Leita í fréttum mbl.is

Ferđ án endurkomu

Telice Sanov 

Teplice Sanov heitir unađslega fallegur bćr í Bćheimi á Tékklandi, norđaustur af Prag. Ţýskir íbúar bćjarins kölluđu hann Teplitz Schönau. Fólk sem býr í bćnum er heppiđ. Margir ţeirra, Súdeta-Ţjóđverjarnir, fögnuđu Hitler innilega áriđ 1938. Um leiđ og ţeir hylltu hinn nýja herra, flćmdu ţeir í burtu gyđingana í bćnum, brenndu samkunduhús ţeirra (sem sést hér á myndinni fyrir ofan) ţann 15. mars 1938. Nokkrum dögum síđar voru rústirnar fjarlćgđar. Um ţađ bil 7000 gyđingar neyddust til ađ yfirgefa Teplice, en 10. hver mađur í bćnum var gyđingur.  Ţeir skildu eftir sig 511 hús og 526 íbúđir. Ţjóđverjarnir gátu keypt íbúđir á hagstćđu verđi og flestar verslanir í bćnum yfirtóku ţjóđverjarnir á "hagstćđum kjörum".

Elstu heimildir greina frá gyđingum í Teplitz áriđ 1414, en örugglega hafa ţeir búiđ ţar fyrr. Frá og međ 16. öld var söfnuđur gyđinga í bćnum einn sá stćrsti og mikilvćgasti í Bćheimi. Allt sem ţeim tilheyrđi var eyđilagt af Ţjóđverjum sem fögnuđu Hitler og co. Fjöldi gyđinga frá Teplitz var myrtur í Helförinni og glćsilegri sögu ţeirra í bćnum var lokiđ.

Ćtli Sigrid, sem fćddist í Teplitz áriđ 1935, muni eftir ţví ţegar rýmkađi um fyrir Ţjóđverjum í bćnum hennar? Eđa ţegar stóra, fallega samkunduhúsiđ var brennt til kaldra kola, og ţegar kommúnistar eyđilögđu hitt bćnahúsiđ eftir stríđ? Ţađ gerđist ýmislegt í Teplitz á síđustu öld.

Sigrid frá Teplitz óx úr grasi og hélt nýlega myndlistasýningu á galleríi Start  í Reykjavík, sem nú er lokiđ og sem hún kallađi Ferđ án endurkomu.

Ţar fjallađi hún ekki um íbúana í fćđingabć sínum í Bćheimi, sem ekki áttu afturkvćmt, heldur sýndi hún verk sem sýna nöfn stađa í Ísrael, sem rituđ eru međ ruddalegum og blóđugum bókstöfum. Ţetta var afrakstur ferđar sem Sigrid fór í til Palestínu áriđ 2003.

At an exhibition

  Formađur vinafélagsins Ísland Palestína á sýningunni.

 

Teplitz

Ég er í listahorninu í kvöld og skóp ţetta verk í anda Sigridar Valtingojer. Ég kalla ţađ Teplitz, eine schöne Stadt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góđ fćrsla hjá ţér, Vilhjálmur.

Já, ţetta er kaldhćđnislegt. Međ réttu hefđi verkiđ ţitt átt heima ţarna einhvers stađar međ hinum verkunum. Ţađ er ótrúlegt hvađ atburđir gleymast fljótt. Líklega hefur Sigríđur litla ekki veriđ minnt á ţessa atburđi fortíđar, heldur fengiđ ađ eiga hamingjusama ćsku á Íslandi.

Ćsku eins og öll börn ćttu ađ fá ađ eiga, bćđi hér, í Bćheimi, Ísrael og Palestínu. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og á Filippseyjum...

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gifturík ćska á ţó ekki ađ koma í veg fyrir ađ fólk kynni sér og minnist örlaga forfeđra sinna, og minnist ţeirra engu síđur en örlaga fórnarlamba blindrar valdabaráttu og sálarlausrar illsku í nútímanum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 23:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband