn og ţótti ţađ bölvađur braggi.  Ef ég man rétt, voru bókamarkađir haldnir ţarna.  

Nú birti ég grein mína úr DV á ný. Ljósmyndirnar tók Sigurđur heitinn Guđmundsson ljósmyndari og eru ţćr nú í vörslu Ţjóđminjasafns Íslands. Texti innan hornklofa eru skýringar höfundar nú.

 

Gúttó be Jewish 2

Hluti af hópmynd, sem tekin var í Gúttó 1940

 

Međal fyrstu bresku hermannanna á Íslandi í síđari heimsstyrjöldinni voru gyđingar. Gyđinga á međal eru sterk bönd og oft er sagt ađ ţađ fyrsta sem gyđingar geri í landi, sem ţeir heimsćkja, sé ađ leita uppi trúbrćđur og systur. Ţetta gerđist haustiđ 1940 á Íslandi. Hingađ voru komnir nokkrir flóttamenn frá Ţýskalandi og Austurríki og breskir hermenn sem sameinuđust í trúnni haustiđ 1940.

Sh'mah Yisroel Adonai Eloheinu Adonai Echod (Heyr ó Ísrael, Guđ er drottinn, Guđ er einn), stendur á hebresku á heimatilbúni altarisklćđi úr gull- og kreppappír, sem sett var upp í Gúttó í Reykjavík haustiđ 1940. Ţađ var Hendrik Ottósson, sem hafđi ásamt breskum hermönnum, konu sinni og tengdamóđur, sem voru flóttamenn af gyđingaćttum, ákveđiđ ađ halda Yom Kippur (friđţćgingardaginn) heilagan. Hendrik lýsir ţessum atburđi á skemmtilegan hátt í bók sinni Vegamót og vopnagnýr(1951). Upphaflega hafđi ungur sargént, Harry C. Schwab, fariđ ţess á leit viđ yfirmann herprestanna bresku, Hood ađ nafni, ađ gyđingum yrđi veitt tćkifćri til ţess ađ koma saman til bćnahćlds. Hood hafđi stungiđ upp á líkkapellunni í gamla kirkjugarđinum, en Hendrik tók ţćr aumu vistarverur ekki í mál. Ţannig ţróađist ţađ ađ Yom Kippur varđ fyrsta samkunda gyđinga á Íslandi í 940 ár, sem ekki var kristin. Ađstćđur voru frumstćđar, Gúttó var sýnagógan, enginn rabbíni var í landinu og helgihaldiđ uppfyllti heldur ekki ströngustu kröfur.

Einstćđar ljósmyndir

Í vetur komu ljósmyndir úr dánarbúi Sigurđar Guđmundssonar ljósmyndara á Ţjóđminjasafn Íslands. Ţar á međal voru ljósmyndir hans af ţessum einstaka atburđi sem viđ vitum nú miklu meira um. Myndirnar voru nýlega birtar í blađinu Jewish Chronicle á Bretlandseyjum og hafa ţrír hermannanna, sem nú eru aldrađir menn, og ćttingjar annarra sem látnir eru, gefiđ upplýsingar um atburđinn. Sumir hermannanna, sem voru breskir, skoskir og kanadískir, voru međal ţeirra fyrstu sem á land stigu á Íslandi. Ţegar er búiđ ađ bera kennsl á Harry Yaros, sem var Kanadamađur, ţá Philip Mendel og J. D. Wimborne frá London og Alfred Cohen (Alf Conway) frá Leeds, en hann las upp inngöngubćnir og tónađi sálminn Kol Nidre ţetta haustkvöld áriđ 1940. Međal ţeirra sem enn eru á lífi eru Bernhard Wallis frá Sheffield, Harry C. Schwab frá London og Maurice Kaye. Rćddi höfundur ţessarar greinar viđ Harry nýlega og er hann hafsjór af fróđleik um ţennan atburđ sem og ađra frá fyrstu dögum hersetu á Íslandi. Schwab var seinna í herjum Montgomerys og fór međ liđi hans norđur um alla Evrópu. Eftir stríđ vann hann hjá Marks og Spencer og verslađi viđ Sambandiđ [SÍS]. Kom hann nokkrum sinnum til Íslands vegna vinnu sinnar. Schwab hélt tengslum viđ Hendrik Ottósson og skrifađi međal annars minningargrein um hann í Jewish Chronicle 1966.

Í athöfninni haustiđ 1940 tóku einnig ţátt mágur Hendriks, Harry Rosenthal og kona hans Hildigerđur og Minna Lippmann, móđir Harrys og Hennýjar, konu Hendriks. Einn var ţar Arnold Zeisel og kona hans Else, sem voru flóttafólk frá Vínarborg og hugsanlega bróđursonur Arnolds Zeisels, Kurt ađ nafni [ţađ hefur síđar veriđ stađfest]. Daginn eftir safnađist fólkiđ á myndinni saman á hótel Skjaldbreiđ og var kosin safnađarstjórn, sem í sátu Harry C. Schwab, David Balkin, Alfred Cohen, Arnold Zeisel og Hendrik Ottósson. Ţessi gyđingasöfnuđur hélst međan ađ Bretar voru hér og sá m.a. um fermingu (bar mitzva) Péturs Goldsteins sonar Hennýjar Ottósson. Síđar voru hér tveir söfnuđir bandaríska hermanna, sem einnig höfđu samband viđ ţá flóttamenn sem héldu í trú sína hér á landi.

 

Gúttó be Jewish
Skoskur hermađur til vinstri og Maurice Kaye leikfimis-
kennari og ţjálfari til hćgri

 

Fáir fengu landvist

Um leiđ og myndirnar sýna einstakan trúarlegan viđburđ, eru ţćr til vitnis um giftusamlega björgun fólks, sem vegna trúar sinnar og uppruna ţurfti ađ flýja brjálćđi sem hafđi gripiđ um sig međal sumra ţjóđa í Evrópu. Ţeir fáu sem landvist fengu á Íslandi nutu ekki alltaf gestrisni okkar. Snorri G. Bergsson sagnfrćđingur hefur nýlega sýnt fram á ađ íslensk stjórnvöld virđast hafa viđhaft strangari reglur fyrir dvöl gyđinga á Íslandi heldur en annarra útlendinga. Ísland var ţađ land í Evrópu sem tók hlutfallslegast fćsta flóttamenn [ţessi niđurstađa Snorra ef ađeins yfirdrifin]. Jafnvel áđur en ströng lög voru sett til ađ hindra komu flóttafólks áriđ 1938 var gyđingum hafnađ á furđulegan hátt. Í skjölum sem höfundur ţessarar greinar hefur rannsakađ á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn sést ađ gyđingum var ţegar áriđ 1934 sagt ađ rita ţýska sendiráđinu í Reykjavík til ađ fá upplýsingar um landvistarleyfi á Íslandi, međan öđrum útlendingum, sem óskuđu ađ setjast ađ á Íslandi var í hćsta lagi bent á lög um atvinnuskilyrđi frá 1927.

Ţađ var einnig til fólk sem bjargađi mannslífum eins og Hendrik Óttósson. Helgi P. Briem og lćknarnir Katrín Thoroddsen og Jónas Sveinsson, en hann skaut skjólshúsi yfir lćkninn Felix Fuchs og konu hans Renate frá Vínarborg. Ţeim hjónum var ţó ađ lokum vísađ úr landi eftir einkennilegt samspil íslenskra yfirvalda viđ ţýska sendiráđsstarfsmenn og einn danskan, sem vingott átti viđ nasista. Taliđ er ađ ţau hafi komist til Bandaríkjanna. [Sjá grein höfundar um hjónin í Lesbók Morgunblađsins].

Margir Íslendingar tóku vel á móti flóttamönnum og greiddu götu ţeirra og tóku ţeim sem nýjum Íslendingum. Margir tóku einnig vel á móti erlendum her og blönduđu aldrei trú sinni á hreinleika fjallkonunnar viđ lánađa fordóma. Í dag, ţegar kynţáttafordómarnir láta á sér krćla, og til er fólk sem er fullvisst um ađ Íslendingar séu betri en allir ađrir, er gott ađ minnast Hendriks Ottóssonar og ţessa atburđar áriđ 1940.

______

Eftir ađ ţessi grein birtist í DV laugardaginn 12. nóvember 1994, bls. 39, hefur höfundur skrifađ um ţennan atburđ í dönsku tímaritin Udsyn og Rambam og í Jewish Political Studies Review,  og sömuleiđis um flóttafólk í Lesbók Morgunblađsins 1997 og 1998.


Benazir Bhutto - minning

 
Myrt

Frá Rawalpindi, nćrri ţví í beinni útsendingu, fylgdist ég í gćr međ hrćđilegum endalokum Benazir Bhuttos. Mađur er harmi lostinn yfir slíkum hryđjuverkum. Eru ţetta örlög allra stjórnamálamanna, sem vilja ađeins meira lýđrćđi í heimi Íslams? Íslamistar, nánar tiltekiđ Al Quaída, eru ţegar búnir ađ taka heiđurinn fyrir ódćđiđ, sem mun vera hryđjuverkaárás íslamista númer 10.262 síđan ađ ţeir flugu inn World Trade Center áriđ 2001.

Ég fylgdist líka međ viđbrögđum fáeinna góđhjartađra sála á Íslandi , sem létu sig máliđ varđa á bloggum sínum. T.d. birti vinstri grćnn menntskćlingur og femínisti eldgamla ljósmynd af Bhutto eins og hún leit út fyrir 30 árum.  Einn af gestum hennar, stjórnmálamađur, slćr föstu ađ stjórnarliđar í Pakistan séu sáttir viđ verknađinn! Önnur sómakona kennir Bush um ţađ sem gerist í Pakistan. Hvađa sjúkdómur herjar eiginlega á fólk?

Ef einhver er sáttur viđ verknađinn í Rawalpindi eru ţađ ţeir sjóndöpru vesturlandabúar, sem styđja baráttu íslamista og eiga sömu óvini og ţeir: Bush, Vesturlönd, Ísrael, gyđinga og Danmörku, svo eitthvađ af ţví "vonda" sé nefnt.

Benazir Bhutto var ţví miđur ekki neinn engill, femínisti eđa friđardúfa, jafnvel ţótt hún hafi veriđ kvenmađur.

Ţegar Benazir var forsćtisráđherra studdi hún útrýmingarherferđ gegn Pandítum, friđsömum trúarflokki í Kasmír. 12.000 ţeirra voru myrtir af múslimum á síđasta áratug 20. aldar. Ekki var skrifađ og skrafađ mikiđ um ţađ á Íslandi. Pandítar eru hindúar sem hafa ţurft ađ flýja fósturjörđ sína, Kasmír, vegna ofríkis múslima í Kasmír.

Ef "friđarúfur" og femínistar á Íslandi syrgja Benazir, vćri ţeim hollt ađ minnast ţeirra Pandíta sem var útrýmt í stjórnartíđ hennar, svona til ađ fá smá jöfnuđ á móti heilagleikanum og hatrinu gagnvart Vesturlöndum (okkur) og rćflinum honum Bush.


Meira jólaefni

  Stoned

Í morgun horfđi ég í sjónvarpinu á múslimi nćrri Mekka, ţar sem ţeir tóku ţátt í Hajjinu. BBC og CNN hafa gert ţađ ađ árlegum viđburđi ađ hafa útsendingu frá hringsólinu kringum Köbuna í Mekka og tengdum serimoníum.  Ég sá múslimi kasta smásteinum í steinsúlu sem táknar djöfulinn. Međ ţessu hreinsa múslimir sig og verjast djöflinum. Fyrir nokkrum árum síđan urđu menn sér ađ vođa, ţví ţeir hittu svo illa á hinn táknrćna djöful. Nú er búiđ ađ gera sérstaka gryfju til ađ koma í veg fyrir slík slys.

Ég hef líka séđ myndir og fengiđ fréttir af múslimum sem grýta konur til dauđa. Ekki heitir ţađ Hajj? Í Íran er ţađ "lögmćt" refsing, sem sótt er í Kóraninn, og sú helga bók gefur líka ábendingar um stćrđ steina sem nota ber. Ekki of litla og ekki of stóra, ţví ekki má sú grýtta rotast í fyrsta kasti. Konan er í augum sumra hinn versti djöfull, sem verđur ađ hylja og berja svo hún verđi sér og öđrum ekki ađ vođa. Sjá t.d. hér. Kvensniftin, sem sýknuđ var eftir ađ henni var hópnauđgađ í Sádí, var heppin.

Ekki trúi ég á djöfulinn eđa ađra skratta í neinni mynd, ekki einu sinni Belesbub, og konur eru ađ mínu mati englar (ja, flestar). Djöfullinn er eitthvađ sem mannskepnan hefur búiđ til ađ réttlćta hatur sitt. Djöfullinn er mannvera og ţađ eru til andskoti margir djöflar á međal okkar.

Grýtingin er einn sá djöfullegast arfur sem mađurinn hefur tekiđ međ sér úr fortíđinni. Grýtingin var notuđ í landi ţví sem Jesús fćddist í, og á Íslandi báru menn út börn til forna, ef ekki síđar. Ţađ er margur djöfullinn sem mađurinn ţarf ađ dragast međ.

Hćttiđ ađ lesa ţetta, ţađ er óhollt, og fariđ út og kaupiđ síđustu jólagjafirnar.


Í Betlehem er barn oss fćtt - En í hvađa Betlehem?

 Vitringarnir frá Billund

Hingađ til hafa kristnir menn trúađ ţví sem heilagasta sannleika, ađ Betlehem (Beit Lehem, sem ţýđir Brauđbćr á hebresku og á arabísku Kjötbćr) í Júdeu, suđur af Jerúsalem sé fćđingarbćr Jesú Krists.

Finnst ykkur líklegt, ađ María mey hafi riđiđ kasólétt á asna 200 km leiđ frá Nasaret í Galileu til ađ fćđa Jesúbarniđ suđur í Betlehem í Júdeu?

Í Betlehem í Júdeu hafa aldrei fundist neinar leifar frá dögum Jesú! Allt sem finnst er miklu yngra. Betlehem í Júdeu varđ hugsanlega ekki ađ borg fyrr en nokkrum öldum eftir Krists burđ.

Ísraelski fornleifafrćđingurinn Aviram Oshri hefur hins vegar međ margra ára rannsóknum sýnt, svo líklegt sé, ađ Betlehem sem Jesús fćddist í sé í raun í Galileu, ekki alllangt frá Nasaret.

Oshri hefur grafiđ í báđum Bethlehemum og er nú ţeirrar skođunar ađ rústin borgarinnar Betlehem í Galileu sé bćrinn ţar sem Jesús mun hafa fćđst. Oshri hefur meira ađ segja rannsakađ rúst mjög stórrar Kirkju viđ í Betlehem í Galileu, sem kom í ljós viđ vegagerđ fyrir nokkrum árum.

Hér getiđ ţiđ lesiđ um hiđ eina sanna Betlehem á vefsíđu Aviram Oshri og frćđst.

Jesús umskorinn

Jesús umskorinn í Galileu á áttunda degi lífs sýns. Atburđurinn túlkađur međ dönskum Lego-kubbum.

Mörgum finnst fornleifafrćđingar til vandrćđa. Íslenskir sagnfrćđingar telja sig vita nóg af bókum og vilja ađeins ađ fornleifafrćđingar stađfesti ţađ sem skruddurnar segja. Ađrir bókstafstrúarmenn úti í heimi eru hatrammir út í stétt fornleifafrćđinga fyrir ađ rústa viđteknum hugmyndum og jafnvel trúarbókstaf. Ćtli kirkjan viđurkenni nokkurt tíma kenningu Avirams Oshri? Ţađ er allt of mikiđ í húfi. Ţar á međal má nefna Minjagripasöluna viđ Fćđingakirkjuna og misnotkun Palestínumanna á helgi borgarinnar.

Bćrinn Betlehem i Galileu hefur líklegast falliđ í gleymskunnar dá vegna óeirđa og óaldar sem ríkt hefur í landi Gyđinga, síđan ađ ţeir voru flćmdir í burtu af ýmsum ofstćkismönnum. Og ţađ hefur örugglega legiđ pólitísk ákvörđun bak viđ skrif guđspjallamannanna, sem "fluttu" fćđingabć Jesú nćr Jerúsalem.

"Hefđ og trú ćtti ađ vera nóg til ţess ađ menn trúi ţví ađ fćđingabćr Krists sé ţar sem hann er nú", segir Michel Sabbah, erkibiskupinn sem ég fjallađi um í síđustu fćrslu. Ćtli hann sé nú dómbćr á ţađ?


In nomine Jesu vel Fatah?

 
Sabbah kyssir Pabba

Nú stingur kaţólska kirkjan aftur. Heldur illilega og rýtingurinn er langur. Ég leyfi mér ađ kvarta, hvađ sem Jón Valur Jensson, patríarkinn okkar í íslenskum bloggheimum, kveinar. Rómversk-kaţólski patríarkinn í Jerúsalem, Michel Sabbah, hefur lýst ţví yfir ađ hann sé mótfallinn Ísraelsríki. Hann segir ađ Ísrael yrđi ađ "gefa upp á bátinn gyđingleg einkenni sín" og í stađ ţess beita sér fyrir "stjórnmálalega, eđlilegu ríki fyrir kristna, múslimi og gyđinga".

Sabba og Abu Mazen

Patríarkinn er Palestínumađur, svo orđ hans eru kannski skiljanleg. En geta Kirkjan og Íslam ekki lifađ ágćtu lífi í Ísrael, alveg eins og ţađ er pláss fyrir allar trúarstefnur á Íslandi, ţrátt fyrir ađ ţjóđkirkjan sé lútersk? Af hverju alltaf ţessir afarkostir.

Hvers konar "Herrenvolk" hugsunarháttur er ţetta hjá patríarkanum. Gyđingar mega ekki búa í smábyggđum í Palestínu og nú mega ţeir heldur ekki eiga sér ríki nema ađ ţeir gefi upp gyđingleg einkenni sín. Yfirgangur ţessi er óhemjulegur og ég vona svo sannarlega ađ kaţólska kirkjan taki ekki ţátt í honum og ávíti patríarkann.

 

Sabbah og Hamas

Sabbah ćtti heldur ađ gćta ađ hjörđ sinni í íslamistaríkinu Gaza, ţar sem kristnir hafa veriđ ofsóttir af Hamas og myrtir. En frá ţví er vitaskuld EKKI SAGT í íslenskum fjölmiđlum frekar en ţví ađ kristnir menn eru ofsóttir af Múslimum á Vesturbakkanum. Íslenskir fjölmiđlar eru eins og strútar međ hausinn á bólakafi í kviksyndi.

Ég fann ţví miđur ekki mynd af Sabbah međ Ísraelsmanni.


Finnar eru orđnir hringavitlausir

Eimskipahringurinn
 

Hörkusala hefur veriđ í hakakrosshringjum í Finnlandi fyrir jólin. Mćtti halda ađ ţetta fyrirbćri vćri ađaljólagjöfin ţar í landi í ár. Ađ minnsta kosti halda menn ekki vatni í ţúsund landa vatninu fyrir ţessu baugsilfri.

Upphaflega var ţessi hringur seldur áriđ 1940 til ađ safna peningum vegna stríđsins viđ Rússa. Nú er veriđ ađ reyna ađ safna peningum međ hringaframleiđslu til ađ gefa gömlum finnskum hermönnum náđugt ćvikvöld. Sumir ţeirra börđust "frćkilega" međ nasistum.

60.000 hringar hafa nú veriđ búnir til, og seljast ţeir grimmt fyrir rétt rúmar 5000 krónur íslenskar.

Forstöđukona sölunnar, Pia Mikkonen, greinir erlendum fjölmiđlum frá ţví, ađ ýmsir frćgir Finnar auglýsi hringana í sjónvarpi og í öđrum fjölmiđlum, og ađ ţeir séu vinsćl gjöf fyrir unga karla. Talskonan segir: "There hasn't been confusion here in Finland," she said. "For us Finns, it's not a negative symbol."

Vita Finnar ekki ađ ţegar Eimskip droppađi hakakrossinum fór allt ađ ganga betur hjá Eimskip?

Miđur frćgđarleg samvinna Finna viđ Ţýskalands nasismans gerir óneitanlega marga undrandi á ţessu hakakrossastandi í ţeim. En greinilegt er ađ mörgum ţykir ţetta svaka flott merki.


Upp koma svik um síđir

 image

Lisl Urban heitir 93 ára kona í Ţýskalandi, sem gefiđ hefur út endurminningar sínar. Ţar er lýst ástarćvintýri hennar međ ţýskum SS yfirmanni sem er nefndur til sögunnar sem Eike. Úr ţessu ćvintýri kom lítiđ stúlkubarn, sem SS mađurinn vildi ekki kannast viđ.

Bók Lisl Urban "Ein ganz gewöhnliches Leben" (Afar venjulegt líf) veldur ţví nú ađ síđustu ár konunnar verđa heldur óvenjuleg.  Líka líf SS-mannsins, sem hún elskađi. Hann fór í mál viđ útgáfufyrirtćki Lislar eftir ađ bókin kom út í Leipzig fyrr í ár. SS mađurinn kallar bókina hefnd og reiđikast gamallar konu og kallar samband ţeirra "One night stand".

Urban

SS mađurinn, sem ekki er nefndur fullu nafni í bók Urbans, heitir Erich Steidtmann. Offar hans og móđgunargirni út af ćviminningum Lisl Urban hefur varpađ ljósi á mjög blóđuga fortíđ hans. Steidtmann hélt hélt ţví fram ađ hann hafi aldrei veriđ međlimur í SS (Allgemeine SS), en síđar hefur hann ţó dregiđ í land og bćtt viđ ađ hann hafi veriđ í Waffen-SS [sem einnig tóku virkan ţátt í útrýmingu gyđinga]. Hann segist vera alinn upp á góđu krataheimili og hafi veriđ sendur á vígstöđvarnar gegn eigin vilja. Hann segist hafa veriđ sómaborgari eftir stríđ. Annađ er nú komiđ a daginn. Hann var framarlega útrýmingarsveitum lögreglusveitar Waffen-SS nr. 101 í Austur-Evrópu. Hann starfađi í útrýmingarherferđum sveitarinnar í Majdanek búđunum og í gettóinu í Lublin, og síđar í apríl og maí 1943, í Varsjá, ţar sem hann sá um ađ halda vörnum umhverfis gettóiđ. Ţá voru nasistar ađ berjast viđ síđustu sálirnar í gettóinu, eftir ađ 300.000 gyđingum hafđi veriđ smalađ saman í útrýmingarbúđir áriđ áđur.

Nú er dómstóll í Leipzig búinn ađ hafna kćru hégómlega SS-mannsins Steidtmanns og ţýsk yfirvöld hefja aftur rannsókn á málum hans fyrir tilstilli Dr. Efraim Zuroffs hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem. Tími var kominn til, og sannast sagna mikil skömm af ţví fyrir Ţýskaland ađ gera ekki meira í málum gamalla morđingja.

Ţegar ţetta hefur veriđ skrifađ og birt, má ég búast viđ ţví ađ ég fari ađ móttaka rugl frá Íslendingum eins og oft sást međan ađ mál Eđvalds Hinrikssonar var rekiđ á Íslandi. Einhver segir líklega ađ Erich Steidtmann sé of gamall fyrir réttarhöld og vinir Palestínu fara ađ bera sjálfskaparvítiđ Gaza saman viđ Varsjá-gettóiđ. Ţađ er nefnilega líka til siđlaust fólk á Íslandi, sem sér söguna á sama hátt og SS-mađurinn Steidtmann.

Hér má lesa frekar um máliđ:

http://www.lvz-online.de/aktuell/content/49552.html

http://www.welt.de/kultur/article1341609/SS-Offizier_klagt_gegen_eine_Bibliothekarin.html#reqRSS

http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1196847365049&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull

 


Danski diplómatinn sem vildi láta Holocaust hverfa

Olsen

Eftir sprengjuárásir Al Quaída í Alsír um daginn var danski sendiherrann ţar í landi svo vingjarnlegur ađ senda einkabílstjóra sinn til ađ leita ađ íslenskri konu sem í landinu býr. Ole Wřhlers Olsen heitir ţessi vingjarnlegi sendiherra. Hann er múslimur og tók ţá trú fyrir löngu ţegar hann kvćntist sýrlenskri konu, sem tilheyrir valdastétt illvirkja á Sýrlandi.

Nú er Ole Wřhlers Olsen í vanda. Vitni í "olíu fyrir mat" skandalanum, sem er vandrćđamál hér í Danaveldi, hafa varpađ nýju ljós á ţátt Olsens í málinu. "Olía fyrir mat skandallinn" fjallar einfaldlega um ţađ, ađ danskir embćttismenn í utanríkiráđuneytinu munu hafa átt ađild ađ ţví ađ dönsk fyrirtćki greiddu stjórar fjárhćđir undir borđiđ til Saddamstjórnarinnar í Írak, til ţess ađ fá greiđari ađgang ađ viđskiptum í Írak.

Nú er komiđ í ljós, ef dćma má út frá ţví sem vitni segja dönsku rannsóknarlögreglunni, ađ múslimurinn Olsen ráđlagđi sem sendiherra Dana í Sýrlandi og Írak, dönskum fyrirtćkjum ađ greiđa ţađ sem hann kallađi "skatt" til Saddams til ţess ađ fá bita af kökunni í "olíu fyrir mat" ađstođinni til Íraks.

Ţangađ til í sumar neitađi danska utanríkisráđuneytiđ ađ tjá sig um máliđ og hélt danska ríkisstjórnin hlífđarhendi yfir embćttismönnum ţess. En svo kom allt í einu stefnubreyting, sem líklega varđ ađ taka, ţar sem stjórnin fékk nýjar upplýsingar sem hún gat ekki afneitađ (og sem bjarga ráđherranum). Nú er máliđ í lögreglurannsókn.

Ég er afar mótfallinn diplómötum sem ganga erinda ţeirra landa sem ţeir eru í, í stađ sinna eigin landa. Olsen er svoleiđis mađur.

Ég hef einnig átt viđskipti viđ ţennan mann. 17. maí 2006 skrifađi ég honum og bađ hann ađ stađfesta eđa deyđa ţann orđróm, ađ hann á fundi stjórnar Dansk Institut For Internationale Studier (DIIS) hafi stungiđ upp á ţví ađ nafn deildar innan DIIS, sem heitir Afdeling for Holocaust og Folkedrabstudier, bćri ađ breyta í "Afdeling for Folkedrabstudier". Hann jánkađi: og sagđist hafa gert ţađ til ađ komast hjá notkun "framandi ekki-danskra lánsorđa" eins og Holocaust.

Og af hverju ćtli dönskum Múslima, sem greininga ekki veit hvernig ţjóđarmorđ er skilgreint (ef dćma má út frá svari hans), sé svo annt um ađ láta framandi orđ eins og Holocaust hverfa úr nafni stofnunar í Danmörku sem var ćtlađ ađ rannsaka Helförina?

Ráđuneytiđ, sem Olsen vinnur fyrir, var ein af ţeim stofnunum sem unnu ötullegast ađ ţví ađ senda gyđinga frá Danmörku í hendur Ţýskalands nasismans. Danska utanríkisráđuneytiđ hvatti einnig til viđskipta viđ Hitler-Ţýskaland. Stafsmenn ţessa ráđuneytis vilja greinilega helst ađ útlensk orđ eins og Holocaust hverfi úr dönsku, en ţeir hafa alltaf veriđ ólmir í viđskipti viđ menn eins og Hitler og Saddam. Danir eru líka stoltir af samskiptum sínum viđ Íran.

Business as usual for little Denmark.  Ef einhver heldur ađ Danska utanríkisráđuneytiđ hafi gefiđ Palestínumönnum jólagjöf í París í gćr, vegna ţess ađ ţeir vilja friđ í Miđausturlöndum, hafa ţeir hinir sömu misskiliđ utanríkisstefnu Dana síđustu 100 árin. Danir fá alltaf eitthvađ fyrir sinn snúđ og ţađ líđur ekki á löngu áđur en bílasalar međ notađa bíla eru farnir ađ selja danskar druslur í Ramallah og greiđa 10% ţóknun í vasa Abbas.


Black Magic Woman

Black magic woman 

Kári Stefánsson gerir nú nóbelsverđlaunamóttakandann James Watson ađ konu!

Kári Stefánsson segir nú  http://www.slate.com/id/2180067/, samkvćmt vefblađinu SLATE, ađ meira en vel geti veriđ ađ Nóbelsverđlaunahafinn James D. Watson sé líka kona. Ţetta er međ ólíkindum. Fyrst var Kári ađ gera ţví skóna ađ hann vćri negri og nú bćtir hann svörtu ofan á grátt međ ţví ađ segja ađ hann geti veriđ kona.

Hvert er Kári ađ fara?  Mér er hugsađ til orđa John Lennons, "Woman is the Nigger the World", og er fariđ ađ gruna ađ Tina Turner, Eartha Kitt, Grace Jones og Ophra Winfrey séu farnar ađ starfa sem meinatćknar í genabransanum og hafi mengađ sýnin međ hárlosinu?

Watson virđist vera tilvalinn sem forseti í Bandaríkjunum, fyrst hann er svona fín blanda af frú Clinton og herra Obama?

Ţađ verđur bara ađ vera lag viđ svona heimsfrétt!

Kári er ađ draga í land. En mikiđ lifandi er ég nú búinn ađ hafa gaman af ţessu upphlaupi vísindamannsins.


Nćsta síđa »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband