Leita í fréttum mbl.is

Síminn til ykkar

 

Í Reykjavík heyri ég ađ SÍMINN hafi ţurft ađ farga annarri auglýsingu Jóns Gnarrs í röđ helgispjalla hans fyrir Mammon á skjánum.

Auglýsing númer tvö gerist á Golgötu. Jesús er kominn á krossinn en heldur ţó enn á myndsímanum sínum og skeggrćđir viđ föđur sinn. "Af hverju fađir?" hrópar Jesús.

Guđ svarar: "Sonur, ţeir leituđu ađ Júdasi og fundann ekki, svo ég benti ţeim bara á ţig".

Sannast sagna veit ég ekki hvađ segja skal um auglýsingu Gnarrs fyrir Símann. Ég er enn ađ hlćja ađ ţví er Jesús segir međ ţóttasvip: "Viđ erum hér, hvar ert ţú?". Ég er enn ađ hlćgja ađ ţví hvernig menn hafa gefiđ Símanum ókeypis auglýsingu međ ţví ađ tala um ţetta rugl.

Ţessi ógeđfellda saga, ţar sem Júdas, gyđingnum, er kennt um ađ hafa selt meistara sinn í hendur Rómverja, er tímaskekkja.

Meginspurningin er í raun hvort síminn, sem er veriđ ađ selja í auglýsingunni, sé ekki líka tímaskekkja? Hann er langt á undan tímanum á Íslandi, ţar sem enginn venjulegur Jón hefur ráđ á honum, ekki einu sinni fyrir 30 silfurpeninga.

 

Siđareglur Símans

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég hef nú aldrei notađ farsíma, hvorki af fyrstu, annarri eđa ţriđju kynslóđ. Sumir eru á undan sinni samtíđ en ég er langt á eftir minni samtíđ.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.9.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bara rólegur, ţetta er ekki mikiđ betra hjá mér. Ég var fyrst í síđustu viku ađ uppgötva hvernig mađur getur sett nýtt kort í símann sinn ţegar mađur er í útlandinu og fengiđ nýtt númer í hverju landi. Nú er ég nefnilega staddur á Vestfjörđum ađ rannsaka mannlífiđ. Mér er sama hvort Jesús eđa Móses auglýsa síma sem fólk getur ygglt sig í međan ţađ talar, ég kaupi ekki svoleiđis djöflavélar í bráđ. Ég ţarf líka svo mikinn tíma til ađ lćra ađ ýta á takkana, ađ ţađ tekur ţví einfaldlega ekki ađ tilheyra ţriđju kynslóđinni. Ég líka á mót ţví ađ einhver grćđi á mér á óţarfa dillum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.9.2007 kl. 20:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband