Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007

Sćnsk móđir hýđir geimveru

Alien

Sćnsk móđir tapađi sönsum nýlega, ţegar sonur hennar 4 ára kom grátandi i heim. Eitthvert hrekkjusvín í nágrenninu hafđi veriđ ađ hrekkja snáđann. Hrekkjusvíniđ, sem er níu ára, hafđi boriđ geimverugrímu og hrćtt líftóruna úr yngri drengnum.

Ţegar sćnska mamman heyrđi hvađ gerđist, hljóp hún út og elti geimveruhrekkjusvíniđ uppi. Ţegar hún fann geimveruna, voru sumar senurnar i "Men in Black" barnaleikur einn hjá ţví sem ţessi Ulla Britt (rétt nafn konunnar er annađ) gerđi viđ hrekkjusvíniđ. Nágrannakonur sáu barsmíđar móđurinnar á hrekkjusvíninu. Í Svíţjóđ má sem betur fer ekki berja börn (né geimverur, né stríđglćpamenn, né morđingja forsćtisráđherra). Svíar eru ekki ofbeldisţjóđ (ţó ađ ţeir selji vopn).

Nú hefur sćnska mamman veriđ dćmd í 9.600 sćnskra króna sekt.

Hér langar mig nú ađ koma ţví ađ, ađ sonur minn fann grímu eins ţá sem ţiđ sjáiđ á myndinni hér ađ ofan. Hann fann hana í kassa á markađi, sem haldinn er hér í nćgrenninu á sumri hverju, ţar sem börn geta selt gömul gull sín og keypt gull annarra barna. Sonur minn var tćplega 3ja ára og vildi ólmur fá geimverugrímuna. Hann fékk hana fyrir 2 krónur međ í kaupunum á hríđskotariffli, sem hann keypti af dreng, sem var komin á ćđra stig í hryllingsleikföngum. Ég verđ oft hrćddur, ţegar sonur minn setur á sig grímuna og baunar á mig međ hríđskotarifflinum.

Ég skil alveg hvađ Ulla Britt fór í gegnum, ţegar sonur hennar kom heim eftir árás geimverunnar. 9.600 sćnskar krónur er ef til vill allt of há sekt fyrir ađ berja á litlum hrekkjusvínum. En ţótt Svíar hafi frá blautu barnsbeini séđ Emil frá Kattholti barinn á hverjum sunnudegi, er enginn ástćđa til ţess berja börn nágrannanna nú á 21. öld. En stundum springur ventillinn líka í velferđarparadísinni. Gott ađ Ulla Britt átti ekki Husquarna riffil.


Danska svíniđ og hin heilaga přlse

Pylsuvang 

Úr ţessum forláta pulsuvangi seldi útlendingaráđherra Dana, Rikke Hvilshřj, heitar, pólitískar pylsur fyrir síđustu kosningar. Nú sendir hún múslimi úr landi.

Í gćr birti Nyhedsavisen, sem ađ hluta til er í eigu Íslendinga sem ţessa dagana verma stóla Reykvískra réttarsala, afar merka grein. Greinin fjallađi um pulsuvagna, ţetta rammdanska menningarfyrirbćri, sem sumir Danir myndu deyja fyrir.

Greinin fjallar um gćđi og vinsćldir ákveđinna pulsuvagna í Kaupmannahöfn. Ég get ekki frćtt ykkur um ţetta, enda hef ég ekki étiđ á ţeim stöđum sem nefndir eru til sögunnar í grein Nyhedsavisen. En Nyhedsavisen bregđur á leik, ef svo má ađ orđi komast, og biđur leigubílstjórann Turkan Daminovski, sem er múslimur um ađ dćma pusluvagnana. Turkan ţessi mun vera mikill pylsugleypir og áhugamađur um svínakjötsát.

Ţađ er einmitt ţetta atriđi í greininni, frekar en gćđi pulsuvagnanna, sem ég hef mannfrćđilegan áhuga á . Turkan er nefnilega múslimur og alla jafnan borđa múslimir ekki svínakjöt. Eins og í fréttinni stendur: “Turkan er nútíma múslimur, eins og hann segir sjálfur. Enginn annar í fjölskyldu hans borđar svínakjöt ..... << Synir mínir sem eru 16 og 18 ára kasta upp af svínakjöti og pabbi minn segir ađ ég verđi ađ borđa svínakjötiđ utan heimilisins og ekki taka ţađ međ mér heim>>, segir Turkan”.

Ekki veit ég hvađa leigubílastöđ pulsusérfrćđingurinn Turkan ekur fyrir, en tel víst, ađ ţađ sé ekki hann sem hefur neitađ ađ aka međ gyđinga í Kaupmannahöfn (sjá fyrri fćrslu).

Kannski grísakótilettan og danskar pulsur muni brúa ţađ bil sem er á milli ţeirra menningaheima, sem harđast takast á um ţessar mundir.

Ekki mćli ég ţó međ dönsku útflutningsátaki á pulsum í heimi múslima, nú í kjölfariđ á hamaganginum međ teikningarnar af Múhameđ spámanni. Ţađ gćti orđiđ svínslegt.


Leigubílastöđin 4x35 harmar mismunun

4x35

Í bréfi, sem Anne Kilde Bawja ţjónustufulltrúi leigubílafyrirtćkisins 4x35 í Kaupmannahöfn ritađi söfnuđi gyđinga ţar í borg ţann 14. ţ.m., er ţađ harmađ ađ einstakir bílstjórar fyrirtćkisins hafi mismunađ gyđingum og neitađ ađ aka ţeim til safnađarheimils ţeirra í hjarta Kaupmannahafnar.

Anna Kilde Bawja skrifar, ađ ţađ verđi gerđar ráđstafanir geng ţeim bílstjórum sem verđa uppvísir af slíkri mismunum og óviđeigandi hegđun, ţar sem ţannig framkoma brýtur í bága viđ reglur fyrirtćkisins og dönsk lög.

Nú geta danskir gyđingar aftur ekiđ óhultir međ 4x35.

 


Für Juden verboten

Muslim Cabbie

Er hér veriđ ađ biđja um réttu farţegana?

Nú er ţađ svart mađur. Öryggisfulltrúi gyđingasafnađarins í Kaupmannahöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu um ađ gyđingum sé ekki óhćtt ađ panta leigubíl frá ákveđnu leigubílafyrirtćki í Kaupmannahöfn. Sumir bílstjórar hjá fyrirtćkinu 4x35, sem eru fylgjendur Íslams, trúar friđar og virđingar, neita ađ aka fólki ađ heimilisfanginu Ny Kongensgade 6 í hjarta Kaupmannahafnar. Ástćđan er, ađ ţar er safnađarheimili gyđinga til húsa. Sumir bílstjórar 4x35 vilja greinilega ekki aka ţangađ samkvćmt öryggisverđi safnađarins Jerry Hessner. Kvenfélag safnađarins, sem hefur orđiđ fyrir barđinu ađ ”trúuđum” bílstjórum, hefur ţví sent út tilkynningu og beđiđ fólk um ađ nota önnur fyrirtćki en 4x35.

Bar ég ţetta af forvitni undir leigubílastöđina, sem neitađi alfariđ ađ svona lagađ gćti átt sér stađ, en ćtluđu menn ţar á bć ţó ađ rannsaka máliđ hiđ fyrsta. Ef ţađ er rétt, ađ leigubílstjórar mismuni fólki vegna trúar, varđar ţađ viđ hegningarlög.

Ţegar ég frétti ţetta minntist ég fréttar af múslimi af sómalískum ćttum, sem starfađi í BNA. Ók hann tvo námsmenn niđur vegna ţess ađ hann deildi viđ ţessa tvo farţega sína um trúarbrögđ.Stór hluti leigubílstjóra í Minneapolis, sem eru múslimir, tóku upp á ţví í fyrra ađ neita ađ aka međ farţega, sem annađ hvort höfđu neytt áfengra drykkja (sjá hér), eđa međ ţá sem höfđu áfengi í fórum sínum. Bílstjórarnir komust upp međ ţetta um skeiđ, og flugvallar- og borgaryfirvöld leyfđu ţeim ađ framfylgja Sharíalögum sínum. Nú er búiđ ađ afnema ţetta leyfi og snúa kvćđinu í kross. Ef menn neita ađ aka međ fyllibyttur og fólk međ ţunga plastpoka, varđar ţađ sektum.

Svona bönn voru líka mikiđ notuđ af nazistum. 

Für Juden verboten 

 


Endalok Íraks

Endalok Íraks innsigluđ

Ef Nuri el Maliki meinar eitthvađ međ beiđni sinni um hjálp frá nágrannaríkjum Íraks, eru endalok Íraks loks orđin ađ veruleika. Landiđ er, eins og mörg ríki í Miđausturlöndum, hreinn tilbúningur sem orđiđ hefur til á teikniborđum evrópskra nýlendufursta. Í Írak, hefur t.d. aldrei veriđ hćgt ađ tala um írakska ţjóđerniskennd, eins og ţá sem t.d. hefur orđiđ til međal ţess mjög fjölleita hóps sem í dag kalla sig Palestínumenn. Mismunandi trúarfylkingar og ţjóđarbrot gerir ţađ nćrri ómögulegt ađ tala um ríkiđ Írak og írakska ţjóđ. Ţađ sama er tilfelliđ á Sýrlandi, í Afganistan og víđar.

Slík ríki hafa hingađ til veriđ útópíur fyrir einrćđisherra og "flokka" ţeirra, sem venjulega taka Guđ í gíslingu. Svoleiđis menn hafa fyrst og fremst hyglt ćttbálki sínum á kostnađ annarra hópa sem búa á landsvćđi, sem hefur fengiđ tćknileg nöfn og landamćri hjá kortagerđum herforingjaráđa í Evrópu.

El Maliki biđur um hjálp frá röngum ađilum.  Frá Sýrlandi og Íran hefur hingađ til ađeins komiđ sundrung og eyđileggin inn í Írak.  Kannski langar El Maliki ađ ljúka ţessu af og láta Íran og Sýrland skipta eyđimörkinni á milli sín?

Ég tel mig ekki sjá ofsjónir og heyra raddir ţegar ég upplifi landa mína tala um "Stríđ BNA" í Írak og sé ţá krefja ađ vestrćnar hersveitir hverfi á brott frá Írak.

Kćru vinir á vinstri vćng vitleysunnar. Bandaríkin og ađrir sem stunda friđargćslu í Írak, eftir ađ einrćđisherranum Saddam var steypt af stóli, eru ekki ástćđan fyrir ţví ađ 30-200 manns eru myrtar daglega í Bagdađ. Ţau hryđjuverk eiga upptök á Sýrlandi og í Íran. Í hvert sinn sem ţiđ krefjiđ heri vestrćnna ríkja frá Írak komiđ ţiđ nćr eyđingu írakskar "ţjóđar" og einingar í ríkinu Írak.

 


mbl.is Írakar kalla eftir ađstođ viđ ađ kveđa niđur ofbeldiđ í landinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Falleg mynd á laugardagskvöldi

Bush and Lulita

Bush fór međ nesti og nýja skó til Suđur-Ameríku. Hann hefur greinilega deilt út af nestinu. 

Ţetta er fallegt. Hjartnćmt! Vildi deila ţessu međ ykkur áđur en ég fer í háttinn. Batnandi börnum er best ađ lifa! Ekki allir sem hata Bush og BNA eins og á Íslandi.  


Daniel Pipes í Kaupmannahöfn

Daniel Pipes in Copenhagen

Ég fór í dag til ađ hlusta á súpermann zíonistanna, Daniel Pipes, sem er staddur í Kaupmannahöfn. Hann hélt erindi í kjallaranum á safnađarheimili gyđinga í Kaupmannahöfn. Ekki ćtla ég ađ endurtaka ţađ sem mađurinn sagđi, ţví ađ miklu betra er ađ upplýsast á heimasíđu Daniels Pipes sjálfs

Eftir fyrirlesturinn fékk ég áhugaverđar fréttir. Upplýsingar ţćr sem ég lét Simon Wiesenthal stofnuninni í Jerúsalem í té um danska stríđsglćpamanninn Sřren Kam, eftir ađ Ţjóđverjar neituđu ađ taka mál hans fyrir rétt,  hafa valdiđ ţví ađ danskir gyđingar krefjast ţess ađ danska dómsmálaráđuneytiđ flýti rannsókn á ţeim glćpum Kams sem ég benti mönnum á. Áđur en ţađ gerđist var danski dómsmálaráđherrann búinn ađ biđja dönsku lögregluna um ađ ganga í máliđ. Ţýsk yfirvöld ţegja og ţýskt sendiráđsráđunaut hér í Kaupmannahöfn tjáđi dagblađinu Politiken nýlega, ađ hann hefđi skipun ađ ofan um ađ tjá sig ekki um máliđ.

Nú, aftur í veruleikann, ţegar ég hélt heim á leiđ var eitthvađ um ađ vera. Lögreglan hafđi safnast saman í flokkum međ brynvarđa bíla á Gammel Torv og viđ norđuhliđ Vorrar Frúar Kirkju. Sá ég ekki betur en ađ danska löggan vćri komin međ bíla frá hollensku löggunni. Kallađi ég af gamni blótsyrđi á hollensku, sem sýndi mér ađ hollenskar löggur höfđu ekki fylgt lánsbílunum, ţví engin viđbrögđ voru viđ skrćkjum mínu. Tvćr ţyrlur voru á sveimi yfir miđborginni. Ekki ţćtti mér ólíklegt ađ einhver muni snapa sér fćting í kvöld og lögreglan geti kýlt kúlu á hausinn á nokkrum unglingum.


Til hamingju međ daginn (2)

Burqa

Milljónir kvenna halda ekki upp á baráttudag kvenna. Ţćr eru pakkađar inn í burqa, chador og hijab og er seldar eins og dýr hćstbjóđandi karlpeningi, margar ţeirra ađeins á barnsaldri.  Hulinshettan er til ţess ađ óviđkomandi karlpeningur lokkist ekki til ađ stela "eigninni" frá ţeim sem hefur keypt vöruna. Ţađ er ekkert "bleikt" í tilveru ţessarra kvenna.

Ţessi innpökkun á sér stađ víđa um lönd. Sumir vesturlandabúar virđars vera dálítiđ veikir fyrir ţeirri menningu sem aliđ hefur ţessa niđulćgingu af sér.  En kannski eru ţessar tuskur líka Bandaríkjamönnum, Zíonistunum og ómenningu ţeirra ađ kenna?

Muniđ eftir kynsystrum ykkar undir hulunni, og hugsiđ um hvernig blóđţrýstingurinn er í 40 stiga hita undir ţéttri hulu!


Konur, til hamingju međ daginn

Anna i Gardshorni

 

Fjarlćgiđ beizlin eins og Anna í Garđshorni gerđi forđum.  En fariđ nú varlega međ karlmennina. Ađgát skal höfđ í nćrveru sálar eins og málshátturinn segir. 


Stokkurinn og gríman

Maskubaru

Japanskir ferđamenn á kínverskum veitingastađ í Reykjavík. "Japanarnir taka vart af sér grímurnar ţegar ţeir borđa" segir Teitur Fong veitingamađur.

 

Í fréttum Sjónvarpsins í gćrkvöldi var greint frá mengun í höfuđborginni og kröfum um ađ fá Kringlumýrarbraut og Miklubraut niđur í stokk. Hefur einhver hugsađ um, hvernig mengunin í stokknum yrđi? Hvar á ađ lofta út? Ef til vill úti í Viđey?

Ein af mörgum smámćltum, eđa andstuttum, fréttakonum Sjónvarpsins rabbađi svo fram og aftur og klikkti út međ myndskeiđi, sem kvikmyndatökumađur hafđi náđ af ferđamanni međ ÖNDUNARGRÍMU.

Nú er ţađ svart mađur, hugsađi ég, og bjóst viđ ţví ađ sjá ferđamann međ súrefnihylki og öndunargrímu vegna mengunar í Reykjavík. Svo var skúb tökumannsins sýnt, og ţađ sem ég sá á myndinni var japönsk kona međ kvefgrímu, sem Japanir setja á sig, fyrst og fremst til ađ varnar ţví ađrir fái ekki kverkaskítinn sem er ađ krauma í ţeim sjálfum. Tökumađurinn ofsótti ungt japanskt par međ myndavél sinni og japanski mađurinn uppgötvađi myndatökuna. Tiplađu pariđ, ađ hćtti Japana, undan í flćmingi inn á nćsta kaffihús. Ég held ađ ţau hafi veriđ á flótta undan Íslendingum, sem héldu ađ konan vćri fárveikur útlendingur međ pest – eđa svona óánćgđ međ mengunina í Reykjavík, höfuđborg hreinasta lands í heimi.

Í Japan setja menn á sig grímur til ađ varna ţví ađ öll ţjóđin fái ekki kvefiđ, sem ţađ gengur međ. Gríman er hugsuđ sem tillitssemi viđ náungann. Á Íslandi telja menn ađ grímur séu settar upp vegna ţess ađ ţađ er kominn tími til ţess ađ setja Kringlumýrarbraut og Miklubraut í stokk.

Ég hef aldrei veriđ spámađur í mínu eigin landi. Ég á ekki lengur bíl og hjóla bara. Ef fólk á höfuđborgarsvćđinu ćki meira í almenningsvögnum, vćri öll umrćđa um stokka komin undir stein. Í strćtó gćti fólk bara skellt á sig andlitsgrímu ađ hćtti Japana, ţegar ţví vćri illt í hálsinum og grímulausir gćtu óskađ grímuklćddum góđs bata á ţeim 20 mínútum sem ferđin tćki. Öndunargrímur eru ađeins fyrir fólk sem ferđast mikiđ í stokkum og ţarf ađ komast í vinnuna á 2 mínútum.

En hvađ veit ég? Veit bara ađ á Íslandi ţarf hugafarsbreytingu í sjálfsánćgukastinu og ţađ ţýđir ekkert ađ flýja niđur í stokk á jeppanum sínum.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband