Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Diskó Kristjáns níunda og konungssteinninn

Dansiball 

Ţegar Íslendingar héldu upp á 1000 ára afmćli búsetu í landinu áriđ 1874 var mikiđ um dýrđir. Kristján konungur vor, níundi, kom í heimsókn. Myndir í vikublađinu Illustrated London News eru líklega međ bestu heimildum sem til eru um ţessa heimsókn.

Í september áriđ 1874 birti blađiđ röđ lítilla fréttapistla um ţađ sem gerđist á Íslandi viđ konungskomuna. Ekki er ég ţó viss um ađ stálstungan frá dansiballinu hér fyrir ofan gefi rétta mynd af ţví sem gerđist. Ţetta var hćttan viđ stálstungur. Ţćr áttu til ađ ýkja. Stóri salurinn á líklega ađ vera salur Lćrđa Skólans.

Draumadans

Stúlkurnar í skautbúningunum voru sem dáleiddar af dönsku riddurunum.

Konungssteinn

Önnur mynd, sem birtist fyrr í Illustrated London News, sýnir Stjána númer 9 skođa stćrđar stein ţar sem í var höggviđ fangamark hans hátignar. Ţessi steinn er enn til, en ţó nokkuđ veđrađur, viđ Geysi í Haukadal, eins tveir ađrir steinar frá konungskomunum 1907 og 1921.

Ég var viđ Geysi um daginn, en náđi ekki mynd af steinunum. Ég fékk ţví ţessa ađ láni hjá meistaraljósmyndaranum Ingva Stígssyni.

Mynd eftir meistara Ingva Stígsson


Eyđilegging Jerúsalems - mun aldrei takast

 Istanbuli2

Ég á gamla stálstungu sem ég held mjög mikiđ upp á. Hún sýnir gyđinga í Istanbuli samkunduhúsinu í Jerúsalem áriđ 1825. Istanbuli var reist áriđ 1764 á gyđingum frá Tyrklandi. En fljótlega var húsiđ einnig notuđ af gyđingum frá Kúrdistan, Norđur og Vestur-Afríku og meira ađ segja frá Hollandi.

Eitt af ţví sem einkennt hefur hersetuliđ í Jerúsalem, hefur veriđ skipulögđ eyđilegging ţeirra á samkunduhúsum og musterum gyđinga. Allir borginni óviđkomandi reyndu ađ útrýma menningu ţeirra og tilvist. Musteriđ í Jerúsalem var fyrst eyđilagt af Babýloníumönnum áriđ 586 f. Kr. Annađ musteriđ var eyđilagt af Rómverjum áriđ 70 e. Kr. Á musterishćđ hafa síđan á 7. öld e. Kr. stađiđ helgar byggingar múslima, sem gyđingar mega ekki nálgast. 

Grátmúrinn í dögun

Áriđ 1948 brenndu og eyđilögđu arabar fjögur forn samkunduhús sefardískra gyđinga í Jerúsalem.

Emtzai

Hurva samkunduhús Askenasa var sprengt í loft upp áriđ 1948.

destrhurva

Svona leit Hurva út áđur en ţađ gerđist. Nú er veriđ ađ endurreisa samkunduhúsiđ í sinni upphaflegu mynd eftir gömlum teikningum og ljósmyndum. Hurva var hér áđur ađalguđshús frćga rabbína frá Litháen. Ţađ voru nefnilega líka gyđingar í Palestínu. Ţeir voru ţar alla tíđ og líka á undan ţeim fjölleita og -lynda hópi sem kalla sig Palestínumenn.

Áriđ 1967 níddust Jórdanar á Yochanan ben Zakai sýnagógunni, sem er frá 17. öld. Ţar voru máski ađ verki sömu jórdönsku hermennirnir sem myrtu ţúsundir Palestínumanna hinn skćđa svarta septembermánuđ áriđ 1970 og mánuđina á eftir. Heilög bygging er ekki eins mikils virđi og mannslíf, en hvorki líf gyđinga né guđshús hafa veriđ hátt skrifuđ međal araba. Ţađ sýnir sagan okkur. Síđast í fyrra, er Ísraelsmenn yfirgáfu Gaza, réđust Palestínumenn á samkunduhús ţeirra, báru ađ ţeim eld og eyđilögđu. Slíkt virđingarleysi skapar ekki friđ.

Nú ţegar Fatah segist vera horfin frá stuđningi viđ vopnađa baráttu, eru ţeir komnir miklu lengra en leikhópurinn í stuđningsfélagi Palestínumanna á Íslandi. Ef treysta má Fatah, er orđiđ meira sennilegt ađ eyđilegging Jerúsalems muni ekki takast á nćstunni.


Mein Crampf

Ţýđingar á krampaköstum Hitlers hafa veriđ seldar grimmt í heimi múslima til fjölda ára. Bókin hefur til ađ mynda selst vel í Tyrklandi og eins er hún metsölubók í Gaza.

Mein K á arabísku

Ţađ er svo skrítiđ, ađ ef mönnum er gert erfitt fyrir ađ fá eitthvađ, sćkjast ţeir enn meira í ţađ. Ţađ sama gildir um galliđ í Mein Kampf. En ţegar frćđimenn vilja fara ađ gefa verkiđ út međ neđanmálsskýringum á óţverra, sem heilvita fólk getur séđ í gegnum, ţá er einnig veriđ ađ mikla ţađ sem lítiđ og ómerkilegt er.  Ég tek undir ţađ sem Wofgang Benz, prófessor í Berlín, hefur sagt: Best er ađ láta nýnasista og ađra um útgáfur á ruglinu. Fólk, sem hefur áhuga á ţessum óskapnađi, mun frekar kaupa bókina á 4 evrur hjá nýnasistum í stađ ţess ađ kaupa hana međ skýringum eftir frćđimenn á 100 evrur.

Fólk sem kaupir Mein Kampf eru oftast fasistar og frćđimenn og gagnrýnin hugsun eru einatt fyrstu fórnarlömb ţess konar lýđs.


mbl.is Verđur Mein Kampf endurútgefin?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslensk afbökun

 dengur á brauđfótum

Ég er nýkominn úr stuttu sumarleyfi til ćttjarđarinnar, ţar sem ég fór ađeins einu sinni í tölvu til ađ pota inn bloggi um diska úr Flatey, sem ég átti í handrađanum.

Ţađ var heldur ekki ađ spyrja af ţví í ţetta sinn, allt á Íslandi er dýrara en hér í Danaveldi, nema ađ vera skyldi helsta kjarnfóđur Íslendinga, sćlgćtiđ og ropvatn.

Ekki kemst mađur fram hjá hinu daglega brauđi á Íslandi, sem hefur fariđ mjög mikiđ aftur á síđustu 11 árum. Á ţeim tíma hef ég haft tök á ţví ađ rannsaka reglulega afturför íslenskrar brauđgerđar. Hér rćđi ég ekki um brauđ í plasti í stórmörkuđum, enda hafa ţau lítiđ breyst og eru búin til eftir fastri formúlu.

Hvernig er ţessari hnignun brauđsins svo háttađ, gćtu menn spurt.  Jú, sjáiđ til, brauđin og t.d. rúnstykkin á Íslandi hafa stćkkađ, en ekki ţyngst. Ţađ virđist bakađ eftir mottóinu: Ţví stćrra, ţví betra. En í raun er hefur magn hveitis og kjarna ekkert aukist í takt viđ stćrđina. Brauđiđ er bara loftmeira og er oft eins og hann Svampur Sveinsson í öđru veldi.

Ég fór í ýmis bakarí í von um ađ finna dönsk rúnstykki eđa ítölsk panini, sem bökuđ voru á réttan hátt. En allir bakarar virtust vera ađ baka einhver svampkennd bakkelsi, stór og hlussuleg, full af loftholum. Stundum eru ţau kölluđ gróf vegna ţess ađ hellt hefur veriđ handfylli af fuglafrćjum ofan á hvelfinguna yfir holrúminu undir. Svo bítur mađur í og tannsettiđ hrinur niđur á neđstu hćđ eins og tvíburaturnar í New York. Já, ţađ hefur vissulega veriđ unniđ hryđjuverk á brauđly(i)stinní á Íslandi.

Snúđarnir og sćtabrauđ eru, eins og Íslendingar sjálfir, orđnir stćrri en áđur var. Ţeir kosta auđvitađ meira en mađur borgar fyrst og fremst fyrir loft og kannski sykurglassúr. Einu sinni bjó Björnsbakarí til afburđargóđ Mohn-stykki, alveg eins og ţau eru best í Ţýskalandi. Nú eru ţetta loftkenndar lengjur, sem skornar eru í stykki, og innihalda allt of fá birkisfrć, sem er ţađ sem einkenna á Mohn-stykki. Birkisfrć eru frć valmúans, sem á ţýsku heitir Mohn en ekki Moon eins ég sá í einu bakaríinu í Reykjavík.

Litlu stinnu og góđu rúnstykkin sem ég keypti í Björnsbakaríi, síđast ţegar ég bjó á Íslandi, og sem viđ nutum á sunnudagsmorgnum á svölum ţakíbúđarinnar okkar á Neshaganum, eru orđin af stórum hlussum međ lofthvelfingum á stćrđ viđ Péturskirkjuna í Róm.

Ég fór einnig í bakarí og konditorí, sem kenna sig viđ danskan bakstur. Ekkert var ţar ađ finna sem minnt gat á góđa danska brauđgerđ. Hér verđ ég ađ gćta sanngirni. Dönsk brauđgerđ getur einnig veriđ misjöfn, en menn geta ţó fundiđ bakarí, sem ekki selja loft og volume, eins og íslenskir bakarar.

Öll íslensk bakarí  (í Reykjavík) virđast baka eins, utan einn bakari, sem óţarfi er ađ nefna, sem víst kallar sig brauđhönnuđ eđa eitthvađ svoleiđis, og sem selur sín brauđ sem hönnun og heilsubrauđ á uppsprengdu verđi. Ţau eru nógu helvíti góđ, en manni er illt í buddunni eftir ađ hafa keypt ţau. Drengurinn sá rekur ekki alţýđubrauđgerđ, en er ađ gera góđa hluti.

Eitt sinn kom ég til Ísafjarđar fyrir svona 11 árum og fór ţar í afburđabakarí, sem hafđi varđveitt allar bestu dönsku hefđirnar. Eđa voru ţćr kannski ţýskar? Ţađ skiptir ekki máli, en ţar voru í gangi uppskriftir sem Íslenskir bakarar mćttu stćla í stađ ţess ađ vera baka loftsnúđa á stćrđ viđ stćrstu kúadellur eđa náhvít "ítölsk" stykki, sem líkjast hvíta nábrauđinu sem Bretar nörtuđu í aldir, áđur en ţeir uppgötvuđu ađ hćgt var ađ baka annars konar brauđ.

Ég held ađ ég sé búinn ađ greina meiniđ fyrir afbökuninni í brauđgeiranum á Íslandi. Ég held ađ vandinn sé, ađ allt sé ađ blása upp og út á Íslandi. Ţar er andleg verđbólga. Rúnstykkin verđa ađ vera stór í stíl viđ bílana sem stćkka ört. Vegirnir verđa ađ stćkka í takt viđ bílana, sem ekki lengur passa á vegina. Bigger is better er greinilega orđiđ Fađirvor á Íslandi. Íslendingar eru ađ stćkka og allt stćkkar međ og hćkkar, sérstaklega verđiđ.

Muniđ líka ađ mađurinn lifir ţó ekki af einu saman brauđi .... heldur ekki sá sem rausar hér.


Brot úr sögu Flateyjar

Het huis2 

Ţegar ég sá viđtaliđ viđ Ragnar Edvardsson fornleifafrćđing nýveriđ, var mér hugsađ til annarrar fornleifarannsóknar, sem vegna fjárskorts var aldrei kláruđ. Ţađ var rannsókn á flaki hollenska skipsins Melkmeyt, Mjaltastúlkunnar, sem sökk viđ Flatey á Breiđafirđi áriđ 1659.

Skipiđ var hlađiđ varningi, líklegast vöru sem skipverjar seldu vel álnuđum Íslendingum til ađ drýgja hlut sinn. Skip, eins og ţađ sem lagđist ađ viđ Viđey, var líklega á ferđ til ýmissa hafna Hollendinga á norđurslóđum til ađ sćkja lýsi og fisk. Mesta magn leirkera, sem fundist hafa  í einni og sömu fornleifarannsókninni á Íslandi, fannst viđ köfun dr. Bjarna F. Einarssonar og félaga niđur á flakiđ áriđ 1993 (sjá skýrslu Bjarna í Árbók hins íslenska Fornaleifafélags áriđ 1993), en ég var ađ nafninu til stjórnandi rannsóknarinnar, enda landkrabbi.

Fluite

Einhvern veginn svona leit Melkmeyt út áđur en hún sökk

Leirkerabrotin í Melkmeyt eru miklar gersemar. Flest leirkerabrotin úr Melkmeyt eru hollensk ađ uppruna. Melkmeyt er í raun "Gullskipiđ". Öll leit af Het Wapen van Amsterdam var út í hött.  

Ég fór áriđ 1995 gagngert til Hollands međ brot af nokkrum leirmunum, sem mig grunađi ađ gćtu veriđ lengra ađ komin en úr Harlem og Delft eđa nćrliggjandi plássum í Hollandi, ţađan sem meginţorri leirtausins er ćttađur. Í Amsturdammi gekk ţar á fund sérfrćđings, sem heitir Jan M. Baarts. Jan samţykkti ađ skođa leirkerabrotin og myndir af öđrum brotum sem honum yrđu send. Hann var á sömu skođun og ég. Skipverjarnir á Melkmeyt ćtluđu greinilega ađ selja Íslendingum gćđadiska frá Ítalíu. En septembernótt áriđ 1659 gerđi mikinn storm á Breiđafirđi og eldur braust út um borđ á Melkmeyt, sem kom í veg fyrir frekari sölumennsku skipverja.

Brotiđ hér ađ neđan er frá Norđur-Ítalíu. Áđur en ítölsku diskabrotin fundust í Flatey, höfđu sérfrćđingar í Hollandi aldursgreint ţessa tegund leirtaus til 1650-1660. Aldur brotanna í flaki Melkmeyts passar eins og flís í rass á ţeirri aldursgreiningu og gerđafrćđi annarra forngripa í flakinu.

Faenza Italiana2

Brot af ítalskri skál sem fannst í flaki Melkmeyt viđ Flatey

Samkvćmt Kjósarannáll tókst međal annars ađ bjarga hrísgrjónum úr flakinu og hafđi áhöfnin ţau til matar um veturinn, en Íslendingar gaukuđu ađ ţeim öđru matarkyns og hafa vonandi fengiđ hrísgrjónagraut hjá Hollendingum og smá jenever sem ţakkir fyrir hjálpina viđ skipbrotsmennina.

Gaman vćri ađ heyra álit manna á ţví hvort ekki sé kominn tími til ađ klára rannsóknina í Viđey.

Ţetta vćri verkefni sem íslensk stórfyrirtćki gćtu međ góđu móti styrkt. Heyri ég gjarnan frá einu ţeirra.

Bíflugan síúđrandi2

Býflugan vinnusama. Hana er ađ finna á nokkrum brotanna úr Melkmeyt

China Style2

Diskur međ skreyti ţar sem líkt er eftir kínversku postulíni

© dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafrćđingur


Dies caniculares

snataspark 

Sannkallađir hundadagar.

Hér fćri ég sönnur fyrir ţví, ađ hundaspark er gömul og góđ norsk íţrótt, sem snemma ţróađist í fótbolta og múgćsingu. Sparkađir hundar leituđu einatt til fjalla og gerđust vitanlega styggir.

Taliđ er víst ađ íţróttin hafi borist frá Afríku međ hvíta manninum ţegar hann fór til Evrópu. En sumir vísindamenn harđneita ţessu og telja víst ađ fólk í Afríku hafi ađeins stundađ hundakast.

Hundakast

Hundakast í Afríku

Franskur ferđamađur sendi mér ţessa mynd af hundi í kirkju á Akureyri. Hann uppgötvađi fyrst hundinn ţegar hann setti myndirnar inn á tölvu sína heima í Avignon.

Lúkas

 


mbl.is Hundurinn Lúkas á lífi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Merk rannsókn Ragnars Edvardssonar

Horn2

Fornleifarannsóknir Ragnars Edvardssonar á Ströndum eru međ ţeim merkari á Íslandi á síđari árum. Ég hef lesiđ rannsóknarskýrslu Ragnar frá síđastliđnu ári og er viss um ađ ef rannsóknin fćr nćgilegt fé á nćstu árum, komi út úr henni mikilvćg viđbót viđ Íslandssöguna og iđnađarsögu Íslendinga. Ég hlakka til ađ sjá hvađ Ragnar segir í Mogganum á morgun.

Hér ađ ofan er lágmynd af hvalskurđi á 17. aldar skáp sem er varđveittur á safninu í Horn á Fríslandi (Hollandi). Ţannig hefur hvalaskurđur og brćđsla líklega fariđ fram á Strákatanga og víđar á Íslandi. Hér fyrir neđan er mynd frá "stóriđjubrćđslu" á Jan Mayen, en brćđslan á Strákatanga var nú líklegast smćrri í sniđum.

Lysisbrćdsla

Njótiđ myndarinnar til fullnustu međ ţví ađ klikka tvisvar á hana


mbl.is Stóriđja sautjándu aldar á Ströndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđlaunin í myndagetraun PostDocs

Penny Magazine

Verđlaunin viđ fyrstu og kannski síđustu myndagetraun PostDocs er fornt verkalýđsblađ. Eins konar DV 19. aldar.  Ţađ er eintak af The The Penny Magazine, frá 7. desember 1833. Blađ ţetta, sem út kom á hverjum laugardegi frá 1832 til 1835 og var ćtlađ ađ uppfrćđa verkalýđinn á Bretlandseyjum. Félagaskapur sem kallađi sig The Society for the Diffusion of Useful Knowlege sá um útgáfuna. Guđmundur Magnússon var ekki ritstjóri ţá. Blađiđ kom upphaflega út í 200.000 eintökum og kostađi ađeins eitt penny, sem var viđráđanlegt fyrir međalverkamenn. En verkalýđnum ţótti ţađ og ţurrt og spekingslegt, og keyptu frekar öl, svo ţađ dó drottni sínum eftir ţrjú ár. Verkalýđurinn á Bretlandseyjum hefur enn ekki boriđ barr sitt eftir ţađ. 

Ţann 7. desember 1833 gátu menn lesiđ um Geysi á forsíđunni og Vatíkaniđ á baksíđu. Leiđinlegt ađ Jón Valur Jensson skyldi ekki hafa tekiđ ţátt í spurningaleiknum.

Vinningshafinn getur nú sent mér heimilisfang sitt á emlinn minn og mun hann fá blađiđ međ póstinum einhvern nćstu daga.


Hér kemur rétt svar

Icelanders 

sigiđ músinni á myndina til ađ njóta hennar til fullnustu

Ţađ var enginn međ nógu mörg rétt svör til ađ kalla sig Mastermind í myndagetraun PostDocs. Ég verđ greinilega ađ hafa ţetta auđveldara nćst, ef ţađ verđur ţá eitthvađ nćst. En verđlaun verđa samt sem áđur veitt, fyrir hugmyndaríkasta svariđ. Sjá neđar.

Myndin var auđvitađ af Íslendingum og er ađ finna í bók eftir síra John Trusler, í 1. bindi af The Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788.

Trusler

Séra og dr. John Trusler var mikill frćđari. Ţessi mynd af honum er úr bók hans The Progress of Man and Society, London (1791).

Rétt svör í getrauninni voru ţví :

Íslendingar; (Árnesingar) (hjón)

Áriđ 1788 (18. öld).

Fólkiđ er ađ tala um Heklu (ţađ bendir á Heklu)

Hekla hafđi nýveriđ gosiđ, ţađ er ađ segja áriđ 1766. Telja fróđir menn ađ í ţví gosi hafi veriđ mesta hraunrennsli úr Heklu á sögulegum tíma. Koparstungan sýnir ţví hugsanlega fyrsta gosmökkinn, sem steig upp frá fjallinu í ţví gosi.

Myndin er eftir listamann, sem starfađi í London fyrir og eftir aldamótin 1800, og sem hét J. Thornthwaite (f. 1740). Sá hefur vćntanlega aldrei til Íslands komiđ, frekar en Trusler, og ristir hann einnig í koparinn ţessi afsakandi orđ: "Published as the Act directs, by the Author, March 1, 1788".Hann teiknađi ađra mynd af Íslendingum í bókina, sem sýnir fólk viđ útieldun viđ Geysi í Haukadal. Og ég held bara ađ Hekla sé ţar líka í bakgrunninum. Útieldun viđ hverina í Haukadal var víst afar vinsćl iđja, áđur en Íslendingar uppgötvuđu Weber grilliđ og gerđust aftur fullgildir hirđingjar.

Vegna ţess ađ ţađ er svo gaman ađ hafa sigurvegara, og vegna ţess ađ ţiđ svöruđu skemmtilega, verđa hér veitt verđlaun fyrir hugmyndaríkasta svariđ. Ţau hljóta: Loftur Altice Ţorsteinsson.

Meira um verđlaunin í nćstu fćrslu.


Getraun: Nú fer hver ađ verđa síđastur

Hundur má ég heita

Snati er einnig međ á myndinni. Gćti hann gefiđ svariđ?

Ađeins klukkustund eftir. Sjáiđ spurninguna hér fyrir neđan. Verđlaun í bođi!


Nćsta síđa »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband