17.9.2011 | 12:53
"Enginn hafði áhuga á að lesa bækur hans"
Mikið er nú grátbroslegt að sjá og horfa á fullorðna menn, sem eru að búa til kvikmynd um Halldór Kiljan Laxness fyrir útlendinga, þar sem lágkúruleg samsæriskenning á að vera aðaltrekkplásturinn. Í hinni nýju heimildakvikmynd, sem sagt var frá í vikunni, virðist eiga að mjólka heldur óhóflega heimildir varðandi útgáfumál Laxness í Bandaríkjunum árin 1947 og -48.
Eftir viðtal við framleiðendur kvikmyndarinnar í Kastljósi sl. miðvikudag, er ljóst, að aðstandendur myndarinnar eru óttalegir amatörar sem láta pólitíska rétthugsun samtímans, t.d. hatur í garð BNA, smita skoðanir sína á fortíðinni. Viðtalið minnti allt mjög á stuttmyndir samsæriskenningamanna um 9-11. Röksemdir eins og menn tóku bara ekki eftir þessu hjá Halldóri Guðmundssyni" eru afar fyndnar. Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson eru reyndar með allar upplýsingar um þetta tiltekna atriði sem nú á greinilega að blóðmjólka, þó svo að Halldór dragi ákveðnari niðurstöður af þeim en Hannes Hólmsteinn.
Meðal framleiðanda heimildamyndarinnar fyrir útlendinga um Laxness er Haukur Ingvarsson, M.A. í íslenskum bókmenntum, rithöfundur útvarpsmaður og náinn samstarfsmaður Egils Helgasonar á Kiljunni. Haukur virðist ekki gera sér grein fyrir nauðsyn heimildagagnrýni. Framleiðendurnir búa sér til nýjar reglur í því sambandi. Þeir segjast reyndar hafa kafað dýpra í heimildir en ákveðnir sagnfræðingar og bókmenntafræðingur, en nefna auðvitað ekki Hannes Hólmstein, sem er vitanlega alveg úti af sakramentinu hjá svona alvarlegum heimildakvikmyndaframleiðendum. En það sem þessir menn, sem búa til sér heimildamyndir fyrir útlendinga, hafa gert, er þeir hafa kafað dýpra í er samsærisheilann í sjálfum sér. Halldór Þorgeirsson, tengdasonur Laxness, annast einnig framleiðslu á þessari mynd. Gæðin og hlutleysið eru víst til staðar.
Eru menn í helgimyndagerð með tilheyrandi píslarvættalýsingum eða að gera heimildakvikmynd?
Ég efa það stórlega, að þessir kvikmyndagerðamenn segi útlendingunum, sem mynd þeirra er fyrst og fremst ætluð (þó það verði Íslendingar sem mest muni sjá hana), að Laxness reyndi að svíkja tekjur sínar í BNA undan skatti og gjaldeyrislögum á Íslandi. Fá útlendingarnir að vita að Laxness laug í bókum sínum um ferðir sínar til Berlínar árið 1936, eins og hér er upplýst? Það er upplýsingar sem vantar tilfinnanlega í bók Halldórs Guðmundssonar, og sem hann hefur ekki gert sér far um að betrumbæta í erlendum útgáfum á ævisögu sinni um Laxness.
Aðrar samtímaheimildir og sjálfumgleði Íslendinga
Varðandi William Cattell Trimble (1907-1996; Sjá meira um hann hér), sem er nú aðalheimildamaður um það "mannorðsdráp", sem aðstandendur heimildamyndarinnar velta sér upp úr, er hægt að upplýsa, að hann var mjög oft glannalegur í orðavali og gjarn á að lýsa yfir hlutum sem hann hafði enga innistæðu fyrir. Álit hans á Íslendingum var heldur ekki mikið eins og kemur fram í dagbók danska sendiherrans í Reykjavík í lok árs 1947:
10/11 1947 Bill & Mary Trimble til Middag. Efter 9 Maaneders Virksomhed som Charge d'Affairs i Island er han "fed up" med Land og Folk. Deres Utaknemmelighed, Trakasserier og Upaalidelighed gaar ham aldeles paa Nerverne. Vi var enige om, at vi begge maa se at komme herfra, inden vi mister Evnen til at posere i Rollen som særlige "venner af Island". Ogsaa jeg er afgjort skuffet ved Arbejdet efter min Tilbagekomst fra USA og tvivler paa, at Island virkelig vil Venskab med Danmark. Vi har behandlet dem helt forkert, alt for hensynsfuldt under Unionstiden. Nu gør USA det samme. Men naar USA end ikke kan sætte det lille storhedsvanvittige Folk Stolen for Døren, er der vel ikke noget at sige til, at vi ikke kunde. ..."
C.A.C. Brun, sem þetta skrifaði, var reyndar Íslendingum mjög mikilvægur haukur í horni í lýðveldisbaráttu okkar og hafði meiri mætur á Íslendingum en fram kemur í þessu dagbókarbroti. Hann hafði hins vegar ekki miklar mætur á Bjarna Benediktssyni, einum Sjálfstæðismanna, og skrifaði t.d. um hann á norrænum utanríkisráðherrafundi í Kaupmannahöfn í janúar árið 1948:
27/1 1948. Vi tog imod paa Bristol. Dagen igennem ordinært nordisk Udenrigsministermøde, Island inkluderet. Bjarni Benediktsson spiller, imidlertid som sædvanlig, en aldeles ynkelig Rolle..."
Þessa mynd af Bjarna deildi C.A.C. Brun með Trimble, en þeir dýrkuðu Stefán Jóhann Stefánsson forsætisræðherra, en Bjarni var utanríkis- og dómsmálaráðherra 1947-49. Finnst mönnum það líklegt, að William C. Trimble hafi farið að eyðileggja mannorð Laxness í Bandaríkjunum fyrir stjórnmálamann á Íslandi, sem hann og aðrir diplómatar höfðu lítið álit á?
Halldór Guðmundsson hefur einnig tekið eftir þessum skoðunum erlendra landa á Íslandi (án þess að vitna í neinar heimildir), þar sem hann skrifar í bók sinni um Laxness, sem ég á aðeins á dönsku: Det er endvidere interessant, at stormagternes udsendinge i Island var fuldstændigt enige på et punt: De var forbløffede over islændingense nationalisme og selvglæde og anså dem for mere eller mindre at leve i fortiden".
Virðist því lítið hafa breyst, þegar maður heyrir um gerð sérstaklegrar heimildarkvikmyndar handa útlendingum um Laxness.
Laxness vex í augum sumra Íslendinga
Ég held að menn sé að mikla fyrir sér samböndum og mætti Bjarna Benediktssonar gagnvart bandarískum útsendurum á Íslandi, ef þeir ætla að hann hafi getað pantað 1 stk. eyðileggingu á mannorði skálds á Íslandi í salarkynnum Bandarískra ráðuneyta. Bjarni vildi koma sér niður á yfirlýstum kommúnista í skattamáli. Bjarna Ben var ekki hlýtt til sósíalista, sem hagaði sér reyndar eins og stórkapítalisti, keyrði um á amerískri drossíu, mútaði mönnum til að fá bensín í miðri skömmtum og sveik undan skatti það sem hann hafði grætt af dollurum í BNA. Þetta var persónulegt uppgjör eins og allt er alltaf á Íslandi. Bækur Laxness hættu ekki að seljast út af upplýsingum sem enduðu í skattamáli á Íslandi.
Það eina sem þessir heimildakvikmyndagerðamenn" hafa í höndunum um eyðileggingu á orðstír Laxness er athugasemd með hendi Trimble: Athugið að orðstír Laxness myndi skaðast verulega, ef við komum því til skila, að hann sé að reyna að komast undan tekjuskatti. Þar af leiðandi er mælt með frekari rannsókn á þeim höfundarlaunum, sem hann hefur væntanlega fengið fyrir Sjálfstætt fólk".
Björn Bjarnason
Athyglisvert er að minnast þess, eins og sonur Bjarna Ben gerir á gömlu bloggi sínu, að í bók Hannesar Hólmsteins Laxness er á bls. 397 er sagt frá því að á árinu 1975 fékk sonur meints ærubrjóts á Halldóri Kiljan Laxness það hlutverk sem embættismaður í forsætisráðuneytinu að ræða við Halldór Laxness um hvort hann vildi verða fulltrúi Íslands í Bandaríkjunum árið 1976 þegar minnst var 200 ára byltingarafmælis þeirra og flytja erindi um íslenskar bókmenntir. Hitti Björn Bjarnason Laxness í Gljúfrasteini 8. maí 1975 og tók hann erindinu vel. Þegar Björn Bjarnason hafði samband við Laxness i síma 29. október 1975 til að fá endanlegt svar hans: Þá var komið annað hljóð í hann. Laxness taldi litlar líkur á því, að hann gæti farið vestur. Hann hefði verið kynntur vestra með útgáfunni á Sjálfstæðu fólki, sem hefði selst vel. Síðan hefði hann gleymst. Hann sæi sér ekki mikinn hag í því að ferðast um, þar sem enginn hefði áhuga á að lesa bækur hans. Öðru máli gegndi um lönd, þar sem hann ætti stóra lesendahópa. Fór Laxness hvergi," eins og Hannes Hólmsteinn skrifar og vitnar í frásagnir Björns Bjarnarsonar sem liggja fyrir í stjórnarráðsskjölum.
Niðurlag
Verum viss um að útlendingum verður ekki ætluð sú vitneskja í komandi mynd tengdasonar Laxness. Nei, fórnalambið Laxness, fórnarlamb vondra manna á Íslandi og BNA er sú mynd sem nú er talin réttust. Það er píslarsagan og samsæriskenningin sem á að selja.
Við þeim einkennilegu vinnubrögðum sem menn boða í heimildamynd um Laxness fyrir utanlandsmarkað er ekki mikið að gera. Mönnum erlendis mun örugglega þykja þetta mjög hlægilegt miðað við takmarkaða "frægð" Laxness, sem er nú sem áður mest á Íslandi - þrátt fyrir allt - nema að vera kynni í Þýskalandi, sem í ár heldur upp á Ísland á messunni í Frankfurðu. Laxness er hvergi stærri en á Íslandi. Sala á ævisögu hans t.d. í Danmörku, sýnir ekki beint mikinn áhuga hjá honum hjá nánustu nágrönnum okkar. Þjóðverjar "digga" hann vegna meðfædds áhuga á öllu NORDISCH, Brünhildum og Heiðu í fjallakofanum, sem Salka Valka er ekkert annað en íslensk gerð af.
Laxness var maður en ekki guð. Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir því, því betra. Þá hættir kannski þessi þjóðernisrembingslega helgisögugerð Íslendinga. Laxness var akkúrat enginn píslarvottur. Hann var útspekúleraður lífskúnstner, sem meistraði það að hylma yfir það sem miður fór í lífi sínu og matreiddi það vel í sjálfsævisögum, og laug þá stundum grimmt - eða gleymdi ýmsu eins og gerist.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Sjónvarp, Vísindi og fræði | Breytt 10.11.2011 kl. 18:56 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 1353051
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 175
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Halldór Guðjónsson nefndist alltaf „Kiljan“ í barnæsku minni á sjötta áratugnum. Eftir að Svíar kanóníseruðu hann undir öðru, ekki- kaþólsku dýrðlingsnafni, „Laxness“, varð allt í einu argasta guðlast að nota gamla nafnið. Hann settist svo í helgan Gljúfrastein og einbeitti sér að því, m.a. að réttlæta stuðning sinni við blóði drifna kúgara og böðla kommúnista, t.d. í Skáldatíma, en sú bók segir fjarri því alla sögu um undirlægjuhátt skáldsins við þessa djöfla í mannsmynd. Það er þó ekki stuðningur hans við alræði og gúlag sem mér hefur alltaf fundist merkilegastur, heldur hjal hans samtímis og samhliða um frið, mannúð og manngæsku o.s. frv.
Þrátt fyrir allt var Halldór síðasti rithöfundurinn, sem eitthvað var að marka. Hann var sá síðasti sem gat skrifað heila skáldsögu án þess að klæmast. Hann starfaði líka áður en ungir menn gátu tekið sér skáldanafn út á illa dulbúnar sjálfsævisögur úr einhverju hverfinu í Reykjavík. Ég sé mest eftir því að vera orðinn of gamall til að geta skrifað minningar mínar úr Stórholtinu, með breyttum nöfnum, helst í fyrstu persónu nútíðar og fengið út á það skáldanafn og styrki. Halldór var þrátt fyrir allt hafinn yfir slíkt og auk þess húmoristi ólíkt flestöllum vinstri mönnum samtímans og aldeilis frábær stílisti.
Vilhjálmur Eyþórsson, 17.9.2011 kl. 19:02
Á eftir að lesa þessa grein þína um áhugavert efni í heild, doktor.
Minni á, að Kolbrún Bergþórsdóttir átti mjög góða úttekt á sovét-þjónkun Kiljans í Gerzka ævintýrinu og hinni SSSR-bókinni (Í austurvegi? - man ekki nafnið fyrir víst þessa stundina) í tveggja greina öflugri umfjöllun í Helgarpóstinum á sínum tíma. Þar kom skýrt í ljós, að þrifnaðar- eða sjálfshreinsunarviðleitni hins hæfileikaríka skálds í Skáldatíma reyndist kattarþvottur.
Þú ert svo góður í að grafa upp hverja örðu úr fortíðinni, doktor minn, gæturðu náð þessum greinum í stafrænu formi? Sjálfur á ég einhvers staðar a.m.k. aðra þeirra, en veit ekki hvar.
Með góðri kveðju til allra Vilhjálma hér á síðunni,
Jón Valur Jensson, 18.9.2011 kl. 13:46
... gætirðu ... !
Jón Valur Jensson, 18.9.2011 kl. 13:47
Bullukollur geturðu verið Vilhjálmur.
Þó ekki væri annað, þá gerir Hannes sig sjálfur ómerkann í heimildum um Laxnes í ljósi þeirra vinnuaðferða sem hann viðhafði við skrif sín.
Ofboðslega ertu annars kominn bratt í samsæriskenningarnar í þessum pistli þínum.. Náinn vinur Egils Helga ? Big deal.......
hilmar jónsson, 18.9.2011 kl. 23:57
Þetta er allt of einföldunarlegt hjá þér, Hilmar, um vinnubrögð dr. Hannesar. Ég hef einmitt verið að hugsa það nýlega, hvernig hann hefur skotið flestum vinstri sinnuðu sagnfræðingunum ref fyrir rass með sínar fróðlegu og glöggu rannsóknir í sögu sósíalismans hér á landi. Dr. Þór Whitehead prófessor er þar þó fremstur manna. -Um seinni klausu þína segi ég ekkert, á eftir að lesa hér meira!
Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.