Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
30.3.2010 | 19:06
Iceland, the greatest Smorgasbord ever
Eitt sinn var til forláta veitingastaður á Broadway í New York, þangað sem norrænir menn og aðrir streymdu til að fá eitt annálaðasta Smorgasbord (Smörgåsbord/Smørrebrødsbord) sem sögur fara af. Staðurinn bar auðvitað nafnið ICELAND, hafði 3 show á hverju kvöldi og tvær hljómsveitir. Ekki var ýkt þegar því var haldið fram, að þetta væri stærsti næturklúbbur á Broadway.
Þarna var svaka bar, og í miðjum salnum blakti fáni Fullveldisins Íslands, og síðar lýðveldisins, yfir öllum herlegheitunum.
Nýlega rakst ég á þessa auglýsingu í einu blaði Dana í Bandaríkjunum í síðara stríði, sem hét Nordlyset, og vildi ég vita hvernig stóð á því að veitingastaður á Broadway státaði af þessu fallega nafni. Ég er engu nær um eigendur, en ég veit að Michael Larsen, danskur maður, rak staðinn.
Nú er Iceland ekki lengur merkilegt land, og ekki þykir einu sinni ástæða að hafa almennilegan bandarískan ambassador á Íslandi. Smorgasbordið er ekki lengur það sem stjörnurnar á Broadway sóttu í, en líklegt tel ég þó að Harrison Ford myndi hafa þótt barinn á Iceland gjaldgengur. Hann er nú líka svo gamall, að hugsast gæti að hann hafi jafnvel setið þarna og borðað heilt smorgasbord.
Ef einhver man eftir þessum stað og getur deilt með okkur minningunum, eru þeir velkomnir að setja hér inn athugasemdir. Einhvern veginn hef ég þó á tilfinningunni, að ég hafi misst af þeirri kynslóð. Nú er það sushi og eitthvað enn fínna sem fær fólk til að dansa.
Fróðir menn telja að orðið smorgasm hafi orðið til þarna á 680 Broadway. Nú heitir þessi staður ROSELAND. Væri það ekki ágætt nafn í stað Íslands eftir allsherjargjaldþrot?
Menning og listir | Breytt 1.4.2010 kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2010 | 13:13
Þegar menn vildu gera Ísland að nýlendu
Nýlega skrifaði Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og forstöðumaður Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi færslu á blogg sitt um landsölumál. Það er að segja þau skipti, sem til tals kom á seinni hluta 19. aldar og menn veltu því fyrir sér, hvort Ísland væri falt fyrir peninga. Stutt frásögn Haraldar er skemmtileg og fræðandi eins og allt hans blogg, en ekki var allt kórrétt sem í henni stóð. Þetta kom fram nokkrum dögum síðar á bloggi Egils Helgasonar á Eyjunni.
Þar læddust allt í einu fram á ritvöllinn menn undir fullu nafni, sem er frekar óalgengt hjá Agli. Hann fær mest svartagallsraus frá einhverjum Rómverja, Bubba og Icemaster, ellegar lof og ástaryfirlýsingar frá Guggu og Byltingarseggi. Tveir sagnfræðingar, og einn fornleifafræðingur skrifuðu allir undir réttu nafni til að leiðrétta hugsanlegan misskilning í grein Haraldar, sem ekki var lengur hægt að gera athugasemd við. Nafnleysingi, sem kallar sig Kakkalakka, lagði einnig málefnaleg orði í belg, þrátt fyrir hið dýrslega nafn. Allt var þetta mjög siðmenntað og gáfulegt, sem sjaldan er tilfellið í umræðu á bloggi Egils. Haraldur vissi örugglega ekkert um þessa umræðu, eða var að undirbúa túristagos á Fimmvörðuhálsi.
Svo vildi til, að fornleifafræðingurinn, (moi), kom með upplýsingar, sem einn sagnfræðinganna taldi af og frá og út í hött. Hann taldi það útilokað að félagar Venstre hefðu verið andsnúnir Íslendinum 1918 og síðar. Þessu hafði fornleifafræðingurinn haldið fram. Gísli Gunnarsson Háskólaprófessor ætti að vita, að ekki eru allir fornleifafræðingar sem setja hlutina fram í einhverjum hálfkæringi. Til voru menn í Venstre, eins og í dag (Uffe Ellemann-Jensen) sem ekki voru Íslandsvinir, þótt þeir lýstu því iðulega yfir á tillidögum eða on the takeúti í góðri laxveiðiá. Einn þeirra var Jens Sørensen Vanggaard (1875-1945) sem árið 1944 var ríkisendurskoðandi fyrir Venstre. Hann sagði mönnum frá því, að hann hefði oft stungið upp á því að gera Ísland að nýlendu.
Þingflokkur Venstre sendi 1944 leynilega (fortrolig) greinargerð til félaga þingflokks Venstre. Hún fjallaði meðal annar um möguleikana á að selja bacon eftir stríð og sárar áhyggjur bænda í Danmörku og Venstre yfir því, að ómögulegt yrði að selja stríðshrjáðum þjóðum flesk, eftir öll góðu árin þegar þeir höfðu fóðrað heri nasista fyrir ágætis verð.
J.S. Vanggaard er höfundur frekar langrar yfirlýsingar um Ísland, Grænland og Færeyjar. Þessa skýrslu geymdu menn vandlega, þangað til ég komst í hana með nefið eins og gammur. Í greinargerðinn er Íslendingum ekki vönduð kveðjan. Vanggaard hefur skýrslu sína með því að halda því fram, að Íslendingar séu ekki sekir um meira né minna en byltingu: Det, Islændingene er i Færd med at Foretage, og som utvivlsomt bliver gennemført, er intet mindre end en Revolution, idet Kongefællesskabet er uopsigeligt, medens Forbundsloven ensidig kan ophæves af Islands, vel at mærke naar den efter Loven fastlagte Forhandling med Danmark er ført, og Sagen derefter paa Island gennemgaar visse Afstemninger. ...
Þetta var auðvitað alrétt hjá gamla manninum, og hann skrifaði einnig:
... Men det ver derfor ingen Nødvendighed for Island at foretage det Skridt, det nu er i Færd med. Saavel Statsminitrene Stauning som Buhl har meddelt den islandske Regering, at man fra dansk Side var villig til den i Loven forudsatte Forhandling, og heller ikke vilde lægge sig i Vejen for Islands Ønsker angaaende Forbundslovens Ophævelse. Island kunne da udmærket have ventet, til begge Lande forhaabentlig har opnaaet deres Selvstændighed. Naar Island har travlt nu, er det altsaa ikke Forbundsloven, der er i Vejen, men Ønsket om at indføre Republik og afskedige Kongen, hvilket Islænderne selv erkender er en Revolution, og hvis Foregangsmand er den tidligere Udenrigsminister Olafur Thors, Søn af den brave Dansker Thor Jensen, der paa Island har gjort en eventyrlig økonomisk Karriere, og denne islandsk fødte Hustru. Som den islandske Socialdemokrats [Alþýðublaðið] Redaktør sagde til mig i 1930 ved Tusindaarsfesten, Børnene af dansk-islandske Ægteskaber er de mest danskfjendtlige. Der er ligesom vort paa disse Omraader noget svage Blod ved denne Omplantning faar en ukendt Styrke, men en Styrke der desværre vender sig imod os. De islandske Socialdemokrater har for øvrigt som Landets mindst nationalistiske Parti staaet os Danske nærmest.
Hið veika blóð í Thorsurum fór greinilega í taugarnar á bóndadurgi eins og Vanggaard, enda Hriflu-Jónas búinn að gera þeim vel skil við skoðanabræður sína í Danmörku. Og satt er það enn, sem Vanggaard segir um krata, nú þegar þeir vilja selja landið ESB og það ódýrt.
Vanggaard rekur áfram stöðu mála, og söguna allt frá árinu 1874, sem hann kallar með einu orði Udmygelse, niðurlægingu fyrir Dani. Hann upplýsir, að hann hafi árið 1918 ekki séð sér fært að styðja Fullveldi Íslands eftir allar niðurlægingarnar, og sat því hjá við atkvæðagreiðslu. Neðar í skjalinu koma svo þessi orð:
Efter 1908, da den indgaaede Overenskomst om Islands Forfatning var forkastet af Altingets Flertal og efter alle de pinlige islandske Demonstrationer, havde det været en god Anledning for Danmark til at virke for en dansk Kolonisation paa Island. Island havde i Forhold til sine Hjælpekidler kun en meget ringe Befolkning, der ikke den Gang selv forstod at udnytte Mulighederne. Vi har efterhaanden lært dem det meste.
Lavajord er frugtbar, der kan avles godt, undtagen modent Korn, hvor man forresten ogsaa nu har fundet en Bygsort, der kan modnes. Paa Sydlandet var et næsten ubeboet Lavland paa Størrelse med Fyn. Ved Vandfaldene, der havde en Vandkraft adskilligt større end Norges, var der rige Muligheder for en stor Industri, særlig Saltpeter. Fiskeriet bød store Fortjenestemuligheder. Fingerpeg i den Retning blev dog afvist. De faa Danske, der, jeg maa nærmest sige tilfældigt, har bosat sig paa Island, har gennemgaaende haft en udmærket økonomisk Karriere. Men en saaden Indvandring skulde naturligvis være planlagt og støttet fra dansk Side, formelt dog privat. I Stedet vandrede vore Folk hen, hvor Uvandring nu en Gang var begyndt, særlig Kanada, hvor danske har ført en ofte ret kummerlig og meget slidsom Tilværelse som Skovhuggere, og derefter en yderst besværlig Opdyrkning til Landbrug".
Árið áður (1943) en Jótinn J.S. Vanggaard létti þessu öllu af hjarta sér, hafði hann látið það sama eftir sér hafa á fundi í Det dansk-islandske Nævns danske Afdeling:
Jeg har for adskillige Aar siden holdt frem og udtalt til mange betydende, at vi skulde kolonisere Island.
Svo, Dr. Gísli Gunnarsson, þannig er sagan; ekki alltaf eins einföld og maður hefur túlkað hana í fyrstu umferð.
Vísindi og fræði | Breytt 27.3.2010 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2010 | 08:37
Af ofsóknarbrjálæði á heimsmælikvarða
Það hlaut að koma að þessu. Sími Heilagrar Birgittu er hleraður og gefur frá sér undarleg og sjaldheyrð hljóð.
Maður veltir því þó fyrir sér, hvaða perri nennir að hlusta meira á Birgittu en það sem hún lætur út úr sér í þingsölum. Birgitta telur hlerunina vera vegna tengsla sinna við Júlla Assangur hjá Wikileka, en hann telur sig hafa verið hleraðan og ofsóttan alla leið til Noregs.
Því er nú haldið fram, að Wikivaki einn á Íslandi hafi verið grillaður í heilar 21 klukkustundir af íslensku löggunni, og að Wikilekamenn haldi því fram að íslensk yfirvöld og bandarísk hleri þá og ofsæki. Á twitter hefur WikiLeaks verið með þessar yfirlýsingar:
WikiLeaks is currently under an aggressive US and Icelandic surveillance operation. Following/photographing/filming/detaining.
If anything happens to us, you know why: it is our Apr 5 film. And you know who is responsible.
Er þetta ekki bara Mossad eða Kínverjar, sem færa sig æ meira upp á skaftið á Íslandi?
Ég skrifaði um daginn um leka og Wikileka, og velti því fyrir mér, hver hefði rænt og lekið skýrslu sendifulltrúans Watsons í bandaríska sendiráðinu á Wikileaks. Nú verður að teljast víst, að Wikilekafólk á Íslandi hafi rænt skýrslunni og að Wikileaks starfi með Borgarahreyfingunni í því að fella íslensku ríkisstjórnina og þá bandarísku. Ekki er því allt jafn slæmt.
Myndin er af heilagri Birgittu og gömlum bandarískum Jesúhippa, Ron Whitehead, sem er með heimasíðu sem heitir - þið getið aldrei getið ykkur til um það: http://www.tappingmyownphone.com/ . Hann hefur greinilega verið í meðferð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.3.2010 | 06:37
Áhugi á gosinu mikill erlendis
Áhuginn á gosinu á Fimmvörðuhálsi er allur að færast í aukana, en fólk ferðast í nágrenni þess á eigin ábyrgð og ef maður fer ekki varlega getur maður lent á spítala eða í hraunhellu.
Mikill áhugi er náttúrulega líka á gosinu erlendis og eru menn þegar farnir að græða og gera út á það í leyfisleysi. Út er komin bókin Island and the Volcano Monkeys, sem tekur fyrir Icesave og áhugann á gosinu í einni og sömu bókinni. "Merkilegt verk", segir Egill Helgason, enda er hann aðalheimildamaður höfundarins.
Danskir málvísindamenn eru á leið til landsins til að heyra hvaða dönsk mállýska heyrist upp úr gígnum. Þórður Tómasson í Skógum telur það reyndar vera platþýsku, eins og þá sem íslenskir leiðsögumenn tala.
Leikfangaiðnaðurinn framleiðir nú módel fyrir jarðfræðinga á öllum aldri, þar sem maður getur leikið sér að Fimmvörðuhálsgosinu heima í stofu.
Hinn síungi Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur segir leikfangagosið alveg æðislegt
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2010 | 10:06
Gosi í Reykjavík
Gosi er í norðanverðri Reykjavík, og færist allur í aukana. Nefið gæti lengst og tekið allt aðra stefnu. Hann er ekki líklegur til að loka rifunnu í bráð. Sumir telja hann þó hið mesta gufumenni. Það leggur af honum megnan brennivínsfnyk og Skódinn hans sótar. Gosi á það til að grilla á nóttunni, svo eldtungurnar ná ómældri hæð. En það er fylgst með honum úr Skógarhlíðinni, því karlinn er kynlegur kvistur.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2010 | 16:41
Steinar í götu Dana
Ég hef ásamt öðrum hér í Danmörku, sem sitja í stjórn Selskabet for Dansk Jødisk Historie, hrint af stað verkefni til að minnast fórnarlamba nasismans og meðreiðarsveina þeirra í Danmörku. Verkefni þetta kallast Snublesten, og gengur út á að setja litla steina með messingplötu í gangstéttir fyrir utan hús þau, þar sem bjuggu þeir sem sendir voru úr landi af dönskum yfirvöldum og nasistum á stríðárunum, og voru síðar myrtir í fanga- og útrýmingarbúðum nasista.
Á messingplötuna verður grafið nafn og upplýsingar um þann sem minnst er. Hugmyndin er upphaflega ættuð frá Þýskalandi og mun listamaðurinn Gunter Demning, sem sett hefur þúsundir slíkar steinar í götu Þjóðverja, einnig setja þessa steina hér í stéttir Kaupmannahafnar, og annarra bæjarfélaga Í Danmörku.
Verkefnið er enn fjárvana, en í dag var greint frá því á vefsíðu Jyllands Posten. En það blað er sem kunnugt lesið um allan heim, eftir að einhver teiknari teiknaði svona listgóða teikningu af ljótum karli, sem ætlaði allt að gera vitlaust. Nú hljóta góðir menn að hjálpa til að gera þetta verkefni okkar verði að veruleika.
Kannski eiga einhverjir á Íslandi nokkrar krónur aflögu? Ég vildi bara nefna þetta, ef einhver hefði vonda samvisku á Íslandi. Ísland var enn í Ríkjasambandi við danska Konungsveldið, þegar þessir glæpir voru framdir. Ég greindi frá glæpum þessum í bók, sem út kom árið 2005 og sem örugglega er enn hægt að kaupa mjög ódýrt hjá forlaginu Vandkunsten, en einnig mun hún vera til á betri bókasöfnum á Íslandi.
Helförin | Breytt 20.3.2010 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.3.2010 | 00:34
RÚVLEKANDI
Furðulegur fréttaflutning RÚV er ekkert sem kemur mér á óvart. Sjáið síðustu færslu mína. Í gær var sagt frá því í hádegisfréttum RÚV, að hafin sé rannsókn á því í ráðuneyti Hillary Clinton, hver lak skýrslu sendifulltrúa BNA í Reykjavík á Wikileaks. Því var haldi fram, að sá einstaklingur ætti yfir höfði sér fangelsisvist eða brottrekstur, og í versta falli að vera kraminn af Hillary Clinton. Þessi "leki" á upplýsingum, sem sýnir fyrst og fremst dáraskap yfirvalda á Íslandi, reynir RÚV að tengja fréttum um annan alvarlegri leka á gögnum Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.
Viðmælendur Fréttastofunnar í State Department eru ekki tilgreindir og ég leyfi mér að halda því fram, að RÚV hafi líklega ekki talað við nokkurn mann í State Departement. Fréttin er hégómi sbr. þessi umræða: http://news.bbc.co.uk/2/hi/8504972.stm þar sem fyrrverandi stigamaður frá Ástralíu, sem m.a. hefur ráðist á tölvukerfi Utanríkisráðuneytis BNA og birt barnaklámsíðulista dönsku lögreglunnar, talar frá hjartanu. Hann var núna síðast að vinna á Íslandi.
Hlustið á þessa skrýtnu frétt hér og áframhald hennar í sjónvarpsfréttum.
Spurningunni um, af hverju skýrslu sendifulltrúans var lekið á Wikileaks er auðsvarað, að mínu mati. Þar hlýtur að hafa verið að verki maður, sem vildi Íslendingum vel og sem gerir sér grein fyrir því hvers konar dómadags samkunda núverandi ríkisstjórn á Íslandi er. Hann, eða hún, er að öllum líkindum Íslandsvinur og ætti að fá Stórriddarakross með stjörnu, ef þær eru til á lager. En hvað nú ef það var RÚV sem lak greinargerð sendifulltrúa BNA í Reykjavík, sem hafði verið send í afriti til íslensks aðila, sem skilaði henni af sér þannig að hún "lenti" á Wikileaks? Hvað þá?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.3.2010 kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2010 | 09:16
RÚV misnotar börn og falsar heimildir
.. enn eina ferðina. Það er ljótt að hneppa börn í fangelsi. Við getum öll verið sammála um það. Það er líka ljótt að misnota börn eins og RÚV gerir í dag, þegar ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að 343 palestínsk börn á aldrinum 12-15 ára séu fangelsuð í Ísrael. Við þessa frétt setur RÚV þessa ljósmynd af börnum undir 10 ára aldri á Gaza, þar sem öfgamenn Hamas hafa hneppt þjóð sína í fangelsi haturs og öfga.
Palestínsk börn, sem sitja í fangelsum í Ísrael, hafa m.a. verið tekin með sprengjubelti á leið til að fremja ódæði. Börnum og óhörnuðum unglingum er att út í eldlínuna af Palestínumönnum. Við höfum öll séð ófáar myndir af palestínskum börnum á öllum aldri, gráum fyrir vopnum. Vopn og hryðjuverk eru dýrkuð af Palestínumönnum. Því verður ekki komist hjá því, að börn sem fremja morð, eða eru notuð til þess arna, eða að börn sem fara um eyðileggjandi, brjótandi og bramlandi, lendi í steininum í Ísrael eina og eina nótt.
En fyrir utan að misnota börnin, þá fer RÚV með rangt mál í frétt sinni. RÚV greinir frá því að 343 börn á aldrinum 12-15 ára séu í fangelsum Ísraelsmanna. Samkvæmt skýrslu Palestínudeildar Defence for Children International, voru 41 börn á aldrinum 12-15 ára, en ekki 343, eins og RÚV heldur fram, í haldi (temporary detention centres) eða í fangelsum Ísraela. Restin, 302 einstaklingar, voru á aldrinum 15-20 ára, þ.e.a.s. á þeim aldri sem flestir hryðjuverkamanna Palestínumanna hafa verið á, þegar þeir myrtu hundruð saklausra Ísraelmanna. Engar stúlkur voru í þessum hópi 343 barna og unglinga á aldrinum 12-20 ára, og flest ungmennanna voru tekin í stuttar yfirheyrslur eða var haldið yfir nóttina eftir þátttöku í óeirðum.
Svona fréttafölsun er ekki ný bóla á RÚV. Ætli það sé þekkingarskortur eða pólitísk áróðurstarfssemi sem veldur því að RÚV framreiðir svona fréttir? Verða menn ekki að kunna að lesa á þessari stofnun? RÚV og skrímslafræðingum fréttastofunnar er greinilega ekki við bjargandi.
Hvernig er ástandið í öðrum löndum? Í Danmörku árið 2008 sátu t.d. 243 börn í fangelsum. Fjöldinn er einnig gífurlegur í Austur-Evrópulöndum og í BNA, en RÚV fer til Ísraels til að ráðast á vandann, eða er ekki öllu heldur verið að ráðast á Ísrael.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2010 | 19:07
Hræsnin þekkir engin landamæri
Hræsni og fordómar kaþólsku kirkjunnar eru sömu ættar og hræsni þeirra vinstri manna og sjálfskipaðra menningarvita, sem oft telja sig betri og æðri öðru fólki og halda sig eiga einkarétt á sannleikanum og hreinleikanum. Nasistar voru ekki ósvipaðir. Mannskepnan átti þetta til á öllum tímum. Sumir vilja alltaf hafa vit fyrir fjöldanum og það tekst misjafnlega vel.
Þarna fretar Fry á frekar auðvelda bráð, enda talandinn á honum alveg einstakur og heilinn af allra bestu gerð á Bretlandi, enda ekki alveg eins skildleikaræktaður og baunin í Gordoni Brown og dingullinn í Darlingi.
Fry hefði þó geta notað heilann aðeins betur í þetta sinn. Hann hleypur úr einni öld yfir í aðra og blandar öllu saman í einn stóran hafragraut fordóma og hræsni. Með fordómum og stílbrögðum ræðst hann á og ásakar kaþólsku kirkjuna um fordóma. Við höfum heyrt þetta allt saman áður, en ef vel er af gáð, er iðkun/misnotkun kaþólskunnar ekkert verri en iðkun/misnotkun hvaða annarra trúarbragða eða stjórnmálastefnu sem er. Við vitum t.d. að hinn ólýsanlegi spámaður múslíma, hann Múhammeð, tók sér 6 ára barn fyrir konu, og hafa nú milljarðar manna þann dólg sér að leiðarljósi og telja hann heilagari en líf eigin fjölskyldu. Milljónir manna telja það bara hið besta mál og gráta í kór í hvert skipti sem einhver teiknar Múhammeð í skrípó.
Allt í einu, mánuðum eftir að þessi listagóða en arðavitlausa ræða Frys fór um hinn siðmenntaða heim eins og eldur í sinu, byrja vinstribullur eins ein klappstíra Egils Helgasonar, Hanna Birna Einarsdóttir, að fárast yfir kaþólsku kirkjunni. Er ekki lengur nóg af siðlausum fyrirbærum á Íslandi til að fárast og hræsnast yfir? Til dæmis bölvuð ríkisstjórn VG og Samblekkingarinnar? Hanna ræðst í staðinn á Vatíkanið með Stephen Fry, eins og belja á vorkvöldi.
Ég verð örugglega síðastur manna til að verja kaþólsku kirkjuna og prísa presta tóbak, en þó ég viti að ýmsir prelátar hennar hafi haft miklar mætur á Hitler, veit ég einnig að aðrir þjónar hennar fyrirlitu þann morðingja og hjálpuðu eða reyndu að hjálpa fórnarlömbum hans og meðreiðarsveinanna. Bloggarinn Hildur Helga Sigurðardóttir tekur þátt í galsa Huppu, sem mjólkar best á Eyjunni og heldur því fram, að gamlir nasistaglæpamenn lifi áhyggjulausri elli í Þýskalandi vegna þess að kaþólsk kirkjan hafi hjálpað þeim til þess. Þvílík vanþekking og hræsni. Hvaða sögumenntun fá blaðamenn í dag? Það eru þýsk yfirvöld, og aðeins þýsk yfirvöld, sem haldið hafa hlífðarhendi yfir þessum glæpamönnum. Alveg eins og stjórnmálamenn á Íslandi komu í veg fyrir að einn versti stríðglæpamaður Eistlendinga yrði framseldur og lögsóttur. Hræsni Íslendinga er að verða annáluð!
Kaþólska kirkjan er auðvitað ekki saklaus. En það er sú íslenska alls ekki heldur, frekar en vinstri menn og aðrir kjánar sem í áratugi hylltu ógeðslegri trúarbrögð en kaþólskuna, sem varð fleiri milljónum að bana en nasisminn. Hræsni er nefnilega alþjóðleg. Hún þekkir engin landamæri! Hún er systir heimskunnar og hún er ekki óalgeng á Íslandi, eins og Helga og Hildur hafa sýnt okkur í síðustu færslum sínum.
Nú, ef maður vill vera nastí, eins og allir vita að ég er að eðli og upplagi, og gera sér mat úr "kynvillu" Frys - því hann stillir henni svo ógleymanleg upp gagnvart kaþólsku kirkjunni í þessari ræðu - þá má nefna, að meðan að margir prestar földu kynvillu" sína og annan perrahátt" í klaustrum og undir pilsfaldi heilagrar kirkju í hundruð ára, átti Rómarkirkjan sök, beint og óbeint, á fjöldamorðum milljóna gyðinga (sem Fry er kominn af). Nefndi hann eitthvað um það í ræðunni í október 2009? Kannski segir Fry okkur síðar, hvar helvítis hommaprestarnir voru, þegar gyðingar voru brenndir á báli? Ja, sumir þeirra voru reyndar nokkuð framarlega í ofsóknunum og tendruðu sjálfir bálkestina klæddir purpura og kvennabrók, og fór svo heim í selluna og húðflettu sig fyrir ljótar hugsanir. Eru ekki margir þeirra presta sem nauðga börnum gay eins og Fry? Því má svo ekki gleyma að rabbínar nauðga líka börnum, svo og skátar, háskólaprófessorar, Búddamunkar og hjólreiðamenn, svo eitthvað nærtækt sé talið upp. Takmörk og vanmáttur mannsins koma víða við, ekki bara í Vatíkaninu. Já, og veit ég ekki betur en að íslenskir vinstrimenn hafi líka lagst á ungviðið! Holdið er veikt og eðli mannsins um allan heim.
Ég veit auðvitað, að Fry er ekki vondur hommi. Hann níðist bara á risastórum stofnunum eins og kirkjunni, sem níðst hefur á svo mörgum öðrum gegnum aldirnar. Hann býr með sínum kalli, leigubílstjóranum Daniel Cohen. Hann kýs rétt, styður málstað hryðjuverkamanna, skammast út í Ísrael, svo að gyðinga- og Kanahöturunum á vinstri vængnum þyki nú örugglega vænt um hann. Þessi ræða hans var í svipuðu stíl. Hún er haldinn til að friðþægja skrílinn, sem elskar að hata og fárast, alveg sama hvað það er um.
Ég hef séð betra efni frá Stephen Fry en þessa ræðu! Hann hefði átt að hugsa aðeins meira áður en hann hélt hana.
Trúmál og siðferði | Breytt 7.4.2010 kl. 05:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.3.2010 | 00:40
Ólafur selur Ísraelum regnbogann
Danski listamaðurinn, Ólafur Elíasson, hefur selt eitt verka sinna Þjóðminjasafni Ísraels (Israel Museum). Þetta er svona 15 metra langt litróf, ekki ósvipað risastóru litaspjaldi frá Málningu hf. Verkinu verður komið fyrir á vegg gangs í nýrri byggingu safnsins.
Anish Kapoour, gyðingur af indverskum ættum, verður líka með verk á þessum nýja gangi. Nú velta menn því fyrir sér, hvort Ólafur Elíasson sé ekki líka af gyðingaættum, fyrst hann getur selt gyðingum regnbogann.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1351604
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007