Leita í fréttum mbl.is

Kann ekki einu sinni samningaensku

Honni
 

Allt Icesave máliđ verđu sífellt augljósara, sérstaklega slćleg frammistađa íslensku samninganefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar sendiherra (á framlengingu) í Kaupmannahöfn. Megabloggarinn Jón Valur Jensson birtir úrdrátt úr viđtali á Útvarpi Sögu viđ Magnús Thoroddsen hrl og fyrrverandi forseta Hćstaréttar, sem sagđi:

„Ţađ er kannski skrýtnast í sambandi viđ ţetta, ađ ţessi mađur [Svavar Gestsson] hafđi veriđ valinn sem formađur í nefndinni. Hann er hvorki lögfrćđingur né, ađ ţví er égveit, haft nokkra reynslu í sambandi viđ samninga af ţessu tagi. Og ég vil bara leggja áherzlu á ţađ, ađ enskt lagamál, ţađ er allt öđruvísi heldur en venjuleg enska. Og menn, sem kunna ađ vera góđir í enskri tungu, ţeir skilja ekki samninga á ensku, alls ekki til fullnustu, ađ minnsta kosti, ég fullyrđi ţađ." (zeturnar er í bođi Jóns Vals)

Ţetta er líklega rétt hjá Magnúsi. Ekki lćrđi Svavar samningaensku viđ HÍ ţau ár sem hann kallađi sig stud. jur. Á PHS, Parteihochschule Karl Marx(Rotes Kloster) am Köllnischen Park, i Berlín lögđu menn áherslu á nómenklatúru og Volkswirtschaftslehre, en ekki samningaensku. Ţeir sem voru á Institut für Ausländerstudium (Ernst Thälmann Institut hjá Johnny Norden) gćtu hugsanlega hafa sótt kúrsa á Lehrstuhl Politische Ökonomie des Kapitalismus, en ekki til annars en ađ nema ţar ókosti og dekadansa Kapítalismans. Sem sagt, engin samningaenska, ađeins kommúnistískt orđagjálfur.

Á ţessum síđustu og verstu tímum,  ţegar fólk međ potta, pönnur og nómenklatúr ringulreiđarinnar hefur sett „ómenntađan" seđlabankastjóra af, legg ég til ađ búsáhaldadeildin ćrist dulítiđ yfir manni sem kann meira í kommúnistískum nómenklatúr en samningaensku, en sem á ađ hafa fyrir okkur vitiđ í mikilvćgustu ákvörđun sem ţjóđin hefur ţurft ađ taka.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sleipur í ensku. Ţurfti ađ fara undir Kanadískan dómsstól, sem mér skilst ađ beri keim af breskum, međ einkamál. Ţurfti ađ sjálfsögđu ađ ráđa ţarlendan lögmann.

Ţurfti all-nokkrum sinnum ađ staldra viđ og fá útskýringar á hugtökum sem  ég áttađi mig ekki á. Man t.d. eftir ajournment, respondent, petitioner, affidavit, domicile, solicitor, .. Jú ţessi hugtök koma ekki fyrir í daglegu máli og ekki á ţeim fagsviđum sem ég hef numiđ.

Skyldi Svavar Gestsson hafa ráđiđ sér breskan lögmann sér viđ hliđ úti ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráđ) 23.6.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Ţór Ludwig Stiefel TORA

Ţađ er rétt sem sagt er ađ enska er ekki bara enska. Ég hélt mig kunna ágćta ensku ţegar ég hóf nám í alţjóđaviđskiptum á ensku en fann ţar ađ ég ţurfti ađ temja mér algerlega nýtt málfar, fá inn breyttan orđaforđa. Ţetta međ enskuna er ţó aukaatriđi. Hitt er mun veigameira ađ setja óreyndan, ólöglćrđan, afdankađan alţingismann í samninganefndarforstöđu. Sérstaklega í ljósi ţeirra fullyrđinga ađ setja fagţekkingu á oddinn í ríkismálefnum (sem voru rökin fyrir ţví ađ reka Davíđ Oddson).

Ţór Ludwig Stiefel TORA, 23.6.2009 kl. 11:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband