Leita í fréttum mbl.is

Ţegar Gúttó varđ samkunduhús gyđinga

Magen Gúttó 

Fyrir 13 árum skrifađi ég um fyrstu guđţjónustu gyđinga á Íslandi. Greinin birtist í DV, en ekki ţótti ţađ merkilegt framlag í ţví blađi og var greinin ţví sett einhvers stađar á milli bílauglýsinga og auglýsinga fyrir hjálpartćki ástarlífsins, sem Íslendingar ţurftu svo mikiđ á ađ halda á ţeim árum.

Guđsţjónustan var fyrsta löglega guđsţjónusta annarra trúarbragđa en kristni, sem haldin hafđi veriđ á Íslandi í 940 ár. Hún var haldin í Gúttó, Góđtemplarahúsinu, sem lá á bak viđ Alţingishúsiđ (Templarasundi 2) frá 1895 ţangađ til 1968 er húsiđ var rifiđ. Ég kom nokkru sinnum í ţetta merka hús sem barn og ţótti ţađ bölvađur braggi.  Ef ég man rétt, voru bókamarkađir haldnir ţarna.  

Nú birti ég grein mína úr DV á ný. Ljósmyndirnar tók Sigurđur heitinn Guđmundsson ljósmyndari og eru ţćr nú í vörslu Ţjóđminjasafns Íslands. Texti innan hornklofa eru skýringar höfundar nú.

 

Gúttó be Jewish 2

Hluti af hópmynd, sem tekin var í Gúttó 1940

 

Međal fyrstu bresku hermannanna á Íslandi í síđari heimsstyrjöldinni voru gyđingar. Gyđinga á međal eru sterk bönd og oft er sagt ađ ţađ fyrsta sem gyđingar geri í landi, sem ţeir heimsćkja, sé ađ leita uppi trúbrćđur og systur. Ţetta gerđist haustiđ 1940 á Íslandi. Hingađ voru komnir nokkrir flóttamenn frá Ţýskalandi og Austurríki og breskir hermenn sem sameinuđust í trúnni haustiđ 1940.

Sh'mah Yisroel Adonai Eloheinu Adonai Echod (Heyr ó Ísrael, Guđ er drottinn, Guđ er einn), stendur á hebresku á heimatilbúni altarisklćđi úr gull- og kreppappír, sem sett var upp í Gúttó í Reykjavík haustiđ 1940. Ţađ var Hendrik Ottósson, sem hafđi ásamt breskum hermönnum, konu sinni og tengdamóđur, sem voru flóttamenn af gyđingaćttum, ákveđiđ ađ halda Yom Kippur (friđţćgingardaginn) heilagan. Hendrik lýsir ţessum atburđi á skemmtilegan hátt í bók sinni Vegamót og vopnagnýr(1951). Upphaflega hafđi ungur sargént, Harry C. Schwab, fariđ ţess á leit viđ yfirmann herprestanna bresku, Hood ađ nafni, ađ gyđingum yrđi veitt tćkifćri til ţess ađ koma saman til bćnahćlds. Hood hafđi stungiđ upp á líkkapellunni í gamla kirkjugarđinum, en Hendrik tók ţćr aumu vistarverur ekki í mál. Ţannig ţróađist ţađ ađ Yom Kippur varđ fyrsta samkunda gyđinga á Íslandi í 940 ár, sem ekki var kristin. Ađstćđur voru frumstćđar, Gúttó var sýnagógan, enginn rabbíni var í landinu og helgihaldiđ uppfyllti heldur ekki ströngustu kröfur.

Einstćđar ljósmyndir

Í vetur komu ljósmyndir úr dánarbúi Sigurđar Guđmundssonar ljósmyndara á Ţjóđminjasafn Íslands. Ţar á međal voru ljósmyndir hans af ţessum einstaka atburđi sem viđ vitum nú miklu meira um. Myndirnar voru nýlega birtar í blađinu Jewish Chronicle á Bretlandseyjum og hafa ţrír hermannanna, sem nú eru aldrađir menn, og ćttingjar annarra sem látnir eru, gefiđ upplýsingar um atburđinn. Sumir hermannanna, sem voru breskir, skoskir og kanadískir, voru međal ţeirra fyrstu sem á land stigu á Íslandi. Ţegar er búiđ ađ bera kennsl á Harry Yaros, sem var Kanadamađur, ţá Philip Mendel og J. D. Wimborne frá London og Alfred Cohen (Alf Conway) frá Leeds, en hann las upp inngöngubćnir og tónađi sálminn Kol Nidre ţetta haustkvöld áriđ 1940. Međal ţeirra sem enn eru á lífi eru Bernhard Wallis frá Sheffield, Harry C. Schwab frá London og Maurice Kaye. Rćddi höfundur ţessarar greinar viđ Harry nýlega og er hann hafsjór af fróđleik um ţennan atburđ sem og ađra frá fyrstu dögum hersetu á Íslandi. Schwab var seinna í herjum Montgomerys og fór međ liđi hans norđur um alla Evrópu. Eftir stríđ vann hann hjá Marks og Spencer og verslađi viđ Sambandiđ [SÍS]. Kom hann nokkrum sinnum til Íslands vegna vinnu sinnar. Schwab hélt tengslum viđ Hendrik Ottósson og skrifađi međal annars minningargrein um hann í Jewish Chronicle 1966.

Í athöfninni haustiđ 1940 tóku einnig ţátt mágur Hendriks, Harry Rosenthal og kona hans Hildigerđur og Minna Lippmann, móđir Harrys og Hennýjar, konu Hendriks. Einn var ţar Arnold Zeisel og kona hans Else, sem voru flóttafólk frá Vínarborg og hugsanlega bróđursonur Arnolds Zeisels, Kurt ađ nafni [ţađ hefur síđar veriđ stađfest]. Daginn eftir safnađist fólkiđ á myndinni saman á hótel Skjaldbreiđ og var kosin safnađarstjórn, sem í sátu Harry C. Schwab, David Balkin, Alfred Cohen, Arnold Zeisel og Hendrik Ottósson. Ţessi gyđingasöfnuđur hélst međan ađ Bretar voru hér og sá m.a. um fermingu (bar mitzva) Péturs Goldsteins sonar Hennýjar Ottósson. Síđar voru hér tveir söfnuđir bandaríska hermanna, sem einnig höfđu samband viđ ţá flóttamenn sem héldu í trú sína hér á landi.

 

Gúttó be Jewish
Skoskur hermađur til vinstri og Maurice Kaye leikfimis-
kennari og ţjálfari til hćgri

 

Fáir fengu landvist

Um leiđ og myndirnar sýna einstakan trúarlegan viđburđ, eru ţćr til vitnis um giftusamlega björgun fólks, sem vegna trúar sinnar og uppruna ţurfti ađ flýja brjálćđi sem hafđi gripiđ um sig međal sumra ţjóđa í Evrópu. Ţeir fáu sem landvist fengu á Íslandi nutu ekki alltaf gestrisni okkar. Snorri G. Bergsson sagnfrćđingur hefur nýlega sýnt fram á ađ íslensk stjórnvöld virđast hafa viđhaft strangari reglur fyrir dvöl gyđinga á Íslandi heldur en annarra útlendinga. Ísland var ţađ land í Evrópu sem tók hlutfallslegast fćsta flóttamenn [ţessi niđurstađa Snorra ef ađeins yfirdrifin]. Jafnvel áđur en ströng lög voru sett til ađ hindra komu flóttafólks áriđ 1938 var gyđingum hafnađ á furđulegan hátt. Í skjölum sem höfundur ţessarar greinar hefur rannsakađ á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn sést ađ gyđingum var ţegar áriđ 1934 sagt ađ rita ţýska sendiráđinu í Reykjavík til ađ fá upplýsingar um landvistarleyfi á Íslandi, međan öđrum útlendingum, sem óskuđu ađ setjast ađ á Íslandi var í hćsta lagi bent á lög um atvinnuskilyrđi frá 1927.

Ţađ var einnig til fólk sem bjargađi mannslífum eins og Hendrik Óttósson. Helgi P. Briem og lćknarnir Katrín Thoroddsen og Jónas Sveinsson, en hann skaut skjólshúsi yfir lćkninn Felix Fuchs og konu hans Renate frá Vínarborg. Ţeim hjónum var ţó ađ lokum vísađ úr landi eftir einkennilegt samspil íslenskra yfirvalda viđ ţýska sendiráđsstarfsmenn og einn danskan, sem vingott átti viđ nasista. Taliđ er ađ ţau hafi komist til Bandaríkjanna. [Sjá grein höfundar um hjónin í Lesbók Morgunblađsins].

Margir Íslendingar tóku vel á móti flóttamönnum og greiddu götu ţeirra og tóku ţeim sem nýjum Íslendingum. Margir tóku einnig vel á móti erlendum her og blönduđu aldrei trú sinni á hreinleika fjallkonunnar viđ lánađa fordóma. Í dag, ţegar kynţáttafordómarnir láta á sér krćla, og til er fólk sem er fullvisst um ađ Íslendingar séu betri en allir ađrir, er gott ađ minnast Hendriks Ottóssonar og ţessa atburđar áriđ 1940.

______

Eftir ađ ţessi grein birtist í DV laugardaginn 12. nóvember 1994, bls. 39, hefur höfundur skrifađ um ţennan atburđ í dönsku tímaritin Udsyn og Rambam og í Jewish Political Studies Review,  og sömuleiđis um flóttafólk í Lesbók Morgunblađsins 1997 og 1998.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu ţakkir fyrir mjög áhugaverđa og lćsilega  grein - sem ég raunar hafđi séđ í DV á sínum tíma en fagna endurbirtingu hennar hér.

Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 30.12.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Árni ţór

Mjög merkilegt

Árni ţór, 30.12.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ykkur fyrir heiđursmenn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.1.2008 kl. 08:59

4 Smámynd: Snorri Bergz

Flott, ţađ merkilega er, ađ ég rakst á ţessa grein í einni möppunni minni í gćr (var ađ ţykjast taka til og fór ađ fletta):

 Ég er einmitt međ hana hérna mér til hćgri handar, orđinn nokkuđ snjáđ, tekin úr gamla DV.

Orginallinn er auđvitađ merkari heimild...

En gaman ađ sjá ţetta aftur.

Snorri Bergz, 3.1.2008 kl. 22:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband