Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Dauđadansinn

Dauđadansinn 

Ungur danskur hermađur í Írak hefur veriđ drepinn og hér eru viđbrögđin međal borgaranna sem hann var ađ vernda. Ef til vill voru ţetta morđingjar hans? Viđ fáum líklegast aldrei ađ vita ţađ. Foreldrar hans, unnusta og ćttingjar fréttu af ţví sem gerđist, og í tvo tíma lifđu ţau í angist međ ćttingjum annarra hermanna, og horfđu á og heyrđu um ţađ í fjölmiđlum sem gerst hafđi, áđur en samband hafđi náđst viđ ćttingja ţess myrta.

Ég vona ađ sonur minn velji íslenskt ríkisfang ţegar hann nćr 18. aldursári, og ţađ verđi ekki komin herskylda heima áđur en ţađ gerist.

Margir Danir kenna ríkisstjórn Dana, jafnvel Bush, um dauđa ţeirra átta dönsku hermanna sem misst hafa lífiđ í Írak og Afganistan. Ţeir taka ađ mínu mati einnig ţátt í dansinum á jarđneskum leifum unga mannsins, sem lagđi lífiđ ađ veđi í baráttunni viđ vond öfl.

Mér er andskoti sama ţótt ég sjokkeri einhverja nú og tali eins og Bush. En hatur "hinna réttlátu" er ekki réttlćti. Hatur er ekki réttlćti. Ţess vegna mun réttlćti seint verđa á komiđ í landi eins og Írak, ţar sem hatur er dýpsta og heilagasta kenndin.


Ţokunni létti

Beztu kveđjur

Vaknađur og sé ađ ţokunni létti.

Flöggum fyrir ţví! Ríkisstórnin verđur aldrei söm eftir ţetta. Ţađ ćtla ég nú ađ vona. Framsókn bíđa ný hlutskipti eftir ţessa mörunótt og hugsiđ ykkur öll atkvćđin ef dóttir Jónínu Bjartmarchssctz hefđi fengiđ ríkisborgararétt á eđlilegan hátt. Já, og Sturla er bara einnota afurđ.

Gisp! En ţađ er eftir ađ telja 12 % atkvćđa. Hvađ eru menn ađ hugsa. Í Guatemala yrđi ţeim atkvćđum bara hent og svo fariđ í mál viđ ţá sem gagnrýna.

Nú verđa menn ađ fara ađ haga sér skikkanlega og gera ţađ sem Geir Haarde segir.

Takk Ómar Ragnarsson, ţú hefur gert gagn í ţessum kosningum.


Ţoka á kosningamiđnćtti

 Framtíđin er óljós

Allt frekar óljóst - enn.

En ţađ ér ţó nokkuđ ljóst ađ austur-Evrópu áhrifin í Júróvissjóninu hafa teygt arma sína til Íslands.  Nú fáum viđ 4 ár međ allt á reiki. Ţreyta fólksins og óţolinmćđi var greinilega farin ađ segja til sín, ţó svo ađ aldrei hafi fólk haft ţađ betra í ţessu landi á síđustu 1140 árum. En ţegar utanríksiráđherra stingur upp á stjórnmálasambandi viđ Hamas er ekki nema vona ađ fólk kvái. Framsókn er tímaskekkja.  

Basl- , biđrađa- og spillingarflokkurinn úr sveitinni (B) hefur greinilega veriđ dćmdur úr leik og dregur kannski međ sér gćđinga Geirs Haarde (D), sem ekki virđast hafa misst traust - né aukiđ.  En í stađinn hefst ađ öllum líkindum nokkurra ára stjórn ćvintýra- og rómantíkera á sauđsinnsskóm, sem vilja lifa af landinu og sölu myndbanda Ómars Ragnarssonar. Eiginlega ekki svo mikiđ öđruvísi en Framsókn. Ţađ er bara búiđ ađ sparsla og mála framhliđina. 

Einu sinni hefđi ég kosiđ svona rauđgrćnt. Ţá var ég borgarskćruliđi, fyrir ca. 25 árum. Nú er ég orđinn gamall og veit ađ ţađ sem er bođiđ upp á eru innistćđulausir tékkar.  Áfram munu flokksgćđingar reisa sumarbústađi sína á friđuđum stöđum, og enn sem áđur verđur vađiđ út í botnlaust skuldafen vegna hégóma og vitleysu. Helluţjófar eru til í öllum flokkum og allir vilja tvíbreiđa vegi í stađ hrađatakmarkanna. Ţađ er ekki hćgt ađ strika í burtu.  

Mér sýndist rétt í ţessu ađ litla handtaskan hennar Ingibjargar Sólrúnar á Grand Hotel hefđi veriđ nokkuđ Gucci. Handtöskur eru gífurlega mikilvćgar. Vonandi verđur létt á einhverjum aurum úr töskunni fyrir ţá sem minna mega sín á nćstu 4 árum. Annars er auđvitađ hćgt ađ fella ríkisstjórnina hvenćr sem er.

Ég sá líka Jón Baldvin Hannibalsson í viđtali á kosningavöku, ţar sem hann minnti menn á ţađ ađ ný ríkisstjórn ţćđi umbođ sitt frá fólkinu í landinu, en ekki frá Bessastöđum.  Ţađ er greinilega enn straumur á tengigrindinni í Jóni. Ekki er víst ađ svo sé í yngri gerđum stjórnmálamanna.

Nú verđum viđ ađ bíđa og sjá. Sumir af bestu vinum mínum eru í Samfylkingunni..... En talningu er enn ekki lokiđ. 

Nú nenni ég ekki ađ vaka lengur. Klukkan orđin 2 ađ nóttu í Danmörku. 


Mínu Mús hefur líka veriđ rćnt

mína mús

Nýjustu fréttir herma ađ Mínu Mús hafi veriđ rćnt. Hún hefur sést á götu í Teheran, en ekki er hćgt ađ stađfesta ţessa frétt, ţar sem okkar mađur í Teheran hefur veriđ fangelsađur fyrir ađ taka myndir af konum í klćđnađi sem er ţóknanlegur Allah. Daman á myndinni sagđist heita Mína retta.


Mikka Mús hefur veriđ rćnt í Gaza

Hamas mús međ lim 

Mikka mús hefur veriđ rćnt í Gaza. Hann hefur veriđ neyddur til ađ vera međ í "Stundinni Okkar" og kenna palestínskum börnum ađ verđa sjálfsmorđingjar í Ísrael, ađ lýsa yfir sigri yfir Ísrael, BNA og Danmörku, ađ drepa alla gyđinga og lýsa yfir heimsyfiráđum Íslams. Ímyndiđ ykkur Mikka, međ sína skrćku rödd hrópa: "Lifi íslamska byltingin, dauđi yfir trúleysingjana".

The Guardian tókst ađ túlka ţetta svona: "Palestinian TV uses Mickey Mouse to promote resistance".  Ađ drepa gyđinga er nú orđiđ andspyrna. Hitler var vćntanlega í andspyrnuhreyfingunni, ađ minnsta kosti samkvćmt einfeldningunum á Guardian.

Ćtli Hamas krefjist lausnargjalds? Ćtli Mikki verđi hálshöggvinn? Allt er óvíst. Ég finn ekkert um kröfur Hamas fyrir Mikka á heimasíđu Hamasvinafélagsins á Íslandi.

Hugsanlegt er ađ Michael Moore hafi veriđ víđar en á Kúbu og hafi ţegar hálshöggviđ Mikka.

mickeyhead

Eitt er hins vegar víst, ţađ er ekki auđvelt ađ vera mús og sérstaklega mús međ lim eins og Mikki.


Vers um Per

Per

Ţetta er hann Per. Hann er enn utanríkisráđherra Dana. Hann vildi ekki, af siđferđilegum ástćđum, hitta Paul Wolfowitz á Íslandi í síđustu viku og bađ Valgerđi Sverrisdóttur ađ skrifa Wolfowitz bréf ţar sem ţađ var tilkynnt. Wolfie er í vondum málum.

En í dag tók Per á móti utanríkisráđherra Írans í Kaupmannhöfn. Hvađa ástćđur eru fyrir ţví veit ég ekki, en vart geta ţćr veriđ siđlegar. Líklegast vilja Danir selja meira til Íran. Hefđ er fyrir slíku í Danmörku. Danir seldu mikiđ til nasista á stríđsárunum. Ţeir seldu frelsi sitt.

Utanríkisráđherra Írans, Manouchehr Mottaki kennir í sífellu Bandaríkjamönnum og Ísraelum um all ţađ sem miđur fer í heiminum. En hvernig er ástandiđ í Íran?

Danir reyna allt sem ţeir geta ađ senda flóttamenn til Íran. Ég hef barist fyrir ţví ađ írönskum feđgum var bjargađ frá ţví óđs manns ćđi. Ég fór í spurningartíma í danska ţinginu, ţar sem baunađ var á Per vegna greinar sem ég skrifađi í Politiken. Per sat ţar og laug alla fulla! En yfirvöldum tókst samt sem áđur ekki ađ senda mennina úr landi.

Per langar ekki ađ hitta Wolfowitz, en han hittir ólmur Mottaki yfirböđul frá Íran. Ţađ verđur líklega Per verst á endanum ađ hafa móttekiđ Mottaki.


Ferđafólkiđ er í bráđri hćttu!

Norskir tatarar 

Tónelska ferđafólkiđ, sem allir eru ađ tala um, eru Roma, ţ.e.a.s. sígaunar. Áđur fyrr voru sígaunar og tatarar oft sjómenn í Noregi. Sumir komu til Íslands.

Norđmenn eru vanir ađ senda sígauna úr landi. Ţeir lokuđu á ţá áriđ 1927 og boluđu mörgum burt. Seinna var ţetta fólk í flestum tilfellum myrt í útrýmingu nasista á fólki sem minnti ţjóđverja á mannlegt eđli. Sígaunar og tatarar (Sinti), sem enn voru í Noregi, átti ađ koma fyrir kattarnef áriđ 1943, en ţví var sem betur fór aldrei komiđ í verk. Eftir stríđ reyndu norsk yfirvöld ađ sundra tatarafjölskyldum og ţvinga ţćr til fastrar búsetu. Norskar sígaunakonur voru vanađar međ valdi og börn voru tekin frá fjölskyldum sínum og nauđgađ. Norđmenn eru enn ekki búnir ađ bćta fyrir ţessar hörmulegu ađfarir ađ ţessum minnihlutahópi í landi sínu. Norđmenn ćtluđu sér líka ađ setja peninga og eignir ţeirra 769 gyđinga sem voru sendir til Auschwitz í ríkiskassan.

Ég beini ţeim óskum til íslenskra yfirvalda: Frelsiđ ţađ fólk sem ţiđ senduđ úr landi úr klóm Norđmanna. Sagan sannar ađ ţeim er ekki treystandi í međferđ sinni á farandsfólki.

Hér getiđ ţiđ lesiđ örlítiđ um LOR, Landsorganisasjonen for Romanifolket í Noregi


mbl.is Norska útlendingastofnunin í viđbragđsstöđu vegna Rúmena
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rúmenskir spilimenn – Saga sígauna á Íslandi

Vísađ burt

Sígaunar sem líka var vísađ burt. Myndin er tekin í útrýmingabúđum nasista í Belzec

Mikiđ varđ nú stutt saga rúmensku sígaunanna á Íslandi, sem vísađ var úr landi fyrir ađ spila á nikku viđ Bónus og frjósa í almenningsgörđum. Hvađ kom til? Borgađi tónlistarfólkiđ kannski ekki STEF-gjöldin? Eđa voru ţetta bara hin venjulegu, íslensku viđbrögđ viđ fátćkum útlendingum, sem allir eru ađ reyna ađ klína á Frjálslynda flokkinn.

Ég efast um ađ Roma fólkiđ frá Rúmeníu hafiđ komiđ hingađ til lands til ađ leita uppi ćttmenni sín, dansk- og norskćttađa sígauna, sem ekki hafa haft hátt um uppruna sinn. Hver veit, lögreglan gćti einnig fariđ ađ skutla ţeim út á Keflavíkurflugvöll á bye-bye miđa. Best er ađ gefa ekkert upp um ćttir íslenskra sígauna.

Hér í Albertslundi, ţar sem ég bý, eru sígaunar (Roma) frá Rúmeníu ađ spila í öllum veđrum. Leita sumir ţeirra skjóls í undirgöngum undir lestarstöđinni okkar. Ţessa dagana er mađur um fimmtugt ađ spila og spilar hann reyndar listavel. Ég lćt alltaf gljáđan skilding falla í nikkukassan, ţegar ég kem ţar hjá. Han spilar fyrir mig jazz, kletzmer, sígaunavalsa og tarantellur og er farinn ađ gefa mér extra númer. Albert, sá sem bćjarfélagiđ heitir í höfuđiđ á, var franskur mađur af ćtt Roma, sem varđ lćknir Danakonunga á 19. öld. Átti hann hér sumarhús, eđa frekar stóran húsvagn.

Í vetur sá ég hins vegar ljóta sjón. Ég kom hjólandi á leiđ í búđir og ćtlađi ađ fara niđur í göngin fyrrnefndu. Ţá stóđ ţar Benz bíll á sćnskum plötum og sígaunar tveir, vel klćddir, ađ kljást viđ ţann ţriđja og hentu honum svo ađ segja út úr bílnum međ nikkuna. Ég stöđvađi til ađ sjá ósköpin, en mađurinn međ nikkuna forđađi sér í burtu og hinir velklćddur óku á brott. Síđar sá ég manninn, sem var veriđ ađ tuska til, ţenja nikkuna nokkuđ eymdarlega. Ég er viss um ađ ţetta fólk á ekki sjö dagana sćla, en ţađ er oft ţeirra eigiđ ćttfólk sem eru ţrćlahaldararnir.

Mér finnst gaman af ákveđinni nikkumúsik og sérstaklega af leikni sígauna međ nikkuna. Fyrir svona 7-10 árum síđan voru hér í Kaupmannahöfn rússar, hálćrđir músíkantar, sem spiluđu á nikkur og balalćkur í öllum stćrđum. Ţeir kunnu líka ađ betla. Ţeirra tónlist var ekki nćrri ţví eins skemmtileg og músík rúmensku sígaunanna. Rússarnir eru nú farnir. Vonandi ţénuđu ţeir vel.

Ég skil ekkert í fólki á Íslandi, eđa löggunni, ađ vilja ekki njóta góđrar tónlistar ađeins lengur. Menn gćtu hafa beđiđ međ ađ senda sígaunana úr landi eftir gott nikkusumar. Tekiđ ţetta sem viđbót viđ Listahátíđ og hýst fólkiđ í vinnuskúrum.  En svona eru nú Íslendingar, kaldir og ómúsíkalskir.

 

Vive le Président

  sarkozyogsprengjan

Kosningarbaráttan í Frakklandi var hörđ en vonandi hefur betri mađurinn sigrađ. Hins vegar hefur lýđurinn aldrei fengiđ eins mikla fullnćgingu og útrás fyrir haturstilfinningar eins og í ţessum forsetakosningum og sérstaklega í ţví litríka "ríki" sem sumir kalla Bloggheim. Fjöldi bloggara í Frakklandi heldur úti haturssíđum gegn Sarkozy.

Ţetta blogg http://sarkostique.over-blog.com/  er nokkuđ sjúkt og ţađ er ekkert hóf í sarkozismanum. Ţađ er einkennilegt og barnalegt ţegar fólk fćr einn mann svona algjörlega á heilann. Gert er grín ađ nafni mannsins, uppruna, útliti og hvađ eina og áróđri gegn Sarkozy er skipulega safnađ saman. Ţađ hefđi veriđ óskandi ađ borgarar í Bloggheim hefđu veriđ til ţegar Hitler var í uppsiglingu, en ekki var svona áróđur gegn honum, heldur ekki í Frakklandi. Gárungaherferđin gegn bin Laden og Saddam i BNA hefur á tíđum veriđ illkvittnisleg og barnaleg, en ţar erum viđ ađ tala um kenndir í garđ hryđjuverktaka.  

Fyrrnefnd áróđurssíđa í Frakklandi og herferđin gegn Sarkozy taka út yfir allan ţjófabálk.  Hún inniheldur virkilega hatur og ţráhyggju sem er ţví miđur oft eina vopn vinstrimanna nú á tímum. Sem betur fer sá meirihluti Frakka viđ ţví.

Ég tel heldur ekki ađ ţessi maníska persónufixering í stjórnmálum ćtti ađ vera til eftirbreytni á Íslandi. Heldur ekki ţegar hún er á sagnfrćđilegu nótunum eins og Guđmund Magnússon dreymir um, og sem telur rćkt Frakka viđ hinn pólitíska menningararf ţjóđarinnar lofsverđa. Guđmundur segir ađ sagan sé lifandi hjá Frökkum í samtíđinni vegna ţess ađ ţeir sjá Sarkozy sem Napoleon. En ţeir sjá hann nú líka sem Lenín, Stalín, Hitler og sem mann sem muni stefna landinu ţeirra mikilvćga út í kjarnorkustyrjöld. Guđmundur skrifar reyndar: "Allt er gott í hófi" og ţar erum viđ sammála..

sarkozyurssstalinemd9

Vísifingurinn hátt á lofti

Bono_Wolfowitz

Wolfowitz er óćskilegur  á Íslandi vegna brota á siđareglum? Ţađ tilkynnti Valgerđur Sverrisdóttir honum ađ minnsta kosti fyrir hönd ráđherra Eystrasaltsráđsríkjanna, sem halda áttu fund međ Wolfowitz á föstudaginn var. 

Hvađ međ alla glćpamennina sem sćkja "Eystrasaltsríkin" heim?

Hvađ međ Hamas samtökin sem Valgerđur Sverrisdóttir vill komast í stjórnmálsamband viđ??

Kannski var ţađ Wolfowitz, sem var glađastur yfir ţví ađ ţurfa ekki ađ vera međ ţessu liđi á Íslandi?

P.s. 8.5.2006. Sama hvađ ég reyndi, ţá tókst mér ekki ađ blogga ţessa fćrslu viđ frétt Morgunblađsins um efniđ í gćr. Ţađ hefur aldrei gerst áđur. Ég hafđi sambandi viđ utanríkisráđuneytiđ á Íslandi og í Danmörku í gćr til ađ reyna ađ fá ađ afrit af bréfi ráđherranna til Alţjóđabankans, ţar sem fundurin međ Wolfowitz var afţakkađur, en mér var tjáđ ađ ţađ yrđi ekki birt! Ţess vegna skrifađi ég bréf til Per Stig Mřllers, danska utanríkisráđherrans (og afrit til Valgerđar) og bađ um eintak. Ég birti bréfiđ ţegar ég fć ţađ, en hér getiđ ţiđ lesiđ ţađ sem ég skrifađi Per Stig Mřller.

P.p.s 8.5.2006. Embćttismađur í danska utanríkisráđuneytinu, T. Thygesen, sendi mér tölvupóst ţess efnis, ađ danska utanríkisráđuneytiđ hafi ekki afrit af bréfi Valgerđar Sverrisdóttur til Alţjóđabankans. Nú hef ég beđiđ Valgerđi um afrit.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband