Leita í fréttum mbl.is

Sumarbústađur á besta stađ

Skáldastađir

Löngu áđur en Kristín Sigurđardóttir forstöđumađur Fornleifaverndar Ríkisins fékk ţá stöđu sem hún situr nú í, braut hún einnig ţjóđminjalög, líkt og hún gerđi ţegar stofnun sú sem hún stýrir veitti leyfi til ađ byggja Ţorláksbúđarkofann í Skálholti.

Á síđasta tug 20. aldar fól Fornleifanefnd, sem var valdameiri ţá en hún er í dag, undirrituđum ađ heimsćkja Skáldastađi í Berufirđi í Reykhólasveit á Barđaströnd. Ţar vildi einhver lyfsali reisa sér sumarbústađ svo ađ segja ofan í fjöruborđi, á stađ sem ađeins er hćgt ađ kalla einstaka náttúruperlu. Tveir aldrađir brćđur á bćnum Skáldastöđum vildu selja landiđ, en ákveđnum  valdsmanni hjá Reykhólahreppi var ískyggilega mikiđ annt um ađ apótekarinn skyldi fá ađ reisa sumarbústađ sinn. Brćđurnir, sem ég reyndi ađ ná tali af, vildu ekkert viđ mig tala ţegar ţeir heyrđu hvađan ég kom og vísuđu á lókalpólitíkusinn.

Tvćr vetfangsferđir, og ein ţar sem formađur Forleifanefndar, prófessor Sveinbjörn Rafnsson, og Kristín Sigurđardóttir voru međ í för, gáfu ađeins eina niđurstöđu. Hún var sú ađ sumarbústađurinn og vegur ađ honum gćtu ekki veriđ á ţeim stađ sem ţeim hafđi veriđ valinn af framkvćmdaađilum. Bústađurinn og vegurinn lágu minna en 25 metra frá friđlýstum fornleifum, einum stćrsta kumlateig á Íslandi. Ţar ađ auki var bústađurinn um 10 metra frá flćđarmáli sem stangast á viđ Náttúruverndarlög.

Ég skilađi áliti mínu og mćlti međ ţví ađ bústađurinn og vegurinn yrđu fćrđir annađ. Mótmćli og harmkvćli bárust frá einum manni í Reykhólahreppi međ gífuryrđum. Ţessi mađur var auđvitađ samflokka náttúrverndarfrömuđinum Össuri Skarphéđinssyni sem ţá var einmitt umhverfisráđherra. Lókalhöfđinginn klagađi í Össur og mér var skömmu síđar tilkynnt, ađ ráđherra hefđi hringt í Ţjóđminjavörđ og Náttúruverndarráđ og hótađ fólki. Apótekarinn var nefnilega vinur ránfuglsins í ráđuneytinu og fuglaskođari (eđa var ţađ veiđimađur?), og eins og menn vita ţá ţurfa fuglaskođarar ađ brjóta ţjóđminjalög og náttúruverndarlög til ađ skođa bí bí og blaka á fallegustu stöđunum á landinu. 

Ég sagđi mig frá málinu vegna hamagangs lókalfurstans í Reykhólahreppi sem meira ađ segja hringdi heim til mín, og tók Kristín Sigurđardóttir máliđ svo ađ sér. Hún sýndi ţar snemma hve góđ hún var í pólitískum reddingum.

Ég hef ţó aldrei séđ neinar fuglaskođunarskýrslur eftir apótekarann ţarna í Berufirđinum, en hann er kannski ţekktari fyrir ađ gefa "baráttuafslátt" á lyfjum handa verkalýđsfélagsmönnum uppi á Skaga, sem kostađi hann dýrt hér um áriđ. Ódýr lyf sem valda ţví ađ menn kjósa spillingu í Samfylkingu.

Bústađur fuglaskođarans var reistur fljótlega eftir ađ Kristín Sigurđardóttir samdi nýja greinargerđ fyrir Fornleifanefnd. Samkvćmt loftmynd sé ég, ađ bústađurinn er nćr fjöruborđi en sagt var í framkvćmdaskýrslu. Einnig var búiđ til bílastćđi eitt mikiđ ofan í rústum og nú er komiđ eitthvađ bátalćgi svo ađ segja í fjörunni sjálfri. Apótekaranum var líklega gefiđ eitthvađ meira en Samfylkingarbaráttuafsláttur af međulum Össurar Skarphéđinssonar.

Slík er ómenningin í menningargeiranum á Íslandi og haldiđ ţiđ svo ađ mađur eins og Össur Skarphéđinsson fylgi reglum og lögum í ESB-ferlinu? Ţar verđur valtađ yfir lög, almenna skynsemi og vilja almennings. Össur skí(ý)tur á smáfuglana ţegar ţess er ţörf og étur ţá eins og ránfugla er siđur.

Sjá fćrslu um Ţorláksbúđ í dag á Fornleifi.

P.s.  Ţess ber ađ geta, ađ Fornleif grunar ađ kumlateigurinn í Berufirđi sé einnig austan sumarbústađarins, ţ.e. til hćgri viđ hann á myndinni hér ađ ofan. Ţar ţyrftu ađ fara fram rannsóknir og hefđu átt ađ fara fram á kostnađ lyfsalans. Rannsókn á ţessum hér fyrir neđan er einnig orđin tímabćr.

Lagapissir

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţađ mćtti ćtla af sjónarhorninu ađ Össur vćri ađ pissa á ţig Vilhjálmur. Ég efa ekki ađ til ţess hefur hann fulla löngun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.3.2012 kl. 10:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En ađ öllu gamni slepptu, ţá tek ég undir međ ţér ef máliđ er svona vaxiđ Vilhjálmur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.3.2012 kl. 10:48

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ja, hlýtur ţetta ekki ađ vera rétt, ţegar svo fáir gera athugasemd. Ţađ eru fleiri svona "slys" út um allt land.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.4.2012 kl. 09:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband