20.3.2008 | 13:35
Berlínarboogie Laxness
Þegar Halldór Kiljan Laxness greindi frá því í æviminningum sínum að hann hafði verið í Berlín árið 1936 og hefði farið með Dr. Jóni Helgasyni á Ólympíuleikana, gleymdi hann að greina frá því að hann var tvisvar í Berlín árið 1936. Fyrst í ágúst og aftur í október. Í fyrra skiptið skaffaði dóttir ónafngreinds gyðings, sem Laxness sagði vin sinn, miða á sýningu Hitlers. Laxness lýsir af mikilli andargift "bjúgnefjaðri" dóttur þessa vinar síns. Hún mun hafa fært Halldór og Jóni miðana á leikinn, eins og gyðingum einum var lagið - ja, ef trúa á Laxness í Dagleið á Fjöllum árið 1962. Gaman hefði verið að vita hver þessi gyðingastúlka var, eða bara hann pápi hennar.
Síðari Berlínarferð Laxness gróf ég fyrir nokkrum árum síðan upp á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn og birti upplýsingu um hana í fræðigreinum á dönsku og ensku. Ég greindi líka Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni frá þessu, þar sem ég hafði frétt að hann væri að skrifa verk um Laxness. Hann birti auðvitað þessi tíðindi í bók sinni. Lesendur Laxness og sérfræðingar, sem ekki viðurkenna Hannes, geta ekki lesið annað út úr bókum HKL en að Laxness hafi aðeins verið einu sinni í háborg nasismans þetta ár. Ætli Kress, gæsalappafræðingur HÍ, geti viðurkennt heimildir sem sýna annað?
Laxness fór ekki gagngert á Ólympíuleika í Berlín, heldur var meginmarkmið ferðanna til Berlín að tryggja sér fé sem útgáfa hans, Zinnen Verlag, skuldaði honum. Laxness taldi okkur trú um að fyrirtækið hefði átt erfitt með að greiða honum vegna þess nasistar teldu að hann hefði skrifað eitthvað ljótt um nasista. Því fer fjarri árið 1936, og er líklegra að peningaáhyggjur Laxness hafi verið vegna þess að Zinnen var í eigu gyðinga í Austurríki og útibú slíkra fyrirtækja í Þýskalandi höfðu verið sett undir umsjón. Laxness sagði okkur dauðlegum lesendum sínum, að Zinnen væri í eigu sósíaldemókrata.
Steen Hasselbalch, útgefandi Laxness í Danmörku og fyrsti erlendi umboðsmaður hans, hafði samband við danska Utanríkisráðuneytið, sem útbjó bréf handa Laxness svo hann gæti sýnt þýskum yfirvöldum. Í því bréfi var haldið fram að Laxness væri ópólitískur og í hæsta lagi krati.
Laxness hafði verið í Buenos Aires á 14. PEN heimsráðstefnunni áður en hann kom aftur til Berlínar í október 1936. Í Ríó hafði hann með sveittan skallann haldið uppi vörnum fyrir Jósef Stalín. Það er öllu líklegri skýring á því að nasistar fengu óbeit á Laxness árið 1937 og komu í veg fyrir að bækur hans yrðu gefnar út eins og lýst er í Vettvangi Dagsins árið 1942.
Árið 1936 var nasistum alveg sama um þennan íslenska rithöfund, sem fékk sæti nærri stúku frammámanna nasistaflokksins á Reichsbühne í ágústmánuði 1936 og það með hjálp bjúgnefjaðrar gyðingastúlku.
Í október 1936 varð danska sendiráðið líka að minna Laxness á , með orðunum "eins og Yður mætti vera kunnugt um", að Zinnen forlagið væri ekki með umboðsaðila í Berlín, heldur í Leipzig, Becker að nafni. Ef Laxness vissi að skuldunautar hans væru staðsettir í Leipzig haustið 1936, hvað var Laxness þá að álpast í Berlín á Hotel Nordland í Invalidenstrasse 115, eða á Ólympíuleikunum þann 9. ágúst árið 1936?
Árið 1938 fór Laxness svo aðra för sína til Moskvu og fylgdist ánægður með sýndarréttarhöldunum yfir Nikolai Bukharin sem enduðu með aftöku Bukharins. Svo sagði hann aufwiedersehen til Veru Hersch, barnsmóður Íslendings, en sá hana aldrei aftur, frekar en vin sinn gyðinginn sem átti dóttur sem var svo dugleg að skaffa miða á besta stað á Ólympíuleikunum árið 1936.
Ég er viss um að Laxness hefði ekki farið á Ólympíuleika í Peking ef hann hann væri uppi á okkar tímum? Jafnvel þótt eitthvað "Zin Huen" forlag skuldaði honum glás af peningum.
Menn gera ekki sömu mistökin tvisvar - eða hvað?
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.9.2017 kl. 09:33 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1351604
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það var stærsti hluti heillar þjóðar sem hyllti Hitler á þessum tíma. Menn undrast að svona frábær þjóð með stórkostlega heimspekinga og tónskáld skuli afvegaleiðast í delluáróður nasismans. En við skulum ekki gleyma að það er áróður á fullu í dag líka og engin leið að sjá í hverju hann endar, við erum flest gegnumsósa af allskyns hugmynum um stórkostleg loforð og tækifæri handan við hornið. Sum okkar taka málstað annars af tveimur sem deila og gerum þannig friðaferlum ógreiða og gerumst fánaberar alls kyns dellu sem verið er að pumpa yfir okkur í gegnum fjölmiðla og afar misvitra talsmenn málstaða.
Svo má líka muna að á þessum árum var Hitler af mörgum talinn "sökksess" eftir að hafa leitt þjóðina úr kreppunni í mikinn upgangstíma. Í raun má tala um Þýskt efnahagsundur fram að seinni heimsstyrjöld. Það er engin spurning að þegar menn hafa launaseðil á móts við að hafa ekkert til að éta, þá er eðlilegt að þeir dáist að þeim "sem leiddi" þjóðina úr ógöngum millistríðsáranna.
Gallinn á gjöf Njarðar, eins og nokkrum árum seinna kom fram, var að þjóðin var að hervæðast af miklum krafti og það varð á endanum sú snara sem Hitler hengdi í eigin þjóð. Hann gerði það af ásettu ráði ef marka má Haffner.
Þannig að ef Laxnes heimsótti einhverja vini sína í Þýskalandi, er það ekki bara tittlingaskítur í stærri myndinni?
Ólafur Þórðarson, 20.3.2008 kl. 14:05
Herr. Laxnes færi kannski frekar á Vetrarólympiuleikana í Sochi, 2014 ;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.3.2008 kl. 14:12
Er það tittlingaskítur ef þú ferð á Ólympíuleikana í Beijing, Veffari? Ég er ekki sérfræðingur í tittlingaskít.
Poíntið hér í þessum pistli er, að Heilagur Laxness, sem hvorki má vitna í né afrita, líkt og Múhameð, var nú ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, mikið nákvæmari eða fullkomnari en sumir ævisöguritarar hans.
Aukapoíntið er að menn sjái hugsanlega samsvörun á milli Kína árið 2008 og Þýskalands anno 1936. Sérstaklega vegna þess að sumir menn sáu Hitler sem "sukksess". Kína er talið mikið succsess hjá mörgum í dag. Ég sé ekki þann "sukksess".
Ég er kominn á þá skoðun (eftir miklar vangaveltur), að Íslendingar eigi ekkert erindi á Ólympíuleikana, þ.e.a.s. ef við eigum að taka Imbu ráðherra alvarlega.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2008 kl. 14:18
Spámaðurinn Vilhjálmur ímyndar sér að heimshitnun og annað óvesin verði til þess að snjókastið í Sochi verið blásið af svo lifandi sem liðnir verði heima að sitja. Það verður einfaldlega ekki nóg af snjó í Sochi árið 2014.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2008 kl. 14:27
Ég veit ekki hvernig það væri ef þú værir uppi árið 1936 og byðist að fara á Ólympíuleikana. Ætli þú myndir ekki bara fara? Það er ekki eins og þú hefðir fyllilega gert þér grein fyrir þeirri morðöldu sem var við það að skella á, eins og þeir sem höfðu betri innsýn í framtíðina, dulspekingar, menn með konnexion við framtíð og fortíð, drauga, álfa og þar fram eftir götum? Jú og ýmsir sérfræðingar með góða innsýn í stjórnmál síns tíma og gagnrýna hugsun á þann áróður nasistanna sem var í gangi. Ekki fengu þeir að segja mikið á tímum nasismans í Þýskalandi. Svo fyrir ungann og grænann rithöfund að fara til lands þar sem þorrinn hugsar "sem einn" heilaþveginn af gegndarlausum áróðri?
Ég held að það sé mjög merkilegt að finna þessar upplýsingar um Laxnes, þær eru áhugaverðar og núna hluti af okkar sögu. En líka nauðsynlegt að skilja þær með hliðsjón af þeim tímum sem þá voru uppi. Þeir menn sem fóru í heimsókn til Sovét voru settir undir gegndarlausann áróður með að byltingin væri að bjarga Rússlandi og jú sjálfum heiminum ef út í það er farið.
Eigum við þá að líta á Laxness sem Kommúnista Nasista (öfugmæli) eða var hann bara það heppinn að fá að geta ferðast? Og var hann ekki bara maður sem lét stundum glepjast af tíðaranda eins og svo margir aðrir? Mér þætti eiginlega nauðsynlegt að fylgja þessu eftir með að skoða hvað honum hafi fundist um helförina, útrýmingar á allskonar fötluðu fólki og ótrúlega viðbjóðslegar fjöldaaftökur á blásaklausu fólki á landsvæðunum austan Þýskalands? Ætli hann hafi þagað um það af skömm fyrir að vera svona grænn? Eða hvað fannst Laxnesi um það sem seinna kom í ljós?
Ólafur Þórðarson, 20.3.2008 kl. 14:37
Veffari: Nei, ég myndi ekki hafa farið á OL árið 1936, hvorki sem gestur eða íþróttamaður. Nasitar settu lög árið 1935 sem útilokuðu marga. Sígaunar voru t.d. fluttir út úr borginni. Þegar var stór hluti gyðinga í Berlín fluttur á brott, sumir voru í Dachau og árið 1936 var fyrstu gyðingunum misþyrmt til dauða í Sachsenhausen. Þar á meðal var augnlæknir að nafni Zeckendorf, sem ég skrifa um í næstu bók minni. Ég uppgötvaði fyrir nokkrum árum hvar lík hans hafði verið dysjað.
Ég held að Halldór Laxness hafi verið fullljóst hvaða morðríki hann flakkaði um á 4. áratug 20. aldar, og hann var ekkert saklaust unglamb lengur.
Hann var ekki að berjast við ritskoðun nasista árið 1936. Hún kom fyrst 1937, en 1936 var hann að ná í sína peninga. Í æviminningum manns með eins fínar kenndir og hann, gat "das Kapital" ekki verið aðalástæðan fyrir ferðalög inn á svæði óvinarins. Þá hefðu Íslendingar nú farið að spekúlera í því hver mikið hann fékk úti í Þýskalandi. En hvað var hann að gera í Berlín, þegar peningarnir voru í Leipzig? Eitthvað heillaði.
Hvað pólitík og trú varðar, var Laxness blákaldur tækifærissinni og reyndi svo í minningarbrotum sínum að breiða yfir sumt og hylja annað. Hann var bara eins og við hin.
Ég man nú ekki eftir mörgu sem hann skrifaði um helförina eða afleiðingar þess nasisma sem hann sá í allri sinni dýrð sumarið 1936. Í Dagleið á Fjöllum skrifar hann dálítið í framhaldi af frásögunni um bjúgnefjuðu stúlkuna um fantaskap og herramóral nasista (bls. 269/1962). Ég man ekki eftir öðru.
Ég vil svo benda mönnum á að hann kallaði sig Laxness, með tveimur S-um, SS, en það er svo önnur pulsa og meiri tilviljun en ferðir hans til leiksýningar Adólfs Alfonssonar í Berlín ári 1936
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2008 kl. 15:31
Innsláttarvilla hjá mér með Laxness. En talandi um SS, þá vann ég fyrir mörgum, mörgum árum hjá íslenska SS við Skúlagötu, m.a. með fullorðnum manni, Þorsteini Magnússyni, prestssyni frá Mosfelli. Hann var árinu eldri en Halldór og voru þeir leikfélagar og brölluðu margt saman. Þorsteinn var skemmtilegur sögumaður og sagði margar sögur af Halldóri. Ein þeirra var á þá leið, að er þeir drengirnir voru 6-7 ára, þá manaði Þorsteinn Halldór til að drekka hundahland og var tilgangurinn að gera Halldór ósýnilegan. Eftir þó nokkrar tilraunir í drykkjunni sannfærðist Halldór um, að þetta gengi ekki. Þorsteinn gamli sagði þessa sögu til marks um ótrulega trúgirni Laxness ;)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.3.2008 kl. 16:00
Já LaxneSS Þú ert fyndinn gaur. Varla var það Sláturfélag Suðurlands, en varla var til heiðurs Hitlers en kannski meira tengt Loch Ness. Hér í Ameríku heyrist ein auglýsing segja "The extra "S" for savings!"
Dachau voru held ég fyrstu fangabúðir nasista og mikið stækkaðar rétt fyrir stríð. Það er mikill stigsmunur á glæpnum að ef gyðingar séu teknir sem pólitískir fangar og drepnir en ef milljónir eru myrtar með skipulagðri herferð.
En ég held líka að það sé spurning hversu mikið er hægt að kenna fólki um að meðgangast við nasismanum á þessum árum. Það er kannski of auðvelt að vera vitur eftir á með öllum þeim upplýsingum sem við höfum í dag, að ég tali ekki um snilldar sagnfræðing sem er að grúska í alls kyns gögnum sem fáir vita eða vissu af. Hversu aðgengilegar voru upplýsingarnar um þennan lækni í Þýskalandi? Vissi almenningur af morði hans? Ef mér skjátlast ekki þá voru gyðingaofsóknirnar nú ekki komnar alveg á fullan skrið þá, þó mikið hafi verið sáð fyrir þeim með skrifum og mannfyrirlitlingarstimplum og útskúfunum og morðum á ýmsum persónum.
Svo má ekki gleyma að gyðingahatur á sér djúpar rætur og þótti kannski ekki sérstaklega merkilegt á þessum tíma þó afleiðingarnar væru skelfilegar eftir því sem nær dró á seinni heimsstyrjöld. Þetta hatur var fyrir um vesturlönd, m.a. í Bandaríkjunum.
Áhugavert væri að vita hvað hafði verið birt af þessu t.a.m. í Íslenskum blöðum, hvenær þessar ofsóknir fóru að fréttast til Íslands? Var talað um þær í blöðum og ritum á Íslandi árið 1935?
Þetta með fantaskap nasista þá man ég eftir að hafa lesið lýsingu Þýskrar konu sem sagði að það hefði mikið breyst á ákveðnum punkti þegar löggan fór yfir í að vera ekki hjálpleg lengur. Hvenær það var er ég ekki viss en held það hljóti að hafa verið á þessum punkti.
Ólafur Þórðarson, 20.3.2008 kl. 16:29
Ásgeir, mér sýnist á öllu að það verði að skrifa nýja sagnfræði um Laxness. Um allt það sem Halldór G. og Hannes H. gleymdu í sínum ágætu verkum, en í staðinn það sem sagt var yfir görnum og mör hjá SS á Skúlagötunni og það sem starfsmenn á Gullfossi gátu sagt manni af merkilegum venjum Laxness.
Hundahlandssagan er skemmtileg. Hún minnir mig á sögu um dreng í Hlíðunum, fyrir tæpum 40 árum, sem fékk 2 C-vítamín töflur og fór í vímu, vegna þess að hann hélt að hann hefði "étið Hass". Hann varð ekki skáld. Ég veit reyndar ekkert hvað varð um hann.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2008 kl. 18:26
Veffari góður, Íslendingar fylgdust allvel með og allt sem birtist í dönsku dagblöðunum af níðingsverkum Þjóðverja á 4. áratugnum birtist líka á Íslandi.
Hlutverk lögreglunnar var mjög mismunandi eftir því hvar í Þýskalandi maður var á 4. áratugnum. Þar voru misjafnir sauðir eins og gengur og gerist.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2008 kl. 18:30
Sæll Vilhjálmur.
Samkvæmt eftirfarandi teksta hefur Kurt Desch orðið "Verlagsleiter" hjá Zinnen-Verlag 1941. Árið 1945 virðist hann hafa keypt fyrirtækið. Var hann Gyðingur og hafði hugsanlega tengsl við eigandann, sem þú leitar að, eða var hann alltaf eigandinn ?
EF neðsti tekstinn er réttur var Kurt Desch orðinn eigandi að Zinnen 1933 ! Hann rak einnig Verlag undir eigin nafni.
Ég er að vona að þetta hjálpi þér eitthvað. Kveðja.
Der Verleger Kurt Desch (1903 in Thüringen geboren) war zunächst als Werbeleiter und Journalist tätig. Nach der Machtübernahme Aldolf Hitlers wurde er 1933 kurzzeitig inhaftiert und schließlich 1936 aus der Reichsschrifttumkammer ausgeschlossen.
Ab 1941 arbeitete er im Zinnen Verlag, Wien und München. Inoffiziell war er Verlagsleiter. Der Verlag musste 1944 schließen, und Kurt Desch flüchtete nach Tirol. Nach Kriegsende übernahm er dann den Zinnen Verlag und erhielt am 17. November 1945 als erster Verleger in Bayern von der Amerikanischen Besatzungsmacht eine Lizenz zur Neuproduktion von Büchern. Aufgrund seiner geschickten Darstellung als von den Nazis Verfolgter genoß er organisatorische Unterstützung und erhielt großzüge Papierzuteilungen. Bereits zum Weihnachtsgeschäft 1945 wurden 9 Bücher bzw. Hefte von 247.000 Exemplaren ausgeliefert.
Nachdem er 1946 den Desch Verlag, München, gegründet hatte, ließ der Absatz auch in der Folgezeit nicht nach. Es erschienen wichtige Werke der deutschen Nachkriegsliteratur, gerade auch von Autoren, die es in der Zeit Hitlers nicht leicht hatten oder emigrierten (z.B. Ernst Wiechert).
Vielen Schriftstellern half Kurt Desch erstmals oder erneut zu Veröffentlichung in Deutschland. Bedeutende Autoren aus Deutschland (Erich Maria Remarque, Günter Weisnborn) und besonders erfolgreiche aus dem Ausland (Pearl S. Buck, Nikos
Kazantzakis) konnte er damals und später an seinen Verlag binden.
Der Verlag Kurt Desch wurde einer der wichtigsten deutschen Verlage auf dem Gebiet der belletristischen Literatur aus dem Inund Ausland.
Die Titel unserer Bibliographie thematisieren vor allem den Unterschied zwischen gesellschaftlichen Schichten, teilweise auch unabhängig vom Krieg. Typisch für den Desch Verlag ist auch einfache unterhaltende Literatur.
Buck, Pearl S. Die Gute Erde (The Good Earth)
Munchen Zinnen Verlag Kurt Desch 1933 Hard Cover
Loftur Altice Þorsteinsson, 20.3.2008 kl. 20:03
Sagan var svona, Loftur
http://www.buchforschung.at/pdf/MB2002-2.pdf bls 19.
Becker sem sat í Leipzig var settur inn af nasistum og var annars hluti af Fa. Hesse und Becker.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2008 kl. 22:16
Í aðdraganda Íraksinnrásarinnar var hellingur af upplýsingum sem staðfestu engin gjöreyðingarvopn. Sérfræðingar á borð við Hans Blix, Scott Ritter ofl. voru búnir að fara í gegnum þetta í áratug á undan. Samt tókuð þið Danir þátt í þessu og pressan lagði sig fram við að miðla þessum rangupplýsingum að Írak væri fullt af allskyns vopnum sem væru stór ógn við okkur. Þetta var svo á endanum tóm steypa. Núna 5 árum seinna er spurning hvernig við dæmum þá sem hafa verið að tala fyrir þessu stríði. Þegar þeir vissu betur. Upplýsingarnar lágu alveg fyir að það voru engin gjöreyðingarvopn.
En þá dúkkar upp annar vinkill, sem er að þó þú finnir upplýsingar (ég sé þær ekki í fljótu bragði á mbl.is og hef ekki tíma til að leita í gegnum 1933-1936) í dag er ekki gefið að þær hafi skilist rétt eða eins hjá öllum sem lásu þær. Eða þá að alir hafi lesið þær. Jafnvel þessi yfirlýsing Hitlers 1 Sept 1939 þýdd á moggann vekur upp ýmsar áhugaverðar spurningar með fréttaflutning. Við vitum um hildarleik og þjáningar fólks en skiljum ekkert hvað það er að vera að detta ofan í skurð fullann af líkum með byssukúlu í hausnum. Það er oft sem maðurinn blekkir sig í að halda eitthvað annað en það sem er. Lítum í kringum okkur og sjáum veruleikafirringuna.
Svo ég veit ekki hvað LaxnesS var að hugsa þarna eða hvort hann var ekki bara að reyna að koma verkum sínum á framfæri. Er hann ekki bara rithöfundur?
Ólafur Þórðarson, 21.3.2008 kl. 12:52
Veffari bullar eins og svo margir á hans reiki. Óttinn við gereyðingar-vopn var ekki eina ástæða innrásarinnar í Írak og flestar stuðningsþjóðir hennar nefndu ekki einu sinni það sem ástæðu.
Innrásin var fyrst og fremst framhald á Kúveit stríðinu. Hún reyndist nauðsynleg vegna svika Saddams og félaga í hinum Sósíaliska-Islamiska Baath flokki, á friðarsamningunum. Margt annað kom til og er hægt að lesa nokkuð um það hér:
Meiri lygar um Bush
Operation Iraqi Freedom
Innrásin í Irak er mikilvægt fordæmi
Loftur Altice Þorsteinsson, 21.3.2008 kl. 13:35
Þeim Gottfried Anton Linsmayer og félögum hans í VVSt (Vermögensverkehrsstelle) tókst heldur betur að "maka krókinn" !
Nafnið "Zennen Verlag" virðist mér vera komið frá dýrðlingi:
Sts. Abdon and Sennen (Catholic Encyclopedia)
(Variously written in early calendars and martyrologies Abdo, Abdus; Sennes, Sennis, Zennen.)
Persian martyrs under Decius, about A.D. 250, and commemorated 30 July. The veneration paid them dates from as early as the third century, though their Acts, written for the most part prior to the ninth century, contain several fictitious statements about the cause and occasion of their coming to Rome and the nature of their torments.
It is related in these Acts that their bodies were buried by a subdeacon, Quirinus, and transferred in the reign of Constantine to the Pontian cemetery on the road to Porto, near the gates of Rome. A fresco found on the sarcophagus supposed to contain their remains represents them receiving crowns from Christ. According to Martigny, this fresco dates from the seventh century. Several cities, notably Florence and Soissons, claim possession of their bodies, but the Bollandists say that they rest in Rome.
Sen Senan (Sennen) á Cornwall er líklega sama nafnið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 21.3.2008 kl. 14:06
Loftur, aftur verð ég að dást af fróðleiksfýsn þinni. Ég hélt bara að Zinnen vísaði í fræga tinda þarna suðurfrá. En ef til vill óð ég þar í villu.
Rétt er að Linsmayer var nasisti og komst yfir mörg forlög þess vegna. Mér hefur ekki tekist að sjá hve mikið hann kom að rekstri og hve mikið hann átti í raun og veru í Zinnen Verlag, áður en hann þakkaði fyrir sig þar árið 1938. Hann gerði það líklega vegna þess að útgáfan var búin að fá gyðingastimpil. Maður sem tók við rekstri fyrirtækisins í Austurríki lenti líka síðar í vanda með Gestapo og þessi mynd er af honum í vörslu þeirra:
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.3.2008 kl. 14:23
Það er auðvitað rétt hjá þér að forlagið hét Zinnen Verlag og er því hugsanlega tilvísun í "Die Drei Zinnen", en hefði það þá ekki átt að heita "Drei Zinnen Verlag" ???????
Nú sé ég að "Drei Zinnen Verlag" var raunverulega til !
Var það þá ekki forveri Zinnen Verlag ?
Á Netinu sé ég, að þetta forlag hefur verið skráð í Würzburg og gefið út bækur 1921 til 1923, að minnsta kosti.
Ég dreg til baka hugmyndina um dýrðlinginn Zennen (að sinni). Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 21.3.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.