16.2.2008 | 20:28
Kaupmannahöfn brennur
Og nú er bálið komið svo að segja heim til mín. Meðan ég sat við skriftir fann ég allt í einu brunalykt. Ég þefaði að öllu innandyra, en þar var allt með kyrrum kjörum. Svo opnaði ég hurð og sá ég þá fimm slökkviliðsbíla, lögreglu, eldtungur og reykhaf. Reykurinn og fnykurinn barst beint að húsinu okkar. Þegar ég skrifa þessi orð brennur hús umsjónarmanns hverfisins og endurnýtingarstöð handan við hornið minna en 100 metra í burtu. Það verður líklega ekki hægt að fara með pappa í endurvinnslu á morgun.
Var þessi íkveikja framin í nafni hins ófrýnilega Múhameðs, sem enginn má sjá, en sem allir sjá hvort sem er - ef þeir vilja? Eða var bálið kynt vegna þess að innflytjendagengi eru reið yfir því að danska lögreglan vill herða á löggæslu út af eiturlyfjasölu? Eldurinn er sá sami. Þeir sem kveikja hann gera það í nafni spámannsins sem ekki má sjást. En eldurinn sést.
14.2.2008 | 06:55
Happy Birthday Gene !
Í dag verður vinur minn Eugene Katz 92 ára. Ég óska afmælis"barninu" innilega til hamingju með afmælið.
Eugene Katz, sem býr í Napa í Kaliforníu, er mikilvæg persóna í bók minni Medaljens Bagside (2005). Bókin fjallar fyrst og fremst um fólk sem var myrt eftir að dönsk yfirvöld vísuðu því úr landi. Eugene var einn þeirra heppnu. Hann flýði til Danmörku á aðfangadag jóla árið 1938 en var vísað úr landi af dönskum yfirvöldum þann 31. desember 1938.
Árið 1938 var hann bakaralærlingur í Bremen og hét þá Egon. Hann lenti í smá umferðaslysi. Mótorhjóli, sem hann ók nýbökuðu brauði og kökum út til viðskiptavina bakarísins í Bremen á, ók hann óvart utan í mótorhjól SS-liða. Hann var handsamaður og dreginn fyrir dómara og sektaður. Upphæð sektarinnar var úr öllu samhengi við skaðann Eitt sinn þegar Egon var ekki heima, kom Gestapo til að ná í hann. Þegar hann frétti það, tók hann það ráð að flýja strax til Hamborgar og þaðan til Danmerkur.
Þegar hann kom til Kaupmannahafnar eftir ævitýraríka ferð, gaf hann sig fram við yfirvöld. Hann átti hins vegar enga möguleika á því að fá náð fyrir augum danskra lögreglumanna. Hann hafði ekki neina pappíra eða meðmæli, t.d. frá þýskum sósíaldemókrötum, eins og annar ungur maður sem fór með honum á stöðina. Sá fékk að vera í Danmörku og fékk meira að segja að læra sama fag og hann hafði þegar lært í Þýskalandi. En Egon var "bara" bakarasveinn á flótta undan stormsveitunum. Meira að segja menn í forsvari gyðingasafnaðarins í Kaupmannahöfn mæltu með því að honum yrði hent út. Einn þeirra, rabbínalærður bókavörður, Fischer að nafn, sagði við Egon Katz: "Heldur þú að hægt sé að leysa vandamál þín með því að koma hingað og vera okkur til ama". Fischer þessi hringdi svo í lögregluna og mælti með því að Egon yrði hent úr landi.
Eftir að Egon Katz hafði verið fleygt á dyr í Danmörku hélt hann aftur til Bremen, þar sem hann var tekinn fastur. Fyrir hjálp vina og bróður síns slapp hann að lokum úr prísundinni og úr landi. Leiðin lá til Ítalíu og með honum í för var bróðir hans Bruno og systir Cecilia. Frá Ítalíu lá leiðin til Shjanghæ í Kína, þar sem hann starfaði í tveimum bakaríum á stríðsárunum. Móðir Egons, Julie, og tvær systur, Gertrud og Leni komust ekki í burt í tæka tíð og voru yrtar í Helförinni.
Egon Katz áður en hann flýði til Danmörku 1938
Egon Katz i Bremen 1938
Eftir heimsstyrjöldina fékk hann pláss á amerísku skipi og endaði sem stýrimaður í kaupskipaflota Bandaríkjahers. Að lokum fór hann í land í og lærði endurskoðun í kvöldskóla og starfaði sem endurskoðandi langt fram yfir þann aldur sem venjulegt fólk fer á eftirlaun.
Eugene hefur lifað ýmislegt af. Ofsóknir nasista, brottvísun frá Danmörku, stríðshrjáð Kína og krabbameinsæxli í höfði svo eitthvað sé talið. Hann er eins og kötturinn með sín níu líf.
Hann skrifaði mér nýlega bréf, því hann er hættur að nota tölvubréf, sem konan hans Elisabeth sér um. Hann hafði smá hósta en leið annars vel.
Ég lét bjóða þessum einstaka manni til Kaupmannahafnar árið 2001, á vegum stofnunar sem ég vann fyrir, þegar hann var á ferð í Bremen og heimsótti fæðingarbæ sinn í Þýskaland, Barntrop-Lippe. Það var skrifað um heimsókn hans í dönsku dagblöðin og hann kom fram í sjónvarpi. En Dönum þykir ekkert gaman að vera minntir á hvers konar skíthælar þeir hafa stundum verið, svo það er nú fallið í gleymskunnar dá.
Fyrir utan kaflann um Eugene Katz í bók minni, sem fyrst og fremst fjallar um erfiða dvöl hans í Danmörku, hefur tengdadóttir hans, Karen Ray, skrifað frjálslega um sögu hans í Þýskalandi fyrir flóttann til Danmerkur. Sagan kom út í unglingabókinni To Cross a Line sem einnig hefur verið gefin út á þýsku með titlinum Teure Freiheit .
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2008 | 16:09
Kaffihús í Belgíu 2008
Marcel (Marc Mordechai) Kalmann fæddist í janúar 1945 í útrýmingarbúðunum Auschwitz, en er nú bandarískur þegn. Hann ólst upp í Hollandi eftir stríð en fluttist þaðan árið 1978. Hann var nýlega í Belgíu, þar sem hann brá sér á hið fræga kaffihúsið Le Panier d'Or i Brugge og bað um einn kaffibolla. Hann var eini gesturinn á veitingahúsinu, en þar voru tveir þjónar og einn barþjónn. Einn þjónanna kom auga á að Marcel Kalmann var með bænahúfu gyðinga undir hatti sínum og öskraði allt í einu á hann: "Við þjónum ekki gyðingum hér, út - út með þig".
Marcel Kalmann fór undan í flæmingi, og gekk inn á næsta kaffihús, þar sem þjónn aumkaði sig yfir hann. Kalmann kom að sögn þjónsins grátandi inn til hans. Þjónninn, Dean Stalpaert, ráðlagði Kalmann að hafa samband við lögregluna. Hún neitaði að koma og Kalmann varð að fara 3 km leið til að tala við hana.
Þar tók ekki við miklu betri meðferð en á Le Panier d'Or . Lögreglukona dró það sem hann sagði í efa og yfirmaður hennar öskraði að Kalmann yrði að gefa skýrslu á flæmsku. Er Kalmann bað um að skýrsla væri tekin vegna kæru sem hann vildi setja fram vegna gyðingahaturs, upplýsti lögreglumaðurinn hann að slíkt fyrirbæri væri ekki til í Belgíu.
Þetta mál mun nú draga dilk á eftir sér. Marcel Kalmann hefur kært árásina til yfirvalda í Belgíu. Ferðamálayfirvöld í landinu eru miður sín út af því að Le Panier d'Or rukkaði Marcel Kalmann um 6,5 Evrur, eða 650 krónur, fyrir kaffið. Það er þrisvar sinnum dýrara en gengur og gerist fyrir kaffibollann í Belgíu. Ferðamálayfirvöldin hafa hins vegar ekki látið í ljós áhyggjur út af gyðingahatri sem menn eiga greinilega á hættu þegar þeir setjast til að fá sér kaffi á fínasta kaffihúsinu í Brugge í Belgíu.
Neðst á þessari síðu er hægt að horfa á frétt úr flæmsku sjónvarpi um atburðinn, en hann er einnig kominn út í heimsfréttirnar, en að sjálfsögðu ekki til kaffilandsins Íslands, þar sem öllum er þjónað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2008 | 10:54
Farsinn heldur áfram
Erfðamál Fischers enn eina ferðina.
Lögfræðingurinn Sammy Estimo segist vera að vinna í máli meintrar dóttur Fischers. Það gerir hann á mjög ótrúverðugan hátt. Hann byrjaði á því að vera tvísaga við filippseyska fjölmiðla um "síðasta símtalið". Annars vegar greindi hann frá því, að Bobby hafi hringt í Marilyn Young, meinta barnsmóður Fischers, daginn áður en hann dó, og að Marilyn væri miður sín yfir því að hafa ekki getað svarað. Hins vegar skýrði hann frá því í öðrum fjölmiðlum, að Fischer og Marilyn hefðu talað saman daginn áður en Fischer dó.
Nú greinir Inqurier á Filippseyjum frá því að Estimo þessi segi að einhver skákpáfi í Evrópu kunni að hafa svörin við öllum spurningu og lykilinn að síðustu ósk Fischers. Fischer á að hafa gefið einhverjum evrópskum stórmeistara fyrirmælin áður en hann dó:
"Before Bobby died, he called Marilyn (Young, Fischer's Filipino partner and the mother of his daughter) and said that if ever something happens to him, to call this person," said lawyer Sammy Estimo, an official of the National Chess Federation of the Philippines. "We believe he may hold the secret to Bobby's estate."
Skákmeistarinn Torre er nú að reyna að ná sambandi við þennan evrópska skákmeistara, sem getur afhjúpað hinsta vilja Bobby Fischers í erfðamálum.
Ja, hérna.......Fischer hafði sens fyrir leikrænan endi!
Estimo heldur nú einnig þessu fram:
"Marilyn is a kind-hearted woman and when she learned that Miyoko is staying in Iceland with a common friend of theirs, she decided to try and contact her to voice her desire to work out a settlement because this is what Bobby would have wanted," Estimo revealed.
Estimo hafði einnig sagt þetta við skákvefsíðu á Filippseyjum: Marilyn er góðhjörtuð kona og er tilbúin til að deila dánarbúi Fischers með Watai... Hún veit að Watai og Fischer voru afar náin,"
Þegar ég las þetta, duttu mér allar dauðar lýs úr höfði. Filippseyski konsúllinn á Íslandi hefur tjáð mér að þegar Marilyn og Jinky voru á Íslandi árið 2005, hafi þær ekki getað búið hjá Bobby Fischer vegna Watai. Þeim var komið fyrir á gistiheimili að Brúnavegi 8. Þær voru hins vegar hræddar í því húsi og fengu því að búa hjá konsúlnum. Watai er greinilega ekki barngóð kona, eða eins góðhjörtuð og Marilyn, sem vill nú að sögn Estimos deila arfinum með skassinu Watai, sem ekki vildi leyfi barninu og móður þess að búa hjá föður sínum.
Sammy Estimo er líka dálítið skrítinn lögfræðingur. Hann segir nú, að það sé vilji móður Jinky að deila beri arfinum á milli hennar og Watai, en áður hefur hann sagt við Inquirer að hann sé í vafa um að Watai hafi gifst Fischer og upplýsti einnig að skákmeistarinn Torre hefði í hyggju að skrifa vottorð upp á það sama.
Ég held ekki að það sé hollt fyrir Jinky Young Fischer, að Sammy Estimo eða Torre séu að vasast í hennar málum. Greinilegt er að Sammy Estimo er umboðsmaður einhverra aðila á Íslandi, og talar um móður Jinky eins og hún sé erfinginn sem viljia deila arfinum á milli sín og Miyoko Watai.
Filippseysk og íslensk yfirvöld verða nú að grípa inni í þennan farsa. Skákmenn ættu ekki að vasast í þessum málum. Nokkrir þeirra hafa augsjáanlega gleymt, að maður þarf ekki að valda "drottningar" út í samfélaginu og þeir gleyma líka að "prinsessur" eru til fyrir utan taflborðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.2.2008 | 21:49
Gagnauglýsing
Nú er aftur farið að auglýsa á blog.is. Kapítalisminn gefur og kapítalisminn tekur. En hver vill auglýsa á bloggi mínu? Það gæti komið ljótu orði á vöruna sem er verið að auglýsa.
Þeir sem eru æfir út í auglýsingabáknið og vilja báknið burt, ættu að búa til mótauglýsingar. Það gæti hugsanlega fengið Mbl.is ofan af þessum ósið.
Burt með NOVA!
9.2.2008 | 20:13
Flemming Rose skrifar um Ólaf Ragnar

Flemming Rose, einn "eftirsóttasti" maðurinn í löndum Íslams, sem ég er kunnugur gegnum sameiginlegan vin, (og nú er ég dauðans matur), skrifaði um viðtalið við Ólaf á Al Jazeera á bloggi sínu. Það var ekki Good old Villy, sem laumaði að honum fréttinni 1. febrúar. Ekki kenna honum um allt. Nú breiðist fréttin út eins og sinueldur um heim allan.
Þegar Rose svaraði tölvubréfi mínu, spurði hann hvað "hún hefði sagt" við Al Jazera. Ætli Vigdís sé búin að brenna sig svo fast í vitund manna sem forseti, að þeir geri ekki ráð fyrir því að einhver Ólafur getir verið karlmaður?
Það var ekki nein grínmynd sem Rose dregur upp af Ólafi, heldur blákaldur veruleikinn eins og Ólafur sagði sjálfur frá honum. Nú er Ólafur Ragnar Grímsson fyrst að verða heimsfrægur, og það af góðu einu.
Getur einhver sagt mér hvort viðtalið á Al Jazeera sé komið á vefinn?
Hér, hér, og hér má lesa um um Ólaf Arabíufara og viðtal fréttavesírsins við hann á Al Jazeera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2008 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 21:06
Ferð án endurkomu
Teplice Sanov heitir unaðslega fallegur bær í Bæheimi á Tékklandi, norðaustur af Prag. Þýskir íbúar bæjarins kölluðu hann Teplitz Schönau. Fólk sem býr í bænum er heppið. Margir þeirra, Súdeta-Þjóðverjarnir, fögnuðu Hitler innilega árið 1938. Um leið og þeir hylltu hinn nýja herra, flæmdu þeir í burtu gyðingana í bænum, brenndu samkunduhús þeirra (sem sést hér á myndinni fyrir ofan) þann 15. mars 1938. Nokkrum dögum síðar voru rústirnar fjarlægðar. Um það bil 7000 gyðingar neyddust til að yfirgefa Teplice, en 10. hver maður í bænum var gyðingur. Þeir skildu eftir sig 511 hús og 526 íbúðir. Þjóðverjarnir gátu keypt íbúðir á hagstæðu verði og flestar verslanir í bænum yfirtóku þjóðverjarnir á "hagstæðum kjörum".
Elstu heimildir greina frá gyðingum í Teplitz árið 1414, en örugglega hafa þeir búið þar fyrr. Frá og með 16. öld var söfnuður gyðinga í bænum einn sá stærsti og mikilvægasti í Bæheimi. Allt sem þeim tilheyrði var eyðilagt af Þjóðverjum sem fögnuðu Hitler og co. Fjöldi gyðinga frá Teplitz var myrtur í Helförinni og glæsilegri sögu þeirra í bænum var lokið.
Ætli Sigrid, sem fæddist í Teplitz árið 1935, muni eftir því þegar rýmkaði um fyrir Þjóðverjum í bænum hennar? Eða þegar stóra, fallega samkunduhúsið var brennt til kaldra kola, og þegar kommúnistar eyðilögðu hitt bænahúsið eftir stríð? Það gerðist ýmislegt í Teplitz á síðustu öld.
Sigrid frá Teplitz óx úr grasi og hélt nýlega myndlistasýningu á galleríi Start í Reykjavík, sem nú er lokið og sem hún kallaði Ferð án endurkomu.
Þar fjallaði hún ekki um íbúana í fæðingabæ sínum í Bæheimi, sem ekki áttu afturkvæmt, heldur sýndi hún verk sem sýna nöfn staða í Ísrael, sem rituð eru með ruddalegum og blóðugum bókstöfum. Þetta var afrakstur ferðar sem Sigrid fór í til Palestínu árið 2003.
Formaður vinafélagsins Ísland Palestína á sýningunni.
Ég er í listahorninu í kvöld og skóp þetta verk í anda Sigridar Valtingojer. Ég kalla það Teplitz, eine schöne Stadt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2008 | 12:21
Leitin að dóttur Fischers
DV greinir frá leitinni að Jinky Ong í dag. Ég er ekki búinn að sjá hvað þar stendur, en ég vona að það séu fleiri að leita að Jinky en ég og Greta Björg Úlfsdóttir. Eins og ég tjáði blaðamanni DV í gær, vona ég að leitarmálið sé nú í góðum höndum hjá filippseyska innanríkisráðuneytinu. Filippseyjar eru mjög fjölmennt land og skráningar á mannfólkinu ekki með sama hætti og á Íslandi.
Egill Helgason segist oft hafa séð Fischer og Miyoko saman á gönguför, og trúir því ekki að ættingjar hans í Bandaríkjunum hafi kært sig mikið um hann.
Ekki held ég að þetta sé rétt hjá Agli. Bróðir Fischers, Peter (Björn) Nemenyi, sem dáinn er fyrir nokkrum árum var að minnsta kosti í góðu sambandi við Bobby Fischer. Faðir þeirra beggja, Paul, greiddi meðlög og kvartaði til yfirvalda yfir því hvernig móðir Bobbys ól hann upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.2.2008 | 10:30
Líkrán og ljúgvitni
Í gær hafði varaforseti Skáksambands Íslands, Óttar Felix Hauksson, samband við stuðningshópinn fyrir Jinky Ong Fischer, sem ég og Greta Björg Úlfsdóttir reynum að byggja upp á bloggum okkar á milli annarra hugleiðinga og starfa. Í ljósi þeirra upplýsinga sem varaformaður kemur með og þeirra upplýsinga sem ég miðlaði í gær um reglur sem gilda fyrir bandaríska borgara sem giftast japönskum ríkisborgurum í Japan, má ætla að fleiri en einn glæpur hafi verið framinn í tengslum við lát Róbert J. Fischers. Það virðist svo að það sé enn meiri ástæða nú en áður, að leita uppi Jinky Ong, sem sögð er vera dóttir Fischers.
Þetta skrifaði Óttar til Gretu og mín:
Ég er varaforseti Skáksambands Íslands. Ég var að koma heim frá Frakklandi nú í vikulokin. Ástæða þess að þú hefur ekki náð sambandi er líklega sú að ég notaði þarlent símakort meðan ég var staddur í Frakklandi. Ég er hræddur um að sjálfur Arnaldur Indriðason hafi varla það hugmyndaflug sem þarf til að láta sér detta í hug þá atburðarás sem orðið hefur. Það líkist ótrúlegri bíræfni af hálfu Garðars Sverrissonar að hlutast til um að lík skákheimsmeistarans var flutt austur fyrir fjall í myrkrinu að morgni mánudagsins 21. janúar, huslað þar niður í kirkjugarði á býli tengdaföður Garðars Sverrissonar og ekki einu sinni sóknarprestinum gert kunnugt um gjörningin, líklega í fyrsta skipti í íslenskri kirkjusögu!. Þetta virðist kalla á lögreglurannsókn. Mér sýnist réttast að borgaryfirvöld biðji lögreglustjórann í Reykjavík að taka skýrslu af Garðari, lækni þeim er gaf út dánarvottorðið, ábyrgðarmanni þeirrar útfararstofu sem sá um kistulagninguna tæpum sólarhring eftir dauða Fischers og Jakobi Rolland kaþólska prestinum sem jarðsöng Fischer. Það lítur út fyrir að Garðar hafi gert sig myndugan í þessu máli gagnvart öllum aðilum, lækni þeim sem gaf út dánarvottorðið og sennilega afhent Garðari það og svo starfsmanni/mönnum útfararstofnunar þeirrar sem flýttu líksnyrtingu og kistulagningu sem fram fór föstudaginn 18. janúardaginn eftir dauða Fischers, svo og Jakobi Rolland kaþólska prestinum. Það virðist sem Garðar hafi látið í veðri vaka að hann hefði umboð eiginkonu hins látna. Líklegt verður að teljast að Garðar Sverrisson hafi því haft áætlun um framangreinda atburðarás strax við dauða Fishers. Mér var tjáð að Garðar hafi á fundi sínum við aðila tengda RJF hópnum ekki minnst einu orði á jarðsetninguna sem í vændum var. Mér skilst að á kvöldi sunnudagsins hafi hann farið hann suður á Keflavíkurflugvöll að sækja Miyoko Vatani og fer með henni og fjölskyldu sinni austur að Laugdælum þar sem tengdafaðir hans og mágur búa. Þar gista þau og snemma morguns koma líkbíllinn og presturinn og jarðsetning fer fram skammt frá gangstéttarkanti kirkjustéttarinnar. Enginn kross, ekkert. Maður sá bara moldarhrúgu í sjónvarpinu í kvöldfréttunum og glaðbeittan mág Garðars á gröfu sinn, hann virtist hinn ánægðasti. Merking orðsins "líkrán" hlaut nýja og eiginlegri merkingu í mínum huga við frétt þessa. Hverjir eru aðstandendur? Ef Garðar Sverrisson segir " að þetta sé að ósk hins fallna meistara" þá læt ég mér fátt um finnast. Arfleifð Bobby Fischers og íslenskrar skáksögu er stærri en svo að hann geti huslað heimsmeistaranum niður nánast í kálgarðinum hjá tengdapabba sínum. Reykjavíkurborg, sem Fisher kom á heimskortið og Skákakademía Reykjavíkur eiga að fara þess á leit við lögregluyfirvöld að þau, í samvinnu við sýslumanninn á Selfossi flytja líkið í kirkjugarð í Reykjavík og þeir aðalmenn sem upphaflega hvöttu forsætisráðherra Davíð Oddson að beita sér fyrir lausn Fishers úr fangelsinu í Japan ( giftingarpappírar Miyoko Vatani reyndust gagnslausir). Menn eins og Friðrik Ólafsson stórmeistari, Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands Íslands í heimsmeistaraeinvíginu og síðast en ekki síst Helgi Ólafsson sem ötulastur allra hért á landi hefur verið að halda merki Fishers á lofti. Þetta eru mennirnir sem bera eiga kistu Fishers til grafar með sæmd í Reykjavík. Þar verði reist leiði sem skákáhugamenn hvaðanæva úr heiminum hafi aðgengi og geta vottað þessum merkasta heimsmeistara skáksögunnar virðingu sína. Garðar Sverrisson var alltaf í mínum huga aftaníossi þeirra manna er kölluðust RJF hópurinn. Þetta er svipað eins og Björgvin Halldórson vinur minn myndi orða það: "Söngvarinn er dáinn og nú er rótarinn búinn að reka alla í hljómsveitinni, tekur öll sólóin sjálfur og segir það vilja hins fallna meistara".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
2.2.2008 | 08:49
Bobby Fischer was her Chessmate
Mig langar til að benda lesendum á mjög áhugaverða færslu Gretu Bjargar Úlfsdóttur í gær, þar sem hún fer í gegnum mótsagnir í fréttum um meint hjónaband Fischers og Myoko Watais. Blaðamenn Morgunblaðsins gætu lært ýmislegt af Gretu.
Við Greta höfum tekið það dálítið inn á okkur hvað Íslendingar eru sljóir þegar að kemur að rétti lítils barns frá Asíu. Ég leyfi mér að lýsa því yfir, án samráðs við Gretu, að sá sljóleiki sé í ætt við þá litlu virðingu sem Íslendinga hafa alltaf borið fyrir erlendu fólki. Í mörg ár hefur maður orðið vitni að því hvernig íslenskir aumingjar hafa getað flutt inn konur á fæti frá Asíu, og sumir þeirra gert líf þessara kvenna að helvíti á jörð, misþyrmt þeim og jafnvel myrt. Mörg slík sambönd eru auðvitað líka vel heppnuð.
Mig langar einnig að benda lesendum á, að í Japan eru engin hjónabönd löggild nema að yfirvöld hafi viðurkennt þau. Það er alveg sama í hvaða hofi, kirkju eða samkunduhúsi maður er pússaður saman. Hjónabandið er ekki löglegt fyrr en yfirvöld hafa viðurkennt það.
Þá kemur hið áhugaverða: Allir erlendir borgarar sem vilja giftast Japana í Japan verða samkvæmt japönskum lögum, (sem BNA færðu þeim í lok síðari heimsstyrjaldar), að framvísa staðfestu vottorði um að þeir séu hæfir og lagalega séð frjálsir til að ganga í hjónaband, og verður slíkt vottorð að koma frá sendiráði útlendingsins eða ræðismannsskrifstofu heimalands hans í Japan.
Bandaríkjamenn, sem vilja giftast Japana í Japan, verða þannig að nota ákveðið eyðublað, sem þeir geta fengið hjá Bandaríska sendiráðinu og verður að útfylla það bæði á ensku og japönsku.
Allt í sambandi við hjónabönd í Japan, og meira til, er hægt að lesa hér .
Þetta sýnir mér, að miklar líkur séu á því að forseti skáksambands Japans, Myoko Watai, fari með rangt mál um samband sitt við Robert J. Fischer. Hann hafði ekkert samband við bandarísk yfirvöld og þau hefðu ekki farið að veita honum heimild til hjónabands þegar hann var eftirlýstur fyrir brot á bandarískum lögum.
Svo einfalt er málið. Þeir íslendingar sem halda því enn fram að Watai hafi verið gift Bobby Fischer, ættu kannski að fara kynna sér ákvæði hegningarlaga við slíku.
Kynning | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007