Leita í fréttum mbl.is

Den Hass im Grass findet man auch in Island

Hass Jazz by Grass 

Günter gamli Grass hefur gert það aftur. Hann hefur gefið út einhvern óskapnað um Ísrael í bundnu máli sem hann kallar Það sem segja þarf. Ljóðið birtist í Süddeutsche Zeitung. Það sem Grass gamla, sem lengi leyndi innskráningu sinni í SS-sveitir Hitlers, er nú á hjarta, er illska Gyðinganna í Ísrael. Hann skrifar: Af hverju beið ég þangað til nú í elli minni  með þessa síðasta dropa af bleki til að segja: Kjarnorkuveldið Ísrael setur heimsfriðinn, sem er þegar viðkvæmur, í hættu.

Svarið við því er ljóst. Fyrst var Grass upptekinn í vinnu hjá þeim sem myrtu gyðingana, svo var hann upptekinn við að leyna fortíð sinni í þjónustu Hitlers, og nú, þegar hégómalegar skýjaborgir tvískinnungs hans og samtímamanna hans í veruleikafyrringunni eru fallnar er hann nær elliær farinn að minnast þess sem hreif hann áfram er hann var ungur og hraustur. Það var því miður hatur. 

Grass und Hass

Grass (t.h.) árið 1944 þegar hann var í vinnusveitum Luftwaffe, áður en hann gekk í SS

Nóbelverðlaunaskáldið Grass hefur ekki beint uppskorið lárber í Þýskalandi fyrir þetta pólitíska ljóð sitt. Sendiráð Ísraels í Þýskalandi hefur gefið út fréttatilkynningu sem einnig kallast Það sem segja þarf, þar sem sendiráðið skrifar: Það sem segja þarf, er að það er evrópsk hefð fyrir því að ásaka gyðinga fyrir trúarleg morð fyrir páskahátíð. Fyrr á tímum var það blóð kristinna barna sem gyðingar áttu að hafa notað í ósýrðu brauðin, en í dag á það að vera íranska þjóðin sem Ísraelska ríkið ætlar að útrýma. Það verður einnig að segja, að Ísrael er eina ríkið í heiminum sem menn draga opinberlaga í efa að hafi tilverurétt. Það var einnig tilfellið á stofndegi ríkisins og er enn upp á teningnum. Við viljum búa í friði með nágrönnum okkar á þessu svæði. Og við erum ekki tilbúinn að taka á okkur það hlutverk sem Günter Grass reynir að setja okkur í sem hluta af viðleitni þýsku þjóðarinnar að gera upp við fortíð sína.

Samtök gyðinga í Þýskalandi hafa kallað ljóðið árásagjarnt áróðursverk. Ruprecht Polenz formaður utanríkismálanefndar Þýskalands, sem er samflokka Angelu Merkel, tjáði Mitteldeuthce Zeitung, að meðan Grass væri stórfenglegur í bókmenntunum "þá ætti hann í stökustu erfiðleikum í hvert sinn sem hann gerði athugasemdir um stjórnmál og tæki þá oft skakka hæð í pólinn". Ja, hvers er hægt að vænta af manni sem hefur bæði verið meðlimur í SS og Nóbelsverðlaunahafi?

Formaður PEN samtakana í Þýskalandi Johano Strasser hefur hins vegar lýst stuðningi sínum við fyrrverandi SS-liðann Grass.

Henryk Broder, þekktur fjölmiðlamaður í Þýskalandi, sem er gyðingur og Íslandsvinur, birti athugasemd í Die Welt í dag. Broder skrifar: Grass hefur alltaf verið með vandamál varðandi gyðinga, en hann hefur aldrei komið eins vel orðum að því vandamáli eins og í þessu "ljóði".Broder skrifar einnig að Grass hafi alltaf haft tilhneigingu til mikilmennskubrjálæðis, en að nú sé hann orðinn algjörlega ruglaður. Broder bendir einnig á að Grass hafi í viðtali við ísraelska blaðamanninn Tom Sevev árið 2011 talað um að 6 milljónir þýskra hermanna hafi verið útrýmt af Rússum eftir Síðari Heimsstyrjöld. Sú tala er afar umdeild og er vitaskuld ætlað að vera bein samlíking við fjölda gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Broder skrifar einnig, að Grass sé "prótótýpa (frumgerð) hins vel menntaða gyðingahatara.

Broder benti árið 2006 á, að Grass gerði ekki greinarmun á landamærum Ísrael árið 1948 og 1967 líkt og Mahmoud Ahmadinejad i Íran, sem leynir því ekki að hann hefur þá ósk heitasta að útrýma Ísraelsríki.

Það eru líka til margir Íslendingar sem ekki gera greinarmun á landamærum í Miðausturlöndum árin 1948 og 1967. Þar að auki þylja margir þeirra upp andgyðinglegt rugl frá 17. öld í kirkjum landsins og ríkisútvarpi, jafnvel þótt þeir hafi svarið og sárt við lagt að þeir væru trúleysingjar.

Það eru líka til stórskáld á Íslandi sem þurfa að atast í gyðingum, sem reyndar ekki voru gyðingar. Hannes Pétursson, íslenskt stórskáld, gaf nýlega út ævisögu þar sem hann segir frá Albert Volker Lindemann sem rak um tíma gistiheimilið í Varmahlíð í Skagafirði. Hannes Pétursson gefur í skyn að Lindemann þessi hafi verið barnaníðingur og hafi hrökklast burt úr Varmárhlíð og af landi brott vegna samkynhneigðar sinnar (sem var líklega orsök þess að hann flýði frá Þýskalandi nasismans). Hannes Pétursson er líka búinn að gera hann að gyðingi, þótt það hafi Lindemann aldrei verið. Það er ekki nóg með að Hannes reyni að setja barnaníðingsmerkið á enni manns, án nokkurra haldbærra raka, heldur fær Lindemann einnig gyðingastjörnuna í ofanálag.

Hatur hinnar svokölluðu "menningarelítu", þess fólks á vinstrivængnum, sem telur að það sé betra en annað fólk, fróðara, víðsýnna og umburðarlyndara, er nú almennt fyrirbæri í Evrópu. Hatrið gagnvart Ísrael er hreint og vopnabræðurnir í hatrinu eru öfgamúslímar sem vilja myrða og útrýma gyðingum, vestrænni menningu og öllu því sem við köllum almenn mannréttindi.  

Er það nema von að fyrrverandi SS-menn og afdalafólk á Íslandi skrif ljóð og minningar þar sem skúrkarnir eru gyðingar. Þetta rótgróna hatur virðist vera eins og lífselexír fyrir áðurnefnda "elítu". Hún nærist á aldagömlu hatri.

Sjá frétt á ensku á Der Spiegel hér og fyrri færslu um Grass hér


Mismunandi seðlar auka samkeppni

Í Hollandi, háborg ESB, er hræðslan við hrun ESB skýjaborgarinnar farin að gera sumt fólk nokkuð órólegt. Í hollenskum fjölmiðlum, sem ég fylgist öðru hvoru með, sér maður meiri áróður fyrir ágæti ESB og evrunnar en oft áður, sem gæti bent til þess að fólk í Hollandi sé farið at vera í vafa um sinn haag.

gulden

Pólitískt viðrini, Wouter Koolmees frá Rotterdam, sem tilheyrir einhvers konar demókrataflokki sem kallast D 66, og sem mun vera efnahagsmálatalsmaður D66, hefur skrifað skýrslu, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það muni verða óheyrilega dýrt fyrir Hollendinga að hverfa aftur til gyllina. Koolmees heldur því fram, að það geti kostað hvern Hollending um 4.500 evrur á ári í einhvern tíma að "snúa aftur" eða taka upp það sem hann kallar nevru (Neuro), þ.e. evru fyrir útvaldar þjóðir Norður Evrópu og Skandinavíu (sem er gæluhugmynd sem er í gerjun hjá krötum). Þegar maður skoðar svo "skýrslu" þessa lofbelgs, sér maður að þetta er innantómur hræðsluáróður sem ekki byggir á  fræðilegum rannsóknum. Skýrslan sýnir einnig, að það er töluverð pólitískur taugastrekkingur í rótgrónu ESB-bæli eins og Hollandi. Yfirlýsingar sem þessar hafa svo sem sést áður, eins og t.d. hér, en hvar eru rökin??

Miðað við viðbrögðin geng yfirlýsingum Koolmees og D 66 í dagblaðinu de Telegraaf, þá er nú greinilegt að margir Hollendingar vilja snúa aftur til hinna góðu gömlu daga með gyllini upp á vasann í stað þess að vera með þá efnahagslegu gyllinæð sem nú ríkir í ESB og sem Össur og hinir hálfvitarnir í íslensku ríkisstjórninni vilja líka fá í rassinn til að verða heimsborgarar.

Besta lækningin við atvinnuleysi og vandamálum Evrópu í dag er afturhvarf frá evru og ESB, sem var ekkert annað en þýskt dæmi, sem tókst það sem Hitler tókst ekki.  

werkloosheideuropa

ESB

domino%20europa

ETC


Hvað hefur Össur nú gert af sér ?

KGB shake
 

Pútín keisari sendi um daginn yfirmann "þjóðaröryggisráðs Rússlands" til Íslands. Þá er nú örugglega eitthvað mikið að.

Nikolay Platonovich Patrushev er nefnilega yfirmaður

Ruskisnuski

sem Utanríkisráðuneytið þýðir Þjóðaröryggisráð Rússlands. Greinilegt er því að íslenska Utanríkisráðuneytinu vantar góða þýðendur og hefur líklega ekki neina rússneska agenta fyrir utan formann utanríkismálanefndar, sem er að sögn allvel mellufær í rússnesku. Ég er viss um að Árni Þór Sigurðsson, sem hlýtur að hafa setið fundinn með Patruschev, myndi þýða starfsheiti Patrushevs: Formaður Andhryðjuverkanefndar Rússneska Ríkjasambandsins.

patrushev KGB
KGB FSB SOB PhD

Svo er utanríkisráðuneytið heldur ekki að nefna, að þessi Patruchev er fyrrverandi foringi FSB sem er arftaki KGB. Þessi maður sér líka um samböndin við helstu hryðjuverkamenn heimsins. Margir Rússar, sem ekki kjósa litlu gulu Pútuna, telja hann ótíndan glæpamann og hér má sjá hvers konar kall þetta er, sokkinn í svínarí og sora og búinn að koma börnum sínum fyrir í bestu stöðunum í rússneska þjóðfélaginu.

Ahmadinejad-with-Nikolai-Patrushev

Þegar Rússar berjast gegn einum hryðjuverkahópi í leppríkjum sínum, styðja þeir að minnsta kosti þrjú hryðjuverkasamtök annars staðar í heiminum. Patruschev, sem er sjómannsson frá Leníngrad sem snemma lærði að búa til skipavélar áður en hann gerðist KGB-liði, er maðurinn sem ver kjarnorku"tilraunir" Írans og hann mælir með fjöldamorðunum á Sýrlandi, þangað til að Sýrlendingar eru búnir að borga fyrir vopnin sem þeir keyptu í Rússíá.

Pútan og Patrú

Gæti verið að Rússar hafi áhyggjur af því að Össur sé að stíga í vænginn við Kínverja? Kínverjar og Rússar ætla sér, eins og kunnugt má vera, að hrifsa til sín auðæfi öll norður af Íslandi, jafnóðum og að þeir bræða ísinn með óhóflegri mengun. Grænland er að verða leppríki Kína, og ekki þarf annað en tvær lauslátar grænlenskar fyllibyttur í Nuuk til að Grænland verði falboðið fyrir árlegar byrgðir af vodka. Þá verða Kínverjar nágrannaþjóð okkar. Rússar hafa vitaskuld áhyggjur af því, því þeim hefur alltaf verið lofað að verða Disneylandið okkar. Sjá hér.

Mig grunar þó helst, að Petruchev sé að leita sér hugmynda til betra samstarfs við hryðjuverkasamtök. Í Moskvu vita menn, að Össur hefur góða reynslu á því sviði. Honum hefur t.d. tekist að beisla verstu öflin í VG og svo er hann svili Ingibjargar Sýrlandsfara, sem heillaði Assad upp úr skónum.

Össur Ingibjargarsvili

Sumarbústaður á besta stað

Skáldastaðir

Löngu áður en Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar Ríkisins fékk þá stöðu sem hún situr nú í, braut hún einnig þjóðminjalög, líkt og hún gerði þegar stofnun sú sem hún stýrir veitti leyfi til að byggja Þorláksbúðarkofann í Skálholti.

Á síðasta tug 20. aldar fól Fornleifanefnd, sem var valdameiri þá en hún er í dag, undirrituðum að heimsækja Skáldastaði í Berufirði í Reykhólasveit á Barðaströnd. Þar vildi einhver lyfsali reisa sér sumarbústað svo að segja ofan í fjöruborði, á stað sem aðeins er hægt að kalla einstaka náttúruperlu. Tveir aldraðir bræður á bænum Skáldastöðum vildu selja landið, en ákveðnum  valdsmanni hjá Reykhólahreppi var ískyggilega mikið annt um að apótekarinn skyldi fá að reisa sumarbústað sinn. Bræðurnir, sem ég reyndi að ná tali af, vildu ekkert við mig tala þegar þeir heyrðu hvaðan ég kom og vísuðu á lókalpólitíkusinn.

Tvær vetfangsferðir, og ein þar sem formaður Forleifanefndar, prófessor Sveinbjörn Rafnsson, og Kristín Sigurðardóttir voru með í för, gáfu aðeins eina niðurstöðu. Hún var sú að sumarbústaðurinn og vegur að honum gætu ekki verið á þeim stað sem þeim hafði verið valinn af framkvæmdaaðilum. Bústaðurinn og vegurinn lágu minna en 25 metra frá friðlýstum fornleifum, einum stærsta kumlateig á Íslandi. Þar að auki var bústaðurinn um 10 metra frá flæðarmáli sem stangast á við Náttúruverndarlög.

Ég skilaði áliti mínu og mælti með því að bústaðurinn og vegurinn yrðu færðir annað. Mótmæli og harmkvæli bárust frá einum manni í Reykhólahreppi með gífuryrðum. Þessi maður var auðvitað samflokka náttúrverndarfrömuðinum Össuri Skarphéðinssyni sem þá var einmitt umhverfisráðherra. Lókalhöfðinginn klagaði í Össur og mér var skömmu síðar tilkynnt, að ráðherra hefði hringt í Þjóðminjavörð og Náttúruverndarráð og hótað fólki. Apótekarinn var nefnilega vinur ránfuglsins í ráðuneytinu og fuglaskoðari (eða var það veiðimaður?), og eins og menn vita þá þurfa fuglaskoðarar að brjóta þjóðminjalög og náttúruverndarlög til að skoða bí bí og blaka á fallegustu stöðunum á landinu. 

Ég sagði mig frá málinu vegna hamagangs lókalfurstans í Reykhólahreppi sem meira að segja hringdi heim til mín, og tók Kristín Sigurðardóttir málið svo að sér. Hún sýndi þar snemma hve góð hún var í pólitískum reddingum.

Ég hef þó aldrei séð neinar fuglaskoðunarskýrslur eftir apótekarann þarna í Berufirðinum, en hann er kannski þekktari fyrir að gefa "baráttuafslátt" á lyfjum handa verkalýðsfélagsmönnum uppi á Skaga, sem kostaði hann dýrt hér um árið. Ódýr lyf sem valda því að menn kjósa spillingu í Samfylkingu.

Bústaður fuglaskoðarans var reistur fljótlega eftir að Kristín Sigurðardóttir samdi nýja greinargerð fyrir Fornleifanefnd. Samkvæmt loftmynd sé ég, að bústaðurinn er nær fjöruborði en sagt var í framkvæmdaskýrslu. Einnig var búið til bílastæði eitt mikið ofan í rústum og nú er komið eitthvað bátalægi svo að segja í fjörunni sjálfri. Apótekaranum var líklega gefið eitthvað meira en Samfylkingarbaráttuafsláttur af meðulum Össurar Skarphéðinssonar.

Slík er ómenningin í menningargeiranum á Íslandi og haldið þið svo að maður eins og Össur Skarphéðinsson fylgi reglum og lögum í ESB-ferlinu? Þar verður valtað yfir lög, almenna skynsemi og vilja almennings. Össur skí(ý)tur á smáfuglana þegar þess er þörf og étur þá eins og ránfugla er siður.

Sjá færslu um Þorláksbúð í dag á Fornleifi.

P.s.  Þess ber að geta, að Fornleif grunar að kumlateigurinn í Berufirði sé einnig austan sumarbústaðarins, þ.e. til hægri við hann á myndinni hér að ofan. Þar þyrftu að fara fram rannsóknir og hefðu átt að fara fram á kostnað lyfsalans. Rannsókn á þessum hér fyrir neðan er einnig orðin tímabær.

Lagapissir

Andlegur kvóti á Íslandi

Illugi
 

Fjölmiðlamógúllinn Illugi Jökulsson fárast nú út af því, að einhver skipstjóri í Eyjum sjái sömu örlög hjá fólki á Íslandi og hann les um í sænskri skáldsögu um gettóið í Lodz í Síðari heimstyrjöld.

Þótt samlíking skipstjórans í Eyjaum sé alveg út í hött og vitasiðlaus, og lýsi því kannski best að skáldskaga Sandbergs um Lodz gettóið gefi ekki nógu góða mynd af hörmungunum, þá saknar maður þess óneitanlega, að fjölmiðlamaðurinn Illugi fárist ekki yfir því að menn samstíga honum í hugsjónunum séu að líkja Ísraelsríki við Hitler-Þýskaland og hryðjuverkabælinu Gaza við Varsjá gettóið 1940-43.

Sögufróðir menn eins og Illugi gleyma, að gettóin sem gyðingum var smalað í voru um1140 talsins í Síðara stríði. Mér þykir þess vegna í raun gott að heyra, að einhver skipstjóri í Eyjum lesi um Lodz, þó hann skilji ekki söguna betur en þeir sem tala um Gaza sem gettó um leið og þeir gera gyðinga að nasistum.

Maður hefur óneitanlega saknað þess að Illugi, og aðrir hreinir menn undir stýfða vinstri vængnum, mótmæltu ekki lystiferðum íslenskra gamlingja til morðingjaríkjanna Sýrlands, Íran og Líbýu á síðastliðnum árum. "Vorið" hefur víst sett babb í þá útgerð. 

Svo er heldur ekkert nýtt að menn í sjóbissnessinum á Íslandi hafi verið að líkja örlögum sínum við sjávarsíðuna og gjaldþrotum við örlög gyðinga. Maður nokkur fyrir vestan, sem eitt sinn skrifaði blogg á Moggabloggið, skrifaði ófá blogg um kvóta og sjávarútvegsmál sem hann skreytti með myndum frá síðust stóru morðöldunni gegn gyðingum Í Evrópu. Þessi kona sér í einhverri örvæntingu hliðstæðu með örlögum manna í gettóum og því hvernig Jóhanna Sigurðardóttir fer með Íslensku þjóðina. Við sjáum slíkar samlíkingar hjá fólki um alla Evrópu, hjá fólki sem er fyrir löngu búið að missa trúna á ESB.

Auðvitað er það siðlaust að heimfæra Lodz upp á Heimaey og Warsjá á Gaza, en það eru svo margir aðrir sem eru siðlausir móralistar, eins og t.d. Illugi sjálfur, sem ekkert sá athugavert við að Íslendingar álpuðust með mömmu hans í huggulegheitaferðir til Amadinejads í Íran, Assads á Sýrlandi og Gaddavís sáluga í Líbýu.


Hetjan ykkar hann Mohamed er fallinn

 

Lítill munur er á þessu lítilmenni, sem var ræfill, þjófur, hryðjuverkamaður og barnamorðingi, en einnig andlega skyldur þeim einfeldingum sem styðja sama málstað og hann sagðist berjast fyrir. Hann var ekki "skotmaður" eins og RÚV kallaði hann áður en þeir breyttu fagheitinu í "byssumaður". Það fólk sem styður hryðjuverk gegn frelsi, sama hvort það er með aðför að ríkinu Ísrael eða hinum vestræna heimi, er allt meðsekt. Það hoppaði út um gluggann með Mumma Merarsyni þegar hann var á leiðinni til Paradísar til að njóta jómfrúnna sem bíða hans þar, (sem sumir telja reyndar mislestur á rúsínum). Orðin fyrir rúsínur og jómfrúr eru víst lík á arabísku.

Það fólk sem notar sömu slagorðin og hetjan Mohamed ber ábyrgð á morðunum á saklausum börnum í Toulouse. Slíkt fólk gefur ræfli eins og Mumma Merarsyni ástæðu til að drepa. Slíkt fólk steypir byssukúlur bjánanna sem framkvæma skítverkin sem hugsjónir þeirra „hreinu" á Vesturlöndum valda. Það hatur, sem Mohamed sá í kringum sig, hvatti hann til verka, þar á meðal gyðingahatur Frakka, sem er mikið þó svo að þeir þylji ekki Passíusálmana í útvarpinu eins og Íslendingar gera.

Meraharsonur

  Mynd af Mohamed Merah og fyrir neðan af skyldmenni hans, dönskum leiðtoga glæpasamtakanna Black Cobras í Danmörku, sem stjúpsonur Jóhönnu Sigurðardóttur, sem er fréttamaður á RÚV, kallaði nýlega vínabrauðsþjófa í síðdegisútvarpi RÚV.

Mehrarsonur 2


Athyglisverð grein í Þjóðmálum

Gúttó
 

Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er með mjög athyglisverða grein í nýjasta númerinu af Þjóðmálum, sem nú er komið út.

Greinina kallar Hannes Gyðingastjarnan og Hakakrossinn; Örlög tveggja útlendinga á Íslandi.

Greinin fjallar um Henný Goldstein Ottósson og fjölskyldu hennar og nasistann og DDR-kommúnistann Bruno Kress og hvernig leiðir þeirra skárust fyrir og eftir stríð. 

Greinin er mjög góð því hún vekur á einfaldan og sanngjarnan hátt athygli á hve ólík örlög manna voru í Síðara stríði. Þetta er mjög góð greining á því hvernig menn í Þýskalöndunum tveimur, og í þessu tilfelli í DDR, gátu endurskapað líf sitt, breitt yfir syndirnar og látið sem ekkert væri. Önnur kynslóð, börn nasistanna voru stundum ekkert betri í yfirbreiðslunni.

Ég veit að greinin var boðin Skírni til birtingar og furða ég mig á því að hún hafi ekki verið birt þar. Ég hlakka til að sjá skýringu ritstjóra Skírnis á því að grein Hannesar var ekki tekin til birtingar. Eitthvað hlýtur þar að liggja að baki.

Mæli ég með því, að menn nái sér í númer af Þjóðmálum og lesi greinina um Kress og Goldstein.

Ég man vel eftir Henný Ottósson er hún vann lengi hjá Innheimtudeild Sjónvarpsins. Ég var fyrir löngu sumarsendill hjá RÚV á Skúlagötunni, en Henný vann þá inni á Laugvegi og þurfti ég oft að ná í eitthvað eða fara með til hennar. Afi minn þekkti einnig heiðursmanninn Hendrik Ottósson.

Myndin efst er frá fyrstu guðsþjónustu gyðinga á Íslandi árið 1940, sem ég skrifaði um er ljósmynd Sigurðar Guðmundssonar ljósmyndara var afhent Þjóðminjasafni á síðasta tug 20. aldar. Henný er ekki með á myndinni en þar má sjá bróður hennar Harry, mann hennar og móður. Henný átti veg og vanda að því að undirbúa athöfnina með manni sínum Hendriki Ottóssyni.

Myndin hér fyrir neðan sýnir "afrek" SS-Ahnenerbe. Myndin er frá Natzweiler fangabúðunum, þar sem bróðir Hennýar, Siegbert Rosenthal, var myrtur af einum af stofnendum Ahnenerbe, stofnunar sem Bruno Kress vann fyrir, vegna "mannfræðirannsókna" á "óæðra" fólki. Sjá hér

image037

The Damaskus Flotilla in Iceland

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Landsdóm
 

Hvar eru skipalestirnar til Damaskus? Hvar er allt réttláta fólkið sem voru bátsverjar á tyrknesku skipunum á leið til gæluverkefnisins Gaza?

Ég veit að slík skipalest kæmist ekki lengra en til Beirút, en þá væri hægt að mynda asnalest til Damaskus. Asnarnir gætu spurt einræðisherrann hvort hann er þjóðarmorðingi eða bara fjöldamorðingi og fengið að upplifa hina annáluðu gestrisni Assads, sem Íslendingar hafa ávallt notið góðs af.

Ætli Jóhanna Kristjónsdóttir sé með vorferðir til Sýrlands í ár, þar sem hreinir geta baðað í blóði barnanna í Homs? Ég finn ekki neitt á síðu hennar, en í boði er vetrarferð til Íran áður en vorið kemur þangað. Þar geta velmegunargamlingjar frá Íslandi sleikt fætur Amadinejads og kannski horft á nokkrar hengingar og kjarnorkusprengjur ætlaðar gyðingum. Kannski geta ríkir Íslendingar haldið uppi barni í Homs eins og þeir gera það í Jemen. Ég skil ekkert í illskeyttasta og gagnrýnasta Samfylkingarbloggaranum að skrifa ekki meira um þessar ævintýraferðir móður sinnar til ríkja örvinglaðra einræðisherra.

Í gær: Starfsmaður SÞ dreifir lygum á Tweet

Ingibjörg Sólrún Assad
Imba og barnamorðinginn sem átti að koma okkur í Öryggisráðið
Special Price for Jössur
Á teppasýningu, sem nýlega var haldin í Reykjavík, fann Þessi í gráa jakkasettinu sér þykkt teppi til að fljúga á til Gaza. Hann getur millilent í Homs og bjargað sumrinu á Sýrlandi. En líklega er hann bara búinn að sópa skítnum undir nýja íranska teppið sitt.

Starfsmaður SÞ dreifir lygum á Tweet

khuloodbadawi_tweet1

Fréttir sem RÚV segir ekki: Khulood Badawi, Palestínukona búsett í Ísrael, er starfmaður Sameinuðu Þjóðanna, nánar tiltekið OCHA. Kona þessi er með Tweet-síðu og á henni hefur hún sett mynd af látinni stúlku í Gaza og heldur því fram að stúlkan hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á hryðjuverkamenn Hamas nú um helgina.

Mynd Khulood Badawi var vinsælasta tweetið um helgina í gær um Gaza, eða þangað til að umheiminum var ljóst að þessi starfsmaður SÞ stundar ömurlega myndafölsun. Myndin er frá 2006 af lítilli stúlku sem lést eftir að hún datt úr rólu á Gaza. 

Reuters fréttastofan misnotaði einnig dauða þessa barns árið 2006 og nú kemur starfsmaður SÞ og skrifar á Tweetið sitt að enn eitt barnið sé dáið á Gaza.

Hvenær hættir þetta ógeðfellda barnaklám Palestínumanna og hvenær hætta SÞ að ráða ótrúverðugt fólk?

Þess má geta, að Badawi er einnig í alþjóðlegum friðarsamtökum kvenna, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var framalega í, en samtökin gaf út yfirlýsingar sem ISG tók þátt í og varð það til þess að Imby var ekki falið að rannsaka viðbrögð Ísraelsmanna, eftir að tyrknesk skip sigldu ólöglega inn í lögsögu Ísraels drekkhlaðin nothæfum fíflum frá frá Vesturlöndum.

reuters_rajaa_abu_shaban
Yfirlýsing REUTERS fréttastofunnar árið 2006, þegar í ljós kom að barnið var ekki fórnarlamb stríðs.
sheik jer Assad

Tvífarar biskupsframbjóðenda

Ég hef í engan áhuga á því hver verður biskup (ég er ekki einu sinni í þjóðkirkjunni). Þetta lið er allt á Passíusálmunum og í megaafneitun. Ég vona bara að það verði ekki Örn Bárður, sem ekki hefur lesið Biblíuna. Það er lágmarkskrafa fyrir biskup. Áhugi minn á biskupskjöri takmarkast af því að ég hef skemmt mér við að finna tvífara biskupsefnanna. Hér fáið þið afraksturinn.

Byrjum á reverend Erni Bárði. Írskur uppruni sumra Íslendinga hefur oft verið ræddur og er ekki laust við að Örn Bárður hafi litarhaft og skap frænda vorra í Írlandi. Það er óneitanlega svipur með honum og Father Jack í Donegal sem býður sig nú fram til Páfakjörs og notar vel þroskaðar fermingastúlkur og stuðning við Hamas til þess að auglýsa sig.

Father Jack
Jack til Páfa

Ég get ekki gert að því, en í hvert skipti sem ég sé síra Sigurð Árna, þá er mér hugsað til fjöldamorða á kjúklingum. Hann Sigurður hefur lengi gert í því að líkjast kjúklingaslátraranum sem stofnaði KFC. Eitt sinn leitaði ég fornleifa í Öxará og þar kom síra Sigurður að og spurðist frétta. Þegar ég renndi í bæinn um kvöldið bauð ég konunni á KFC.

KFC Presturinn
Finger licking

Sr. Þórhallur Heimisson er sannkallaður tískuprestur. Hann er svo Inn, að ef hann færi til Parísar væri hann spurður um sumartískuna og hausttískuna líka. En kemst hann í gegnum nálaraugað?

tiskuprestur
Tískubiskup

Séra Þórir Jökull, sem hitti Jesús í draumi og Kristur kallinn sagði honum að fara í guðfræði við HÍ eins og það væri ekki neitt annað betra að gera, er engum líkur. En Þórir er ekki ósvipaður Þorsteini frá Hamri og Sean Connery með skegg.

thorir-jokull-thorsteinsson
Sean_Connery

Kristján Valur er sérfræðingur í hostíum og endurgerðum fornhúsum. Hann er líkur glaða fótboltanum.

Happy Feet
Fótbolti

Biker Gunnar í MC Guðs Börn sýnir góða viðleitni til að gera þjóðkirkjuna að vélhjólagengi. Í nafni Föðurins, sonarins og Harley Davidssonar.

Biker Bishop
1157378313Hd3r53+
The Cardinal

Hér er mynd um kúl bikerprest

Biskupflúr

Upphandleggurinn á Gunnari biskupsefni. Það hljóp eitrun í krossinn en hún læknaði sig sjálf.

Mér var ungum kennt að vera ekkert að ræða útlit kvenna og ég ætla ekkert að breyta út af þeirri venju. Ef þið þekkið tvífara Agnesar og Sigríðar, þá er ykkur velkomið að setja þær í athugasemdir. En ég sel enn pólitískt rétthugsandi biskupabarbiedúkkur. Pantið hér

Biskupsbarbie
Næstum því uppseld og selur sig sjálf

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband