Færsluflokkur: Matur og drykkur
5.3.2008 | 15:03
Þolinmæði
Þolinmæði í pökkum, þolinmæði í pokum, þolinmæði í fernum, þolinmæði með súkkulaðibragði, Þolinmæðislakkrís, þolinmæði í eins og hálfslítra flöskum. Þolinmæði í pillum, þolinmæði á grautinn, þolinmæði á brauðið, þolinmæði, þolinmæði, þolinmæði.
Þolinmæði er tilvalin útflutningsvara til landa múslíma, ef maður gæti búið hana til á Íslandi. Ætli sé hægt að skrá íslenska þolinmæði sem patent. Auðvitað má ekki lauma neinum svínum í þolinmæðina.
Ætli múslímar myndu kaupa íslenska þolinmæði?
Þær eru ekki beint þolinmóðar frelsishetjurnar sem nú mótmæla í Reykjavík með baráttukveðjum frá kammerad Ingibjörgu Sólrúnu. Fólk sem styður hryðjuverkasamtök, sem hefur útrýmingu þjóðar á dagsskrá sinni, hefur heldur enga þolinmæði og óskar ekki friðsamlega lausn mála í Miðausturlöndum. Ráherrar sem senda baráttukveðjur í slíkar samkundur hafa ekki þolinmæði til setu í Öryggisráði SÞ.
Þolinmæði múslíma á þrotum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 6.3.2008 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
1.3.2008 | 08:37
Kryddsíld og kryddaðar fréttir
13. janúar 1981 greindi Morgunblaðið frá því í rammagrein á baksíðu, að Vigdísi Finnbogadóttur hefði verið boðið í kryddsíld af Margréti Þórhildi Danadrottningu, með 200 blaðamönnum þeim til yndisauka við síldarátið. Heimildin var Berlingske Tidende.
Eitthvað blaðamannagrey á Morgunblaðinu var ekki sleipari í dönsku en það, að hann þýddi "krydsild" með kryddsíld og taldi Íslendingum trú um að Vigga væri að fara í kryddsíldarveislu með snaps og hele molevitten. Magga drottning hafði vissulega ekki boðið Viggu í síldargilli, heldur í "krydsild", sem nú á dögum er oft notað um blaðamannafundi, þótt upphafleg merking orðsins sé úr hernaði, þar sem menn gátu lent í því sem þýtt hefur verið tvíeldar á íslensku. Þessi vitleysa Moggans var auðvitað leiðrétt og hörmuð. Þessi meinta kryddsíldarveisla hennar hátignar Margrétar Danadrottningar þótti mér afar fyndin (ég var þá nýfluttur til Danmerkur haustið 1980) og segi ég þessa sögu alltaf þegar ég er með kryddsíld á borðum. Ég þarf ekki einu sinni að krydda hana.
Í gær greindi mbl.is frá því að Ísraelsmenn hótuðu Palestínumönnum helför á Gaza. Heimildin var BBC og fréttin var vel krydduð.
Ég benti á það í gær í athugasemd við frétt netmoggans að frétt BBC hafði verið breytt, að minnsta kosti í tvígang. Í ljós er komið að fréttamenn BBC þekkja ekki notkun og margar merkingar orðsins "shoa" á hebresku. Það orð notaði ráðherra í Ísrael um hugsanlegar aðgerðir á Gaza ef Hamas léti ekki af árásum sínum á saklaust fólk í Ísrael.
Mbl.is er ekki ekki búið að leiðrétta villuna í fréttinni, sem sopin var upp af BBC í gær meðan BBC hélt því enn fram að ísraelski ráðherrann væri að hóta Hamas helför. BBC hafi nú breytt frétt sinni svo varla er hægt að þekkja hana lengur. Mbl.is hefur greinilega ekki fylgst með.
Íslenskir nasistabloggarar, vinstrimenn og aðrir sjúklingar flykktust að til að setja athugasemdir sína við fréttina á mbl.is, og sömuleiðis til að lýsa veiklyndri skoðun sinni á gyðingum og Ísrael. Og það er ekki lítið sem sagt var. Ég fékk m.a. þessa athugsemd við leiðréttingu mína á frétt moggabloggsins í gær:
"Af hverju gat Hitler ekki klárað dæmið og beðið með innrásina í Sovétið á meðan hann hreinsaði betur til í þeim löndum sem hann hafði?????
Nú er reyndar tími fyrir okkur hin að redda þessu"
Ef hægt er að dæma mann í 800.000 króna sekt fyrir einhver afar ómerkileg ummæli um annan mann á moggabloggi, eru svona ummæli þá ekki góð ástæða til þess að benda umheiminum á að Ísland á ekkert erindi í Öryggisráð SÞ. Landið er nefnilega fullt af fólki með meiriogminnimáttákend, svo sem nasistum og kynþáttahöturum. Kveðjurnar sem menn fá við komuna til Nazíslands eru orðnar afar kaldar.
Matur og drykkur | Breytt 2.3.2008 kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
13.2.2008 | 16:09
Kaffihús í Belgíu 2008
Marcel (Marc Mordechai) Kalmann fæddist í janúar 1945 í útrýmingarbúðunum Auschwitz, en er nú bandarískur þegn. Hann ólst upp í Hollandi eftir stríð en fluttist þaðan árið 1978. Hann var nýlega í Belgíu, þar sem hann brá sér á hið fræga kaffihúsið Le Panier d'Or i Brugge og bað um einn kaffibolla. Hann var eini gesturinn á veitingahúsinu, en þar voru tveir þjónar og einn barþjónn. Einn þjónanna kom auga á að Marcel Kalmann var með bænahúfu gyðinga undir hatti sínum og öskraði allt í einu á hann: "Við þjónum ekki gyðingum hér, út - út með þig".
Marcel Kalmann fór undan í flæmingi, og gekk inn á næsta kaffihús, þar sem þjónn aumkaði sig yfir hann. Kalmann kom að sögn þjónsins grátandi inn til hans. Þjónninn, Dean Stalpaert, ráðlagði Kalmann að hafa samband við lögregluna. Hún neitaði að koma og Kalmann varð að fara 3 km leið til að tala við hana.
Þar tók ekki við miklu betri meðferð en á Le Panier d'Or . Lögreglukona dró það sem hann sagði í efa og yfirmaður hennar öskraði að Kalmann yrði að gefa skýrslu á flæmsku. Er Kalmann bað um að skýrsla væri tekin vegna kæru sem hann vildi setja fram vegna gyðingahaturs, upplýsti lögreglumaðurinn hann að slíkt fyrirbæri væri ekki til í Belgíu.
Þetta mál mun nú draga dilk á eftir sér. Marcel Kalmann hefur kært árásina til yfirvalda í Belgíu. Ferðamálayfirvöld í landinu eru miður sín út af því að Le Panier d'Or rukkaði Marcel Kalmann um 6,5 Evrur, eða 650 krónur, fyrir kaffið. Það er þrisvar sinnum dýrara en gengur og gerist fyrir kaffibollann í Belgíu. Ferðamálayfirvöldin hafa hins vegar ekki látið í ljós áhyggjur út af gyðingahatri sem menn eiga greinilega á hættu þegar þeir setjast til að fá sér kaffi á fínasta kaffihúsinu í Brugge í Belgíu.
Neðst á þessari síðu er hægt að horfa á frétt úr flæmsku sjónvarpi um atburðinn, en hann er einnig kominn út í heimsfréttirnar, en að sjálfsögðu ekki til kaffilandsins Íslands, þar sem öllum er þjónað.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2007 | 11:34
Íslandsmissir Dana
Margt bendir til þess að danskir stjórnmálamenn hafi árið 1944 séð eftir því að hafa ekki sölsað Ísland almennilega undir sig og gert landið að nýlendu fyrr á 20. öldinni. Sömu stjórnmálamennirnir fengu sárabætur fyrir Íslandsmissinn. Þeir drekktu til dæmis sorg sinni með því að selja smjör til Þýskalands nasismans. Myndin sýnir þjóðverja skera danskt smjör úr tunnu. Maðurinn með litla, ljóta yfirvaraskeggið, sem stendur og fylgist með smjörskurðinum, er reyndar ekki Hitler. Hitler var grasaæta þótt að grasaætur harðneiti því.
Nýlega rak ég nefið niður í leynileg skjöl danska þingflokksins Venstre dags. 21. apríl 1944. Þau voru að minnsta kosti leynileg árið 1944. Venstre var, eins og fróðum mönnum má vera kunnugt, flokkur sveitanna og meginþorra velstæðra bænda í Danaveldi. Í dag er flokkurinn aðeins straumlínulagaðri og verkamenn geta meira að segja leyft sér að kjósa flokkinn án þess að verða fyrir aðkasti á vinnustað.
Það skjal sem ég fann var sem sagt leynileg greinargerð þingflokks Venstre til meðlima sinna. Af einhverjum ástæðum endaði þessi skýrsla þeirra líka í danska utanríkisráðuneytinu. Skrifin sýna að menn í þessum flokki dauðsáu árið 1944 eftir því að Danir hefðu ekki hafið stórfellda búsetu og landtöku á Íslandi árið 1908 og gert landið að eins konar nýlendu með dönskum herrum og tilheyrandi yfirstétt.
Greinargerðin fjallar að mestu um Ísland og sambandsslitin. Eftir langa lýsingu á sögu þjóðarinnar, séða með gleraugum gamals bónda á Norður Jótlandi, sem hélt ræðu á Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930, er þessu fleygt fram:
"Eftir 1908, þegar samþykktum um Stjórnarskrá Íslands var hafnað af meirihluta Alþingis og eftir öll hin neyðarlegu íslensku mótmæli, hefði það verið gott tækifæri fyrir Danmörku að stuðla að danskri búsetu (Kolonisation) á Íslandi. Íslendingar voru miðað við hjálparhellur þeirra [Dani] mjög fámennir, og áttuðu sig ekki einu sinni á að nýta sér möguleikana. Við höfðum svo að segja kennt þeim næstum því allt".
Höfundur skýrslunnar lýsir harmi sínum yfir því að Danir skuli ekki hafa tekið afgerandi völd á Íslandi, þar sem "lavajorden er frugtbar", og að þeir hafi í staðinn leitað til til Vesturheims þar sem þeir hafi oft lifað erfiðislífi sem skóvarhöggsmenn og síðar í striti við að brjóta land til búsetu á preríunni.
Skjalið byrjar hins vegar á vangaveltum flokksforystunnar í Venstre um sölu landbúnaðarafurða til Englands eftir að stríðinu líkur. Danir, sem í stríðinu seldu Þjóðverjum allar umframafurðir sínar, voru þarna samir við sig. Lætur höfundur greinargerðarinnar sig dreyma um stórt útflutningsátak til Englands eftir stríð. Hann metur stöðuna þannig, að Holland, Svíþjóð, Pólland og baltnesku löndin, sem fyrir stríð áttu 25% markaðsaðild í beikon- og flesksölu á Bretlandseyjum, muni alls ekki geta tekið upp sömu viðskiptahætti fyrr en að mörgum árum liðnum eftir stríðslok. Höfundurinn reyndist sannspár. Hann græddi væntanlega sem bóndi á tá og fingri með því að fóðra þýska herinn með svínum sínum meðan aðrar þjóðir Evrópu voru rændar og myrtar af nasistum.
Svona voru sumir Danir nú spældir - og vitlausir. Þeir sáu eftir því að hafa ekki tekið Ísland almennilega í geng þegar tækifæri gafst fyrir 100 árum síðan. En þeir fengu hins vegar margar rúllur af plástri á sárið um leið og þeir misstu Ísland. Þeir gátu öll styrjaldarárin haft náið samstarf við Þýskaland og selt afurðir sínar til Þjóðaverja á góðu verði og losað sig við nokkra óæskilega flóttamenn ofan í kaupin. Stríðið var ekki neitt gjaldþrot fyrir frændur okkar. Ísland var áhætta sem þeir losnuðu við. En saga sambandsslitanna er vissulega ekki að fullu sögð.
En hvernig hefði það verið að vera danskur þegn á Íslandi árið 2007? Ég er viss um að þjóðfélagsmyndin hefði ekki verið mjög lík þeirri sem við sjáum á Grænlandi í dag. Annars er ekki neitt vit í því að vera að velta sér upp út því hvernig hlutirnir hefðu orðið, ef þeir hefðu þróast á annan veg. Íslendingar eru sínir eigin herrar nú og Íslendingar eru að kaupa ættarsilfur Dana á skipulegan hátt .......
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2007 | 14:00
Ekki fyrr?
Ekki fyrr en byssurnar hafa þagnað? Ljósmynd Mia Farrow.
Íslendingar taka þátt þegar byssurnar þagna, segir talsmaður Utanríkisráðherra. Þetta eru skilaboð utanríkisráðuneytisins til Darfúr. Hundruð þúsundir manna eru fallnar í herferð sem aðeins er hægt að kalla þjóðarmorð. Íslendingar ætla samt ekki að lyfta litla fingri í Darfúr, fyrr en böðlar Allah í Dschumhūriyyat as-Sūdān hafa drepið enn fleiri. Fyrr þagna ekki byssurnar - verið viss um það.
Það hefur sýnt sig, að allar "munnlegar" aðgerðir gegn hryðjuverkum, sem skráðar eru hátíðlega í alþjóðasamþykktir, duga skammt til þess að stöðva morðæði Íslömsku Þjóðarfylkingarinnar í stærsta landi Afríku. Það er verið að berjast í nafni Allah, og þegar það er gert þagna byssurnar ekki fyrr en allir andstæðingarnir liggja í valnum.
Graf sem sýnir tölu myrtra í Darfúr, sem eykst þrátt fyrir "stóra" vísifingurinn og flottu loforðin. Sjá www.reddarfur.dk
Íslendingar telja það hinn nauðsynlegasta hlut að styðja baráttu Palestínumanna, sem margir hverjir vilja koma eina lýðræðisríkinu fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir kattarnef. Miklu nær væri fyrir valkyrjurnar í Utanríkisráðuneytinu að sparka í punginn á Frökkum, Rússum og Kínverjum sem gera böðlunum í Súdan kleift að útrýma aðframkomnu fólki í Darfúr. Rússar selja böðlunum hátæknivopn og Frakkar kaupa olíu af Súdan (sem kann þó að breytast með Sarkozy í embætti forseta).
Þegar byssurnar þagna í Darfúr, eru stjórnvöld í Súdan væntanlega búin að ljúka ætlunarverki sínu. Pútín og pakk hans hafa grætt á tá og fingri og Frakkar aka um á blóði Darfúrbúa og Íslamska byltingin þakkar Íslendingum fyrir aðgerðarleysið.
Íslendingar bíða þangað til og gera ekki neitt. En þangað til geta menn auðvitað skeggrætt um uppáhaldsumræðuefnin sín: þvagleggi, þarmahreinsun og mikilvægi þjóðarinnar á meðal þjóðanna.
Ég leyfi mér svo að minn á, að Íslendingar gerðu heldur ekki neitt til að hjálpa gyðingum í 4. og 5. áratug síðustu aldar. Heldur ekki þegar byssurnar höfðu þagnað.
"To judge by what is happening in Darfur, our performance has not improved much since the disasters of Bosniaand Rwanda," .
"Sixty years after the liberation of the Nazi death camps, and 30 years after the Cambodian killing fields, the promise of never again' is ringing hollow."
Kofi Annan
12.8.2007 | 18:46
A la Carte og skål !
Danir eru heimsþekktir fyrir að vera góðir heim að sækja. Íslendingar kannast við þetta og hafa lært ýmislegt af frændum sínum. Veislur danska sendiráðsins voru rómaðar hér áður fyrr. Þannig var það að minnsta kosti á 4. áratug síðustu aldar.
Fína fólkið í Reykjavík vildi ólmt komast í þessar veislur og þar gerðist ýmislegt frásagnarvert í kytrum og kammerum hvíta kastalans við Hverfisgötu. Það losnaði verulega um málbeinið á íslenskum stjórnmálamönnum í þessum veislum sendiráðsins, og þær voru líka sumpart haldnar til þess arna. Mismunandi vökvi var notaður til að fá upplýsingar upp úr annars fámæltum Íslendingum.
Hér er ein að uppskriftum sendiráðsins til að afla upplýsinga sem ekki var hægt að fá með símhringingu.
Lax með röræg
Carlsberg
Skildpaddesuppe
Amontillado
Tunge i Gelée
Rhinskvin
Lammeryg
Champagne
Gaaseleverpostej
Bourgogne
Nougat-Is
Amontillado
Mokka
Cognac
Ætli maður hafi ekki farið pakksaddur úr svona veislum? Og hugsið ykkur öll ættfræðilegu slysin sem gátu átt sér stað á dívönum og sessilongum sendiráðsins. Ég á því miður engar myndir eða blóðsýni því til sönnunar.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2007 | 14:41
Íslensk afbökun
Ég er nýkominn úr stuttu sumarleyfi til ættjarðarinnar, þar sem ég fór aðeins einu sinni í tölvu til að pota inn bloggi um diska úr Flatey, sem ég átti í handraðanum.
Það var heldur ekki að spyrja af því í þetta sinn, allt á Íslandi er dýrara en hér í Danaveldi, nema að vera skyldi helsta kjarnfóður Íslendinga, sælgætið og ropvatn.
Ekki kemst maður fram hjá hinu daglega brauði á Íslandi, sem hefur farið mjög mikið aftur á síðustu 11 árum. Á þeim tíma hef ég haft tök á því að rannsaka reglulega afturför íslenskrar brauðgerðar. Hér ræði ég ekki um brauð í plasti í stórmörkuðum, enda hafa þau lítið breyst og eru búin til eftir fastri formúlu.
Hvernig er þessari hnignun brauðsins svo háttað, gætu menn spurt. Jú, sjáið til, brauðin og t.d. rúnstykkin á Íslandi hafa stækkað, en ekki þyngst. Það virðist bakað eftir mottóinu: Því stærra, því betra. En í raun er hefur magn hveitis og kjarna ekkert aukist í takt við stærðina. Brauðið er bara loftmeira og er oft eins og hann Svampur Sveinsson í öðru veldi.
Ég fór í ýmis bakarí í von um að finna dönsk rúnstykki eða ítölsk panini, sem bökuð voru á réttan hátt. En allir bakarar virtust vera að baka einhver svampkennd bakkelsi, stór og hlussuleg, full af loftholum. Stundum eru þau kölluð gróf vegna þess að hellt hefur verið handfylli af fuglafræjum ofan á hvelfinguna yfir holrúminu undir. Svo bítur maður í og tannsettið hrinur niður á neðstu hæð eins og tvíburaturnar í New York. Já, það hefur vissulega verið unnið hryðjuverk á brauðly(i)stinní á Íslandi.
Snúðarnir og sætabrauð eru, eins og Íslendingar sjálfir, orðnir stærri en áður var. Þeir kosta auðvitað meira en maður borgar fyrst og fremst fyrir loft og kannski sykurglassúr. Einu sinni bjó Björnsbakarí til afburðargóð Mohn-stykki, alveg eins og þau eru best í Þýskalandi. Nú eru þetta loftkenndar lengjur, sem skornar eru í stykki, og innihalda allt of fá birkisfræ, sem er það sem einkenna á Mohn-stykki. Birkisfræ eru fræ valmúans, sem á þýsku heitir Mohn en ekki Moon eins ég sá í einu bakaríinu í Reykjavík.
Litlu stinnu og góðu rúnstykkin sem ég keypti í Björnsbakaríi, síðast þegar ég bjó á Íslandi, og sem við nutum á sunnudagsmorgnum á svölum þakíbúðarinnar okkar á Neshaganum, eru orðin af stórum hlussum með lofthvelfingum á stærð við Péturskirkjuna í Róm.
Ég fór einnig í bakarí og konditorí, sem kenna sig við danskan bakstur. Ekkert var þar að finna sem minnt gat á góða danska brauðgerð. Hér verð ég að gæta sanngirni. Dönsk brauðgerð getur einnig verið misjöfn, en menn geta þó fundið bakarí, sem ekki selja loft og volume, eins og íslenskir bakarar.
Öll íslensk bakarí (í Reykjavík) virðast baka eins, utan einn bakari, sem óþarfi er að nefna, sem víst kallar sig brauðhönnuð eða eitthvað svoleiðis, og sem selur sín brauð sem hönnun og heilsubrauð á uppsprengdu verði. Þau eru nógu helvíti góð, en manni er illt í buddunni eftir að hafa keypt þau. Drengurinn sá rekur ekki alþýðubrauðgerð, en er að gera góða hluti.
Eitt sinn kom ég til Ísafjarðar fyrir svona 11 árum og fór þar í afburðabakarí, sem hafði varðveitt allar bestu dönsku hefðirnar. Eða voru þær kannski þýskar? Það skiptir ekki máli, en þar voru í gangi uppskriftir sem Íslenskir bakarar mættu stæla í stað þess að vera baka loftsnúða á stærð við stærstu kúadellur eða náhvít "ítölsk" stykki, sem líkjast hvíta nábrauðinu sem Bretar nörtuðu í aldir, áður en þeir uppgötvuðu að hægt var að baka annars konar brauð.
Ég held að ég sé búinn að greina meinið fyrir afbökuninni í brauðgeiranum á Íslandi. Ég held að vandinn sé, að allt sé að blása upp og út á Íslandi. Þar er andleg verðbólga. Rúnstykkin verða að vera stór í stíl við bílana sem stækka ört. Vegirnir verða að stækka í takt við bílana, sem ekki lengur passa á vegina. Bigger is better er greinilega orðið Faðirvor á Íslandi. Íslendingar eru að stækka og allt stækkar með og hækkar, sérstaklega verðið.
Munið líka að maðurinn lifir þó ekki af einu saman brauði .... heldur ekki sá sem rausar hér.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2007 | 18:00
Brot úr sögu Flateyjar
Þegar ég sá viðtalið við Ragnar Edvardsson fornleifafræðing nýverið, var mér hugsað til annarrar fornleifarannsóknar, sem vegna fjárskorts var aldrei kláruð. Það var rannsókn á flaki hollenska skipsins Melkmeyt, Mjaltastúlkunnar, sem sökk við Flatey á Breiðafirði árið 1659.
Skipið var hlaðið varningi, líklegast vöru sem skipverjar seldu vel álnuðum Íslendingum til að drýgja hlut sinn. Skip, eins og það sem lagðist að við Viðey, var líklega á ferð til ýmissa hafna Hollendinga á norðurslóðum til að sækja lýsi og fisk. Mesta magn leirkera, sem fundist hafa í einni og sömu fornleifarannsókninni á Íslandi, fannst við köfun dr. Bjarna F. Einarssonar og félaga niður á flakið árið 1993 (sjá skýrslu Bjarna í Árbók hins íslenska Fornaleifafélags árið 1993), en ég var að nafninu til stjórnandi rannsóknarinnar, enda landkrabbi.
Einhvern veginn svona leit Melkmeyt út áður en hún sökk
Leirkerabrotin í Melkmeyt eru miklar gersemar. Flest leirkerabrotin úr Melkmeyt eru hollensk að uppruna. Melkmeyt er í raun "Gullskipið". Öll leit af Het Wapen van Amsterdam var út í hött.
Ég fór árið 1995 gagngert til Hollands með brot af nokkrum leirmunum, sem mig grunaði að gætu verið lengra að komin en úr Harlem og Delft eða nærliggjandi plássum í Hollandi, þaðan sem meginþorri leirtausins er ættaður. Í Amsturdammi gekk þar á fund sérfræðings, sem heitir Jan M. Baarts. Jan samþykkti að skoða leirkerabrotin og myndir af öðrum brotum sem honum yrðu send. Hann var á sömu skoðun og ég. Skipverjarnir á Melkmeyt ætluðu greinilega að selja Íslendingum gæðadiska frá Ítalíu. En septembernótt árið 1659 gerði mikinn storm á Breiðafirði og eldur braust út um borð á Melkmeyt, sem kom í veg fyrir frekari sölumennsku skipverja.
Brotið hér að neðan er frá Norður-Ítalíu. Áður en ítölsku diskabrotin fundust í Flatey, höfðu sérfræðingar í Hollandi aldursgreint þessa tegund leirtaus til 1650-1660. Aldur brotanna í flaki Melkmeyts passar eins og flís í rass á þeirri aldursgreiningu og gerðafræði annarra forngripa í flakinu.
Brot af ítalskri skál sem fannst í flaki Melkmeyt við Flatey
Samkvæmt Kjósarannáll tókst meðal annars að bjarga hrísgrjónum úr flakinu og hafði áhöfnin þau til matar um veturinn, en Íslendingar gaukuðu að þeim öðru matarkyns og hafa vonandi fengið hrísgrjónagraut hjá Hollendingum og smá jenever sem þakkir fyrir hjálpina við skipbrotsmennina.
Gaman væri að heyra álit manna á því hvort ekki sé kominn tími til að klára rannsóknina í Viðey.
Þetta væri verkefni sem íslensk stórfyrirtæki gætu með góðu móti styrkt. Heyri ég gjarnan frá einu þeirra.
Býflugan vinnusama. Hana er að finna á nokkrum brotanna úr Melkmeyt
Diskur með skreyti þar sem líkt er eftir kínversku postulíni
© dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur
3.6.2007 | 06:30
Trúarfasisti, Hallelúja!
Í gær komst ég í tölu trúarfasista. Ævar Rafns Kjartansson dæmir mig og aðra og skrifaði:
"Það er aumt þegar þið trúarfasistarnir verjið gerðir gyðinga sem hafa verið úthrópaðar af öllum hinum siðmenntaða heimi en verndarvængur Bandaríkjanna heldur enn á floti. Enda stærsti kaupandi vopna frá þeim auk þess sem bandarískum fjölmiðlum og afþreyingariðnaði er að mestu stýrt af gyðingum sem vilja ekki flytja til Ísrael en kaupa sitt aflátsbréf með stuðningi."
Þessi orð Ævar Rafns sýnir að sjálfsögðu hvað hann er sjálfur. Hann dæmir sig best sjálfur, eins og aðrir stuðningsmenn hryðjuverka og öfgastefnu.
Þessi Stóri Dómur Ævars féll vegna þess að ég hef dregið heilbrigðið í tillögu Vinstri Grænna um að vilja stjórnmálasamband við Hamas í efa. Þá ritaði Ævar um barnamorð Ísraelsmanna. Það er mjög algeng athugasemd hjá þeim sem skilja Hamas, sem þó oftast gleyma því að blessuð börnin tína lífi sínu vegna þess að þeim er beitt sem vopnum í eldlínunni. Vinir Hamas vilja helst ekki heyra um börnin sem vinir þeirra myrða. Tilfinningataugin í Ævari er ekki eins fín þegar honum eru sýnd börn saklausra Ísraelsmanna, gyðinga, sem verða fyrir "frelsisbaráttu" Palestínumanna, múslima, sem Ævar og hans líkir segjast skilja. Börn Palestínumanna sem myrða og deyja í stríðinu eru frelsishetjur, en börn gyðinga eru augljóslega fórnarlömb frelsisbaráttu sem er skilin og studd af Ævari og hans félögum á Íslandi.
Hvers konar fasisti er svo Ævar Rafn, ef við hin erum trúarfasistar? Kannski auðtrúa fasisti? Veltið því fyrir ykkur, og svo getur Ævar horfst í augu við börnin sem uppáhaldsfrelsisbaráttan hans hefur myrt. Ætli hann skilji það sem gerst hefur og geti skammast sín?:
17.5.2007 | 15:34
Lömbin í mónum, leika þau sér
Treystið mér, nýsjálenska kindin kemst vart með klaufirnar, þar sem íslensku rollurnar fella spörðin.
Ég hef étið þennan andfætluóþverra, og stundum borið fram. Oftast er ekki annað að hafa á dönskum stórmörkuðum.
Ef ég fæ ekki íslenskt lambakjöt í Danmörku, kaupi ég frekar skoskt, danskt eða sænskt lambakjöt, sem er slátrað upp á gamla mátann. Það fæst í verslunum gyðinga eða múslima, og er það miklu betra en það sem hefur verið flutt yfir hálfan hnöttinn sem "ferskt" kjöt. Hugsið ykkur CO2 útleiðsluna við að koma 1 kg af rollu frá Nýja Sjálandi á markað á Íslandi. Það er hreinlega út í hött.
Ef Móa fuglinn stóri er enn til á Nýja Sjálandi, eins og sumir halda, ættu Aðföng og Ferskt kjöt hiklaust að flytja hann inn ferskann. Það vantar greinilega kjöt. Meira kjöt.... grilla, grilla ....meiri sósu - já sósu líka, og helst innflutta.
Prófessor með "Móa kjúkling"
Ráðuneytið hafnaði innflutningi kindakjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 1352817
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007