Leita í fréttum mbl.is

Ferđasögur fyrirmenna

Heyrt hef ég, ađ veriđ sé ađ skrifa sögu konungsheimsóknanna á Íslandi. Ţađ er afar merkileg saga og verđur gaman ađ sjá hvernig ţađ verk verđur leyst.

Saga íslenskra ráherra- og forsetaferđa gćti einnig orđiđ hin skemmtilegasta lesning. Eitt sinn fóru íslenskir forsetar ekki eins víđa og ferđalangarnir Vigdís og Ólafur Ragnar hafa gert. Flugferđir voru dýrar og forseti eins og Eldjárn var aldrei eins mikiđ partýljón og eftirmenn hans. Ţegar Bjarni Benediktsson var utanríkisráđherra komst hann oft ađeins í opinberar utanlandsferđir vegna ţess ađ velunnari Íslendinga, C.A.C. Brun ráđuneytisstjóri í Danska utanríkisráđuneytinu, sá til ţess ađ hann gleymdist ekki. Ţetta gerđist til dćmis áriđ 1948 í janúar á ráđstefnu norrćnna utanríkisráđherra. Brun reit: "Viđ tog imod paa Bristol. Dagen igennem ordinćrt nordisk Udenrigsministermřde, Island inkluderet. Bjarni Benediktsson spiller, imidlertid som sćdvanlig, en aldeles ynkelig Rolle..." . C.A.C. Brun bjóst viđ meiru af embćttismönnum unga lýđveldisins, sem hann hafđi stutt manna mest í fćđingarhríđunum. En ţar er saga sem nú er veriđ ađ vinna í.

Sveinn Björnsson átti í stökustu erfiđleikum međ sjálfan sig ţegar Kristján síđasti konungur Íslendinga (1918-47) andađist  voriđ 1947 og honum var bođiđ í útförina.  Sveinn hafđi m.a. áhyggjur á viđhorfum Dana til sín vegna sonarins, sem var svćsinn nasisti og SS-liđi í Danmörku á stríđsárunum.  Sveinn hafđi ţví samband viđ gamlan vin sinn, C.A.C. Brun. Brun sagđi honum ađ koma og sá persónulega til ţess ađ dagblöđ eins og Information héldu sig á mottunni og vćru ekki međ neitt skítkast á međan Sveinn var í Danmörku.

Síđdegis ţann 28. apríl 1947 ók Brun út á flugvöll međ J.R. Dahl, sem var hásettur í hernum og átti ađ fylgja Sveini Björnssyni viđ hvert fótmál. Dahl ţessi var hins vegar ekki eins háttsettur og generalmajorinn sem fylgja átti Hákoni Noregskonungi. Einhverjar rökrćđur höfđu spunnist í utanríkisráđuneyti Dana um hvort hćgt vćri ađ senda lágsettan mann eins og J.R. Dahl til móts viđ Svein. Brun lýsti svo ţví sem gerđist á flugvellinum:

"Á flugvellinum var okkur vísađ inn á skrifstofu flugvallastjórans, ţar sem Prins Knud var ţegar mćttur. Ţarna var krćsilegt rćkjusmurbrauđsborđ međ bjór og snaps, sem Prinsinn var ţegar búinn ađ gera sig ríkulega heimakominn í. Hann hagađi sér eins og trúđur. Friđrik Konungur vildi gjarnan hafa tekiđ á móti forsetanum, en ţar sem ekki hafđi veriđ gefinn upp nákvćmur lendingartíma um hádegi, hafđi hann sent erfđaprinsinn í sínu umbođi.

Mér kveiđ örlítiđ fyrir ţví, hvernig ţađ myndi fara og .... Ţegar prinsinn segir viđ mig:

„Heyrđu, hvađ vill ţessi forseti eiginlega hér niđur?"

Ég: „Já ţađ er eđlilegt ađ hann mćti"

Pr: "Núú, eftir allt sem hefur gerst!"

Ég: „Hvađ er hans konunglega hátign ađ gefa í skyn?"

Pr: "Ţér vitiđ alveg eins vel og ég. Hann fór bara til Íslands bara til ađ rćna krónunni af Pabba!"

Ég: "Ég held, ađ yđar konunglega hátign hafi fengiđ rangar upplýsingar. Sv. Bj. gerđi alveg öfugt allt til ađ seinka málinu og setti alla sína pólitísku framtíđ og politískan orđstír undir (o.s.fr.)".

Pr: "Já, en ţađ var akkúrat ţađ, sem Ţér áttuđ ađ segja mađur! Ţess vegna gaf ég boltann upp. Ég hef heyrt eitthvađ um ţađ, en ađrir segja ađ ţađ sé rangt. En ég hef alltaf veriđ á ţeirri skođun ađ honum líkađi viđ pabba minn og vildi halda í Konungsdćmiđ. Segđu bróđur mínum ţetta, heyriđ Ţér, ţađ er mjög mikilvćgt, hann hefur gott ađ ţví ađ heyra ţađ"!. "

Ţá vitum viđ ţađ.

Knútur prins (f. 27.7. 1900 - d. 14.6. 1976) var reyndar hiđ mesta flón, og vegna gáfnabrests var rétturinn til ađ erfa krúnuna eftir eldri bróđur hans, Friđrik IX, tekinn af honum og gefinn Margréti Ţórhildi áriđ 1953. Orđatiltćkiđ "En gang til for Prins Knud" er enn notađ ţegar einhver "fattar" ekki hlutina nógu fljótt.

En gang til for prins Knud 

Ţessi barnsungi matrós skemmti sér konunglega međ Knúti

Hvađ varđar Knút er grein Glücksborgarćttarinnar út frá honum dálítiđ veik ađ líkamlegu og andlegu atgervi og var greinilega lengi hornkerling í höllum Margrétar Danadrottningar. Frćnka Margrétar, Elisabeth prinsessa, dóttir Knúts, heldur nú orđiđ jólin ein og yfirgefin međ eldabusku sinni og sagđi frá ţví í Sřndagsavisen áriđ 2005.

Ţađ sem Knútur prins sagđi viđ Brun yfir smurbrauđinu á flugvellinum í Kastrup endurspeglađi viđhorf bróđur hans, Friđriks IX, sem var óţreyttur ađ segja C.A.C. Brun neikvćđa skođun sína á fyrsta íslenska forsetanum, en Friđrik rómađi hins vegar jafnan ađra Íslendinga.

Sveinn Björnsson kom til Kaupmannahafnar og tók ţátt í útför Kristjáns X á tilheyrilegan hátt og enginn angrađi hann opinberlega.

Hér eru nokkrar söguhetjurnar saman komnar á Íţróttavellinum í Reykjavík ţann 18. júní 1936. Knútur prins (1), Kristján tíundi (2), C.A.C. Brun (3), Hermann Jónasson (4) og óţekk(t)ur drengur (5):

Á Íţróttavellinum 18 júní 1936


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţađ er ţegar búiđ ađ skrifa ágćta bók um ţađ. Örn Helgason áriđ 1992 "Kóng viđ viljum hafa" (Skjaldborg). Eins skrifađi prinsinn um ţađ í "endurminningum" sínum. Ég minnist lítillega á ţetta í ţessari grein: http://www.jcpa.org/phas/phas-vilhjalmur-f04.htm

Friedrich Christian átti lítinn sjens, ţađ voru svo margir smákonungar á Íslandi - og eru enn!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.8.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sammála ţér Ţrymur. Ţýskur mars á ekki viđ Íslendinga.

Skúli, ekki ţarftu ađ vera sammála mér í hvert skipti. En kannski erum viđ ađ fara út fyrir efniđ međ ţví ađ tala um Björn heitinn júníor. Björn Sv. Björnsson var svćsinn nasisti og SS-liđi og sjálfsćvisaga hans sem fékk hjálp til ađ rita er alls ekki sannsögul. Ásgeir Guđmundsson bćtti viđ holur og bresti í ţeirri frásögn í Berlínar Blús áriđ 1996 (Skjaldborg gaf út).

Björn varđ sem fréttaritari í SS-búningi vitni ađ stríđsglćpum danskra SS-manna í Júgóslavíu og hef ég heyrt lýsingar hans í stálţráđasafni danska útvarpsins. Hann tók vitanlega ekki ţátt í ţeim ósköpum sjálfur en lćtur unga drengi lýsa dáđum sínum og ţess á milli komu komment frá honum sjálfum á dönsku međ mjög sterku íslenskum hreim. 

Lengi tók ţađ ađ fá danska sérfrćđinga ađ viđurkenna ađ Danir hefđu framiđ stríđsglćpi (sjá grein mína og Bent Blüdnikows  http://www.jcpa.org/phas/phas-vilhjalmsson-f06.htm), en fréttaskot SS-Untersturmführers Björns Sv. Björnssonar er einn vitnisburđurinn.

Svo eru til myndir af Sveini í búningi SS,sem vantađi tilfinnanlega í sjálfsćvisögu hans sjálfs

Ég man líka eftir halta manninum. Hann spilađi á fiđlu í óperettum sem ég fór og hlustađi á međ afa og ömmu sem barn. Síđan ţá hef ég haft óbeit á lélegum óperettum. Síđar lágu leiđir okkar saman ţegar hann kom sem fararstjóri ţýskra ferđamanna ađ Stöng í Ţjórsárdal (1986). Hann ćrđist yfir ţví ađ ég vildi ekki gefa hópnum leiđsögn, en svo illa stóđ á ađ ég var mjög upptekinn vegna yfirstandandandi ljósmyndatöku. Björn heitinn varđ hinn versti og hótađi ađ kćra mig til Ţjóđminjavarđar og taldi ţađ hiđ versta mál ađ ég vćri bara međ útlendinga í vinnu. Mig minnir ađ ég hafi hreytt í hann ađ ég myndi ţá segja samferđafólki hans hver hann vćri og hvar hann hefđi aliđ manninn.

Ţegar ţađ er sagt, langar mig ađ taka fram ađ ég dreg ekki í efa fjölhćfni Björns. Hann hefur örugglega veriđ góđur fađir barna sinna og ekki ćtla ég ađ taka ţađ frá honum. Ég greindi bara frá ţví ađ C.A.C. Brun greiddi götu föđur hans til Kaupmannahafnar áriđ 1947 og fór Brun gagngert og rćddi viđ ritstjóra tveggja blađa til ađ biđja ţá ađ halda kjafti um nasistasoninn, sem Laxness skrifađi líka um. Ćtli Laxness hafi hitt Björn Sv. Björnsson?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.8.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ţetta er nú ekki alveg rétt hjá ţér međ Elísabetu prinsessu og jólahaldiđ. Í greininni kom fram ađ hún hélt jól međ eldabuskunni vinkonu sinni ţangađ til sú lést. Síđan hefur hún haldiđ jól međ brćđrum sínum eđa vinafólki, svo ekki er hún nú eins einmana og ţú gefur í skyn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.8.2007 kl. 09:17

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér finnst ađ Margrét Danadrottning sé alveg nógu góđ ađ hafa frćnku sína og frćndur í mat á ađfangadag eđa Jóladag. Hún hefur alveg nógu mikiđ pláss. Ég held ađ "betri" greinin af Glücksborgarslegtinu skammist sín fyrir afkomendur Knúts Kristjánssonar. Og ţađ er ljótt ađ vera vondur viđ ţá sem minna mega sín! En ekki er ţetta fólk nú öfundsvert. Ţađ hlýtur ađ vera erfitt ađ vera drottning og sérstaklega prinsessa, sem ekki er eins og ţessar í ćvintýrunum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.8.2007 kl. 10:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband