Leita í fréttum mbl.is

Eimskipasaga

Eimskip
Ljósm. Vilhjálmur Örn

 

5. febrúar áriđ 1940 fór Valerie Neumann, 65 ára kona í Vín Austurríki, í sendiráđ Dana í Vín og sótti um 14 daga landvistarleyfi í Danmörku, til ţess ađ bíđa ţar eftir skipi til Íslands. Erindi hennar var sent til útlendingadeildar Ríkislögreglunnar í Kaupmannahöfn, sem hafđi samband viđ skipafélög sem sigldu á Ísland.

Danska skipafélagiđ DFDS upplýsti ađ ekki yrđi siglt í bráđ til Íslands, ţar sem hćtta vćri á ţví ađ skip félagsins yrđu tekin af Bretum og fćrđ til hafnar á Bretlandseyjum, sérstaklega ef "ţýskir ţegnar" vćru um borđ.  Danska lögreglan fór annars međ umsókn Valerie Neumann sem umsókn gyđings og fćrđi hana inn í skýrslur sem Valeire Sara Neumann. Lögreglan gerđi DFDS ţađ ljóst ađ Valerie Neumann vćri gyđingur frá Austurríki. Ţýsk yfirvöld kröfđust ţess ađ gyđingakonur bćru millinafniđ Sara í skilríkjum sínum og karlar millinafniđ Israel. Hún var líka afgreidd sem Valerie Sara Neumann í Danmörku.

Eimskipafélagiđ hf upplýsti, ţegar mál Valerie Söru Neumann var boriđ undir ţađ, ađ mađur myndi gjarnan taka ţýska ríkisborgara međ á skipum sínum, ef ţeir hefđu međferđis vottorđ frá breskum yfirvöldum. Eimskipafélagiđ vissi hins vegar vel ađ ţýsk yfirvöld gáfu ekki út nein slík vottorđ.

Danski lögreglufulltrúinn H. Krause, sem var nasisti og gyđingahatari, skrifađi í skýrslu sína um Valerie Neumann "Ţađ kom fram í máli félagsins ađ mađur vildi helst vera laus viđ farţega sem kynnu ađ valda vandamálum eđa seinkunum fyrir skipiđ".

Norđmenn neituđu líka Valerie Neumann um leyfi til ađ bíđa eftir skipi til Íslands í Bergen. 

The Wonderland of Contrasts

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 The Wonderland of Contrasts

Nokkrum mánuđum síđar, eftir ađ Valerie Neumann ítrekađi umsókn sína og einnig fjölskylda hennar á Íslandi, n.t. systursonur hennar Viktor Urbantitsch (Urbancic) sem var búinn ađ kaupa handa henni farmiđa, var aftur haft samband viđ Eimskipafélag Íslands í Kaupmannahöfn.

Eimskipafélagiđ upplýsti ţann 5. apríl 1940 ađ ţađ hefđi veriđ svo mikiđ "Vrřvl" og erfiđleikar međ bresk yfirvöld, svo ţađ vćri ekki hćgt ađ leyfa frú Neumann ađ sigla, nema ađ hún fengi bresk vottorđ og gildandi íslenskt landgönguleyfi. Skrifstofa félagsins í Kaupmannahöfn upplýsti ađ siglt yrđi ţann 10. apríl og svo aftur 1. maí.  Embćttismađur viđ Ríkislögregluembćttiđ, Troels Hoff, ákvađ hins vegar sama dag ađ Valerie Neumann fengi ekki leyfi til ađ dvelja í Danmörku.

Fjórum dögum síđar buđu Danir, svo ađ segja án nokkurrar mótspyrnu, ţýsku herraţjóđina velkomna. Og já, ekki má gleyma ţví ađ Ţjóđverjar, sem Íslendingar báru svo mikla virđingu fyrir, tóku Gullfoss traustataki í Kaupmannahöfn.

Valerie Neumann sat áfram í Vín og fjölskyldan á Íslandi var rukkuđ um 31 Íslenskar krónur fyrir símskeytakostnađi í bréfi dags. 28. nóvember 1940. Áđur hafđi danska forsćtisráđuneytiđ minnt á ţessa skuld í bréfi til Sendifulltrúa Íslands í Kaupmannahöfn.

Danir fengu peningana sína, eins og alltaf, og Eimskip losnađi viđ vandrćđi. Nasistar fengu Gullfoss  og var skorsteinsmerki skipsins ţeim líkast til ađ skapi.

Valerie Neumann, jú hún var send í fangabúđirnar í Theresienstadt 21. júlí 1942. Andlát hennar skráđ 9. ágúst 1944. Hvort hún hefu dáiđ ţann dag eđa veriđ send í útrýmingarbúđi er óvíst.

Hollenskur gyđingur í Theresienstadt

Skömmu áđur höfđu nasistar búiđ til áróđurskvikmynd um ágćti ţessara fangabúđa í fyrir utan Prag. Í kvikmyndinni sést fólk í sparifötunum viđ ýmsa iđju. Flestir ţeir sem ţarna sjást voru sendir til útrýmingarbúđanna Auschwitz og Sobibor ađ loknum myndatökunum, m.a. kvikmyndagerđamađurinn. Kvikmyndin sýnir gyđinga frá Austurríki, Hollandi, Danmörku, Austurríki og Tékkóslóvakíu.

Hér eru tvö skeiđ úr áróđurskvikmyndinni frá Theresienstadt

http://www.youtube.com/watch?v=OlIMAJF3kic

http://www.youtube.com/watch?v=E9gSzo0x4ak

 

haidgasse 15 

Í ţessu húsi viđ Haidgasse í Vín bjó Valerie Neumann áriđ 1940. Síđar bjó hún í Rotensterngasse. Síđasta heimilisfangiđ henna á ţessari jörđ var ekki Reykjavík heldur Theresienstadt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Halldórsson

Sćll Villi, og ţökk fyrir ađ minna okkur hin á hvernig innrćtiđ getur veriđ í okkur mönnunum, ef viđ höfum ekki taumhald á ţví.

Gestur Halldórsson, 21.3.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sćll Villi


Ertu međ íslensku gögnin um Valerie Neumann? Getur nálgast ţau hjá mér ţegar ţú ert hér á Íslandi nćst.

kv

SGB

Snorri Bergz, 21.3.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ţér fyrir Sneott, ţú ert öđlingur. Ég kem fyrr eđa síđar eđa eins og gobenorinn segir: Eilbiebach! En ţađ ert ţú sem átt ađ skrifa söguna kallinn minn. Mikiđ slys var ađ tölvunni ţinni var stoliđ hér um áriđ. Ţađ var glćpur og ţeir sem gerđu ţađ munu visna og allir afkomendur ţeirra og limir. Viđ skiptumst á gögnum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.3.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ótrúlegasta stađreyndin sem komiđ hefur upp varđandi framkomu norrćnna ţjóđa viđ saklaust fólk var međferđin sem "hernámsbörn" danskra kvenna og ţýskra hermanna ţurfti ađ sćta eftir stríđiđ. Slćm merđferđ á ţeim kostađi ţau ţjáningar og sum lífiđ.

Atferli okkar Íslendinga er einnig svartur blettur. Allir vita hve gríđarlega mikiđ gildi ţađ hafđi fyrir okkur ađ viđ hleyptum örfáum menntuđum mönnum inn í landiđ, svo sem Victor Urbancic, Róbert Abraham Ottósson, Fritz Weishappel, Carl Billich, Jósef Felzmann, Franz Mixa og fleiri.

Hitt var ömurlegt ađ viđ skyldum meina fjölda gyđinga ađ koma til landsins, sem margir voru vel menntađ fólk sem vöntun var á hjá okkur, en á sama tíma voru t.d. fluttir ellefu norskir skógarhöggsmenn til landsins !

Ómar Ragnarsson, 21.3.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Snorri Bergz

Rétt Ómar, og refahirđir, garđyrkjumenn, verkamenn, osfrv.

Á međan kvartađi landlćknir yfir lćknaskorti á Íslandi, t.d. ađ ţađ vanti tilfinnanlega augnlćkna og sérfrćđilćkna, en hafnađi vel menntuđum sérfrćđingum af ţví ţeir voru ekki af réttu ţjóđerni.

Snorri Bergz, 22.3.2008 kl. 21:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband