Leita í fréttum mbl.is

Leitin ađ beinum Egils (2. hluti)

Pagets1D_CR 

 

"The skull gradually fills in with densitites, as shown here, and the skull thickens and softens"

Ţessa skýringu á framskriđnum Paget's sjúkdómi er ađ finna á síđu Stanfords háskóla um sjúkdóminn.  Ekki urđu meint bein Egils "soft", smkv. Egils sögu og Byock, eđa hvađ?

Leit Jesse L. Byocks ađ beinum Egils eru náttúrulega tálbeita. Byock notar álíka ađferđ til ađ fá fjármagn til rannsókna sinna og ţegar Kári í DeCode dáleiđir menn međ "ćttfrćđirannsóknum", sem sýna eiga ćttir manna aftur til sagnapersóna í miđaldabókmenntunum. Ţađ hjálpar greinilega fjársterkum ađilum ađ létta á pyngjunni. Góđ saga selur alltaf vel.

En Byock hefur fariđ óţarflega fram yfir ţađ sem sćmilegt er í ţessari sölumennsku í frćđunum. Ađ minnsta kosti yfir ţađ sem leyfilegt er í fornleifafrćđi. En fornleifafrćđin fjallar um allt annađ nú á dögum en ţađ ađ leita uppi ákveđnar persónur. Ţađ virđast íslenskufrćđingar enn vera ađ gera, líkt og ţegar ţeir eru ađ leita uppi höfunda Njálu og annarra fornrita.

Til ţess ađ gera Mosfells-verkefniđ krćsilegra telur Byock mönnum trú um ađ Egils saga lýsi Agli međ sjúkdómseinkenni Paget´s disease. Hann trúir ţví greinilega einnig á söguna sem sagnfrćđilega heimild. Hann hefur vinsađ ţađ úr af einkennum sjúkdómsins, sem honum hentuđu í greinum sínum um efniđ í Viator (Vol 24, 1993) og Scientific American  (1995). Menn geta svo, ţegar ţeir hafa lesiđ greinar hans, fariđ inn á vef Liđagigtarsamtaka Kanada (The Arthritis Society ) eđa á ţessa síđu til ađ fá ađeins betri yfirsýn yfir sjúkdómseinkenni hjá ţeim sem hrjáđir eru af ţessum ólćknandi sjúkdómi. Ţau einkenni eru langtum fleiri en ţau sem Byock tínir til og flóknari en hausverkurinn og höfuđskelin á Agli. Byock hefur ekki sagt lesendum sínum alla sjúkdómssöguna; til dćmis ađ ţeir sem eru hrjáđir af sjúkdóminum geti einnig liđiđ af sífelldum beinbrotum og verđi allir skakkir og skelgdir fyrir neđan mitti. Hryggurinn vex saman og mjađmagrindin afmyndast.  Byock heldur ţví fram ađ Agli hafi veriđ kalt í ellinni vegna ţessa sjúkdóms. Annađ segja nú sérfrćđingarnir: "The bone affected by Paget's disease also tends to have more blood vessels than normal. This causes an increase in the blood supply to the area, and as a result the area may feel warmer than usual". Lćknisfrćđi er greinilega ekki sterkasta hliđ Byocks og óskandi er ađ hann stundi ekki lćkningar í aukavinnu, líkt og ţegar hann gengur fyrir ađ vera fornleifafrćđingur á Íslandi.

Í greinum ţeim um verkefniđ, sem birtar hafa veriđ opinberlega, er heldur ekki veriđ ađ skýra hlutina til hlýtar. Eins og til dćmis ađ tćmda gröfin ađ Hrísbrú sé undir vegg kirkjunnar sem ţar fannst. Ţađ ţýđir ađ gröfin eđa gryfjan er eldri en kirkjan sem samkvćmt kolefnisaldursgreiningu er frá ţví um 960. Kannski er erfitt fyrir bókmenntafrćđing eins og Byock at skilja svona flókna hluti. Hann átti líka erfitt međ ađ skilja grundvallaratriđi í fornleifafrćđi áriđ 1995 og ţurfti ađ hafa íslenskan fulltrúa sér innan handar. Mér skilst ađ ţetta sé nú mest orđiđ norsk-bandarísk rannsókn og gerir Margrét Hermannsdóttir skiljanlega nokkuđ veđur úr ţví í grein sinni í Lesbók Mbls. 5.5.2007. Ţegar sótt var um rannsóknarleyfi og fjárveitingar áriđ 1996 var greint frá ţví ađ samvinna yrđi höfđ viđ fáeina Íslendinga "for ethical reasons".

Hvađ varđar fjármögnun rannsóknarinnar, var alveg ljóst frá byrjun, ađ Byock hafđi báđar hendur niđur í íslenska ríkiskassann. Hann greindi mér hróđugur frá ţví, er hann reyndi ađ fá mig međ í rannsóknina, ađ Björn Bjarnason vćri "verndari" rannsóknarinnar og hefđi lofađ stuđningi, tćkjum, fćđi og ţar eftir götunum. Björn bóndi hefur greinilega ekki brugđist  Byock og hafa eftirmenn hans á stóli menntamála veriđ álíka gjafmildir. Ađ Björn Bjarnason er meiri aufúsugestur á Hrísbrú en ég og kollegar mínir, sést á ţessari og annari fćrslu í dagbókum dómsmálaráđherrans.

Ţegar íslenskir fornleifafrćđingar međ doktorsgráđu geta ekki starfađ viđ grein sína sökum fjárskorts og ađstöđuleysis og einn ţeirra vinnur sem póstburđardýr í Danmörku, vantar mig orđ yfir ţá fyrirgreiđslu sem prófessor Byock hefur fengiđ á Íslandi til ađ leita beina persónu úr Íslendingasögunum. Eins og ég skrifađi í greinargerđ minni áriđ 1995 um leit hans af Agli: "Ţađ er í sjálfu sér sams konar verkefni og leitin af beinum Jesús Krists og gröf hans eđa leitin ađ hinum heilaga kaleik (The Holy Grail)".

En riddari nútímans leitar ekki ađ gylltum kaleik eđa brandinum Excalibur , heldur Agli Skallagrímssyni. Riddarinn heitir Byock og atgeir hans heitir "Spin and PR". Riddarinn er reyndar búinn ađ afneita sér ţeim óţćgindum sem ţađ virđist vera ađ vera Bandaríkjamađur í brynju. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt áriđ 2004 (vćntanlega á eđlilegri hátt en tendadóttir ráđherra umhverfismála um daginn). Hver veit, kannski er Byock líka orđinn tengdasonur eftir langa búsetu á íslandi. Hann er ađ minnsta kosti orđinn "fornleifafrćđingur", en ţađ geta víst nćr allir kallađ sig á Íslandi sem kaupa sér skóflu.

Gárungarnir segja mér, ađ nćsta verkefni Byocks sé ađ leita uppi Lođinn Lepp. Nafniđ eitt bendir eindregiđ til ţess ađ ţessi norski erindreki á 13. öld hafi veriđ međ sjúkdóm, sem lýsir sér í óhemju hárvexti, ekki ósvipađ og á ţessum kappa:

Lođinn leppur

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţess ber ađ geta ađ upphaflega birti prófessor Ţórđur Harđarson grein í Skírni áriđ 1984 um sjúkdóm Egils Skallagrímssonar. Ţá grein og niđurstöđur ţekkti Byock, en minntist ekki einu orđi á hana í grein sinni í Scientific American. Síđan ţá hefur Byock ekki haft fyrir ţví ađ segja mönnum ađ hann hafi lánađ hugmyndina ađ sjúkdómsgreiningu Egils frá íslenskum lćkni. Hvađ kallar mađur slík vinnubrögđ?

Nýlega auglýsing verkefnisins á Mosfelli

http://www.archaeologychannel.org/content/video/vikingland_300kW.html

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.12.2007 kl. 17:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband