Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
28.4.2009 | 06:01
Bloggleyfi í leyfisleysi
Vegna báglegra (baugslegra) niðurstaðna Alþingiskosninga fer ég nú í smá bloggbindindi, meðan ég fer til lands öfganna, sem sumir kalla landið helga.
Það er greinilega ekkert sem ég get gert til að gera ringulreiðina á Íslandi meiri en hún er. Ég hef nú rembst í meira en tvö ár við að hafa mátulega neikvæð áhrif á þjóðmælaumræðuna og heimsmálin, og hvað kom út úr því?: Tvíhöfða kálfur, með einn haus sem fer með innantóma ESB möntru og hinn sem baular Nallann. Og það er ekki einu sinni mér að kenna.
Ég bið Herrann hæsta, Gjörvallan Ásgarð og góðar vættir að varðveita Íslendinga frá frekari útrásasvínaríi og að gengi krónunnar sé stöðugt næsta mánuðinn eða svo, meðan ég hvíli mig á vanabindandi eiturlyfi, sem sumir kalla blogg.
Jóhanna reddar þessu á meðan, ef ekki ein, þá með aðstoð túlka og hjálparkokka. ESB verður ekki komið á meðan ég hvíli mig á blogginu, en hér er mynd beint úr efri deild ESB. Fékk ég myndina frá Jóni Val Jenssyni, sem nýlega heimsótti ESB.
Jú og eitt enn, passiði ykkur á Sigurði Þór Guðjónssyni. Hann er á launum hjá mbl.is við að espa menn upp í að blogga þegar þeir eru komnir í bindindi eða frí. Bloggið í hófi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 23:21
Fáum við SOB stjórn ?
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í dag, vegna þess að almenningur ímyndar sér að Samfylkingin hafi staðið sig í og fyrir hrunið. VG fær atkvæði örvinglaðara, sem vilja rækta lífrænt grænmeti í stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu. VG fær hins vegar ekki eins mikið fylgi og verstu menn leyfðu sér að vona. Borgararnir fá einhverja þingmenn í fæðingargjöf. Þau eru í ham borgararnir, varla talandi. Framsókn nýtur þess að einhverjir sjálfstæðismenn voru líka óánægðir og hve margir framsóknarmenn eru fluttir á Suðvesturhornið. Sundurleitur hópur, þessu óánægju. En óánægjan hverfur ekki við þær niðurstöður, sem líta út fyrir að vera endirinn á þessu kjöri rétt fyrir miðnætti þ. 25.apríl 2009.
Eru við að stefna í SOB-ríkisstjórn, sem finnur ekki ánægju sína aftur fyrr en Ísland fær að vera með í töfraheiminum ESB? Er ekki nóg atvinnuleysi?
En óánægja með hvað? Jú, fólkið á Íslandi er óánægt með allt annað en sjálft sig. Samfylkingin er fólkið sem ekki gerir sér grein fyrir því að fólkið, jú og líka heimsaðstæður, eiga líka á sök á hruninu, en ekki bara 18 ára stjórn Sjálfstæðismanna. Jafnaðarmenn tóku líka þátt í ballinu og græðginni í öfgafrjálshyggjunni.
Nú verða hendur að standa fram úr ermum. Túlkar fá örugglega nóg að gera, því véfrétt Samfylkingarinnar verður nú að skýra fyrir okkur hvernig hún leysir málin.
Kjörtímabil sigursæls óánægjufólks verður nú vart meira en tæpt ár. Ef við fáum ekki SOB-stjórn, mun sósíalistastjórnin sýna okkur nú hvað sósíalismi er. Geit á hvert heimili, eins og í N-Kóreu og hjal um Palestínu, þegar lýðurinn sér að ekkert gengur né rekur, engar skýringar koma á hruninu og Eva Joly leysir ekki neitt.
Stjórnarandstaðan er sterk, en óánægja er líka sterk, en óánægja er og verður aldrei góður sigurvegari.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.4.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2009 | 07:03
Eurostar and Iceskalli
Meðan ég bíð eftir því að sjá hverjir er vinir og óvinir Framsóknar, fékk ég þetta sandkorn í augað . Það er eftir ritstjórnina á dv.is og hljóðar svo:
"Herði róðurinn
Eini flokkurinn sem býr að samstöðu um að ganga í Evrópusambandið er Samfylkingin. Jóhanna Sigurðardóttir formaður hefur smám saman verið að herða róðurinn og setja Vinstri-grænum ófrávíkjanleg skilyrði um að þegar eftir kosningar verði gengið til viðræðna.
Formaður Samfylkingarinnar er á mikilli siglingu og nánast óumdeildur. Eina sem andstæðingarnir hafa á hana er að tungumálavankunnátta geri forsætisráðherranum erfitt fyrir að standa í samskiptum við útlendinga."
Já, á mikilli siglingu, og útgerðarfélagið hét víst á tímabili Baugur. Er það nú ekki sigling beint í strand?
Þá líkar mér nú betur Steingrímur stýrimaður, sem enn æfir þjóðlegar, sjálfstæðar og samræmdar íþróttir og þiggur ekki einn eyri í nösina hjá Baugi eða öðrum vildarvinum með glás af peningum. Er það annars ekki rétt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 15:27
Kjölturakki Baugs
Nú er komið á daginn að Jóhanna Sigurðardóttir var bara kjölturakki útrásarsvína árið 2006. Þetta er konan sem er svo upptekin, að hún getur ekki gefið viðtöl. Hún hefur auðvitað verið að drepast úr taugaveiklun síðustu dagana.
Svei. Þar datt geislabaugurinn niður um háls hennar.
Þetta lið var næstum allt í vasanum á þeim sem settu okkur á hausinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2009 kl. 05:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2009 | 07:17
615 fjölskyldur fengu 20% teknanna
Stundum læðist sá grunur að manni, að HÍ sé dálítið skrítin stofnun. Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur hjá Þjóðmálastofnun HÍ komast að þeirri niðurstöðu að 1% Íslendinga hafi 20% teknanna.
Þetta hefur lengi verið vitað og menn lofsungu skaffara þessa 20% í mörg ár, áður en allt hrundi. Útrásavíkingar og burgeisar hafa skaffað sínum fjölskyldum vel, enda voru eiginhagsmunir og öfgakapítalismi aðaldrifkraftur þeirra - ekki endilega þjóðarheill. Mikill hluti 80% þjóðarinnar, sem ekki meikaði það eins vel, var bara hrifinn. Margir lifðu líka ágætu sníkjulífi á sköffurum 20%anna, og hagur margra jókst vegna þeirra fáu sem tróðu 20% tekna í vasann árið 2008.
Græðgikastið, þar sem 615 fjölskyldur hafa nýverið fengið 20% í sinn hlut, er m.a. orsök hrunsins á Íslandi. Það skilur flest fólk, og þarf ekki barnalega marxíska tölfræði Stefáns og Arnaldar til þess að skilja það, svona rétt fyrir kosningar.
Það vantar frekar skýringar á því, af hverju fólk ætlar að kjósa yfir sig örvinglan í framhaldi af hruninu. Hvernig skýrir maður ósk um að flýja úr öskunni í eldinn? Núverandi ríkisstjórn mun auka á glundroðann og ójöfnuðinn í samfélaginu, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, því marxísk hagfræði og ofurskattar, með atvinnuleysi í ofanálag, redda ekki Íslendingum frá því að skútan sökkvi, með músum, rottum og þeim feitu köttum sem nældu sér í 20%.
Þeir síðastnefndu eru ekki öfundsverðir. Öfundsvert er heldur ekki fólkið sem kýs yfir sig Samfylkinguna og VG.
Varist frekari slys!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2009 | 06:10
Vængstýfður Össur
Ég hef lítið álit á Össur. Hann reddaði eitt sinn samflokksmanni sínum, einhverjum fuglaskoðara , sumarbústað á friðuðum fornleifum og í trássi við náttúruverndarlög og ráðleggingar fornleifafræðinga. Já, ég er að tala um sumarbústaðinn í landi Skáldastaða. Siðleysi í eina átt veit á siðleysi í aðrar áttir.
Nú friðar hann öfgaöfl, ránfugla heimsins, með því að láta íslenskar álkur úr utanríkisráðuneytinu sitja á hrafnaþingi og hlusta á grimm illfygli syngja sitt gyðingahatur og hlusta á stríðsyfirlýsingar eins helsta hryðjuverkafálka heimsins, meðan aðrar siðmenntaðar og háfleygari þjóðir flýja úr salnum.
Vilhjálmur Örn leyfir sér hér að gogga smá ráðleggingu að Össur. Honum ber að yfirgefa salinn nú, og vappa út úr heimi stjórnmálanna. Vængstýfðir fuglar geta ekki flogið. Ríkisstjórn kjúklinga, feitra Ali-fugla og rauðbristinga, sem lagt hefur blessun sína yfir Amadinejad með því að sitja undir gargi hans, er ekki og verður aldrei lýðræðisstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2009 | 16:02
Þeir ganga ekki út úr þessu
Nú eru líklega aðeins ein samtök sem vilja Ísland í sínar raðir, og það er Arababandalagið. Svo geta menn tekið upp sjaríu sem gjaldmiðil.
Íslendingar gengu ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 22.4.2009 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.4.2009 | 08:18
Djöflasamkunda SÞ
Nú byrjar ballið í Genf. Ráðstefna SÞ, sem Bandaríkin, Kanada, Þýskaland, Ástralía, Ísrael, Ítalía Holland og hugsanlega fleiri ríki sniðganga. Þess ríki hunsa ráðstefnu, sem hafði það göfuga markmið að vinna gegn kynþáttafordómum, en hefur í staðinn orðið að vettvangi öfga og eyðileggingar mannréttinda.
Ég vona að Íslendingar geri sig ekki að fíflum á þessari ráðstefnu og masi við Amadinejad eða aðra rugludalla um nauðsyn þess að útrýma Ísraelsríki og afneita helförinni. Það er enn hægt að skipa íslenskum fulltrúum að halda sér í burtu.
Hvaða Íslendingar vilja láta lögbinda skerðingu mannréttinda? Undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna hefur til að mynda lagt blessun sína yfir mannréttindabrot gegn samkynhneigðum. Vilja Íslendingar styðja slíkt?
Vilja Íslendingar hjálpa einræðisríkjum og trúarofstækisríkjum, að breyta Mannréttindasáttmálum SÞ þannig, að í lagi sé að ofsækja fólk og traðka á réttindum kvenna og minnihlutahópa? Vilja Íslendinga lifa undir trúarofbeldi og hæl miðaldavelda?
Á blogginu Mótmælum Durban 2 reyndi ég með litlum dugnaði að gera viðvart og kynna mótmælahópa, en Íslendingar hafa líklega of mörgum öðrum hnöppum að hneppa, en að fylgjast með því hvernig ekta hryðjuverkafólk og einræðisríki færa sig upp á skaftið, og þaðan að síður að mótmæla slíku. Gordon Brown kallaði okkur hryðjuverkaríki, en nú sendir Brúnn fulltrúa sína á samkundu, sem ekta hryðjuverkalönd hafa lagt undir sig.
Lítið er hægt að gera annað en að sniðganga og mótmæla. Það ber að hunsa öfgaheiminn, sem ítrekað hefur lýst hefur yfir óskum sínum um heimsyfirráð, þar sem öllu á að stjórnað eftir trúarritningu og bókstafstrú. Bókstafstrú, sem er svo fordómafull, að Aphartheid var sunnudagsskóli í samanburði við það hatur í garð öðruvísi þenkjandi sem öfgamenn og trúaðir hryðjuverktakar heimsins hafa nú að leiðarljósi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 20:14
Vei, Óðinn var gay !
Nú er "hinsegin- og kynjafræði" í tísku í fornleifafræðinni, á Íslandi að minnsta kosti, því þar eru menn stundum dálítið á eftir. Þessar bylgjur í fræðinni komu svo sannarlega aftan að square tradisjónalista eins og mér. Þær tröllriðu sumum fornleifadeildum, fyrir meira en áratug síðan. Ég leyfi mér að skýra uppruna þessara fyrirbæra sem tímanna tákn.
Samtímaumræðan hafði einum of mikil áhrif á fræðimennskuna. Femínismi var í tísku og gat, eins og við vitum, farið út í öfgar. Þegar (kven-) mönnum vantaði ritgerðaefni varð kynjafornleifafræði oft fyrir valinu. "Hinsegin" fólk hefur líka lagt stund á fornleifafræði og leggur vitaskuld sitt gildismat á það sem þeim sýnist. Það getur líka farið út í öfgar.
Nú vill svo skemmtilega til, að í tilefni af 10 ára afmæli Fornleifafræðingafélags Íslands er boðið til hinsegin- og kynjafundar á Þjóðminjasafninu kl. 13:00 á laugardag. Allir eru velkomnir. Á fundinn hefur verið boðið norskum fornleifafræðingi, Brit Solli, sem mun flytja eftirfarandi boðskap:
Queering the Cosmology of the Vikings" - útdráttur:
Ideas concerning eros, honour and death were central to the Norse perception of the world. Odin is the greatest war god, and associated with manliness. However Odin is also the most powerful master of seid, an activity associated with women. Seid may be interpreted as a form of shamanism. If a man performed seid he could be accused of ergi, that is unmanliness. Consequently Odin exercised an activity considered unmanly. How could Odin perform seid without losing his position as the god of war and warriors? This paradox is discussed from a queer theoretical perspective. On this basis a new interpretation of the so-called "holy white" phallic stones in western Norway is suggested. Most of these stones are associated with burials from the later part of the Scandinavian Early Iron Age. The temporal distribution of the white phallic stone correlates well with the increasing importance of the cult of Odin. There may be a cultic association between the cult of Odin and the burial practices involving white holy phallic stones.
Ég hef verið gildur limur í þessum félagsskap (Fornleifafræðingafélaginu), án þess að hafa mætt á einn einasta fund í 10 ár. Þar hefur ýmislegt verið að gerjast. Ja, og næstkomandi laugardag kennir vissulega margra grasa.
Seiður er sagður shamanismi. Ég fellst á það, nema það hvað völur og seiðkerlingar og -karlar fyrri tíma þekktu ekkert svona fínt orð ættað úr Síberíu. Shamanisminn blessaður, hefur nú líka heldur betur verið tískuviðfangsefni í fornleifafræðinni á undan queer og gender fræðum.
En að seiður (seid eins það er kallað í erlendum gandreiðar og hamskiptingakreðsum), sé eitthvað sem kvenkyns menn hafi einir haft einkarétt á, ætla ég nú að leyfa mér að draga í efa, enda er ég sjálfur mikill seiðkarl án þess að vera argur eða ragur.
En ég vona að mönnum sé ljóst, að það er verið að rugla með svona pælingar í fornleifafræði vegna þess að Snorri Sturluson skrifaði um ergi seiðs, þegar hann var að lauma kristnum móralisma og kvenfyrirlitningu inn í rit sín heilum 300 árum eftir að seiðkerlingar voru að hrjá hetjurnar hans í Íslendingasögunum.
Ekki veit ég hvernig Óðinn, æðstur Ása, tekur því að vera vændur um ergi ("unmanliness"). Ég vona bara að Þór verði ekki queeraður á næstunni!
En hvernig er hægt að ræða útbreiðslu hvítra ballarsteina í Noregi út frá queer theoretical perspective? Hvað þýðingu hafa hvít norsk steintippi eiginlega? Eru þau eitthvað sem fá menn til að hugsa um ergi Óðins, eða voru steintippin vegleg mótefni gegn dylgjum um að Óðinn karlinn hafi verið, (eða sé), homse, eins og argir eru kallaðir í Noregi nú til dags? Er Óðinn yfirleitt bara nokkuð kominn út úr skápnum í Valhöll? Af hverju kölluðu menn hann Geirlöðni, Vingni eða Tveggi?
Í Laxdælu (76. kapítula) er sagt frá eins konar fornleifafræði, sem sver sig í ætt við kerlingabækur eins og þær sem liggja á fornleifafræðinni á Íslandi eins og mara: "Síðan vaknaði Herdís og sagði Guðrúnu drauminn. Guðrúnu þótti góður fyrirburðurinn. Um morguninn eftir lét Guðrún taka upp fjalar úr kirkjugólfinu þar sem hún var vön að falla á knébeð. Hún lét grafa þar niður í jörð. Þar fundust undir bein. Þau voru blá og illileg. Þar fannst og kinga og seiðstafur mikill. Þóttust menn þá vita að þar mundi verið hafa völuleiði nokkuð. Voru þau bein færð langt í brott þar sem síst var manna vegur".
Fræðin geta verið hættuleg mannfólkinu. Það er greinilegt, að sumir fá meira "kikk" en aðrir út úr öllu því sem stendur upp á kant og líkist kústskafti eða agúrku. Misjafnt er manns gaman. Ég held að Æðstur Ása sé mér sammála um það.
Ef hægt er að losa sig við svona ruglfræði, þá stendur ekki á mér! Stundum finnst mér ég samt vera orðinn hálfsteinrunnin, eins og gamall hvítur steingöndull, þegar kemur að því sem fólk er að velta fyrir sér í fornleifafræði þessa dagana.
En þegar menn eru á annað borð að velta fyrir sér ergi Óðins, leyfi ég mér að mæla með þessum brúna (Brúni var eitt af mörgum nöfnum Óðins) og glansandi Gay-Odin. Ég get troðið honum endalaust upp í mig: http://www.gay-odin.it/
Menning og listir | Breytt 9.3.2024 kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2009 | 21:12
Felix Arabia ?
Sultan al-Qassami (Qasimi) heitir blaðamaður er ritar fyrir The National í Abu Dhabi, og ýmis önnur blöð um heim allan. Í dag stakk Sultan upp á þvi að gyðingar keyptu Ísland af skuldugum Íslendingum og settust að á Íslandi.
Ég hef sent Sultani, sem er af göfugum ættum eins og ég, línu á blogg hans sem hann kallar Felix Arabia og býst auðvitað við því að pilturinn birti skoðun mína.
"Hi there, Sultan. A baffled Iceland has been reading your piece today in the Abu Dhabi daily The National,and what a stupid piece it is.
According to you, radical times call for radical measures. You are definitely radical my friend, and your views are dangerously fanatic. Your proposal has a Hitleristic touch to it, and you don't seem to be in touch with reality.
You should immediately apologize to the Icelanders as well as the Jews! You have drawn an ugly caricature, which is so insulting that one might suggest something like issuing a fatwa on you, and demand that your leaders bow in the sand and apologizes to the Western-world and especially to the Jews. But lucky for you, we don't ship our problems off to islands or pay people off. Fatwas are neither Icelandic nor a Jewish speciality. Nobody will burn down your Embassy and stop buying your products. However, most of us know what you are playing at.
What has little Iceland ever done to deserve your disgusting proposal for the final solution for the Jewish problem of the Muslim world?
What have the Jews deserved to be deported by a journalist in a state so fortunate to be floating on oil in the desert? When The Arab League supports a genocidal leader of Sudan that is evidence of the ignorance and the arrogance of the Arab League. A citizen of an Arab League state, who serves a final solution proposal to the Icelanders on the Seder-plate of the Jews during Pesach, is a person of very bad taste. I strongly recommend the media, which publishes your hate-mongering nonsense to think twice before they publish your final solution-fantasies about the Jewish people.
Since Jews aren't, and have never been in the business of buying states, (which cannot be said for some states in the Gulf), I suggest you worry about your own Kasbah and let the Icelander sort out their pocket pain, without being held hostage by your crazy thought-experiments, born out of your hate towards Israel and the Jews.
You are quite right about one thing, there is already a Jewish State, although many hundreds of thousands of individuals in your part of the world and ignorant lackeys around the worlds, (also in Iceland), are trying to attack, deny, eliminate and eradicate the only real democracy in that turmoil part of our troubled world. If it weren't for the fanatics and terrorists, who want to destroy Israel in the name of their God almighty, Israel would surely be a paradise on earth.
So if you want to spend your money wisely, I suggest you find a desolate island for all the self-destructive elements of the Muslim world, that see Israel as the enemy. That would be a proper investment, but you would gain even more if you simply got rid of your hatred and self-pity. Stop blaming your own problems on everyone else."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2009 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1351604
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007