Leita í fréttum mbl.is

Sćnsk móđir hýđir geimveru

Alien

Sćnsk móđir tapađi sönsum nýlega, ţegar sonur hennar 4 ára kom grátandi i heim. Eitthvert hrekkjusvín í nágrenninu hafđi veriđ ađ hrekkja snáđann. Hrekkjusvíniđ, sem er níu ára, hafđi boriđ geimverugrímu og hrćtt líftóruna úr yngri drengnum.

Ţegar sćnska mamman heyrđi hvađ gerđist, hljóp hún út og elti geimveruhrekkjusvíniđ uppi. Ţegar hún fann geimveruna, voru sumar senurnar i "Men in Black" barnaleikur einn hjá ţví sem ţessi Ulla Britt (rétt nafn konunnar er annađ) gerđi viđ hrekkjusvíniđ. Nágrannakonur sáu barsmíđar móđurinnar á hrekkjusvíninu. Í Svíţjóđ má sem betur fer ekki berja börn (né geimverur, né stríđglćpamenn, né morđingja forsćtisráđherra). Svíar eru ekki ofbeldisţjóđ (ţó ađ ţeir selji vopn).

Nú hefur sćnska mamman veriđ dćmd í 9.600 sćnskra króna sekt.

Hér langar mig nú ađ koma ţví ađ, ađ sonur minn fann grímu eins ţá sem ţiđ sjáiđ á myndinni hér ađ ofan. Hann fann hana í kassa á markađi, sem haldinn er hér í nćgrenninu á sumri hverju, ţar sem börn geta selt gömul gull sín og keypt gull annarra barna. Sonur minn var tćplega 3ja ára og vildi ólmur fá geimverugrímuna. Hann fékk hana fyrir 2 krónur međ í kaupunum á hríđskotariffli, sem hann keypti af dreng, sem var komin á ćđra stig í hryllingsleikföngum. Ég verđ oft hrćddur, ţegar sonur minn setur á sig grímuna og baunar á mig međ hríđskotarifflinum.

Ég skil alveg hvađ Ulla Britt fór í gegnum, ţegar sonur hennar kom heim eftir árás geimverunnar. 9.600 sćnskar krónur er ef til vill allt of há sekt fyrir ađ berja á litlum hrekkjusvínum. En ţótt Svíar hafi frá blautu barnsbeini séđ Emil frá Kattholti barinn á hverjum sunnudegi, er enginn ástćđa til ţess berja börn nágrannanna nú á 21. öld. En stundum springur ventillinn líka í velferđarparadísinni. Gott ađ Ulla Britt átti ekki Husquarna riffil.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband