Leita í fréttum mbl.is

Ţegar íslensk lögregla varđ alţjóđleg

 
Kylfu mína kenna má

 

Ég hef áđur skrifađ frásögn mína af óeirđum í Sundahöfn áriđ 1979, sem ég tók ţátt í međ tilheyrandi steinasöfnun/-kasti, ţví ţá var ég svo syndlaus.

Óeirđirnar brutust út ţegar herstöđvaandstćđingar mótmćltu komu herskipa til landsins. Ţetta hófst allt settlega. Árni Björnsson ţjóđháttafrćđingur sat inni í bíl međ kaffibrúsa og gjallarhorn og skemmti sjálfum sér međ rímum. Ţađ var mjög kalt og frekar hvasst, en fólk hitađi sér međ ţví ađ syngja ástralskan slagara og sumir voru međ ţorskausa á kústasköftum, sem ţeir hristu óđslega. Allt í einu kom fjöldi lögreglumanna út úr kornskemmu einni stórri á hafnarbakkanum og fór ađ berja sér til hita á mótmćlendum. En ţađ verđur ađ viđurkennast ađ mótmćlendur hófu leikinn međ málningarslettum og öđrum skrílslátum. Fólk var handtekiđ og ég man ađ nokkrir MH-ingar héldu ţví fram á lögreglustöđunni, eftir ađ ţeim var ekiđ ţangađ í rútu, ađ ţau hétu Karl Marx, Rosa Luxemburg og Vladimir Lenin. Lögreglan fann ekki ţađ fólk í ţjóđskrá. Ţrír herstöđvaandstćđingar voru fluttir á slysadeild. Ég var frár á fćti og náđist ekki, nema á myndavél.

Ég skođađi nú um daginn frásagnir Ţjóđviljans, sem gerđi sér mjög mikinn mat úr ţessu í ađ minnsta kosti 10-12 daga eftir ađ stimpingarnar áttu sér stađ. En útlegging Ţjóđviljans var nokkuđ öđruvísi en hjá Mogganum.  Einar Karl Haraldsson, sem nú er međ skćting viđ fjölmiđla fyrir Össur Skarphéđinsson, skrifađi fréttirnar á Ţjóđviljanum og velti síđar fyrir sér  hvort lögreglan vćri farinn ađ apa eftir ađferđir stórborgarlögreglu gegn mótmćlendum.  Böđvar Guđmundsson skrifađi einnig áhugaverđan pistil um atburđinn ţann 30. september. Ţetta gerđist allt á skrítnum tímum. Menn geta best séđ ţađ međ ţví ađ lesa Ţjóđviljann frá ţessum tíma. En mikiđ af sama ruglinu er enn í gangi hjá Ţjóđviljaliđinu og afkomendum ţess.

Almenningur hefur harla mikiđ velt fyrir sér lögreglu- og hermáladraumum Björns Bjarnasonar á síđustu árum. Áriđ 1979 var Steingrímur Hermannsson hins vegar dómsmálaráđherra, í hinni mannmörgu stjórn Óla Jó međ allaböllum og krötum, áđur en upp úr sauđ.  Ćtli Steingrímur muni hvađa fyrirskipanir komu ađ ofan frá honum, ţegar lögreglan gekk til atlögu gegn ţeim sem mótmćltu komu NATÓ herskipa áriđ 1979. Ţetta er vonandi ekki NATO Classified upplýsingar sem er búiđ brenna í tunnu?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Dönum hefur nú sumum ţótt um og ó og hafa helst viljađ senda mig eitthvađ lengra í burtu. Eitt sinn fékk ég bréf frá gömlum manni sem ţótti óhćfa ađ Íslendingur vćri "ađ skrifa illa um Dani" og helstu afrek ţeirra.  Ţađ hađi ég aldrei gert. Karlinn er dauđur.

Ljóst er nú ađ Aldirnar Allar hafi allar veriđ ritskođađar. Önnur minna áreiđanleg rit, sem tekin eru saman af sérfrćđingum, eru enn verri. Einn sagfrćđingur hefur skrifađ doktorsritgerđ um vađmál. Ţađ er nú meiri lopinn. Mér hefur aldrei tekist ađ ljúka lestri á ritgerđinni.

Ég var ađ mestu búinn ađ losa mig úr viđjum stjórnmálaofstćkis áđur en ég setti stúdentshúfuna á kollinn. En ég sótti aldrei um sumarjobb hjá löggunni. Ég sagđi skiliđ viđ allt ţetta veraldlega rugl er ég flutti frá Íslandi haustiđ 1980. Bjó reyndar í kommúnu í Árósum í 2 mánuđi haustiđ 1980. Ţar hentu menn Jaffa appelsínum sem ég keypti í rusliđ vegna ţess ađ "blóđ Palestínumanna" vćri í ávöxtunum. Ég varđ ađ leiđrétta ţá og sagđi ţeim ađ í appelsínunum vćri djús.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.6.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Ađalbjörn Leifsson

Vilhjálmur ert ţú afkomandi Davíđs konungs, ţess sem var svo slyngur međ slöngubyssuna?

Ađalbjörn Leifsson, 30.6.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

ו

Waw hét afkomandi Davíđs og hann fann upp naglabyssuna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2008 kl. 18:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband