Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
29.7.2010 | 00:34
Fornleifarugl á Skriðuklaustri - eða bara sýfilis?
Maður veltur því óneitanlega fyrir sér, sem doktor í fornleifafræði sem ekki hefur tök á því að vinna á Íslandi, af hverju sumir íslenskir fornleifafræðingar þurfi að kasta sér út furðufréttaflutning til að auglýsa rannsóknir sínar. Við höfum á síðustu árum heyrt um "búsetu fyrir landnám" sem "ekki var landnám", sem og um "Eskimóa á Austurlandi", nánar tiltekið að Skriðuklaustri. Umsjónamenn rannsóknanna á Skriðuklaustri setja reyndar met í yfirlýsingagleði, og gefa ástæðu til að ætla, að þeir sem þeim rannsóknum stjórna hafi lítið eða ekkert vit á því sem þeir eru að eiga við - eða að þeir hafi orðið illilega fyrir barðinu á lélegum fréttamönnum RÚV.
Nýjasta fréttin frá Skriðuklaustri er sú að þar hafi fundist risi. Á fréttinni má dæma, að kista nokkur sé rosalega löng, en hún getur auðvitað innihaldið einstakling sem var styttri en kistan. Bíðum og sjáum hvað í kistunni er, áður en að yfirlýsingin er sett út. Nú síðast fannst á Skriðuklaustri "gröf konu sem hefur þjáðst af sjaldgæfum piget-sjúkdómi sem veldur svipaðri vansköpun og hrjáði Joseph Merrick sem kallaður var fílamaðurinn", eða svo segir frétt RÚV. Sjá einnig sjónvarpsfréttina.
Mikið er þetta nú einkennilegt. Joseph Merrick var ekki með piget-sjúkdóm (eða Paget), heldur Proteus syndrome, einnig kallað Wiedemann heilkenni.
Piget sjúkdóm er ég ekki alveg viss um að sé yfirleitt til, nema þá á Skriðuklaustri og mér heyrist fornleifafræðingurinn á Skriðuklaustri sé að tala um Paget. Mig grunar að "sérfræðingarnir" á Skriðuklaustri séu að hugsa um Paget-sjúkdóm, en er þó ekki alveg viss. En þann sjúkdóm var fílamaðurinn Joseph Merrick sem sagt ekki með!
Annar "fornleifafræðingur" hafa reynt að gera því skóna að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af Paget sjúdómi. Hann skrifaði miklar greinar um þessa uppgötvun sína og leitaði að beinum Egils í fjölda ára að Mosfelli, án þess að gera sér far um að athuga hvernig krankheit þessi lýsa sér á beinum manna. Hef ég skrifað um þetta áður hér og hér í Leitin að beinum Egils I og II.
Ég tel útilokað að blessuð konan, sem dó drottni sínum á síðmiðöldum á Skriðuklaustri, hafi verið með "Piget" eða Paget. Svona ef dæmt er út frá ljósmyndinni sem fréttastofa RÚV birtir af hauskúpu konunnar (sjá ofar), tel ég líklegra að hún hafi verið með sýfilis eða berkla, og beinkrabba svona til vara. Höfuðbein einstaklingar með Paget sjúkdóm eru mjög brotkennd og frauði líkust á síðari stigum sjúkdómsins. Lærleggur sá sem fornleifafræðingurinn sýndi, ber ekki einkenni Paget-sjúkdóms í beinum. Steinunn Kristjánsdóttir, mér þykir líklegast að þú sért kominn með syffa á Skriðuklaustri. Sjá hér.
En nú er nóg komið. Eskimóar, piget, risar. Hvað finna þau næst á Skriðuklaustri? Sætabrauðsdrenginn og stígvélaða köttinn eða Rauðhettu? Svona dómadags rugl er orðið einum of algengt í íslenskri fornleifafræði og verður að linna.
Íslenskir fornleifafræðingar ættu að gera að venju að lesa yfir það sem blaðamenn og fréttasnápar hafa eftir þeim áður en það er birt. Oft getur það eitt verið til bóta.
Að lokum, ef menn hafa ekki fundið skurðarhníf á Skriðuklaustri, er út í hött að álykta að groddalegt brýni sem fannst í kirkjugarðinum í sumar hafi "ef til vill verið notað til að brýna skurðarhnífa". Það sem kemur í fréttum frá Skriðuklaustri er orðið verra en versti læknareyfari.
Fornleifafræði | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.7.2010 | 18:09
Evrusleikir "vinnur" í sumarleyfinu
þegar allir álfarnir í ESB eru í sumarfríi. Síðasti íslenski jólasveinninn, Evrusleikir, sleikir hér sólina í bakgarðinum við biðstofuna í Brussell með embættismönnum sínum. Grýla og Leppalúði reyna á meðan að halda völdum á Magma-energy töflum. Þau hafa mikla trú á Evrusleiki og eru, þrátt fyrir lasleika, jafnvel til í að éta þau börn sem draga hæfileika Evrusleikis í efa.
Þessi sólarferð Evrusleikis mun eftir að verða fræg í Íslandssögunni, fyrst og fremst af endemum. Enn er ekki ljóst hvað Evrusleikir hefur haft með sér í pinklinum til að færa ættmennum sínum. En það má víst vera, að það eru ekki smámunir, ef dæma skal út frá því hver glaðlega þeir veifuðu til frænda síns á flugvellinum, þegar hann lenti í forarpytti ESB fyrr í dag. Eitt er víst að það er ekki ókeypis fyrir álf út úr hól frá Íslandi að komast í garden party hjá ESB-álfunum. Íslenskir álfar þykja nefnilega afar púkó og eiga ekki einu sinni bláa klossa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.7.2010 kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2010 | 13:50
The Holy Mackerel
Makríllinn er tvímælalaust gjöf Guðs til Íslendinga. Þessi mynd er af Kára Stefánssyni á yngri árum, þegar hann uppgötvaði þennan danska makríl í DDR í sumarbúðum barna fatlaðra kommúnistaleiðtoga frá Norðurlöndunum. Makríllinn varð besti vinur Kára í búðunum.
Eins og trúaðir og auðtrúa menn vita, hefur það tíðkast að Guðir sendi hrjáðum þjóðum gjafir af himnum, eða úr sjó.
Eins og flestir muna úr biblíusögunum, féll manna af himnum og mettaði fjöldann. Þetta gerðist þar sem þurrt er og heitt, enda mun manna vera einhvers konar guðleg kornvara, eins og stór flasa úr gráu hári Drottins. Í löndum þar sem rignir og er kalt, fyllir guð vötnin hins vegar af fiski.
Manna kom ekki til greina á Íslandi vegna nýlegs öskufalls (sem er verk djöfulsins og greiði hans við spillingaröflin og jarðfræðingana, sérstaklega bróður Seðlabankastjórans).
Makríllinn, Scomber scombrus, er hjálp guðanna til íslensku þjóðarinnar, því þeir hafa hlustað á forsetann, AFS og fyndna þorskinn í ráðhúsinu í Reykjavík. Eitthvað þarf fólk að borða með 15.000 krónunum, sem gefnir voru ómögum Reykjavíkur meðan allir fara í sumarfrí. Svo er makríllinn líka orðinn þreyttur á því að vera talinn norskur.
Allur makríllinn í ESB og Noregur hefur nú flutt búferlum til Íslands, enda hvergi betra að vera veiddur í gjörvallri veröld.
Meira get ég ekki kreist úr þessari andlegu makríltúbu minni. Njótið bara gjafa Guðs, eins lengi og þær verða veittar.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.7.2010 | 16:42
Obama forseti, frelsaðu Jonathan Pollard !
Einn dæmdur njósnari hefur setið lengur í bandarísku fangelsi en nokkur annar njósnari í sögu BNA. Það er Jonathan Pollard. 9000 daga hefur hann verið lokaður inni í fangelsi fyrir yfirsjón sína, sem voru njósnir fyrir vinveitt ríki, Ísrael. Hann er nú ísraelskur þegn. Allir, sem dæmdir hafa verið fyrir sams konar sakir og Pollard, voru leystir úr haldi eftir 2-5 ár. Þennan eina mann telja Bandaríkin ástæðu til að halda í 25 ár, eða í 9002 daga í dag.
Ísraeli í Bandarísku fangelsi í 25 ár, meðan hryðjuverkalið leikur lausum hala í BNA. Hvernig getur staðið á þessu?
Nú vona allir velunnarar Jonathans Pollard, að Obama muni koma til Ísraels þann 6. águst og hafa með sér þær góðu fréttir, að Jonathan Pollard verði leystur úr haldi.
Íslendingar geta skrifað sendiráði Bandaríkjanna og krafist lausnar Pollards, þó nýi sendiherrann, Luis E. Arreaga sé enn ekki kominn. Sendið bara bréfið á Sam Watson, og þið sjáið það á Wikipedia eftir smátíma. Já, hlutirnir geta gerst hratt í BNA, t.d. með rússnesku njósnarana, sem voru sendir heim í vodka-partí um daginn. En gyðinga er hægt að loka bak við lás og slá í 25 ár. Hvað ætli Wikileaks-dátinn fái? Hann er ekki gyðingur og mun því ekki sitja inni í BNA í 25 ár.
Einnig er hægt að hringja í Hvíta Húsið (Skype, annað er of dýrt þar sem Obama tekur ekki símann). Sjáið hvernig hér. http://www.jonathanpollard.org/
FANGELSISVIST JONATHANS POLLARDS ER ÓHÆFA
Fyrri færsla um Jonathan Pollard hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.7.2010 | 15:31
Síðasti súludansinn í Viðey
Nú er einn af fremstu farfuglum hrunsins aftur farin að ýfa fiðrið. Þetta er friðardúfan Imba, þessi með hlutverk á meðal þjóðanna, sem alltaf fýkur út í veður og vind.
Ingibjörg Sólrún, sem er vangstýfð, rauðhöfða allaballadúfa, á ekkert erindi í neina nefnd sem fjallar um Ísrael. En greint er frá því í Morgunblaðinu og í Ha'aretz í Ísrael, að SÞ ætli að fela henni stjórn rannsóknar á tyrknesku friðarskipunum sem send voru með gögn til Hamas á Gaza, en sem komust ekki á leiðarenda eins og frægt er orðið. Ingibjörg Sólrún yrði aldrei hlutlaus í slíkri nefnd. Hún hefði miklu frekar átt að fara með einum af bátunum frá Tyrklandi.
Ég hef gert mér far um að greina lesendum Haaretz í Ísrael frá því hvers konar háskagripur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er, þegar kemur að Miðausturlöndum og Ísrael.
Þegar reynt var að ná íslenskum stríðglæpamanni fyrir dóm fyrir glæpi sem hann framdi sem Evald Mikson í Eistlandi, fann þessi kona hjá sér mikla þörf til að ráðast opinberlega gegn Ísrael, sem reyndar stóð ekki á bak við kröfu um framsal á Eðvaldi Hinrikssyni. Sjá hér (leitið að nafni hennar).
Ingibjörg hefur ekki farið leynt með það, að henni er afar hlýtt til hermdarverkasamtaka í Palestínu og sjáið bréfið sem hún sendi fyrrverandi utanríkisráðherra Ísrael, Livni, eftir að Ingibjörg og aðstoðarkvinnur hennar höfðu setið að sumbli fram eftir kvöldi í utanríkisráðuneytinu á gamlárskvöld 2008. Þar talaði hún í nafni ESB.
Ingibjörg hefur fyrir löngu fyrirgert rétti sínum sem erindreki friðar eftir að hún ferðaðist á milli morðingja í Miðausturlöndum og lofaði þeim lausn á vandamálinu Ísrael, ef þeir styddu umsókn Íslands að Öryggisráði SÞ.
Fyrir rúmlega mánuði síðan sendu Ceipaz, samtök eineygðra friðardúfna, út þetta bréf sem er m.a. sent í nafni Ingibjargar. Það kemur fram afar einleit skoðun á ástæðum fyrir ófriði fyrir botni Miðjarðarhafs.
VIÐ ERUM ENGU BÚIN AÐ GLEYMA, IMBA. Þú kostaðir Ísland of mikið. Ísraelsríki þarf ekki að líða sömu örlög vegna þín.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2010 | 08:16
Óeðli í Árborg
Í fréttatíma sjónvarps í gær var sagt frá nýju óeðli sem upp er komið í Árborghrepp. Hreppsfíflin hafa nú bannað ketti nema í bandi. Hvað er eiginlega að fólki? Sáuð þið aumingja köttinn sem einn karlinn í hreppnum hafði í bandi í garðinum sínum. Akfeitt kykvendi, sem aldrei fær að lifa eðlilegu og kattsæmandi lífi. Karlinn sagði að kötturinn bæði um það sjálfur. Var það ekki?
Ef Ísland fer í ESB, og það segir Össur hreppstjóri að við munum gera, fæ ég þessu vistarbandi katta í Árborgarhreppi slitið. Kettir eru guðlegar verur, ættaðar suður af landinu helga. Þeir eiga ekki að vera spikfeitar hlussur í bandi, vegna þess að einhver rottufangari á Selfossi, Þröstur Már Arnarson, er farinn að fá of mikla samkeppni af köttunum. Víglundur Hrappsson lögreglustjóri er líklega farinn að hlakka til að fá að skjóta ketti sem ekki eru í hengingarólinni.
Að lokum til fólksins sem er svo annt um litlu, sætu fuglana. Þið eruð flest úr sveit, ómagarnir ykkar, þar sem mýrar hafa verið ræstar fram og þjóðarmorð hefur verið framið á vissum fuglategundum. Íslenska sveitamenn ætti frekar að setja í bönd en ketti. Yfirvöld Árborgarhrepps ættu að skammast sín. Ég stoppa aldrei í hreppnum eftir þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.7.2010 | 22:05
Ég þoli ekki bleikar skyrtur
og menn með bleik bindi, en þessi Farage er bara með lélegan breskan fatasmekk. Það sem hann segir um Ísland og hér um evruna er hins vegar hrákaldur sannleikurinn, óþveginn og skorinorður.
Ekki ganga í ESB! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2010 | 17:15
Góður, betri, bestur
15.000 krónur og 5000 á barn. Falleg hugsun á bak við þetta! En það eru víst ýmsir á "framfæri" Reykjavíkur sem fá enn meira, og þurfa akkúrat ekkert á því að halda.
Ef ekki hefðu verið sendar stórar upphæðir frá Íslandi til yfirvalda öfgasamtaka í Palestínu, hefðu kannski verið til enn meiri peningar til að hjálpa Íslendingum með slagsíðu.
Rétti þeir upp krepptan hnefann, sem vita fyrir hverja Þorleifur góði, betri borgarinn Björg Vilhelmsdóttir og Gnarr hinn besti brenna mest ? Ef peningar til Gaza yrðu notaðir á Íslandi myndu ekki einu sinni Sjálfstæðismenn sitja hjá, þegar ölmusa er gefin þeim fátæklingum sem þurfa horfa upp á allan sirkusinn, trúðinn og besta fólkið, í ofanálag á allan sinn vanda.
Samþykkt að veita 15.000 kr. sumarstyrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2010 | 19:18
Lífsýni úr Fischer
Ég er löngu búinn að missa áhugann á Fischer, eftir að hann fór til hel...s um Ölfuss. Svo frétti ég í dag, að hann hafi verið grafinn upp eins og einhverjar fornleifar, svo hægt væri að sanna að hann væri ekki pabbi hennar Jinky litlu Ong.
Allir sem geta séð og vilja sjá, sjá að barnið er ekki líkt karlinum. Það hefur aldrei tekið æði, er ekki með skegg og er ekki enn búið að afneita því að það sé Flippi, afsakið Filipseyingur
Ég átti reyndar lífsýni úr Fischer. Viktor Kortsnoi gaf mér eitt sinn lífsýni úr Fischer. Það var hráka sem Fischer setti á frímerki, sem sett var á póstkort sem Fischer sendi Kortsnoi með skilaboðunum "I am the best, you fucking Jew". Sjá mynd. Frímerkið var rannsakað hér í Danmörku og í ljós kom að það var sleikt af 50% gyðingi og 50% skyri. Nú fáum við brátt vissu fyrir því, hvort Fischer hafi verið Jew, sem ég tel nokkuð víst, en líka hvort hann hafi yfirleitt verið "fucking".
Viðskipti og fjármál | Breytt 6.7.2010 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2010 | 13:03
Auschwitz-fangi á Íslandi
Það er virðingarvert þegar fórnarlömb helfararinnar geta sagt frá hörmungum sínum á gamals aldri. Það þarf oft mikið til og oftast talar fólk ekki um þessi erfiðustu ár ævi sinnar.
Hér í Danmörku hef ég þekkt og talað við nokkra pólska gyðinga sem lifðu af vistina í Auschwitz. Einn góður vinur minn var í fjórum fangabúðum í stríðinu. Ég er að skrifa grein um hann. Ég hef skrifað bók um þá gyðinga sem Danir sendur í dauðann. Nokkrir þeirrar voru myrtir í Auschwitz. Á Íslandi hefur reyndar meira borið á mönnum sem stunduðu gyðingamorð en á gyðingum, sem flestir hafa gengið með veggjum. Einn böðlanna kom frá Eistlandi og annar maður frá Lettlandi, sem lengi bjó á Íslandi, hafði verið vörður í fanga- og útrýmingarbúðum í síðara heimsstríði.
George Berman, fæddur 1923 í Póllandi, komst lífs af í Auschwitz. Hann á son, Robert, og afkomendur á Íslandi og var í heimsókn á Íslandi á dögunum. Hann hélt um daginn fyrirlestur í HÍ um reynslu sína sem gyðingur í síðari heimsstyrjöld, og hefur RÚV gert þessu erindi hans skil (hlustið hér) og einnig Vísir.is. /Stöð2 og þetta blogg. Hlustið á Georg Berman á Stöð2 og RÚV
Það er ekki á hverjum degi að Íslendingar geta hlustað á vitni segja frá atburði, sem æ fleiri afneita eða misnota á ógeðfelldan hátt í stuðningi sínum við hryðjuverkastarfsemi gagnvart frjálsum heimi.
Myndin efst er tekin af Þjóðverja í Lodz gettóinu. Þar voru seldar bækur, en ekki vopn eins og í dag á þeim svæðum heimsins sem bandamenn hryðjuverka kalla gettó. Myndin hér fyrir neðan er af George Berman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.7.2010 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 10
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 185
- Frá upphafi: 1353106
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 154
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007