Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
12.7.2009 | 13:09
Tyrkneskt vor á Íslandi
Um daginn var ég að kaupa smáræði hjá tyrkneska kaupmanninum mínum. Rak ég þá upp stór augu, þegar ég sá tímaritið Bahar (Vorið) á afgreiðsluborðinu og framan af því íslenska fánann, mann svipaðan Bubba að veiða úti í miðri á og svo stóð IZLANDA, Atesin buzla dans ettigi, krizin vurdugu ülke.
Inni í blaðinu var svo heilmikil grein eftir Mehmet Bayhan, mynd af honum á köldu klaka í Jökulsárlóni, mynd af vörum sem fallið höfðu úr hyllum í verslun í jarðskjálfta og svo myndir frá komu Bülent Arınç, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands á Íslandi, þar sem hann sat fund ráðherra Evrópuráðsríka um um fjölmiðla og samskipti. Sá fundur var dagana 28-29 maí sl.
Í heimssókn sinni hafði ráðherrann og fylgdarlið hans tíma til að hitta Tyrki sem búa á Íslandi, og var tekin mynd af þeim við Tjörnina.
Ég hafði samband við einn ritsstjóra Bahar, Hasan Cücük, sem greindi mér lítillega frá innihaldi greinar Mehmets Bayhans. Bayhan, sem hefur áður hefur komið til Íslands, lýsir Íslendingum sem vingjarnlegri og hjálplegri þjóð, og skrifar að landið sé yndislegt þrátt fyrir kreppuna.
Blaðið Bahar (Vorið) hefur komið út í 9 ár, 11 mánuði á ári, en nýlega breytti blaðið um mynd. Það var áður prentað á dagblaðapappír en er nú litríkt mánaðarblað á la Mannlíf. Blaðið er selt eða því dreift um öll Norðurlöndin.
Það er gaman af svona greinum. Manni hlýnar um hjararæturnar þegar einhverjum þjóðum þykir vænt um Ísland, sérstaklega nú í kreppunni.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2009 | 11:30
Lithaugaland 1000 ára
Lithaugland er 1000 ára í ár, og er formlega haldið upp á það í dag með pomp og prakt. Ég hef komið nokkrum sinnum til Litháen og höfuborgarinnar Vilnu. Ég kann vel við Litháa. Vilníus er líka menningarhöfuðborg Evrópu í ár. Kannski á ég eftir að fara þangað aftur í ár?
Forseti Íslands og frú Dorrit hafa nú setið í dómkirkjunni í Vilnu og gengu rétt áðan úr kirkju og það var klappað fyrir þeim og öðrum þjóðhöfðingjum. Ólafur og Dorrit gengu út úr kirkjunni eftir rauðum dregli út á torgið við dómkirkjuna, þar sem þeim og öðrum þjóðhöfðingjum var hælt í hástert og forseti Lithaugalands Valdus Adamkus hélt ræðu gestunum til heiðurs.
Horfið með því að klikka hér: http://www.lrt.lt/standalone.php?channel=234940&quality=high í dag
Við vitum, að Ólafur Ragnar Grímsson stendur þarna í Vilnu á Lithaugalandi og hugsar um þjóð sína og um Icesave-frumvarpið, sem hann ætlar að stöðva þegar hann kemur heim.
Vilna á sér líka langa sögu, oftast glæsilega, en einnig afar sorglega. Til dæmis í síðari heimsstyrjöldinni og undir járnhæl Sovétríkjanna. Myndin hér fyrir neðan lýsir lágmenningu í Vilnu árið 2008 og myndina að ofan tók ég árið 2006 yfir lítinn hluta þessarar gullfallegu borgar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2009 | 16:23
Alveg brjáluð helgi
Það virðist allt vera að fara til fjandans á Íslandi. Sneyptur fjármálaráðherra gerir Icesave deiluna að einhverri sveitastjórnarpólitík, vegna þess að Davíð vaknaði upp frá dauðum eins og draugur með franska skýrslu (Trichet skýrsluna) í höndunum. "Bööh", og Steingrímur J. er alveg í rusli. Enda rík ástæða. Hann og ríkisstjórnin hafa leikið illilega af sér. Upplýsingastreymi eru máttarstoðir nútímalýðræðis. Það þýðir ekkert að leika sér í DDR-sandkassaleik eins og ríkisstjórnin hefur gert hingað til.
Madame Joly vill láta reka Valtý Sigurðsson. Hún er greinilega ekki með nógu skýra starfslýsingu. Það er ríkisstjórnin sem setur Valtý úr embætti - ekki madame Joly. Á ekki að gefa Joly áminningu. Er hún ekki ríkisstarfsmaður?
Isesave reikningshafar í Hollandi ætla nú að fara í mál við íslensk yfirvöld, á grundvelli skýrslu sem hollenskir prófessorar hafa skrifað. Ég hef lýst undrun yfir því að skýrsla þessi væri ekki með í upplýsingapakka íslensku ríkisstjórnarinnar. Ég tel mig hafa rétt fyrir mér um galla hennar. Skýrslan er skaðræðis plagg, en hún hefur ekkert upp á sig ef Trichet skýrslan frá 2000 er lesin.
Ég sendi Gerhard van Vliet, formanni snuðaðra Hollendinga, Trichet-skýrsluna áðan og vona að hann og félagar hans lögsæki sína eigin ríkisstjórn í staðinn fyrir íslenska ríkið. Ég velti oft fyrir mér hvaða Hollendingar væru svo vitlausir að setja peningana sína í Icesave. Mér sýnist þetta vera the greedy generation", fólk fætt eftir 1960. Hollendingar eiga sjálfir banka í fremstu víglínu í heiminum. Hvernig dettur heilvita Hollendingi í hug að hægt sé að ávaxta peninga betur í íslenskum banka en í hinu dyggðuga Hollandi? Ég á ekki gyllini né evru!
Svo kom Lars Christensen, Danske Bank, með hollráð um að við ættum að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Ætli það sé ekki bara besta frétt helgarinnar? Hollráð.
Johan Barnard, samningastjóri Hollenskra yfirvalda, skrifaði mér m.a. í dag: I believe you will understand that I consider the Icesave agreements that are being debated in Althingi to be fair and that I am confident, they will therefore be accepted.
Barnard getur haldið það sem hann vill, en nú eru bæði þúsundir Íslendinga og Hollendinga sem ekki sjá mikla glóru í samkomulaginu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2009 | 07:29
Total Makeover Bitch ræðst á Dorrit í London
Loksins önnur agúrka en bútun Michaels Jacksons eða Iceseve-lygar ríkisstjórnarinnar. Það er einfaldlega ekki á hverjum degi að forsetafrú á Íslandi kemst í heimsfréttirnar. Þessu ber að fagna.
Dorrit, sem ég hélt að væri á Bessastöðum sem stoð og stytta eiginmanns síns sem allir forsmá og ofsækja, á víst líka erfiða daga. Einhver dómadags Makeover bitch, sem býr í næsta stigagangi við Dorritu í London, var með svo lélegar pípur og klóak, að Thames fór að renna yfir til Dorritar. Sú endurgerða, Tiggy Butler, hefur ásakað Dorrit um húsbrot, ósæmilegt orðbragð og meira til.
Samkvæmt fréttum DailyMail er þetta orðið að dómsmáli. En sem betur fór fyrir okkar frú, hefur sú endurgerða, sem er innanhússhönnuður, dregið mikið af ásökunum sínum til baka og hefur þurft að borga Dorrit 80% af skaða þeim sem hlaust af þegar vatnið úr baðinu hennar fór yfir til Dorritar, og eyðilagði íslenska lopann hennar.
Greinilegt er, ef dæma skal út frá þessu máli, að Dorrit er skapstór, og er það plús fyrst maðurinn hennar er gunga, t.d. enn ekki búinn að blanda sér í og stöðva Icesave-frumvarpið.
Dorrit er þó ekki alveg eins skapstór og Tiggy Butler heldur fram, en Tiggy laug því til dæmis að Dorrit hefði vippað sér yfir 2 metra vegg yfir til sín til að skipta sér að lekanum. Þetta segir Dorrit ómögulega fjarstæðu, þar sem hún var á hækjunni daginn sem þetta átti að hafa gerst. Hún hefur aldrei stokkið hærra en 1,84 síðan á Makkabí leikunum í Herzlia árið 1971. Old Baily trúði heldur ekki á söguna um vegginn og stökkið, þótt alvitað sé að Dorrit geti stokkið upp á nef sér.
Það geta auðvitað allir séð á myndinni hér að ofan, að kerlingin í næsta húsi við Dorrit er algjört bitch, með gervibrjóst og gervibakgrunn. Dorrit var nú líka fljót að taka hana með sniðglímu á lofti fyrir að hafa vætt lopann sinn. Hún sagði: "Ég þekki ekki Tiggy en ég þekkti áður kærasta hennar Tony Ryan sem er heillandi maður". Þannig skrifar http://www.visir.is/ að minnsta kosti. Tony var kannski heillandi, því hann hefur ekki flogið mikið síðan 2007 er hann fór í hinstu flugferðina - ef þið skiljið hvað ég er að fara.
Ég segi bara eitt. Það er gott að Dorrit á ekki nágranna á Íslandi. Ég ætla að taka hús á hana síðar í mánuðinum. Ætla að skoða demanta fyrir konuna mína. Já, það eru ekki allir sem voru með Icesave reikning... þótt kúlulánið hafi leikið við marga.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.7.2009 | 20:50
Danskur njósnari á íslensku vegabréfi
Til er upptaka af viðtali við einn helsta njósnara CIA í Danmörku, Niels Arne Frommelt (1921-2008), sem áhugamaður um sögu hefur tekið upp. Niels Arne Frommelt lýsir því yfir að hann hafi notast við íslenskt vegabréf þegar hann vann fyrir CIA utan Danmerkur. Frommelt hefur sagt frá því að hann hafi við störf sín erlendis, m.a. í Sviss og víðar, gengið fyrir að vera Íslendingur, n.t. íslenskur kaffikaupmaður, Einar Guðmundsson að nafni . Vegabréfið hafði hann fengið frá "Amerikanerne på Island", en á Íslandi hafði Frommelt aldrei verið. CIA keypti svo kaffi á uppsprengdu verði til að halda leynd yfir þessum "kaffikaupmanni" frá Íslandi, sem hafði sérstakt heimilisfang og íbúð í Kaupmannahöfn skráða á "Einar Guðmundsson".
Heimildamaður minn tjáir mér, að þegar Íslendingar hafi haft samband við eða hitt fyrir "Einar Guðmundsson", hafi Frommelt skýrt algjöra vankunnáttu sína á Íslensku með því að hann hefði flutt ungur til Danmerkur og hefði því aldrei lært íslensku.
CIA notaði "Einar Guðmundsson" þó nokkuð í öðrum löndum en Danmörku, því hann þótti einstakur "hlerari". Hann mun m.a. hafa hlerað í Genf og Vín, og m.a. sendinefndir Norður-Kóreu. Hann er þó mest frægur fyrir hleranir sínar á samtölum danskra kommúnista.
Þjóðsjalasafn Íslands getur ekki fundið neinn Einar Guðmundsson í Kaupmannahöfn í gögnum varðandi íslensk vegabréf frá tímabilinu 1942-1984, sem passað gæti við Frommelt.
Getur verið að CIA hafi haft aðgang að, eða stolið/falsað íslensk vegabréf fyrir njósnara sína? Íslendingar voru örugglega talin saklaus grey, sem enginn grunaði um græsku fyrr en þeir voru settir á breskan hryðjuverkalista.
Meira um þetta mál síðar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.7.2009 | 13:34
Í boði ríkisstjórnar alþýðunnar
Í mars 2008 kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hér til Hafnar og hélt fund um ágæti íslenskra glæpamannanna sem við eigum nú að borga skuldirnar fyrir að mati sjálfsmorðsríkisstjórnarinnar sem nú stýrir Íslandi. Ingibjörg blessunin mátti auðvitað vart vera að þessu, því hún var að undirbúa setur Íslands í Öryggisráðu SÞ. En hún hafði Sigga Einars með sér í bandi. Árið 2006 sagði Svavar Gestsson við Danska fjölmiðla:"der er ikke noget grundliggende galt med vores økonomi" og skammaðist yfir greinum í dönskum dagblöðum og áliti danskra efnahagssérfræðing. Maðurinn sem hafði rangt fyrir sér árið 2006-2008 var látin stýra samningum um Icesave skuldina. Það hlýtur að hafa hvarflað að mönnum að sendiherrann í Kaupmannahöfn gæti líka hafa dæmt rangt og ger mistök í samningaviðræðum sínum árið 2009.
Þessi samningur um Icesave, sem er svo rómaður af flokkum sem telja sig tala máli alþýðufrelsis, var vanhugsaður eins og allt sem vinstri menn á Íslandi virðast gera þessa stundina. Afarkostir "alþýðustjórnarinnar" í Icesave málinu er ekkert annað versta klámhögg gegn íslenskri alþýðu fyrr og síðar.
Um daginn renndi ég svo augunum yfir þau skjöl sem íslenskum stjórnvöldum þótti vert að sýna almúganum á Fróni. Mér sýndist vanta nokkuð og ritaði því Johan C. Barnard aðstoðaryfirmanni markaðsdeildar viðskiptaráðuneytis Hollands. Ég hlakka til að fá svar frá hr. Barnard, áður en hann hættir í viðskiptaráðuneytinu. Ég bætti við nokkrum upplýsingum um kollega hans á Íslandi. Ætli Barnard hafi nú ekki menntun eða vit á því sem hann var að semja um? Þarf ekki líka íslenskur samningamaður fyrir stærstu skuld íslenskra glæpamanna sem um getur, að hafa betri menntun, samningavit, sem og laga- og fjármálaþekkingu en t.d. seðlabankastjóri.
Johan C. Barnard
Plv. Directeur Financiële Markten,
Ministerie van Financiën
Korte Voorhout 7
2511 CW Gravenhage
Dear Mr. Barnard,
I am an Icelandic citizen, one of whom the present government in Iceland is trying to make liable for devastating consequences of a financial scam, committed by odd Icelandic "bankers" in the Netherlands and the UK.
Before you leave for your new office at the Ministry of Environment, I would like to know what happened, what was decided upon and receive a referendum/minutes from the meeting you as a representative of the Dutch authorities had with Mr Svavar Gestsson, the Icelandic Ambassador in Denmark and chairman of the Icelandic Negotiation Committee on ICESAVE, which he proposed should be held in his residence in Copenhagen on 15 April 2009.
I also would like to receive the "onderzoeksrapport on ICESAVE written by prof.mr. A.J.C. de Moor - van Vugt en prof.mr. C.E. du Perron of the Centrum voor Financieel Recht van de Faculteit der Rechtsgeleerdheid van de Universiteit van Amsterdam. Is this report available in English and has it been presented to the Icelandic authorities or the Icelandic Negotiation Committee on ICESAVE?
Just for the record. As an Icelandic citizen, who has been made liable for the criminal acts of Icelandic "bankers" in the Netherlands, which were not detected in time by the Dutch Financial Supervisory Authority, I would like to state, that I do not recognize the rights and ability of Mr. Gestsson to negotiate on my behalf. I doubt that the Dutch would allow a man, who never completed law studies at the University [of Iceland], and who otherwise only completed courses at the Parteihochschule Karl Marx, Institut für Ausländerstudium in Berlin, DDR (1967-8). Those are actually the only educational credentials of Mr. Gestsson, the man who chaired the Icelandic negotiation committee on ICESAVE and produced the "contract" with the Netherlands and the UK, which I personally believe will be rejected promptly in the Icelandic Parliament and by the Icelandic public.
Yours Sincerely,
ICESAVE FYRIR FÓLKIÐ
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2009 | 08:50
Kann ekki einu sinni samningaensku
Allt Icesave málið verðu sífellt augljósara, sérstaklega slæleg frammistaða íslensku samninganefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar sendiherra (á framlengingu) í Kaupmannahöfn. Megabloggarinn Jón Valur Jensson birtir úrdrátt úr viðtali á Útvarpi Sögu við Magnús Thoroddsen hrl og fyrrverandi forseta Hæstaréttar, sem sagði:
Það er kannski skrýtnast í sambandi við þetta, að þessi maður [Svavar Gestsson] hafði verið valinn sem formaður í nefndinni. Hann er hvorki lögfræðingur né, að því er égveit, haft nokkra reynslu í sambandi við samninga af þessu tagi. Og ég vil bara leggja áherzlu á það, að enskt lagamál, það er allt öðruvísi heldur en venjuleg enska. Og menn, sem kunna að vera góðir í enskri tungu, þeir skilja ekki samninga á ensku, alls ekki til fullnustu, að minnsta kosti, ég fullyrði það." (zeturnar er í boði Jóns Vals)
Þetta er líklega rétt hjá Magnúsi. Ekki lærði Svavar samningaensku við HÍ þau ár sem hann kallaði sig stud. jur. Á PHS, Parteihochschule Karl Marx(Rotes Kloster) am Köllnischen Park, i Berlín lögðu menn áherslu á nómenklatúru og Volkswirtschaftslehre, en ekki samningaensku. Þeir sem voru á Institut für Ausländerstudium (Ernst Thälmann Institut hjá Johnny Norden) gætu hugsanlega hafa sótt kúrsa á Lehrstuhl Politische Ökonomie des Kapitalismus, en ekki til annars en að nema þar ókosti og dekadansa Kapítalismans. Sem sagt, engin samningaenska, aðeins kommúnistískt orðagjálfur.
Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar fólk með potta, pönnur og nómenklatúr ringulreiðarinnar hefur sett ómenntaðan" seðlabankastjóra af, legg ég til að búsáhaldadeildin ærist dulítið yfir manni sem kann meira í kommúnistískum nómenklatúr en samningaensku, en sem á að hafa fyrir okkur vitið í mikilvægustu ákvörðun sem þjóðin hefur þurft að taka.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2009 | 18:09
Er Ögmundur kominn á breytingaraldurinn?
Nú lýsir hann yfir stuðningi við ESB-aðildarviðræður, já meira að segja aðildarumsókn í allri sinni dýrð. Miklar breytingar eru greinilega yfirvofandi. Ögmundur lýsir, eins og kunnugt er, gjarnan yfir stuðningi við Hamas og Hizballah, sem ESB skilgreinir sem hryðjuverkasamtök. Mikið verður Mundi að breyta sér til að komast inn í ESB. Það þýðir ekkert að vera stuðningsmaður Hamas, þegar maður vill aðild að ESB. Ég sé fyrirsögnina fyrir mér í stórblöðum Evrópu: Icelandic EU application spokesperson supports Hamas - Nei, það gengur auðvitað alls ekki.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 13:37
Icelandic Trash
Tvær ESB-þjóðir eru að gera Íslendinga að ruslaralýð, sem á endanum fer á vergang og verður flóttamannalýður í ESB löndunum.
Fitch, Moody's og Standard og Poor's eru að sögn bölmóðra stuðningsmanna ríkisstjórnarómyndarinnar okkar, að setja Íslendinga í ruslaflokk. Við erum að verða að skrásettum ruslaralýð. Nokkrir Mammonsrunkarar hjá þessum matsfyrirtækjum hafa lýðveldið okkar í höndum sér. Okkur verður rusluð út um allar jarðir, þegar þeir eru búnir að ljúka sér af.
Við kusum nefnilega yfir okkar ruslastjórn, sem lét 3. flokks ruslakommúnista með flokksþjálfun frá DDR ganga frá ruslasamninga við Breta og Hollendinga, þar sem við verðum urðuð á ruslahaugi sögunnar, því Landsbankaeignir eru svo mikið rusl, að þær ná aðeins upp í 83% skulda sem ríkisstjórnin ætlar að neyða Íslendinga til að greiða Bretum og Hollendingum. Var nema von að Bretar og Hollendingar vildu ekki láta ruslþjóðina sjá neyðarlega samninginn? Það var stór hætta á því að einhverjir meðal ruslalýðsins áttuðu sig á því hvað um væri að vera.
Eignir Landsbankans rýrna enn meira ef við verðum sett í öskuna af skrásettum ruslaralýð í boði Fitch, Moody's og Standard og Poor's.
Íslenskur ruslalýður verður að sætta sig við að Herraþjóðirnar í Evrópu, sem tókst að sameinaða það sem Hitler mistókst, valta yfir 300.000 manna þjóð, sem var svo einföld að hún lét nokkra gráðuga gauka velta hagkerfi sínu. Herraþjóðirnar í ESB, sem af og til hella peningum í hryðjuverkalið í Palestínu til að ganga frá lýðveldinu Ísrael (og ljúka verki Hitlers), vill nú mergsjúga Íslendinga út af sparireikningum gráðugra Hollendinga og Breta, sem trúðu því að í ruslaríkinu Íslandi væru til menn sem breytt gætu lofti í peninga. Það er þá ekki bara annars flokks þjóð og ruslararlýður sem trúir á slík ævintýri?
Íslendingar, sem gefast upp, geta svo hæglega sótt um hæli sem flóttamenn í ESB og skýrt umsókn sína með að að Hollendingar og Englendingar hafi þvingað þá frá heimilum sínum og ættjörð vegna meintra hryðjuverka nokkurra aðila sem stóðu á bakvið ICESAVE-svindlið.
Flytjum öll til ESB og krefjumst hælis vegna valdbeitingar og fjármálaþvingana ESB ríkja. Við munum örugglega fljótlega fá aðstoð frá ESB löndum. Gervilimina eigum við á lager.
Burt með ríkisstjórnina
Burt með Icesave þrælasamninginn
Burt með hugaróra um ESB-aðild (ESB safnar ekki rusli)
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.6.2009 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2009 | 20:36
Ijsschavers
Henk van der Dijk lögfræðilegur ráðunautur hollensku stjórnarinnar, lýsti því yfir í kvöld, að ef Íslendingar gætu ekki greitt Icesave skuldina, væru Hollendingar tilbúnir með lista yfir það sem þeir vildu eignast á Íslandi. Van der Dijk lýsti því yfir, að hann teldi öruggt að Hekla, Gullfoss og Geysir væru þar ofarlega á lista.
Pick Zakkewasser, listfræðingur og aðstoðarmaður Henk van der Dijk, taldi af og frá, að taka við Kjarvalsmálverkum upp í skuldir Íslendinga. "Kjarval hefði einfaldlega ekki málað nógu mörg málverk".
Aðstoðarmaður Picks, Engerd de Hoerejong, lýsti því yfir að Hollendingar væru auðvitað himinlifandi yfir því að hafa lent á mesta fífli sögunnar, sem stýrði samningunum fyrir hönd Íslendinga. Af þeim sökum kæmi ekki til mála að flytja Íslendinga á fæti til Hollands til að vinna við annað en drátt pramma. Ljóshærðar og vel vaxnar konur gætu þó alltaf fengið vinnu við drátt líka, enn allt fé sem þær ynnu sér inn færi vitanlega beint upp í skuldir.
Nei, lesendur mínir, allt gaman til hliðar. Hollensk yfirvöld hjálpuðu nasistum til að myrða bróðurpart gyðinga Hollands, og hafa aldrei greitt skaðabætur né beðist afsökunar. Svo eiga Íslendingar að fara að skuldbinda sig eins og þrælar.
Hollendingar vilja eignast Ísland, því að Holland er að sökkva í hafið .. og öfgalýð.
Godverdomme Nederlanders - Stop het Ijschave in je nauwe gaatje !
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 224
- Frá upphafi: 1354501
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 189
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007