21.3.2008 | 14:27
Eimskipasaga
5. febrúar árið 1940 fór Valerie Neumann, 65 ára kona í Vín Austurríki, í sendiráð Dana í Vín og sótti um 14 daga landvistarleyfi í Danmörku, til þess að bíða þar eftir skipi til Íslands. Erindi hennar var sent til útlendingadeildar Ríkislögreglunnar í Kaupmannahöfn, sem hafði samband við skipafélög sem sigldu á Ísland.
Danska skipafélagið DFDS upplýsti að ekki yrði siglt í bráð til Íslands, þar sem hætta væri á því að skip félagsins yrðu tekin af Bretum og færð til hafnar á Bretlandseyjum, sérstaklega ef "þýskir þegnar" væru um borð. Danska lögreglan fór annars með umsókn Valerie Neumann sem umsókn gyðings og færði hana inn í skýrslur sem Valeire Sara Neumann. Lögreglan gerði DFDS það ljóst að Valerie Neumann væri gyðingur frá Austurríki. Þýsk yfirvöld kröfðust þess að gyðingakonur bæru millinafnið Sara í skilríkjum sínum og karlar millinafnið Israel. Hún var líka afgreidd sem Valerie Sara Neumann í Danmörku.
Eimskipafélagið hf upplýsti, þegar mál Valerie Söru Neumann var borið undir það, að maður myndi gjarnan taka þýska ríkisborgara með á skipum sínum, ef þeir hefðu meðferðis vottorð frá breskum yfirvöldum. Eimskipafélagið vissi hins vegar vel að þýsk yfirvöld gáfu ekki út nein slík vottorð.
Danski lögreglufulltrúinn H. Krause, sem var nasisti og gyðingahatari, skrifaði í skýrslu sína um Valerie Neumann "Það kom fram í máli félagsins að maður vildi helst vera laus við farþega sem kynnu að valda vandamálum eða seinkunum fyrir skipið".
Norðmenn neituðu líka Valerie Neumann um leyfi til að bíða eftir skipi til Íslands í Bergen.
The Wonderland of Contrasts
Nokkrum mánuðum síðar, eftir að Valerie Neumann ítrekaði umsókn sína og einnig fjölskylda hennar á Íslandi, n.t. systursonur hennar Viktor Urbantitsch (Urbancic) sem var búinn að kaupa handa henni farmiða, var aftur haft samband við Eimskipafélag Íslands í Kaupmannahöfn.
Eimskipafélagið upplýsti þann 5. apríl 1940 að það hefði verið svo mikið "Vrøvl" og erfiðleikar með bresk yfirvöld, svo það væri ekki hægt að leyfa frú Neumann að sigla, nema að hún fengi bresk vottorð og gildandi íslenskt landgönguleyfi. Skrifstofa félagsins í Kaupmannahöfn upplýsti að siglt yrði þann 10. apríl og svo aftur 1. maí. Embættismaður við Ríkislögregluembættið, Troels Hoff, ákvað hins vegar sama dag að Valerie Neumann fengi ekki leyfi til að dvelja í Danmörku.
Fjórum dögum síðar buðu Danir, svo að segja án nokkurrar mótspyrnu, þýsku herraþjóðina velkomna. Og já, ekki má gleyma því að Þjóðverjar, sem Íslendingar báru svo mikla virðingu fyrir, tóku Gullfoss traustataki í Kaupmannahöfn.
Valerie Neumann sat áfram í Vín og fjölskyldan á Íslandi var rukkuð um 31 Íslenskar krónur fyrir símskeytakostnaði í bréfi dags. 28. nóvember 1940. Áður hafði danska forsætisráðuneytið minnt á þessa skuld í bréfi til Sendifulltrúa Íslands í Kaupmannahöfn.
Danir fengu peningana sína, eins og alltaf, og Eimskip losnaði við vandræði. Nasistar fengu Gullfoss og var skorsteinsmerki skipsins þeim líkast til að skapi.
Valerie Neumann, jú hún var send í fangabúðirnar í Theresienstadt 21. júlí 1942. Andlát hennar skráð 9. ágúst 1944. Hvort hún hefu dáið þann dag eða verið send í útrýmingarbúði er óvíst.
Skömmu áður höfðu nasistar búið til áróðurskvikmynd um ágæti þessara fangabúða í fyrir utan Prag. Í kvikmyndinni sést fólk í sparifötunum við ýmsa iðju. Flestir þeir sem þarna sjást voru sendir til útrýmingarbúðanna Auschwitz og Sobibor að loknum myndatökunum, m.a. kvikmyndagerðamaðurinn. Kvikmyndin sýnir gyðinga frá Austurríki, Hollandi, Danmörku, Austurríki og Tékkóslóvakíu.
Hér eru tvö skeið úr áróðurskvikmyndinni frá Theresienstadt
http://www.youtube.com/watch?v=OlIMAJF3kic
http://www.youtube.com/watch?v=E9gSzo0x4ak
Í þessu húsi við Haidgasse í Vín bjó Valerie Neumann árið 1940. Síðar bjó hún í Rotensterngasse. Síðasta heimilisfangið henna á þessari jörð var ekki Reykjavík heldur Theresienstadt.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Helförin, Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2019 kl. 13:05 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
- Fornleifur hinn heppni var með málið um daginn...
- Íslenska lokalausnin - hakakross málaður á bænhús rússnesku r...
- Lýst eftir Haremssögum á Cóviðtímum
- Questo Dottore
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.5.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 1341489
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sæll Villi, og þökk fyrir að minna okkur hin á hvernig innrætið getur verið í okkur mönnunum, ef við höfum ekki taumhald á því.
Gestur Halldórsson, 21.3.2008 kl. 15:27
Sæll Villi
Ertu með íslensku gögnin um Valerie Neumann? Getur nálgast þau hjá mér þegar þú ert hér á Íslandi næst.
kv
SGB
Snorri Bergz, 21.3.2008 kl. 18:49
Þakka þér fyrir Sneott, þú ert öðlingur. Ég kem fyrr eða síðar eða eins og gobenorinn segir: Eilbiebach! En það ert þú sem átt að skrifa söguna kallinn minn. Mikið slys var að tölvunni þinni var stolið hér um árið. Það var glæpur og þeir sem gerðu það munu visna og allir afkomendur þeirra og limir. Við skiptumst á gögnum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.3.2008 kl. 19:49
Ótrúlegasta staðreyndin sem komið hefur upp varðandi framkomu norrænna þjóða við saklaust fólk var meðferðin sem "hernámsbörn" danskra kvenna og þýskra hermanna þurfti að sæta eftir stríðið. Slæm merðferð á þeim kostaði þau þjáningar og sum lífið.
Atferli okkar Íslendinga er einnig svartur blettur. Allir vita hve gríðarlega mikið gildi það hafði fyrir okkur að við hleyptum örfáum menntuðum mönnum inn í landið, svo sem Victor Urbancic, Róbert Abraham Ottósson, Fritz Weishappel, Carl Billich, Jósef Felzmann, Franz Mixa og fleiri.
Hitt var ömurlegt að við skyldum meina fjölda gyðinga að koma til landsins, sem margir voru vel menntað fólk sem vöntun var á hjá okkur, en á sama tíma voru t.d. fluttir ellefu norskir skógarhöggsmenn til landsins !
Ómar Ragnarsson, 21.3.2008 kl. 23:59
Rétt Ómar, og refahirðir, garðyrkjumenn, verkamenn, osfrv.
Á meðan kvartaði landlæknir yfir læknaskorti á Íslandi, t.d. að það vanti tilfinnanlega augnlækna og sérfræðilækna, en hafnaði vel menntuðum sérfræðingum af því þeir voru ekki af réttu þjóðerni.
Snorri Bergz, 22.3.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.