Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2016

Sönnun ţess ađ Portúgalar voru á Grćnlandi á 15. öld?

skjold_fra_hikuin_1980_lille_b_1275959.jpgFornleifur birti í gćr nýjar upplýsingar um mögulegar ferđir Portúgala á Grćnlandi. Portúgalar voru miklir sćfarar og létu eins og menn vita töluvert til sín taka í Norđur-Atlantshafi á 15. öld.

domafonsov.jpgMenn telja sig vita ađ konungur dansk-norska sambandsríkisins, Kristján 1., hafi leyft Alfons 5. (Alonso V, sjá mynd t.v.) konungi Portúgals ađ senda leiđangra til Grćnlands til ađ finna norđurleiđina til Indlands. Heimildir um ţađ eru hins vegar af mjög skornum skammti og í raun ekki eldri en frá seinni hluta 16. aldar. Tengjast ţćr ferđasögur óljósum sögum af ferđum Diđriks Pínings og Jóhannesar Pothorsts til Grćnlands og jafnvel til Vesturálfu, sem reyndar er einnig afar lítiđ vitađ um.

Portúgalar eru taldir hafa fundiđ Nýfundnaland á tímum Alfons V. og á kortum kölluđu ţeir eyju ţar vesturfrá, sem ekki er til í raun og veru, Terra do Bacalhau (Ţorskaland). Vilja margir telja ađ ţađ hafi veriđ ţađ nafn sem Portúgalar gáfu Nýfundnalandi. Vel er ţví hugsanlegt ađ Portúgalar hafi hafi einnig siglt á Grćnland og komiđ ţar viđ, t.d. í leit sinni ađ norđurleiđinni til Indlands.

Tilgátur hafa einnig veriđ settar fram um ađ Portúgalar hafi sótt sér norrćna menn á Grćnlandi á seinni hluta 15. aldar og notađ ţá sem vinnuafl/ţrćla á Kanaríeyjum og Madeira. Ekki hefur ţótt mikill fótur fyrir ţeim tilgátum, en ţćr hafa ekki veriđ rannsakađar sem skyldi.

Á 8. áratug síđustu aldar fannst litill silfurskjöldur (sjá efst) í rúst í Vestribyggđ á Grćnlandi, sem er eins og merki/gunnfáni Lissabonborgar. Skjöldurinn fannst í rúst bćjar á afskekktum stađ á Grćnlandi, ţar sem byggđ gćti hafa fariđ síđar í eyđi en menn hafa hingađ til taliđ, gćti frekar rennt undir ţađ stođum ađ Grćnlendingar hafi veriđ hnepptir í ţrćldóm af Portúgölum.

Lesiđ meira á Morgunblađsblogginu Fornleifi. Ţar er einnig hćgt ađ lesa um áđur óţekkta gerđ íslenska skjaldamerkisins á 17. öld, en ţađ voru tvćr krosslagđar skreiđar, krýndar, á rauđum skildi.


Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband