Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 14:14
Á tímum hinna löngu kuta
Hér fyrir nokkrum kvöldum voru tveir Íslendingar á ferð í Kaupmannahöfn. Þessir kappar komu sér ískyggilega í vandræði, því erindi sem þeir áttu í sjoppu, Bobbys Kiosk nærri Istedgade, endaði með því að annar þeirra kom út úr sjoppunni án kóks og prins pólós, en með sjö djúp svöðusár.
Nú telst málið hins vegar "upplýst": Íslendingurinn mun, samkvæmt vitnum, hafa verið uppivöðslusamur í sjoppunni og kallað þá sem þar voru inni öllu illum nöfnum og var það túlkað sem kynþáttafordómar af vitnunum. Þetta mun hafa orðið til þess að 17 ára piltur sem var gestur í versluninni stakk Íslendinginn 7 sinnum með löngum, ólöglegum hníf. Københavns Politi krafðist framlengingar gæsluvarðhalds yfir hnífstungumanninum, en nú greina fjölmiðlar frá því að dómari hafi leyst hnífstungumanninn úr haldi, þar sem henni þótti sýnt að ástæðan fyrir árásinni með hnífinum væri undangenginn kynþáttahatur Íslendingsins. Greinilegt er að dómaranum hefur þótt "kynþáttafordómaákvæði" danskra hegningarlaga vega þyngra en ítrekuð hnífstunga sem gefin er í kjölfar reiði vegna þess að heiðurs 17 ára manns var misboðið vegna láta og fordóma Íslendingsins. Það er skrítinn dómur að mínu mati og einkennilegt réttarsköp!
Nú hefur það einnig komið í ljós í íslenskum fjölmiðlum, að Íslendingurinn getur trútt um talað, enda hefur hann sjálfur hlotið dóm fyrir hrottalegar líkamsárásir á Íslandi.
Óli Tynes blaðamaður kynnti sér málið og hafði meira að segja samband við góðkunningjakonu sína sem hefur selt pulsur þarna í Istedgade um langan aldur. Hún bar eiganda sjoppunnar vel söguna. Sjá hér og undraðist að svona hlutir gætu átt sér stað hjá Bobby. Óli Tynes virðist vera betur kunnugur þarna bak við járnbrautastöðina i Kaupmannahöfn en ég.
Nú gengur laus 17 ára maður sem hefndi sín á ofurölvi Íslendingi sem var með rasisma á almannafæri. Stungumaðurinn er frjáls maður þótt hann hafi reynt að myrða mann með því að stinga hann 7 sinnum. Árásarmaðurinn hljóp reyndar brott af vettvangi en var gómaður af lögreglu. Nú situr hann við kjötkatla mömmu sinnar, en hans bíður væntanlega dómur. Annað væri út í hött.
Mér lék forvitni að grafa aðeins í málið, þar sem ég á svo góðan farsíma og smá tíma aflögu. Ég hringdi í Anders Dorph, sem er lögreglusaksóknari hjá Lögreglu Kaupmannahafnar, og spurði hann nokkurra spurninga. Hann treysti sér aðeins að svara einni spurningu en lét mér hins vegar aðrar upplýsingar í té. Hann vísaði svo restinni til þeirrar deildar lögreglunnar sem hefur með rannsókn málsins að gera.
Spurningin sem ég fékk svar við hjá Anders Dorph var: 17 ára piltur stakk viðskiptavin í sjoppu 7 sinnum eftir að honum þótti hann verða fyrir aðkasti kynsþáttafordóma viðskiptavinarins. Er hægt að segja að grein hegningarlaganna um kynþáttafordóma vegi þyngra á vogaskálum réttvísinnar en brot á ákvæðum um ólöglega eign og meðferð vopna, eða alvarlegar líkamsmeiðingar og limlestingar?
Þessu svaraði lögregluassessorinn, að embætti hans hafi farið fram á framlengingu á gæsluvarðhald hnífstungumannsins, en að dómarinn í málinu, sem hann talaði um sem konu, hefði metið málsatvik þannig að leysa bæri árásamanninn þegar úr haldi, þar sem vitni sögðu Íslendinginn hafa verið með kynþáttafordóma. Dorph vildi ekki koma inn á persónulegt álit sitt á þeim dómi, og undirstrikaði að embætti hans hefði farið fram á fangelsun. Hann gat ekki gefið mér dæmi um rasisma Íslendingsins. Dorph gat heldur ekki svarað öðru spurningum mínum. Hann benti mér að tala við Henrik Andersen hjá Kaupmannalögreglunni. Meira um það síðar.
Uppi stendur, að dómari hefur ákveðið, að maður sem veitir 7 svöðusár vegna þess að hann ærðist út í fullan "öfgamann" frá Íslandi, megi ganga laus, þó svo að hann hafi brotið allmörg ákvæði hegningarlaga í tengslum við að hann réðst á Íslendinginn í Istedgade með hnífi.
Vægast sagt þykir mér þetta undarlegur dómur og ekki tel ég að öll kurl séu komin til grafar í málinu. Nokkrar spurningar mínar til Anders Dorph, sem hann gat ekki svarað, setti hann hljóðan í smá stund. En hann gat ekki deilt við dómarann, þó að hanni sæi helst árásarmanninn bak við lás og slá þar til dómur hefur fallið í máli hans.
Mér þykir líklegt að málalyktir verði að hinn 17 ára árásarmaður "sleppi billega", og að "tekið verði tillit" til rasisma Íslendingsins, sem ef til vill verður ekki dæmdur fyrir rasisma, þar sem hann "særðist" sjö stungusárum vegna reiði unglings. Rökrétt, ekki satt?
Hvað gerðist ef ráðist yrði með hnífi á ferðamann frá múslímalandi í Kaupmannahöfn? Hingað til hefur það ekki gerst, og nú orðið eru árásir danskra múslíma á ekki-múslíma algengari. Leyfi ég mér að minna á morðið á Antonio Curra, ungum Ítala sem myrtur var á fjölförnu götuhorni í Kaupmannahöfn árið 2003. Mestu mótmælin í sambandi við það mál komu að mínu mati er ódæðismennirnir hlutu útvísunardóma i framhaldi af fangelsisvist.
Lögreglan fann t.d. aldrei arabana sem fyrir nokkrum árum lögðu til bandarísk gyðings með hnífi, og sprettu upp nös hans. Bandaríkjamaðurinn var túristi í hópi sem nýkominn var út úr kosher-café sem er að finna í kjallara safnaðarheimilis gyðinga í miðri Kaupmannahöfn.
Ég heft oft í lestum Kaupmannahafnar og almannafæri séð unga innflytjendur (nýbúa) sveifla vopnum sínum og ganga ögrandi um með bardagahunda sína. Ástandið er ekki gott.
Vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Lesið þetta eða þetta . 12 ára hnífstingur á bókasafni. Á þetta eftir að verða verra?
Hnífavandamálið í Danmörku er stórt og hefur dómsmálaráðherra landsins og sumir flokkar i Folketinget verið mjög harðorðir. Dómarinn í borgarrétti Kaupmannahafnar virðist hins vegar ekki hafa heyrt þau aðvörunarorð stjórnmálamannanna og telur að viðeigandi sé að sleppa manni úr haldi sem stungið hefur annan mann sjö sinnum með ólöglegu vopni.
Danska lögreglan er líka sek um áhugaleysi á þeim vandræðum sem hnífaeign unglinga veldur. Sjá hér og blandar saman orsakagreiningu og ósk um fyrirbyggjandi aðgerðir við atburði líðandi stundar, sem ekki eru leystir. Hún telur ekki að bann við hnífum sé nein lausn. Kannski hefur hnífstungumaðurinn heyrt það og misskilið. Hnífur hans var nefnilega ólöglegur. Samt gengur hann laus vegna þess að dómari í Kaupmannahöfn telur að hann hafi stungið sjö sinnum vegna þess að hann særðist af orðum ölvaðs Íslendings.
Til upplýsingar, get ég greint þeim bloggvinum mínum sem sýnt hafa þessu leiðinlega máli þjóðfræðilegan áhuga og sérstaklega þeim sem íhugað hafa uppruna þess sem á sjoppuna Bobbys kiosk. Hann er upphaflega frá Pakistan og sonur eigandans, mun hafa verið í versluninni þegar hnífstungurnar áttu sér stað, og var hinn 17 ára hnífstungumaður vinur sonar eigandans.
Lok allt annað, sem reyndar kemur umræddu máli ekki við. Áhugi minn á málinu jókst til muna, þegar ég heyrði að kona hefði kveðið upp dóminn sem leysti stungumanninn úr haldi. Kona nokkur var á tíma dómari í borgarréttti Kaupmannahafnar. Ég veit reyndar ekki hvort hún vinnur þar enn eða hvort hún er sama konan sem ákvað að 7 stungur séu nein ástæða til frelsisskerðingar. Hún er dóttir dansks embættismanns, sem á stríðsárunum sendi saklausa gyðinga í dauðann í Þýskalandi, m.a. mann, Fritz Schlesinger, sem átti son með íslenskri konu. Enginn hrópaði "rasismi" þá og gyðingar stungu ekki það sem níddust á þeim með hnífum. Rasismi er lítið orð sem gyðingarnir gátu því miður ekki veifað með, eins og ungir innflytjendur gera í dag.
Í dag er ekki einu sinni hægt að biðja innflytjendaungling um að standa ekki á miðjum hjólastígum og hindra umferðina. Þá er hrópað "Racist" á eftir manni. Það er best að segja ekki neitt á móti, ef þeir eru með hníf, því lögreglunni þykir það greinilega enn allt í lagi. Þeir eru of uppteknir í að úthugsa fyrirbyggjandi aðgerðir hjá komandi kynslóðum hnífanotenda til þess að stoppa vandann.
Stundum spyr ég sjálfan mig, hvort menn séu hræddir við að taka á hlutunum í Danmörku?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2008 kl. 04:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2008 | 14:10
Var Shakespeare kona eða trans?
Þessi frétt þykir mér heldur betur merkileg. Ekki alls fyrir löngu var sérfræðingur nokkur búinn að lýsa því yfir að hann gæti alveg sýnt fram á hvernig William Shakespeare leit út (hér að ofan). Mér þykir harla ólíklegt að hann hafi litið út eins og sérfræðingurinn heldur fram, ef "hann" var kona, og jafnvel kona af ítölskum gyðingaættum eins og annar klókur karl heldur nú fram. Það gerir nefnilega frístundashakespeareistinn John Hudson, sem telur meira en víst að Shakespeare hafi verið Amelia Bassano Lanier (eða Lanyer). Sjá æviatriði hennar hér. Hér getið þið svo séð stutt viðtal við Hudson.
Og fleiri upplýsingar frá hinum veltalandi John Hudson eru að finna á YouTube:
Hudson leggur mikla áherslu á að "Shakespeare" hafi haft miklu meiri þekkingu á tónlist en einhver strákur frá Stratford-upon-Avon, sem ekki var komin af tónllistamönnum og sem ekkert hafði verið skólaður í þeirri list. Hvernig stóð líka á því að sveitstrákur kunni bara fullt af ítölsku þegar hann birtist allt í einu í Lundúnum, spyr Hudson? Það er ekki nema vona að Hudson spyrji. Ég spila á píanó og lærði ítölsku í MH, tvo áfanga, og ekki varð ég neinn Shakespeare.
Ég hlusta með mikilli athygli á John Hudson og hlakka til að stytturnar af Shakespeare verði fjarlægðar og stytta af konu, dökkri yfirlitum, komi í staðinn.
Eins og fróðir menn vita, hafa margar tilgátur verið á lofti um uppruna Shakespeares, líkt og með uppruna Kólumbusar. Einhvers staðar las ég um mann sem heldur því fram að hann hefði verið Kínverji og annars staðar er því haldið fram að hann hafi verið Indverji, Þjóðverji, Hollendingur o.s.fr. Mér þykir afar vænt um tilgátuna um að hann hafi verið arabi og hafi upphaflega heitið Sheik Yer Beer eða Sheikh Ispire. Það skýrir auðvitað allt, þar sem því er gjarnan haldið stíft fram að við höfum allan okkar fróðleik frá aröbum.
Bull og vitleysa, Shakespeare var auðvitað Íslendingur. Vilhjálmur kallaður Skagaspíra (Skagespear = Shakespeare), langur sláni sem stakk af með ensku skipi, þegar honum var ljóst að menn verða ekki spámenn í eigin landi, og vegna þess að ekki var til nógur pappír í landinu. Menn geta ekki bara pissað Miðsumarsnæturdraum í snjóinn. Punktum basta, það þarf ekki fleiri sannana við.
26.5.2008 | 20:33
Holy Hijab
Þessa dagana tala Danir vart meira um annað en slæður. Sumir ráðherrar koma sér í vandræði ef þeir eru jákvæðir fyrir slæðum. Aðrir þingmenn koma sér í vandræði ef þeir eru á móti slæðum. Enn aðrir vilja verða þingmenn með slæður.
Allt þetta slæðutal er kannski ekki einkennilegt, þar sem fleiri og fleiri konur í Danmörku hylja sig með alls kyns slæðum. Þær konur sem hylja sig, eignast fleiri börn en stöllur þeirra án slæða. Konurnar með slæðurnar segjast ekki getað lifað án þeirra og telja að tuskurnar séu einfaldlega guðlegar, en þeim sem er illa við klútana segja þá vott um kvenfyrirlitningu Íslams og skuggalegan miðaldahugsunarhátt.
Hvað sem öllu þessu slæðutali líður, og ef tekið er tillit til frjósemi slæðukvenna, þá er ljóst að nær helmingur allra kvenna í Danmörku mun eftir 20-40 ár bera slæður, sem "lög þeirra og trú fyrirskipa". Þá gilda víst ekki lengur dönsk lög í Danmörku. Allsbera stelpan á síðu 9 í Ekstra Blaðinu mun þá líklega með slör og slæður eða kannski hefur hún þegar verið hrakinn á brott eins og Eva úr Paradís.
Ég get ekki skilið hvernig slæður geta verið þóknanlegar Guði. Það hlýtur að vera mjög heitt og óþægilegt að hafa svona vafning og geta ekki um frjálst höfuð strokið. Hvaða guð fyrirskipar slíkt? Það er víst hann Allah.
Ein af sterkustu skjaldmeyjum Allah er lítil stúlkukind á Gaza ströndinni, sem hér heldur mikla lofræðu, á arabensku, nýju tungumáli, um kosti og heilagleika hijabsins, þ.e. slæðunnar sinnar. Ræðan er heldur sorgleg.
Ekki veit ég hvaða álit stúlkan á Gaza hefur á þeim slæðudansi sem hægt er að sjá hér að ofan. Dillibossar eru greinilega jafnvinsælir með eða án slæðu. "Derty Dancing Al Arabi!" eða tvískinnungur undir kufli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.7.2008 kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.5.2008 | 20:18
Åge Meyer Benedictsen
Þegar félag Litháa var stofnað á Íslandi um síðustu helgi, langaði mig að heyra hvort einhverjir lesendur bloggsins, sem hér líta inn, vissu að sovéthrellirinn Jón Baldvin Hannibalsson væri bara núll og nix miðað við Åge Meyer Benedictsen í Litháen. Ég spurði og það leið vika þangað til einhver Sigurður í HÍ, sem gengur undir dulnefninu SÖK, kom með hluta af réttu svari. Sjá hér.
Åge Meyer Benedictsen var Dani af íslenskum ættum. Móðir hans var Anna Benedictsen leikkona og söngkona, sem var dóttir Jens Benediktssonar (Benedictsen) kaupmanns í Efstakaupstað, Christianshavn og Nýhöfn. Meðal fleyja hans, sem ég spurði um, var hið glæsilega skip Hekla (sjá mynd). Málverk af skipinu, sem hefði sómt sér veglega á safni á Íslandi, var nýlega selt á uppboði í Kaupmannahöfn. Merkasta húsið á Ísafirði, Faktorshúsið, var í eigu hans og þar fæddist Anna, móðir hans.
Fjölskyldan flutti til Kaupmannahafnar, vegna þess að dönsk amma Åge Meyer Benedictsen sem var mikil selskapsdama undi ekki hag sínum á Vestfjörðum. Móðir Åge Meyer Benedictsen var góðkunnug H.C. Andersen. Eitt sinn hitti Andersen hana, systur hennar og móður í Þýskalandi, þar sem þær voru í óperuferð. Faðir Åge Meyer Benedictsens var danskur gyðingur sem gat rakið ættir sýnar til Þýskalands.
Ekki ætla ég að rekja ættgarð Benedictssens og sögu hans frekar hér, en geri það líklega bráðlega í einhverri grein.
Åge Meyer Benedictsen þótti snemma mikill námsmaður og var einn fremsti þjóðfræðingur Dana í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Hann lét margar þjóðir sig varða, en hafði sérstakan áhuga á Lithaugalandi og Armenum. Hann skrifaði mörg alþýðleg fræðirit , meðal annars um Ísland, og þótti einn vinsælasti fyrirlesarinn í Danaveldi um og eftir aldamótin 1900. Þar að auki var hann mjög áhugasamur um fullveldi Íslendinga og einn stofnfélaga Dansk-íslenska félagsins (Dansk-Islandsk Samfund).
Ég er miðlimur í félagi til heiðurs Åge Meyer, sem telur félagsmenn í ýmsum löndum, en flesta í Litháen. Ég mun segja frá því nánar síðar.
Menning og listir | Breytt 26.5.2008 kl. 04:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 09:18
Ljóshærða hommaveislan í Belgrad
Ég tek það bara strax fram, að ég hef ekkert á móti hommum eða ljóshærðu fólki, en ég hata Melódígrandprixið. Þar sem aðeins eitt sjónvarpstæki er á mínu heimili, var ég neyddur til að hlusta á ófögnuðinn með öðru eyranu. Ég settist auðvitað fyrir framan altarið þegar leyst var um "Lífstykkið" frá Íslandi, og svo hertók ég sófann í allri lengd minni og horfði á restina með fjölskyldunni með einu auga.
Atkvæðagreiðsla söngvakeppninnar hefur mér hins vegar um árabil þótt hin besta skemmtun. T.d. að sjá hvernig hægt er að strika línu gegnum Evrópu hvað varðar tónlistasmekk, sem t.d. sameinar forna fjendur, sem gefa hver öðrum 12. stig.
Annað, sem greinilega sameinaði fólk í ár, að minnsta kosti þá sem kynntu niðurstöður var að "Blondes have more fun". Úr þeim stóra hópi kynna, sem sýndi perlutennur og lélega tungumálakunnáttu, voru aðeins örfáar brúnkur. Allir hinir voru blond, nema ein keltnesk rauðka frá Írlandi. Flestir þeirra ljósærðu voru auðvitað ekki "natural blonde" og einhverjir afkomendur Júrís og Svetlönu, sem lengi stýrðu atkvæðagreiðslunni í ráðsstjórnartíðinni, voru greinilega búnir að komast í klórínfötur mæðra sinna.
"Hommaveisluna" verð ég auðvitað að skýra, svo ég fái ekki heimsókn af fullt af reiðum drengjum í leðurfötum (ég er bara að grínast). Einhvers staðar hef ég lesið að þessi mikla hátíð heilli mjög samkynhneigða menn. Það er glamúr á fullu. Þegar maður sér close up á milli laga af þeim karlmönnum sem standa og flagga á fremsta bekk, um leið og þeir benda á strákinn við hliðina á sér, má lesa þetta á varir þeirra: "Hæ mamma, þetta er kærastan mín!". Meðal listamannanna flögraði maður frá fjarlægu landi, sem ég vissi varla að væri til. Hann bar vængi búna til úr reittum hænsnafjöðrum. Ljóshærður kynnir niðurstöðva í Þýskalandi var líka búinn að fá sér slíkt flugfiður. Fiðraðir menn eru fallnir englar.
Mikið er spekúlerað á netinu um kynhneigð sigurvegarans Dima Bilan (sem upphaflega hét Viktor Belan). Hann ólst í Tatarstan, þar sem margir Tatarar búa. Ekki mun Bilan þó vera Tatari. Bilan er heldur ekki ljóshærður, en bætti það upp með því að láta ljóshærða skautadrottningu sveima kringum sig á sviðinu í gær. Það sýnir kannski ekki neitt, nema ef til vill lélegan smekk. En aumingja Bilan er fyrir utan að syngja fyrir Rússland og vera grunaður um að vera gay, gyðingur og stuðningsmaður Ísraels. Getur það orðið verra?
Ég læt því flakka mynd af Bilan með konu upp á vangann og hálsmen sem gefur trúhneigð hans til kynna. Hér fyrir neðan er kvikmynd frá heimsókn Bilans í Ísrael árið 2006, þar sem hann talar við rabbína og dáta og fitlar aðeins við Grátmúrinn. Og þessi mynd, sem móðir Bilans hefur sett á YouTube, sýnir að Bilan á vissulega líka margar vinkonur - enda er hann sætur! Þið verðið að viðurkenna það, þótt hann sé ekki ljóshærður.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.5.2008 | 19:34
Íslenska hetjan í Litháen
Ég fagna því að félag Litháa á Íslandi hafi verið stofnað. Slíkt félag gæti t.d. orðið öflugur aðili í að hreinsa það óorð sem komið er á þessa góðu þjóð á Íslandi vegna starfsemi fáeinna óheppilegra einstaklinga með litháískt þjóðerni og vegabréf. Glæpamennskan, sem streymir frá ráðstjórnaríkjunum fyrrverandi, er arfleifð kommúnisma og fasisma, í bland við fátækt og ofsakapítalisma. Það getur aldrei komið neitt gott út úr þeirri blöndu. Við erum heppin á Íslandi. Ljótt væri ef Íslendingar væru dæmdir vegna einhverra skíthæla sem brjóta af sér erlendis. Gæti það gerst?
Nú þegar þessum áfanga er náð af Litháum á Íslandi, er nauðsynlegt fyrir mig að minna félagsmenn á, að einn sá útlendingur sem mesta þýðingu hafði fyrir fyrstu frelsisbaráttu og sjálfstæði Litháa var af íslensku bergi brotinn. Nei, ég er ekki að tala um Jón Baldvin Hannibalsson, sem líka er vel þekktur í Litháen. Hann er engin hetja eins og hinn Íslendingurinn.
Hetjan er þessi glæsilegi maður sem prýðir færsluna. Hann var af íslenskum ættum og gyðingaættum. Ágætis blanda, ekki satt? Ég hef verið að dunda mér að skrifa dálítið um sögu hans og ætla mér að birta það hið bráðasta í einhverju tímariti sem vill borga mér vel fyrir.
Getraun dagsins er:
Hvað hét þessi ágæti maður?
Í hvaða húsi fæddist móðir hans og hvað hét eitt fallegasta skipið í Kaupmannahöfn sem var í eigu afa hans?
Hún Áslaug vinkona mín á Efstakaupstað, sem ég hef trassað að skrifa til vegna anna í nýju starfi, má ekki vera með í getrauninni.
Þeir sem geta svarað öllu rétt, ættu að gerast félagar í hinu nýja félagi Litháa.
Litháar á Íslandi stofna félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2008 | 17:50
Tæpilaus tunga
Ég hefði ekki getað sagt þetta betur, eða þó. Ég get t.d. borið orðið "argument" betur fram en forseti BNA. En ég er heldur ekki fæddur í Texas. Hér er ræðan öll, eins og George sendi mér hana.
Svo fór hann líka til Egyptalands og talaði við "he, eh, and his negotiators", þ.e.a.s. gamla frelsishetju. Sagði forsetinn kannski "He, eh and his aligators" . Skoðið það hér. Það er í rauninni alveg sama hvað hann segir. Hann fer að hætta, og í stað hans kemur annað heimssögulegt slys. Nú er það er svart maður, en það á eftir að verða enn dimmara. Það er víst ekki hægt að segja það tæpitungulausara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 08:41
Steinar á vegi Kristjáns X
Nýverið kom fram í dönskum fjölmiðlum, og íslenskum, að fjölskylda Kristjáns X, langafa Friðriks erfðaprins sem nýlega var á Íslandi, hafi verið umburðalyndari gangvart nasistum en gekk og gerðist í Danmörku.
Þetta held ég að sé rangt. Danir sem þjóð voru almennt umburðalyndir gagnvart nasistum, og að hefð hallari undir Þjóðverja en margar aðrar þjóðir. Kannski er það ekki skrítið þegar tekið er til þess að stórveldið þýska, keisarar og "lýðveldi" og síðast Þriðja Ríkið voru ávallt skammt undan. Það eru ekki allir eins heppnir og Íslendingar, sem voru alltaf einir úti í Ballarhafi og hafa ekki haft neina leiðinlega nágranna eins og Danir. Danir hafa verið hræddir við Þjóðverja síðan á dögum Ottós I Þýskalandskeisara, sem uppi var á 10. öld. Þeir þurftu að beygja sig nokkuð mikið þeirra vegna. Stór hluti Dana er líka kominn af Þjóðverjum. Annað hefði verið óumflýjanlegt.
Ungur sagnfræðingur, Mikkel Kirkebæk greindi nýlega frá niðurstöðum rannsókna sinna, sem leitt hafa í ljós að að ættmenn Kristjáns X höfðu náin samskipti við danska stórnasistann og gyðingahatarann Christian Frederik Schalburg. Í sjálfu sér eru það ekki ný tíðindi, en gott að einhver sé búinn að fara í saumanna á þeim málum. Það hlýtur þó að hafa verið erfiðleikum bundið, því Margrét Danadrottning hefur enn ekki veitt sagnfræðingum aðgang að skjalasafni afa síns.
Sem dæmi um þessi tengsl dönsku konungsfjölskyldunnar við nasista má nefna að árið 1935 gerði Kristján X uppskafninginn Schalburg, "os elskelig" að sögn konungs, að kammerjúnkara.
Nýlega, löngu áður en fyrrnefnd bók kom út, hafði ég sjálfur ástæðu til að biðjast leyfis til að fá aðgang að hluta skjalasafns dönsku konunganna, þar sem ég hef áhuga á ferð Kristjáns X til Berlínar árið 1937. Þá mun Kristján konungur Íslands hafa hitt Hitler. Sagnfræðingurinn Mikkel Kirkebæk er ekki með neitt um þessa heimsókn í bók sinni.
Ég fékk þetta snubbótta svar Erik Gøbels, sem er sérfræðingur á danska Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn:
Som svar på Deres ansøgning i e-mail af 5. marts 2008 må vi meddele, at det er almindelig praksis, at Rigsarkivet ikke til Kabinetssekretariatet videresender ansøgninger vedrørende adgang til Christian X's arkiv i Kongehusarkivet, da Kabinetssekretariatet ikke hidtil har givet forskere (bortset fra den kongelige ordenshistoriograf) adgang til Christian X's arkiv.
Mér hefur áður tekist að opna harðlæst skjalasöfn í Danmörku , en ég efast um að ég fái að sjá konunglega skjalasafnið. Það eru líklega allt of mörg lík í lestinni, eins og Danir taka til orða, til þess að það sé raunhæfur möguleiki.
Hér er að ofan er ljósmynd Morgunblaðsins af langafabarni Kristján X, þar sem hann virðir fyrir sér nýuppgerðan Konungsstein, sem höggvinn var fyrir langafa hans við Geysi í Haukadal. Leyfi ég mér að taka fram að myndina má ekki afrita og nota á neinn hátt (eða endurgera), þar sem ég hef keypt not af henni af Morgunblaðinu sem á einkaréttinn að myndinni.
Ég leyfi mér líka að benda á að steinar þeir sem stór fyrirtæki greiddu fyrir "lagfæringar" á vegna komu Friðriks erfðaprins í maí 2008, höfðu þegar fengið andlitslyftingu vorið 2007. Þetta kemur fram af myndum á myndasíðu Ingva Stígssonar ljósmyndara. Ef viðgerð sem á að hafa farið fram með leyfi Fornleifaverndar Ríkisins á síðari hluta árs 2007 hefur verið lokið vorið 2007, er það ekkert minna en kraftaverk. Varla hefur verið gefið afturvirkt leyfi? * Sjá fyrstu athugasemd hér fyrir neðan
Lesa má aðrar færslur mínar um Kristján X konung okkar hér og hér, og reyndar líka dálítið Hér og hér
Og grein mína um stjörnu hans er hægt að lesa hér
Menning og listir | Breytt 12.5.2008 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.5.2008 | 08:33
Reyktur humar
Stundum er vertíð, en nú er greinilega komin agúrkutíð.
Mikið er þetta annars merkileg frétt. Mofi bloggari og vísindamenn í BNA (hvar annars staðar?) hafa lengi haldið fram nánum skyldleika humars og manna. Nú er komin sönnun fyrir því, þökk sé íslenskri sjómannastétt.
Reykingar krabbadýra eru ekkert nýmæli, og er það engin tilviljun að krabbi (cancer) er nafn á sjúkdómi?
Þessi saga segir okkur líka, að ruslið sem við hendum lendir fyrr eða síðar á hausnum á okkur.
Leitt þykir mér þó að Pípusafn Humra á Íslandsmiðum, sem hefur sömu þýðingu fyrir humarinn eins og reðursafnið á Húsavík fyrir Húsvíkinga, hafi verið eyðilagt.
Hvað verður næsta fyrirsögn í fréttum? Ef til vill: Bjössi bílstjóri fær aftur sígarettustubbana sína sem hann henti út um hliðarrúðu á Þingvöllum árið 1964.
Endurheimti pípuna eftir 16 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 10:55
Armée de l'Air
Nú þegar franskir flugkappar koma til að passa landið okkar og loftrúm, er greinilega miklu meiri gleði hjá þjóðinni en þegar Kaninn gerði það. Er gerður mannamunur á hetjum háloftanna?
Nú verður líkast til Evrópustemmning ef þessir háfleygu Fransmenn gera sér glaðan dag í höfuðborginni. Ekki er útilokað að þeir rómansi nokkrar fjallkonur á Kaffi París, og það á siðmenntaðri hátt en forverar þeirra í gæslu himinloftanna. Ú la la!
Votur, franskur koss getur hafið sumt fólk upp til skýjanna. Svo er loksins kominn chance fyrir karlpeninginn að skella sér í ástand, því meðal frönsku kappanna eru franskar gyðjur sem geta hafið leiðinlegustu karldurga til skýjanna. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það...
Claudette
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007