Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Fórnarlömb kvótans?

 Bátskuml

Teikning af kumli sem fannst nýlega í Gausel í Noregi, sem er heldur ekki alveg niður við sjó. Sjá http://www.gausel.no/ 

 

Þetta er merkur fundur, sem óska kollegum mínum til hamingju með.

Í viðtali við heimamenn og forneifafræðing í Ríkissjónvarpinu í gær, veltu menn því fyrir sér af hverju sjö metra bátur væri þarna inni í landi.  Það er í raun ekkert furðulegt. Þeir, sem þarna eru heygðir, voru landnámsmenn, eða nánustu afkomendur þeirra. Þeir komu væntanlega frá svæðum þar sem bátskuml voru ríkjandi greftrunarsiður. Þetta voru sjómenn, annars hefðu þeir ekki getað siglt til Íslands.

Þeir heygðu hafa hugsanlega tapað í kapphlaupinu um aðgang að strandlengjunni. Verið fórnarlömb kvótakerfis Landnámsaldar. Þeir hafa fengið bátinn sinn og það sem áður var með í gröfina. En alveg eins gæti verið að þeir hafi verið með bú á Litlu-Núpum í Aðaldal og haft annað við ströndina og stundað róðra. Svo hefur gamall bátur og aflóga verið notaður í kumlið. Hann hefur verið borinn eða fluttur á hlunnum síðasta spottann frá Æðarfossum.

Ábúendur inn til dala á landnámsöld hafa væntanlega haf tök á því að róa á miðin. Fiskbein sjávarfiska hafa fundist á Granastöðum, og Hofstöðum, sem liggja langt frá sjó, og hvalbein hafa meira að segja fundist í elstu mannvistarlögunum á Stöng í Þjórsársdal, sem ég hef rannsakað.

Merkilegur fundur, en mikið finnst mér ljót og eðjuleg uppgraftaraðferðin, sem ég sá í sjónvarpinu. Hefði ekki mátt bíða með svo merkan fund til betri veðurskilyrða? Þetta er ekki björgunaruppgröfur. Sýnistaka og önnur fín vinna fer forgörðum við svona aðstæður.


mbl.is Bátkuml finnst í Aðaldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skál fyrir Hermanni!

Sonarskál

Nú hefur DNAið talað og Lúðvík Gizurarson er 99.9% Hermannson og 0,1% Gizurarson. 

99,9%. Það er náttúrulega ekki hægt að hrekja það.  Eða hvað? Var ekki einhver sem sagði Errare humanum est og annar sem leyfði sér að segja Errare machinum est!

Ég bloggaði fyrr í ár um þetta merka faðernismál og lagði þá fram þessa myndasyrpu af Gizurarbörnum, Hermannsyni (sonum) og feðrunum, og spurningar í tengslum við hana.

Whoiswhose

Nú leyfi ég mér undrandi, já 99,9% undrandi, að krefjast þess að líka verði gerð DNA rannsókn á vessum úr (hálf) systkinum Lúðvíks Giz... afsakið Hermannsonar. Hvernig geta þau "hálfsystkinin" verið svo lík hver öðru og Steingrími, en ekki föður sínum? Var móðir Lúðvíks og hennar ætt lík ætt  Hermanns Jónassonar? Fleiri spurningar hafa vaknað en þær sem svarað hefur verið.

Hermann og frú
Var konan á myndinni móðir Steingríms Hermannssonar?

 


Palestínumenn fremja skemmdaverk á fornleifum

Ég er fornleifafræðingur, og sem fornleifafræðingur fordæmi ég Palestínumenn fyrir skemmdaverk á fornminjum og vanvirðingu þeirra á heilögum stöðum annarra.

Myndu Íslendingar grafa skurði yfir þvera og endilanga Þingvelli? Palestínumenn grafa skurði á óhemjulegan hátt í helgustu borg heims.

Palestínumenn hafa umsjón með musterishæð í Jerúsalem. Gyðingar eru ekki velkomnir þar og hundruð saklausra manna hafa verið myrtar vegna æðis sem greip um sig er forsætisráðherra Ísraels leyfði sér að fara í heimsókn á Musterishæð. Fornleifavernd Ísraels þorir ekki að hvessa klærnar gegn þeim sem hafa umsjón með musterishæð.

Nú virðist sem frændi einhvers háttsetts preláta á Musterishæð hafi unnið útboðið í framkvæmdir á hæðinni. En Það er greinilega engin skipulagsstofnun til staðar og enginn áhugi á fornleifunum.

Sagt er að Musterishæð sé einn af heilögustu stöðum Íslam. En fer maður svona með heilaga staði?:

 

Eyðilegging Jerúsalems 4

Eða svona?

 

Eyðilegging Jerúsalem 3

Eða svona?

 

Eyðilegging Jerúsalem 2

Það þurfti meira rafmagn í Al Aqsa moskuna. Þess vegna fór þessi eyðilegging fram.                                                                

Fornleifar, m.a. byggingarbrot með skreyti, gólfhellur úr marmara og öðrum aðfluttum steintegundum, og brot úr fornum gler- og leirílátum voru grafin upp án eftirlits fornleifafræðinga.

Svona skemmdaverk eru aðeins unnin í þjóðfélagi, þar sem eitthvað mikið er að. Hvers konar trú leyfir svona helgispjöll? Hvers konar virðingarleysi er rótin að þessum skemmdaverkum?

Gamla Jerúsalem hefur síðan 1981 verið tilnefnd til World Heritage listans, sem Þingvellir eru komnir á (ég var meðhöfundur að fyrstu skýrslunni til að kynna Þingvelli fyrir UNESCO apparatinu). En enn heyrist ekkert frá World Heritage bákninu (UNESCO) um eyðileggingar Palestínumann á fornleifum. UNESCO hefur einungis verið upptekið af því að banna Ísraelsmönnum að stunda fornleifarannsóknir í hinni fornu borg.

Hér getið þið séð nýjasta glæpavídeóið frá Musterishæð.

Hér getið þið mótmælt eyðileggingunni.

PostDoc hefur áður skrifað um þetta efni: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/124173/


Ha, er búið að handtaka Pútín?

 

Put in prison

Þeir eru engu nær ef Pútín er ekki á meðal þeirra sem handteknir hafa verið fyrir morðið á Önnu Politkovskaju.

íet wos njot Igor


mbl.is Tíu manns handteknir í Rússlandi vegna morðs á blaðakonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hitti afkomendur Djengis Khans í gær

Ósmenn 

Svona litu "Tyrkir" út, þegar þeir komu í áheyrn til Pashans í Istanbúl árið 1878. Enginn á þessari mynd er þó líkur afkomendum Djengis Khans frá Konya, sem ég hitti í gær. Myndin birtist á forsíðu The Graphic, laugardaginn 20. apríl 1878.

 

Eins og áður segir, lauk ég störfum í þjónustu Danska Póstsins í gær. Venjulega vinn ég ekki á laugardögum, en skipti á vakt við vinnufélaga minn.

Þegar ég átti eftir 35 uppganga í verkamannabústöðunum mínum í gærmorgun mætti mér heill þjóðflutningur. Bílastæði, sem ég notaði þegar ég sligaðist með hjól og 50 kíló af pósti, var alveg fullt. Bílastæðin þarna eru þó venjulega er tóm, þar sem fæstir íbúanna í verkó hafa ráð á því að kaupa bíl.

Þarna var allt í einu margt um manninn, prúðbúið fólk með asísku (mongólsku) yfirbragði, sem lagði bílunum sínum þarna og flykktist að risastórri rauðri rútu, sem hafði lagt handan við hornið. Ég fór strax í viðbragðsstöðu mannfræðingsins og velti fyrir mér hvaðan allt þetta fólk nú kæmi. Ég hef á tölti mínu upp og niður stigaganga stundað ýmsar rannsóknir sem ég mun greina frá síðar. Ég sá að mennirnir í hópnum gáfu hverjir öðrum vangakoss, en ekki konunum, eins og ég mundi náttúrulega gera. Ekki var þetta asískt gay pride og brátt sá ég eina konu í þessum hópi sem bar slæðu að hætti múslima.

Ég er svo forvitinn. Varð að fá að vita hvaðan þetta fólk kom og hvað það ætlaði. Ég vatt mér því að einni yngri konu með slæðu og spurði: "Hvaðan eruð þið eiginlega?". Hún var næstum fegin yfir forvitni minni og ég fékk svarið á púra jósku: Við erum frá Konya-héraði í Anatólíu, og erum á leið í trúlofunarveislu í Árósum. Brúðguminn er héðan og kvænist stúlku frá Árósum".  Svo brosti hún og konurnar með henni sínu breiðasta til þessa forvitna póstmanns, sem vildi vita.

Þarna voru því á ferðinni hópur nærri hreinræktaðra afkomenda Mongólaherjanna sem sigruðu Seljúka undir stjórn hershöfðingjans Baiju árið 1243, og lögðu undir sig hina fornu borg Konya (sem Grikkir kölluðu Ikonion) og hluta af Anatólsku hásléttunni á 13. öld. Á lok 14. aldar herjaði einn af afkomendum Gjengis Khans frá þessum slóðum um gjörvalla Asíu. Það var Timur Leng (hinn lamaði), sem barðist oftast við aðra múslimi og stundaði fjöldamorð á Indlandi. Eftir að hann hafði afmáð hersveitir Ottómana af yfirborði jarðar við Ankara fór hann og ætlaði að sölsa undir sig Kína, en á leiðinni dó hann sem betur fer. Það voru líklega fyrirsjáir menn, sem eitruðu fyrir honum.

Fram í nútímann: Fyrir utan 2-3 konur með slæður, var þarna á bílastæðinu saman komið fólk sem fylgdist með tískunni og sem ekki virtist láta ofsatrú aftra sér í að verða góðir þegnar í Danmörku.

Rauða rútan með afkomendur Djengis Khans og Baijusar og lest 10 bifreiða með stórum slaufum og blúndum ók loks af stað til Árósa.  Vonandi fær mongólski prinsinn prinsessuna í Árósum og nú þegar þetta er skrifað, er fólk örugglega nýgengið til náða eftir villtan dans þeim til heiðurs í Árósum.

Ekki fannst mér nú þetta fólk þess legt, að það gæti verið tyrkneskir þjóðernisfasistar, t.d. frá Turkish Islamic Union.  Tyrkneskir nasistar, sem kalla sig venjulega "hreinræktaða Tyrki" til þess að ekki sé ruglast á þeim og "Mongólunum", stefna að því að breyta landakortinu í þessa veru á 21. öld. Takið eftir gulu blettunum í Evrópu.

 

Turk megalomani

 


Il postino è finito

  Pósturinn hættur

Ítalska póstkerfið var eitt sinn háþróað. Bréfin komust út, það tók bara tíma. Pósturinn hafði nóg af honum og móttakandinn hafði þolinmæði. Svona er þetta ekki lengur. Þjónustan er líka lélegri

Nú er ég ekki lengur Kaupmannahafnarpóstur. Síðasti dagur minn var í dag og nú sný ég mér að öðru.

Ég hef verið sæmilega ánægður með að vera póstur, þótt launin séu lág og vinnan erfið á köflum. Verst var þó að sjá hve ungu fólki, sem starfar við þetta, er sama um framtíð sína og kjarabaráttu. Þjóðverjar eru nú fluttir inn í stórum stíl til þessa stjarfs, því flestir ungir Danir vilja vinna á verðbréfamörkuðum og í bönkum. Þjóðverjarnir koma ekki vegna launanna, heldu vegna þess "að hér er aðgangur að sjó og opnu landi". Það er að minnsta kosti skýring sem (austur-) þýskur samstarfsmaður minn gaf mér. Ég hugsaði með mér "ach Lebensraum", en hann hefur væntanlega bara hugsað um danskar strendur og hvort Pólódruslan hans gæti farið í gang á morgnanna. Ekki held ég að Þjóðverjarnir sem vinna hjá póstinum á skítalaunum verði lengi í Danmörku.

Vinnan hjá Danska póstinum er erfið. Ég mætti klukkan 5:15 og sorteraði bréf og smápakka fyrir 40 stórfyrirtæki og 417 heimili (þar af eru 290 íbúðir í blokkum); síðan er keyrt með kassa og sekkjapóst til fyrirtækja frá kl. 7:30 - 9:00; Þá er kláruð flokkun á bréfum til heimila og töskur pakkaðar fyrir hjólið: Bréfburður er frá 9:30-12:00. Vinnulok eru kl. 12:39. Sjaldan er neinn búinn fyrr en á slaginu. Stanslaus vinna, enginn tími til að setjast niður og enginn tími eða möguleiki til að fara á salerni yrði það nauðsynlegt.

Í Danmörku er ekki eins gott ástand og á Íslandi, þar sem póstberar snúa upp á nefið og neita að stinga bréfi inn um lúguna, ef hún er undir einhverjum lögbundnum hæðarmörkum. Hér eru fæstar blokkir með póstkassa og engar af þeim sem ég hef borið bréf í. Kassar í anddyri fjölbýlishúsa eru lögbundnir árið 2009, en aðeins í húsum sem eru byggð eftir 1970. Flestar hurðir á íbúðum blokkanna hafa bréfalúgu sem er ca. 50 sm yfir gólfi eða enn neðar. Það er hollt að beygja sig, ef maður gerið það rétt. Ef maður gerir það rangt eða leggst í veikindi, er Pósturinn í Danmörku ekki góður vinnustaður, heldur ekki fyrir þá sem hafa slitið upp á sér hnén og aðra liði í þágu starfsins. Það er engin sem þakkar fyrir það.

Ég mæli því ekki með þessari vinnu fyrir neinn, sem ætlar sér í útrás til Danmerkur.

Þrátt fyrir starfslok á þessum merka stað, heldur bloggið nafninu Kaupmannahafnarpóstur. Það verður ekki tekið af mér að ég hafi verið póstur frekar en að ég sé frægasti íslenski "sagnfræðingurinn" á staðnum. Það eru bara staðreyndir lífsins.


Ekki fyrr?

  Ekki fyrr 

Ekki fyrr en byssurnar hafa þagnað?  Ljósmynd Mia Farrow.

 

Íslendingar taka þátt þegar byssurnar þagna, segir talsmaður Utanríkisráðherra. Þetta eru skilaboð utanríkisráðuneytisins til Darfúr. Hundruð þúsundir manna eru fallnar í herferð sem aðeins er hægt að kalla þjóðarmorð.  Íslendingar ætla samt ekki að  lyfta litla fingri í Darfúr, fyrr en böðlar Allah í Dschumhūriyyat as-Sūdān hafa drepið enn fleiri. Fyrr þagna ekki byssurnar - verið viss um það.

Það hefur sýnt sig, að allar "munnlegar" aðgerðir gegn hryðjuverkum, sem skráðar eru hátíðlega í alþjóðasamþykktir, duga skammt til þess að stöðva morðæði Íslömsku Þjóðarfylkingarinnar í stærsta landi Afríku.  Það er verið að berjast í nafni Allah, og þegar það er gert þagna byssurnar ekki fyrr en allir andstæðingarnir liggja í valnum.

Kjaftæði dugar skammt

Graf sem sýnir tölu myrtra í Darfúr, sem eykst þrátt fyrir "stóra" vísifingurinn og flottu loforðin. Sjá www.reddarfur.dk

Íslendingar telja það hinn nauðsynlegasta hlut að styðja baráttu Palestínumanna, sem margir hverjir vilja koma eina lýðræðisríkinu fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir kattarnef. Miklu nær væri fyrir valkyrjurnar í Utanríkisráðuneytinu að sparka í punginn á Frökkum,  Rússum og Kínverjum sem gera böðlunum í Súdan kleift að útrýma aðframkomnu fólki í Darfúr. Rússar selja böðlunum hátæknivopn og Frakkar kaupa olíu af Súdan (sem kann þó að breytast með Sarkozy í embætti forseta).

Þegar byssurnar þagna í Darfúr, eru stjórnvöld í Súdan væntanlega búin að ljúka ætlunarverki sínu. Pútín og pakk hans hafa grætt á tá og fingri og Frakkar aka um á blóði Darfúrbúa og Íslamska byltingin þakkar Íslendingum fyrir aðgerðarleysið.

Íslendingar bíða þangað til og gera ekki neitt. En þangað til geta menn auðvitað skeggrætt um uppáhaldsumræðuefnin sín: þvagleggi, þarmahreinsun og mikilvægi þjóðarinnar á meðal þjóðanna.

Ég leyfi mér svo að minn á, að Íslendingar gerðu heldur ekki neitt til að hjálpa gyðingum í 4. og 5. áratug síðustu aldar. Heldur ekki þegar byssurnar höfðu þagnað.

"To judge by what is happening in Darfur, our performance has not improved much since the disasters of Bosniaand Rwanda," .

"Sixty years after the liberation of the Nazi death camps, and 30 years after the Cambodian killing fields, the promise of ‘never again' is ringing hollow."

                                            Kofi Annan


Áður en Ísland verður meðlimur í Öryggisráði SÞ

Póstkort frá Íran

Póstkort frá Íran?

Meðan íslenski utanríkisráðherrann dratthalaðist um Miðausturlönd og sagði þarlendum öfgamönnum það sem þeir vildu helst heyra, mótmæltu kollegar hennar á Norðurlöndum aftökum í Íran , þar sem fólk er hengt á götum úti og konur grýttar í hel. Skora ég hér með á undanríkisráðherra okkar að gera það sama og norrænir kollegar hennar.

Það er ekkert mál að afla sér upplýsinga um óöldina. Horfið á þetta á eigin ábyrgð: http://www.iranfocus.com/modules/news/article.php?storyid=11929

Það er engin Menningarnótt í Íran! Þar ríkir alnætti. 

Ingibjörg Sólrún fór því miður ekki til Íran í annálaðri ferð sinni. Mér skilst að hún telji helst að vandamál vandamálanna liggja í Ísrael. Ferðaglaði ráðherrann hefði líklegast gott af því að fara til Teheran og sjá hvernig það er að vera kona í umhverfi heiftarklerkanna sem eyðilagt hafa merka þjóð og sem hafa gert Íran að ljótum bletti á mannkynssögunni.

Reporters Without Borders  (RSF) hvöttu 15. águst framkvæmdastjóra SÞ, Ban Ki-moon, að blanda sér í mál 11 blaðamanna sem nú sitja í fangelsum í Íran, en tveir þeirra eiga yfir höfði sér snöruna. Hvar eru íslenskir blaðamenn? Ég hef ekki séð neitt eða heyrt um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Síðan árið 2000 hafa 4000 fjölmiðlamenn misst störf sín í Íran.

Íslendingar vilja ólmir í Öryggisráð SÞ. Er ekki kominn tími til fyrir utanríkisráðuneytið að sýna í raun hvað í þjóð okkar býr og fyrir lýðræðissinnaða stjórnmálamenn á Íslandi að beina sjónum sínum að versta krabbameinskýlinu í Miðausturlöndum - það er að segja ef menn meina eitthvað með rausi um frelsi, mannréttindi, kvenréttindi, frið og öryggi. Íranska þjóðin hefur ekkert af þeim fríðindum og fasistastjórnin í landinu styður hryðjuverk og eyðileggingu. Eins og Hitler lýsir "leiðtogi"  Írana því yfir að gyðingar og Ísrael sé rót alls vandans í heiminum. Ég er hræddur um að litli Hitler í Íran eigi ansi marga skoðanabræður á Íslandi miðað við yfirlýsingar sem ég hef séð hér á Moggabloggi.

Á Ísland erindi í Öryggisráð SÞ? Ef svo er, þá verðum við að fara að standa okkur.


Fornminjarnar, hinn forni fjandi

Oddur og Nafni konungs

10. gr.  Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.

13. gr.  Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.

Þetta segja nú Þjóðminjalög.

Bóndi vestur á landi hafði aðra skoðun er hann fann fornan spjótsodd í jörðu þegar hann gróf fyrir brunni. Hann hunsaði lögin og sagði, að því er virðist nokkuð upp með sér: „Ég passaði mig bara að setja brunninn niður fyrst svo þeir gætu ekki stoppað það af".

Þeir sem bóndinn er að tala um ef Fornleifavernd Ríkisins. Fornleifaverndin kom svo á staðinn og greip í tómt enda bóndinn búinn að umturna öllu svo rannsóknir voru fyrir bí. Skýrsla stofnunarinnar hljóðar í stuttu máli svo: "ólíklegt að fleiri fornminjar leynist í jörð þar sem oddurinn fannst, auk þess sé nú búið að raska svæðinu svo mikið að ekki sé hægt að ganga úr skugga um það".

Að öllum líkindum er oddurinn frá síðari hluta Víkingaaldar eða 11. öld ef dæma má út frá myndinni sem sýnir glaðan brunneiganda og spjótsoddinn.

Fréttablaðið greinir frá þessum sérstæða fornleifafundi sumarsins en finnst greinilega merkilegastur draumur bóndans í þjóðlegu lopapeysunni. Eigandi atgeirsins kom í draumi til bóndans haldandi um skaftið, en af var oddurinn. Þetta er kannski besta lýsingin á þjóðminjalögunum. Þau eru til einskis nýt, ef menn geta endalaust eyðilagt fornleifar án þess að bera ábyrgð.

Voða er nú erfitt fyrir Íslendinga að fara að lögum og bera smá virðingu fyrir menningararfi sínum. Sums staðar ríkir algjör Menningarnótt.


Fær Ingibjörg Sólrún líka koss á mallakútinn?

 Putin kyssir strák á magann

Pútín blæs í nafla ljóshærðs drengs sem heimsótti hann í Kreml. Hann átti erfitt með að skýra þetta ástríki sitt, en hvað gerir hann við Ingibjörgu Sólrúnu?

Pútín, Pútín, Pútín, Vladimir Vladimirovich Pútín! Þetta litla stertimenni og fyrrverandi KGB spíra er nú farinn að senda aflóga flugvélar Sovétveldisins í loftið. Vitanlega heyrir maður sem minnst um þennan superdespót frá fólki, sem er með Bush á heilanum. En Pútín er verulega hættulegur náungi ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.

Það má teljast nokkuð öruggt að einhverjir breyti stjórnarskrá Rússlands svo hann geti haldið keisaradæmi sínu eftir 2008. Þetta er ekki lýðræðissinni, heldu ótíndur óþokki (lögfræðingur) sem er orðinn einræðisherra.

Það verður spennandi að sjá hvað Ingibjörg Sólrún gerir í dag. Miðað við það hlutverk sem hún vill leika í Miðausturlöndum og fyrir öryggi í heiminum, þá ætti hún umsvifalaust í dag að fara til Moskvu og leita uppi Pútínus og eiga við hann orð um rellurnar sem hann er að senda að álum Íslands og skipa honum að stöðva framgang nýnasista í landinu hans, stöðva barnaklám o.s.fr.

Við fáum að sögn Utanríkisráðuneytisins að vita hvað Ingibjörg gerir í dag. Fer hún í ferðalag, eða situr hún heima og fer í hárgreiðslu?

Takið þátt í atkvæðagreiðslunni hér á blogginu. HVAÐ GERIR INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Í DAG?


Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband