Leita í fréttum mbl.is

Kaffihús í Belgíu 2008

  Belgian Coffee

Marcel (Marc Mordechai) Kalmann fćddist í janúar 1945 í útrýmingarbúđunum Auschwitz, en er nú bandarískur ţegn. Hann ólst upp í Hollandi eftir stríđ en fluttist ţađan áriđ 1978. Hann var nýlega í Belgíu, ţar sem hann brá sér á hiđ frćga kaffihúsiđ Le Panier d'Or i Brugge og bađ um einn kaffibolla. Hann var eini gesturinn á  veitingahúsinu, en ţar voru tveir ţjónar og einn barţjónn. Einn ţjónanna kom auga á ađ Marcel Kalmann var međ bćnahúfu gyđinga undir hatti sínum og öskrađi allt í einu á hann: "Viđ ţjónum ekki gyđingum hér, út - út međ ţig".

Marcel Kalmann fór undan í flćmingi, og gekk inn á nćsta kaffihús, ţar sem ţjónn aumkađi sig yfir hann. Kalmann kom ađ sögn ţjónsins grátandi inn til hans. Ţjónninn, Dean Stalpaert, ráđlagđi Kalmann ađ hafa samband viđ lögregluna. Hún neitađi ađ koma og Kalmann varđ ađ fara 3 km leiđ til ađ tala viđ hana.

Ţar tók ekki viđ miklu betri međferđ en á Le Panier d'Or . Lögreglukona dró ţađ sem hann sagđi í efa og yfirmađur hennar öskrađi ađ Kalmann yrđi ađ gefa skýrslu á flćmsku. Er Kalmann bađ um ađ skýrsla vćri tekin vegna kćru sem hann vildi setja fram vegna gyđingahaturs, upplýsti lögreglumađurinn hann ađ slíkt fyrirbćri vćri ekki til í Belgíu.

Ţetta mál mun nú draga dilk á eftir sér. Marcel Kalmann hefur kćrt árásina til yfirvalda í Belgíu. Ferđamálayfirvöld í landinu eru miđur sín út af ţví ađ Le Panier d'Or rukkađi Marcel Kalmann um 6,5 Evrur, eđa 650 krónur, fyrir kaffiđ. Ţađ er ţrisvar sinnum dýrara en gengur og gerist fyrir kaffibollann í Belgíu. Ferđamálayfirvöldin hafa hins vegar ekki látiđ í ljós áhyggjur út af gyđingahatri sem menn eiga greinilega á hćttu ţegar ţeir setjast til ađ fá sér kaffi á fínasta kaffihúsinu í Brugge í Belgíu.

Neđst á ţessari síđu er hćgt ađ horfa á frétt úr flćmsku sjónvarpi um atburđinn, en hann er einnig kominn út í heimsfréttirnar, en ađ sjálfsögđu ekki til kaffilandsins Íslands, ţar sem öllum er ţjónađ.

 

Nazi café Brugge
Le Panier d'Hitler

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ljótt er ađ heyra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 17:09

2 identicon

Viđbjóđur, ég trúi ţessu upp á belga, einasta skiftiđ sem ég hef lent í mismunun var í Brüssel vegnaţess ađ ég talađi ekki frönsku. Međ beztu kveđju.

bumba (IP-tala skráđ) 13.2.2008 kl. 18:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband