27.4.2011 | 08:11
Úrskurður A-364/2011
Ég hef áður (hér, hér og hér) greint ítarlega frá skoðanakönnun sem Fornleifavernd ríkisins gerði árið 2009. Í henni var tilkynnt að rannsóknir stofnunarinnar á kostnaði við endurreisn og byggingu aðstöðu við Stöng í Þjórsárdal sýndu, að slíkar framkvæmdir myndu kosta 700.000.000 króna. Já þið lesið rétt 700 milljónir króna!
Þegar ég spurðist fyrir um þessa tölu hjá stofnuninni var sagt að talan byggði á útreikningum fornleifafræðinga, arkitekta og verkfræðinga. Ég bað um aðgang að þessari úttekt en var synjað. Málið var kært í Menntamálaráðuneytið og var þaðan vísað til Úrskurðarnefndar um Upplýsingamál í Forsætisráðuneytinu þ. 15. nóvember 2010.
Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu sem er því miður synjun á að ég geti fengið aðgang að því skjali sem ég bað um. Það þykir mér miður, því mig langaði að vita hvaða fornleifafræðingar, arkitektar og verkfræðingar voru að vinna að skipulagi á Stöng, án þess að draga mig, atvinnulausan fornleifafræðinginn, sem rannsakað hef í mörg á Stöng, inn í vinnuna. Þótt mér sé synjað um aðgang að gögnum, er svar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál svo greinargott, að innihald skjalsins sem ég bað um er nokkuð ljóst. Einnig er ljóst, að forstöðumaður Fornleifaverndar hefur farið með ósannindi og jafnvel gagnvart lögfræðingi sínum, sem ekki virtist hafa allar upplýsingar um málið. Útreikningar forstöðumanns stofnunarinnar Kristínar Sigurðardóttur og slakleg, ótrúverðug og vítaverð vinnubrögð hennar og samverkafólks hennar dæma sig sjálf, því Kata litla á Sölvhóli mun örugglega ekki gera það á næstu 5 vikum. Þær upplýsingar sem Úrskurðarnefnd um Upplýsingarmál veita í úrskurðinum segja þó mikið, þó svo að haldið sé fast í að ódagsettur pappír upp á eina og hálfa síðu sé vinnuskjal . Ein og hálf síða í heilar 700.000.000. Og svo er menn að tala um bankana.
Hér er brot úr úrskurði nefndarinnar og hér má lesa hann í heild sinni:
"Skjal það sem Fornleifavernd ríkisins hefur afhent úrskurðarnefnd upplýsingamála, og segir vera eina skjalið sem tengist beiðni kæranda um aðgang að gögnum, er á einni og hálfri blaðsíðu (A4). Skjalið ber yfirskriftina vinnuskjal, er handritað og ódagsett. Efst á skjalinu eru skammstafanir sem vísa til mannanafna og sýnist þar vera um að ræða starfsmenn stofnunarinnar, sbr. heimasíðu hennar þar sem nafna starfsmanna er getið. Úrskurðarnefndin telur þannig óhætt að byggja á því að skjalið sé ritað af starfsmönnum stofnunarinnar til eigin afnota hennar en ekki af aðilum ótengdum henni. Skjalið sýnist vera afar lauslega unnið og uppsett, og í sumum greinum er erfitt að átta sig á efni þess. Talan 700 milljónir kemur þar hvergi fram en með góðum vilja mætti hugsanlega tína til tölur í skjalinu og leggja þær saman þannig að þær nálguðust að vera 700-800 milljónir. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framansögðu ótvírætt að skjalið sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4 gr. upplýsingalaga nr. 50/1996."
Kæru starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, þið AS, GB, ISK, KM, MAS, SB, SUP, SHG, UÆ og ÞH, einhver ykkar vann það vinnuskjal sem mér er synjað um. Með allri virðingu fyrir ykkur, sem ekki komuð að þessum makalausu starfsaðferðum, þá ættuð þið sem unnuð með Kristínu Sigurðardóttur að þessu fáránlega mati að skammast ykkar. 700.000.000 krónur er einfaldlega ekki upphæð sem fengin er með að krota punkta á eina og hálfa blaðsíðu. Að minnsta kosti ekki í siðmenntuðu ríki. Trúverðugleiki stofnunar ykkar er að mínu mati 0,0 og það þarf ekki mikla útreikninga til að komast að þeirri niðurstöðu. Það versta er, að sum ykkar tókuð einnig þátt í að grafa undan kollega ykkar, sem stundað hefur rannsóknir á Stöng og sem reynt reynt hefur að framkvæma viðgerðir á Stöng og sem hefur komið með raunhæfar tillögur að því sem gera skal til að vernda einn af merkustu fornminjastöðum á Íslandi. Ég kann ykkur ekki neinar þakkir fyrir að leika útrásarvíkinga á einni og hálfri A4 síðu á kostnað skattborgaranna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fornleifafræði, Menning og listir | Breytt 1.10.2011 kl. 13:14 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1351604
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Starfsemi stofnana á Íslandi hefur alltaf verið hulið leyndarhjúpi og þá sérstaklega ef málin eru vandræðaleg fyrir viðkomandi. Því miður er engin sjáanleg breyting þar á næstunni, svo ÞÖGGUNIN er búin að festa sig varanlega í sessi. Segi sama og stjórnvöld, LIFI GAGNSÆIÐ. Kv.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 08:58
Þöggun og ógegnsæi er aðeins þegar mál eru svo spæjuð að ekki er hollt fyrir gangrýnar sálir og venjulegt fólk að heyra um þau. Lokun á aðgengi í opinber gögn er oftast vegna þess að eitthvað þarf að fela. En mér finnst Úrskurðarnefnd nú hafa teygt sig mjög langt og ég treysti því að lýsing þeirra á þessu ómerkilega vinnuskjali upp á 700.000.000 sé nokkuð haldgóð.
Annars held ég að ógegnsæið sé eftir að verða meira á Íslandi á næsu árum, sérstaklega ef menn eru svo vonlausir að þeir velja inngöngu í ESB.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.4.2011 kl. 12:06
Þessi æfing Fornleifaverndar minnir helst á samskiptin innan Glitnis fyrir fallið, þegar fyrirtækjaráðgjöf spurði bankastjórann:
Ragnhildur Kolka, 27.4.2011 kl. 12:08
Þetta er ógeðslegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 20:17
Þrátt fyrir hlutdrægt álit þá átt þú að geta stefnt þeim á grunni upplýsingalaga. Það má ekki leyna því hverjir unnu þessa útreikninga og seldu ráðgjöf. Það er bara klingjandi klárt.
Í fjórðu grein stendur um vinnuskjöl:
"...þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá;..."
Er þetta eitthvað flókið?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 01:07
Góður, Jón Steinar.
Ragnhildur Kolka, 28.4.2011 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.