Leita í fréttum mbl.is

Auschwitz-fangi á Íslandi

74521a
 

Það er virðingarvert þegar fórnarlömb helfararinnar geta sagt frá hörmungum sínum á gamals aldri. Það þarf oft mikið til og oftast talar fólk ekki um þessi erfiðustu ár ævi sinnar.

Hér í Danmörku hef ég þekkt og talað við nokkra pólska gyðinga sem lifðu af vistina í Auschwitz. Einn góður vinur minn var í fjórum fangabúðum í stríðinu. Ég er að skrifa grein um hann. Ég hef skrifað bók um þá gyðinga sem Danir sendur í dauðann. Nokkrir þeirrar voru myrtir í Auschwitz. Á Íslandi hefur reyndar meira borið á mönnum sem stunduðu gyðingamorð en á gyðingum, sem flestir hafa gengið með veggjum.  Einn böðlanna kom frá Eistlandi og annar maður frá Lettlandi, sem lengi bjó á Íslandi, hafði verið vörður í fanga- og útrýmingarbúðum í síðara heimsstríði.

George Berman, fæddur 1923 í Póllandi, komst lífs af í Auschwitz. Hann á son, Robert, og afkomendur á Íslandi og var í heimsókn á Íslandi á dögunum. Hann hélt um daginn fyrirlestur í HÍ um reynslu sína sem gyðingur í síðari heimsstyrjöld, og hefur RÚV gert þessu erindi hans skil (hlustið hér) og einnig Vísir.is. /Stöð2 og þetta blogg. Hlustið á Georg Berman á Stöð2 og RÚV

Það er ekki á hverjum degi að Íslendingar geta hlustað á vitni segja frá atburði, sem æ fleiri afneita eða misnota á ógeðfelldan hátt í stuðningi sínum við hryðjuverkastarfsemi gagnvart frjálsum heimi.

Myndin efst er tekin af Þjóðverja í Lodz gettóinu. Þar voru seldar bækur, en ekki vopn eins og í dag á þeim svæðum heimsins sem bandamenn hryðjuverka kalla gettó. Myndin hér fyrir neðan er af George Berman.

george_berman
09172
Drengur í Lodz gettóinu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þetta voru skelfilegir tímar sem viðgengust vegna afskiftaleysi

Aðalsteinn Agnarsson, 4.7.2010 kl. 13:40

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

almennings. Almenningur horfði aðgerðar laus á þessa þróunn

gerjast í Þýskalandi. Almenningur á Íslandi á ekki að umbera eða

horfa aðgerðarlaus á Alþingi nýðast á þjóðinni.

15.000 manneskjur án vinnu, Alþingi horfir aðgerðarlaust á.

Þetta fólk lofaði frjálsum hanndfæraveiðum, látum þetta

fólk ekki nýðast á stórum hluta þjóðarinnar.

Stöndum saman sem einn maður.

Aðalsteinn Agnarsson, 4.7.2010 kl. 13:55

3 identicon

Sæll Vilhjálmur. Ég hef komið í Auschwitz útrýmingabúðirnar og vil segja að því gleymir maður ekki. Ég kom einnig í aðrar búðir í Póllandi sem heita Stutthof uppá þýsku og þar hélt einn starfsmaður á skrifstofu því fram við mig þegar hann fann út að ég væri íslendingur að það hefði íslendingur verið þar og sennilega látið þar lífið. Þó má vera að hann hafi verið að rugla mér við Írland því ég þurfti eitthvað að leiðrétta hann með það. Veistu nokkuð um það hvort þarna hafi íslendingur verið ?

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 17:12

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er athyglisvert að þeir sem skrifuðu um reynslu sína í fangabúðum nazista enduðu flestir með að fyrirfara sér. Ekki af trúarlegum ástæðum heldur einfaldlega vegna þess að endurminningin var þeim óbærileg.

Þar á ég við menn  eins og Primo Levi, Jorge Semprun (reyndar ekki gyðingur) og Jean Améry sem skrifaði merkilegar bók um takmörk hugans (At the Mind's Limits: Contemplations by a Survivor on Auschwitz and Its Realities). Allir reyndu að skrifa sig frá því sem þeir upplifðu; reyndu að lýsa því ólýsanlega, en að endingu náði hryllingurinn aftur til þeirra.

Ég hef fullan skilning á þjáningum almennings á Gaza og vonandi næst einhver lausn á þessu endalausa deilumáli. Það breytir því ekki að umfjöllun um deilurnar og afstaða almennings í Evrópu er á algerum villigötum þegar reynt er að líkja þessu tvennu saman.

Og villigöturnar eru pólitískar. 

Ragnhildur Kolka, 4.7.2010 kl. 17:30

5 identicon

Helförin var endanlegur og alger hryllingur. Hvernig gat þetta gerst?Hvernig er eðlilegt líf eftir slíka atburði mögulegt? Helförin skapa'i ómældar þjáningar hjá gyðingum. Hún hefur legið eins og mara á þýskri þjóðarsál í marga áratugi. Það að lifa þetta af og hafa eðlilegt og jákvætt viðhorf til lífsins eins og Berman, það er kraftaverk.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikið rétt Ragnhildur.

En sá mikli heiðursmaður, Semprun, sem píndur var í Buchenwald er enn á lífi og greinir enn frá hryllingnum og hryllingi þess kommúnisma sem hann barðist fyrir. Hann gekk í sama skóla í den Haag og faðir minn síðar.

Sæll Tryggvi Marteinsson, ekki þekki ég sögu Íslendings í Stutthof, en þar voru Norðmenn og Danir í miklum mæli.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2010 kl. 21:06

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir að leiðrétta mig, Vilhjálmur. Það er nokkuð um liðið síðan ég las bækur Semprun The Long Voyage  og Litterature or Life og kannski eitthvað farið að skolast til á háaloftinu. 

Ragnhildur Kolka, 4.7.2010 kl. 23:03

8 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er í raun alveg ótrúlegt að þjóð eins og gyðingar sem hafa verið ófsóttir öldum saman, skuli ekki sýna meiri mannúð og mildi fyrir botni Miðjarðarhafs.  Það er í raun ótrúlegt að þeir halda Palestínumönnum í svipuðu Gettó og þeir voru sjálfir á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.  Það er nokkuð ljóst að það er enginn alls enginn kristilegur kærlegur á bakvið svoleiðis hegðan.

Gísli Gíslason, 6.7.2010 kl. 11:24

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gísli Gíslason, merkilegt að þú skyldir minnast á þetta.

Gegnum aldirnar lokuðu múslímar gyðinga inni í hverfum og heimtuðu fyrr en kristnir að þeir gengu með gul merki á klæðum sínum.

Gyðingar og aðrir minnihlutar í arabalöndum voru 2. flokks borgarar. Á Gaza voru framin fjöldamorð og nauðganir á gyðingum gegnum aldirnar. Þjóðin sem býr þar nú vill ljúka ætlunarverki Hitlers og hefur margoft lýst því yfir um leið og hún afneitar því að Helförinni hafi átt sér stað. Ég veit ekki hvað kristileg hegðun er, enda ekki kristinn, en þú sýnir ekki slíka hegðun vinur minn. En verst er nú hvernig þú sýnir alþjóð fávisku þína.

Annars er furðulegt að sjá hve margir Íslendingar vita hvernig það var að vera gyðingur í gettói, og sumir virðast hafa þörf á því að líka sér í vandanum nú við ofsótta gyðinga.

Ég veit nokkurn veginn hvernig það var, enda búinn að taka saman bréfasafn úr gettóinu í Warszawa, sem bráðlega verður gefið út. Gettóin í Evrópu sem nasistar smöluðu gyðingum í eiga ekkert skilt við Gaza nútímans. Gaza var afhent á silfurfati fyrir nokkrum árum, og síðan hafa Hamas hryðjuverkasamtökin níðst á Palestínumönnum þar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2010 kl. 15:00

10 Smámynd: Benjamín Kári Danielsson

Þessa röksemdarfærsla, Vilhjálmur, er, því miður, frekar algeng milli vinstri manna hér á Íslandi.  Ísrael var þjóð byggð eftir helförina, og því eiga gyðingar að sýna fjöldamorðssinnuðum hryðjuverkamönnum það "Kristilegan boðskap" sem HAMAS, Hezbollah og PLO eru vanir að sýna þeim.  Svaraðu mér, Gísli, ertu hlyntur því að Ísraelsmenn taki Kristna trú eða væri það kanski sambærilegt og síðan viðunandi ef að arabarnir bjuggu til enn önnur "ghettó" í svæðinu austan við Jordaníu-fljótið til að kenna þeim það boðskap sem þeir eru búnir að gleyma svo hratt....??

Benjamín Kári Danielsson, 7.7.2010 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband