Leita í fréttum mbl.is

Ĺge Meyer Benedictsen

 
Hekla

 

Ţegar félag Litháa var stofnađ á Íslandi um síđustu helgi, langađi mig ađ heyra hvort einhverjir lesendur bloggsins, sem hér líta inn, vissu ađ sovéthrellirinn Jón Baldvin Hannibalsson vćri bara núll og nix miđađ viđ Ĺge Meyer Benedictsen í Litháen.  Ég spurđi og ţađ leiđ vika ţangađ til einhver Sigurđur í HÍ, sem gengur undir dulnefninu SÖK, kom međ hluta af réttu svari.  Sjá hér.

Ĺge Meyer Benedictsen var Dani af íslenskum ćttum. Móđir hans var Anna Benedictsen leikkona og söngkona, sem var dóttir Jens Benediktssonar (Benedictsen) kaupmanns í Efstakaupstađ, Christianshavn og Nýhöfn. Međal fleyja hans, sem ég spurđi um, var hiđ glćsilega skip Hekla (sjá mynd). Málverk af skipinu, sem hefđi sómt sér veglega á safni á Íslandi, var nýlega selt á uppbođi í Kaupmannahöfn. Merkasta húsiđ á Ísafirđi, Faktorshúsiđ, var í eigu hans og ţar fćddist Anna, móđir hans.

Fjölskyldan flutti til Kaupmannahafnar, vegna ţess ađ dönsk amma Ĺge Meyer Benedictsen sem var mikil selskapsdama undi ekki hag sínum á Vestfjörđum. Móđir Ĺge Meyer Benedictsen var góđkunnug H.C. Andersen. Eitt sinn hitti Andersen hana, systur hennar og móđur í Ţýskalandi, ţar sem ţćr voru í óperuferđ. Fađir Ĺge Meyer Benedictsens var danskur gyđingur sem gat rakiđ ćttir sýnar til Ţýskalands.

Ekki ćtla ég ađ rekja ćttgarđ Benedictssens og sögu hans frekar hér, en geri ţađ líklega bráđlega í einhverri grein.

Ĺge Meyer Benedictsen ţótti snemma mikill námsmađur og var einn fremsti ţjóđfrćđingur Dana í lok 19. aldar og byrjun ţeirrar 20. Hann lét margar ţjóđir sig varđa, en hafđi sérstakan áhuga á Lithaugalandi og Armenum. Hann skrifađi mörg alţýđleg frćđirit , međal annars um Ísland, og ţótti einn vinsćlasti fyrirlesarinn í Danaveldi um og eftir aldamótin 1900. Ţar ađ auki var hann mjög áhugasamur um fullveldi Íslendinga og einn stofnfélaga Dansk-íslenska félagsins (Dansk-Islandsk Samfund).

Ég er miđlimur í félagi til heiđurs Ĺge Meyer, sem telur félagsmenn í ýmsum löndum, en flesta í Litháen. Ég mun segja frá ţví nánar síđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Sćlir Villi. Jćja gott ađ einhver gat ţetta. Ég held ég hafi einhver skjöl um "Áka" einhvers stađar; en úr ţví ţú ert ţarna međ vísan í "Berlínarboogie Laxness" má geta ţess, ađ Laxness rakst á ţennan merkilega mann á unga aldri.

Kveđjur

SGB

Snorri Bergz, 26.5.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Faktor

Heill og sćll Vilhjálmur!

Já ég var međ öll svörin, en ég sá ekki fćrsluna fyrr en ţú varst búinn ađ upplýsa okkur!

Ég er svo spennt ađ sjá skrifin ţín og samantektina.  Vonandi er einhver sama sinnis í útgáfu og tilbúin(n) ađ greiđa vel fyrir greinina!

Veit einhver hvar Salka Valka var skrifuđ úr ţví ađ minnst var á Laxness? 

Ţađ kom kona ađ máli viđ okkur hjónin og sagđi okkur ađ hann hefđi dvaliđ í húsinu sem móđir Aage fćddist í, ţegar hann var ađ skrifa bókina.

Ţađ er margt sem ţađ hús gćti sagt ef ţađ gćti mćlt

Bestu kveđjur úr Hćsta!

Ţín vinkona, 

ÁJJ

Faktor, 28.5.2008 kl. 11:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband