Færsluflokkur: Mannréttindi
9.2.2018 | 09:44
Kæra til lögreglu vegna hatursræðu á Pírataspjalli
Beint til
Árna Sigmundssonar lögreglufulltrúa kynferðisbrotadeildar og
til Eyrúnar Eyþórsdóttur lögreglufulltrúa á miðlægri deild R2
Kæra vegna meints brots á grein 233a í hegningarlögum
Sæl Eyrún Eyþórsdóttir og Árni Sigmundsson,
Nú fer fram frekar sorgleg umræða á Pírataspjalli á Facebook ( https://www.facebook.com/groups/Pirataspjallid/permalink/2062558187095488/ ) þar sem Píratar og aðrir eru velkomnir til tjá sig um tillögu sem fjórir stjórnmálaflokkar hafa sett fram með því sjónarmiði að banna umskurð drengja á Íslandi. Einn þeirra flokka eru Píratar.
Nú er því miður svo komið að sumt fólk sýnir sitt rétta eðli og andlit á þessum umræðuvef og á umræðu sem Sverrir Agnarsson talsmaður múslíma á Íslandi hóf máls á á þessum FB spjallvef Pírata vegna tillögu frá einstaklingum í fjórum flokkum Alþingis um að banna umskurð drengja með lögum og gera hann sakverðan með fangelsisdómi í allt að 6 árum.
Í umræðunni á fyrrnefndu Pírataspjalli hefur umskurði drengja nú verið líkt við kynferðisbrot. Þrjár íslenskar konur hafa nú ítrekað haldið því fram að umskurður drengja sé kynferðisbrot og jafnvel líkt honum við meint, en ósannað brot fyrrv. biskups Íslands gegn dóttur sinni sem biskup var aldrei dæmdur fyrir.
Þetta er að mínu mati hrein hatursræða og lagabrot. Með ítrekaðri óvirðingu halda þessar konur, Steinunn Ketilsdóttir búsett í Manchester á Englandi og Guðrún Björk Ármannsdóttir búsett í Hafnafirði og Linda Magnúsd. sem lært hefur við háskólann á Bifröst því fram, að umskurður á drengjum í trúarlegum tilgangi sé kynferðisafbrot. Þegar ég bendi þeim á villu þeirra og það ólöglega í tali þeirra, sem ég tel vera lögbrot vegna þess að þær ásaka fólk sem lætur umskera drengbörn sín í trúarlegum tilgangi um kynferðisbrot, hafa þær allar aukist í ósóma sínum og gefið í skyn að ég sé stuðningsmaður kynferðisglæpa.
Þetta má sjá á þeim ummælum sem ég læt fylgja af síðunni sem 6 jpg myndir (PrtSc) af síðunni. Þetta eru ummæli þriggja kvenna sem notað hafa opinberan og lýðræðislega umræðugrundvöll til að svína trúarvenjur annarra og mig til með því að klína kynferðisbrotastimpli á umskurðarvenjur trúarbragða og í því samhengi ýjað að því að ég sé stuðningsmaður kynferðisbrota.
Nú er bara að sjá, hvort embætti Lögreglustjórans getur tekið á broti kvennanna þriggja og sótt þær til saka. Ég reikna fastleg með því að lögreglustjórinn í Reykjavík ákæri konurnar fyrir brot á hegningarlögum, því þær hafa haldið því fram að umskurður sé kynferðisglæpur. Það er klárt brot á 233 grein a í hegningarlögum ; Ummælin eru svívirða, og það opinber, í garð trúarbragða. Slíkt ber ekki að þola í lýðræðisríki, þar sem að sögn á að ríkja trúfrelsi, sem er bundið í lög.
Varðandi hugsanlega vanhæfni Eyrúnar Eyþórsdóttur:
Mig langar að nefna, að þar sem Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi hefur verið í framboði fyrir Vinstri Græna, og jafnframt varamaður VG á Alþingi, þá gæti verið vandamál varðandi hæfni hennar í meðferð kærunnar, þar sem tveir einstaklingar frá VG hafa skrifað undir breytingartillöguna fyrir hegningarlög til að freista þess að þingheimur ákveði að umskurn verði skilgreind sem hegningarlagabrot. VG hefur þó ekki mér vitandi lýst beinum flokksstuðningi við tillöguna, en heldur ekki opinberað andstöðu sína við það sem tveir þingmenn flokksins hafa skrifað undir. Ef Eyrún telur sig vanhæfa til að meðhöndla kæru mína sem fjallar um hatursræðu, ber henni þegar að láta mig vita, og hvern ég á þá að hafa samband við til að kæra mín komist í réttan og eðlilegan jarðveg hið fyrsta.
Virðingarfyllst,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.
Jelsbuen 1
2620 Albertslund
Danmörku
7.2.2018 | 12:19
Getur typpavinafélagið hjálpað?
Dauðaleit er nú hafin að ónafngreindum pilti, sem var 16 ára árið 2010. Árið 2013 upplýsti þáverandi umboðsmaður barna að 16 ára drengur hafi skrifað sér þessar línur:
Mega foreldrar á Íslendi ákveða þegar maður er lítið barn og hefur ekkert vit að umskera mann? Hvað svo ef manni líkar það ekki þegar maður er eldri? Mega foreldar neyða mann í óþarfa lýtaaðgerð þegar maður hefur ekki aldur né vitsmuni til að neita því? Sjá hér, hér og hér
Úlfaldi var þegar gerður úr mýflugu, eins og svo oft áður á Íslandi, og því var m.a. haldið fram á RÚV, að drengurinn væri umskorinn og væri múslími. Fyrir því var víst enginn fótur, nema ólæknandi fantasía starfsmanna RÚV, sem margoft hafa verið teknir í því að búa til fréttir. Þetta var falsfrétt eins og það heitir í dag. Huldudrengurinn gat alveg eins hafa verið reið kona vestur í bæ sem átti pabba sem var nasisti.
Síðar var þessi klausa eftir drenginn sem var 16 vetra árið 2010 send af umboðsmanni barna til kollega hennar á Norðurlöndum og varð grundvöllurinn að því að Umboðsmenn Barna á öllum Norðurlöndunum lögðu til að bann yrði sett við umskurði barna. Já, oft veldur lítil þúfa þungu hlassi. Sjá hér.
Nú sameinast hin ólíklegustu öfl með þátttöku Vinstri Grænna, Fólks Flokksins, Framsóknarflokksins og Pírata í breytingartillögu á hegningarlögum, sem verði hún samþykkt mun leiða til banns við umskurði á drengjum. Vitna þessir ólíku forhúðarhyggjumenn til erindis 16 ára unglingsins frá 2010. Vilja menn fá fangelsisdóma ef lögin verða brotin.
Þetta mun valda því að flestir gyðingar geta ekki sest að á Íslandi eða hugsa sér til hreyfings.
Lýkur tillögunni frá fordómaflokkunum fjórum með þessum orðum.
30. september 2013 skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn undir yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja. Þeir telja brýnt að vinna að því að umskurður á ungum drengjum verði bannaður. Mikilvægt er að virða sjálfsákvörðunarrétt barna og banna umskurð á drengjum þar til viðkomandi hefur náð aldri og þroska til að veita samþykki sitt.
Er það svo, að ekki þurfi meira til en "spurning" 16 ára drengs, sem enginn þykist kunna deili á nú, til þess að hegningarlagabreyting fari í gegn á Alþingi. Tókst einum 16 ára strák á Íslandi að breyta einhverju sem nasistar rembdust við í þeim tonnum af áróðri sem þeir dældu út um víðan völl: þ.e. meðal annars að banna umskurð gyðinga.
Hluti þeirra sem vilja umskurðarbann fyrir drengi nú tilheyra stjórnmálaflokki sem í stefnu sinni hatast út í múslíma. Aðrir flutningsmenn tilheyra öðrum flokki sem hart beitti sér fyrir því að koma í veg fyrir að gyðingum væri veitt hæli á Íslandi á 4. áratug 20. aldar. Er það er skammarlegt fyrir flokka eins og VG og Pírata að blanda geði við slíka öfgaflokka? Greinilega ekki.
En fyrst fjórir flokkar á Alþingi vilja lagabætur sem banna umskurð, sem að grunni til er tillaga sem byggir á fyrirspurn 16 ára pilts árið 2010, óska ég þess nú að flokkar þessir og Umboðsmaður Barna upplýsi vinsamlegast hver hinn ungi sveinn var, sem tókst að banna það sem nasistum tókst ekki.
Óþarfa lýtaaðgerð árið 2010 verður að hegningarlagabroti árið 2018. Öfgar í sókn?
Takið þó eftir því að drengurinn talar um "óþarfa lýtaaðgerð" í sömu andrá og umskurð. Breytingarfrumvarpið byggir því á rangri tilvitnun í erindi unglingsins til Umboðsmanns barna. Hann var að tala um umskurn sem lýtaaðgerð en það gera flokkarnir fjórir ekki, þó þeir vitni í umboðsmann barna sem notaði fyrirspurn piltsins til að rúlla málinu af stað. Það ber að taka fram að umskurður gyðinga og múslíma eru ekki lýtaaðgerðir, þó þær geti í vissum tilvikum talist til mikilla bóta, fagurfræðilega séð. En sinn er siður í landi hverju - og það ber að virða.
Trúfrelsið og hegningarlög
Virði Íslendingar stjórnarskrárfest trúfrelsi, verða þeir líka að sætta sig við að umskurður er óaðskiljanlegur hluti sumra trúarbragða. En ef umskurðurinn er gerður glæpsamlegur í hegningarlögum stangast hegningarlög á við stjórnarskrá. Það gengur ekki upp þegar í stjórnarskrá stendur:
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Eiga stjórnmálaflokkar(Flokkur fólksins og Framsókn) sem telja meðlimi sem hatast hafa út í gyðinga og múslíma að vera dómarar á gott siðferði meðlima annarra trúarbragða en lútersku þjóðkirkjunnar? Hvernig ætli það verði túlkað af Sameinuðu þjóðunum og alþjóðardómstólum ef kæra þarf þessi kolrugluðu vinnubrögð.
Verða Íslendingar ekki að fara að vara sig og endurskoða þetta misskilda "hlutverk sitt á meðal þjóðanna"?
En hjálpið mér nú endilega að finna hinn 16. ára ungling sem bar fram spurningu til Umboðsmanns Barna árið 2010. Ég held persónulega að hann sé algjör uppspuni frá rótum. Hvaða 16 piltur fer að væla í umboðsmanni barna um typpi?
"Hæ Umboðsmaður barna. Ég er 16 ára strákur og hálfgert barn..."
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2018 | 08:25
Silju er illt í typpinu
Nú skal vitaskuld látið vaða á typpin. Hefur Framsóknarflokkurinn ekkert annað þarfara að gera en að vasast í typpadýrkun og forhúðarást?
Ógeðfelld samlíking á umskurn drengja og stúlkna er það sem Silja Dögg Gunnarsdóttir ber hér fram. Flokkurinn hennar var einmitt sá sami og barðist mest fyrir því að hindra komu umskorinna karla til Íslands á 4. áratug 20. aldar. Hér er því ekkert nýtt mál á ferðinni. Hatrið er enn gríðarlegt meðal afdalakynsins á Íslandi.
Múslímahatur og jafnframt gyðingahatur sumra Íslendinga kann sér greinilega engin takmörk. Afkomendur fólks sem skar dýr á háls í gegnum aldirnar á Íslandi hefur líka látið banna trúarlega slátrun, sem er nákvæmlega sami hluturinn. Tvískinnungurinn uppmálaður og hatrið er svo hreint á Íslandi.
Morgunblaðið bætir um betur og birtir mynd frá stóraðgerð á kviðarholi til að sýna hve agalega hættuleg umskurn á drengjum sé. Myndafölsun, jú og ekki sú fyrsta í Morgunblaðinu.
Mikið er sumt fólk á Íslandi nú jarmandi frumstætt. Og hvar er hún Sema Erla nú? Samfylkingalaukurinn, sem heldur því fram að Tyrkland sé lýðræðisríki. Sema mun ugglaust verja forhúðina í nafni lýðræðis síns. En umskurn drengja kemur vitaskuld ekkert lýðnum hið minnsta við, hvorki Semu né Silju.
Þó að Íslendingar vilji halda sem fastast í leðursvuntuna sína og rækta hnakkost og vel valdar bakteríur undir henni, þurfa þeir ekki að banna öðru fólki, og menningarþjóðum, forna siði.
Tekið skal fram að myndin efst er ekki af typpi, heldur af Bubba og nýju peysunni hans.
Umskurður brot á réttindum drengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.12.2017 | 09:25
Hannes er kominn út fyrir horn
Íslenskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga haft hátt um kennsluaðferðir og kennsluefni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar (HHG) prófessors við HÍ.
Ég ritaði athugasemdir við tvær (hér og hér) af þeim greinum sem birst hafa um málið í DV. Því miður hef ég ekki í nokkur ár getað gert athugasemdir á DV, þar sem hégómlegur blaðamaður þar á bæ sem ég leiðrétti um árið var svo lítill kall að hann ýtti á einhverja hnappa og typpi til þess að ég gæti ekki sett athugasemdir við villur hans og yfirleitt á athugasemdakerfi DV.
Vegna afar ófyrirleitinnar framkomu HHG við mig nýverið, þá er hann hélt fram staðlausum stöfum um mig í tveimur opinberum greinum sínum (sjá um málið hér), undrar það mig ekki að öðru heilvita fólki blöskri framferði mannsins á öðrum sviðum.
Það sem ég hef nú lesið um kennsluhætti hans og kennsluefni vekur hryggð. Í bók HHG er að finna skoðanir/rökræður um nauðgun, sem brýtur í bága við íslensk lög og almennt siðgæði. Maður sem hefur þá skoðun á nauðgun í dæmi sem hann rökræðir með, líkt og það sem HHG setur fram í bók eftir sjálfan sig sem hann kennir, er úr öllu samhengi við akademíska hefð. Maður sem telur það eðlilegt, að rökræða með þeirri skoðun að nauðgun sé aðeins úrþrifaráð, er dólgur í íslensku menntakerfi. Rökræður taka ekki aðeins eina hugsanlega skýringu. Ef skýringing er ein og stök erum við ekki að tala um rökræður, discussion, heldur alhæfingu, postúlat.
Hannes fer ugglaust brátt mikinn um að það séu í gangi ofsóknir í sinn garð af höndum kommúnista og einhverrar klíku vegna þeirrar umræðu sem nú fer fram. Það er galið og fjarri öllum sannleika, því ég er t.d. ekki kommúnisti, og algjörlega fyrir utan klíkur. Það sem ég skrifa hér eru ekki ofsóknir heldur andsvör einstaklings sem hefur því miður orðið fyrir því að HHG ljúgi um mig opinberlega. Það sem stendur í kennsluriti Hannesar eru hins vegar lítilsvirðing á fórnarlömbum og það er enn alvarlegra.
Hér koma athugasemdir mínar á DV, sem menn hafa aðeins geta lesið á FB minni, því DV leyfir ekki öllum að gera eðlilegar athugasemdir, því hégómi sumra blaðamanna er greinileg svo mikill.
I
Háskóli Íslands og rektor skólans, Jón Atli Benediktsson, verða að taka af hörku á þessu máli. Kennsluefni og kennsluhættir HHG eru óásættanlegir fyrir stofnum sem vill láta taka sig alvarlega. Fordómar Hannesar í garð ýmissa hópa er glæpsamlegur. HHG telur að hann geti vaðið uppi með og lygar um fólk opinberlega og í kennslu sinni og það fyrir skattpeninga landsmanna. Ég varð fyrir því um daginn og ég sætti mig ekki við ósiðlega meðferð Hannesar á beiðni minni til hans um að hann birti afsökunarbeiðni. Það ætlar hann sér greinilega ekki að gera https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2207838/ Ég kallaði grein mína um aðfarir Hannesar gegn mér í fjölmiðlum "Hannes á hálum ís". Nú sýnist mér að ísinn undir honum sé brotinn. Hann verður að fjarlægja þetta fasíska og mannfjandsamlega kennsluefni sitt af kennsluskrá HÍ.
(Þessi athugasemd var sett við þessa grein á DV)
II
Samtökin AECR, sem nefnd í skrifum DV um mál HHG, sem nú hafa breytt um nafn og kalla sig ACRE, unnu að stofnun samtaka sem kallast Platform of European Memory and Conscience, þar sem Hannes Hólmsteinn er einnig virkur. Alþjóðleg samtök gyðinga, DefendingHistory, sem ég er meðlimur í hefur bent á það hvernig þessi samtök sem HHG er í, vinni að því skipulega að gera lítið úr helför gyðinga í Austur-Evrópu og líkir henni við alls óskylda hluti til að svala þorsta sínum í hálfsjúklegu kommúnistahatri.
Í Platform of European Memory and Conscience hefur Hannes unnið með sænskum stjórnmálamanni og fangelsistannlækni, Göran Lindblad, sem er einna helst þekktur fyrir það í Svíþjóð að hafa kvenna og karlafatafellur á kosningafundum sínum: https://www.expressen.se/ /nakenshow-ska-salja-moderat-rik / Lágkúran hefur greinilega engin takmörk. Hannes gerir lítið úr nauðgunum í bók sinni sem var framleidd sem samstarfsverkefni við samtök hægrimanna í Evrópu og samstarfsmaður hans frá Svíþjóð kemur sér áfram í stjórnmálum með nektarsýningum á kosningafundum. Í Eystrasaltslöndunum og víðar koma þessir mann fram sem réttlætarar fyrir stefnu yfirvalda óþroskaðra ríkistjórna sem vilja gera fjöldamorðingja gyðinga að frelsishetjum landa sinna. Ég hef á vefsíðu DefendingHistory hópsins skrifað þessa grein http://defendinghistory.com/holocaust-obfuscation-show/67054 um störf Hannesar þar. Þau eru honum og íslensku háskólastarfi til skammar.
European Memory and Concience, samtök þau sem HHG starfar með, eru samviskulaus þrátt fyrir þetta "Concience" sem þeir hafa klínt á titilinn. Þau vinna að því ljóst fremur en lent, að mæra morðingja gyðinga í Eystrasaltslöndunum. Við sjáum þetta samviskuleysi þegar HHG hélt ræðu í Brussell í vor og bar þar saman á afar ósmekklegan hátt helförina gegn gyðingum við morðstefnu ráðstjórnarríkjanna, sem var allt annars eðlis en útrýmingarstefna nasismans gegn gyðingum. Hannes er meistari í ofureinföldum á sögulegum viðburðum.
Öllum má vera þetta samviskuleysi ljóst, þegar eftir HHG er haft í Brussell: "Gissurarson said that the historian also had a duty to listen to, or even to recreate, the voices of those who had been silenced by force. The despots should not be allowed to leave this world in quiet satisfaction that their misdeeds had not been recognised and registered" á meðan hann leggur sem erlendur prófessor blessun sína yfir mæringar á gyðingamorðingjum í Litháen, Lettlandi og Eistlandi.
Öllum má vera ljóst að Hannes talar heldur ekki gegn misyndismönnum er hann skrifar bók sem notuð er við kennslu í HÍ, og sem gefin er út undir merkjum ACRE, þar sem hann lýsir í því sem hann kallar "rökræður á sjónarmiðum" að nauðganir séu örþrifaráð. Áhugi á fórnarlambinu og uppgjörið við misyndismanninn, sem HHG lýsir yfir að hann hafi brennandi áhuga á, koma ekki heim og saman við þá "kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orðræðu um fatlað fólk, niðrandi tal í kennslutímum um feita og fatlaða" sem greint er frá í yfirlýsingu 65 núverandi og fyrrverandi nemanda í stjórnmálafræði við HÍ.
Mér sýnist HHG vera samviskulaus og siðlaus í þeim dæmum sem hann tekur til stuðnings rökræðum sínum á sjónarmiðum í bók sinni sem er gefin er út í tengslum viðö ACRE. Hann tekur ekki eðlilegt tillit til fórnarlamba frekar en hann gerir í samtökum evrópskra hægrimanna þegar þau hjálpa öfgamönnum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen til að minnast morðingja gyðinga sem þjóðhetja. Mér er næst að halda að HHG sé eiginlega nákvæmlega sama um öll fórnarlömb. Hans eina markmið er að sverta sósíalisma eins mikið og hann getur og með öllum ráðum, jafnvel með að gera þá sem börðust gegn honum að hetjum þó þeir hafi myrt þúsundir saklausra gyðinga. Krossför HHG gegn vinstristefnu er öllum kunn, en hún þarf ekki að enda í glapræði eins og stuðningi við lönd sem vilja gera gyðingamorðingja að þjóðhetjum árið 2017. Kalda Stríðinu og svínlegheitum þess er lokið.
---
Ég vona að Jón Atli Benediktsson rektor HÍ taki á máli HHG af hörku. Það er skylda rektors, sama hvar hann stendur í litrófi stjórnmálanna. Mig langar einnig að biðja rektor um að skýra hvernig prófessor í HÍ sé stætt á því að fara með rangt mál um menn í fjölmiðlum í greinum þar sem viðkomandi prófessor skrifar undir titlinum "Prófessor við HÍ". Ég hef beðið HHG um að biðjast afsökunar á lygum sínum gegn mér í tveimur fjölmiðlum fyrr í þessum mánuði (desember 2017). HHG hefur ekki gert það, en skrifaði eftirfarandi orð í tölvupósti er ég hafði beðið hann um að leiðrétta ósannindi þau sem hann fór með um mig:
Auðvitað tek ég það alvarlega. En þú tekur þetta allt of óstinnt upp. Menn mega túlka aðra á sinn hátt.
HHG má ekki og getur ekki leyft sér að "túlka" með því bera á menn ósannindi líkt og hann gerði í greinum í Morgunblaðinu og á Pressunni. Það varðar við lög. Þegar hann lýgur því upp á mig að ég hafi sagt eitthvað um Halldór Kiljan Laxness, sem ég hvorki hef skrifað né sagt, er hann að fremja lögbrot og svína mig til í opinberri umræðu. Það sæmir ekki manni í hans stöðu. Því fyrr sem hann gerir sér grein fyrir því, því betra.
Miklu verra en lygarnar gegn mér er stuðningur Hannesar við samtök sem gera lítið úr hörmungum þeim sem gyðingar urðu fyrir með kjánalegum samanburði við hræðilega atburði, sem eiga þó mest lítið skylt við hörmungar helfarar Evrópubúa gegn gyðingum álfunnar á 20. öld.
Ef HHG hefur áhuga á alls kyns fórnarlömbum, þá mæli ég með því að hann rökræði ekki um þau í bókum sínum og kennslutímum eins og fíll í postulínsbúð.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2017 | 14:10
Jón Valur sýnir sinn innri mann, svona rétt fyrir jólin
Og sá innri er alls ekki fagur.
Var Jesús til, spyr Jón Valur Jensson enn eina ferðina. Hann fer á stað með miklum látum vegna bókar eftir virtan bandarískan guðfræðing, sem heitir Bart D. Ehrman og er prófessor við University of North Carolina.
Jón Valur, sem kærður hefur verið fyrir fordóma í garð minnihluta, fer fram með miklu offorsi og hatri í garð prófessorsins bandaríska á bloggi sínu Kristin Stjórnmálasamtök.
Nú sé ég ljóslega að þau samtök, ef þau telja þá nokkurn annan en Jón Val, eru samansafn eins gyðingahatara.
Jón Valur ærist í grein um niðurstöður Bart D. Ehrmans varðandi hinar vandfundnu samtímaheimildir um Jesúm, og kemst svo að niðurstöðu:
Þar fengum við að sjá meinið sem angrar Jón Val. Nú, eftir að hafa étið hann að innan, dreifir það sér á yfirborðinu svo allir sjá. Krabbinn sem hrjáir Jón Val er gyðingahatur, og greining hans á Bart D. Ehrman er vitaskuld kolröng.
Bart D. Ehrman er ekki gyðingur frekar en Bart Simpson, og hefur aldrei verið það. Hann er hins vegar virtur guðfræðingur, sem ekki verður sagt um Jón Val Jensson. Ehrman trúir á Jesús, en leyfir sér réttilega að benda á að heimildir um hann frá fyrstu öldum kristni séu af mjög skornum skammti.
Fyrir það eru menn hengdir og stimplaðir sem gyðingar af Jóni Val.
Ljótt, en svona lagað þrífst á Moggablogginu árið 2017. Fyrir utan alla þá íslensku skíthæla sem ekki telja að gyðingar megi eiga sér höfuðborg í landi sínu.
Best að vera ekki að óska ykkur gleðilegra jóla, því þið eigið þau svo sannarlega ekki skilið. Þið farið í Jólaköttinn með Jóni Val sérfræðingi í tilvist þeirra sem hann hatar.
Mannréttindi | Breytt 21.12.2017 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
19.9.2017 | 07:25
Það sem allt ætlar að æra
Mál málanna á Íslandi er þessi bölvaða æra og tilburðir manna að rétta hana við, og annarra að koma í veg fyrir það.
Að menn fái að rétta æru sína við, nema að þeir séu þjóðar eða fjöldamorðingjar, er nauðsynleg ráðstöfun, eins konar ventill, sem verður að vera til í lýðræðisríkjum.
Þegar menn hafa setið út dóm sinn, verða þeir að vera velkomnir til baka í þjóðfélagið sem nýir menn og vonandi betri.
Á Íslandi virðist búa margt fólk sem yrðu prýðisíbúar í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem menn fá 100-200 ára fangelsi og jafnvel mun lengri dóma. Stór hópur Íslendinga vill greinilega ekki láta sér nægja að menn séu dæmdir eftir gildandi íslenskum lögum. Þetta fólk vill halda áfram að sparka í þann dæmda, fram yfir það brennimark sem sérhver glæpamaður mun ávallt bera þrátt fyrir fangelsisvistina.
Slík dómharka er vægast sagt mjög sjúk.
Margt af þessu fólki sem er svo dómhart er kristið en aðrir hörðustu vinstri menn, sem margir hverjir hafa eins og við vitum hyllt ríki með afar ógeðfellt réttarfar. Nú vill svo til að kristnin boðar fyrirgefningu syndanna og íslensk lög innihalda eftir danskri hefð einnig svipaða siðferðiskennd og fyrirgefningin í trúnni. Þegar menn hafa setið út dóm sinn, eiga þeir að eiga möguleika á því að hreinsa feril sinn örlítið, því hvítþvegið hann geta þeir aldrei.
Hvað veldur æsingi fólks og grimmd?
Hvað er það sem ærir það fólk sem ekki nægir dómar yfir kynferðisafbrotamönnum? Svarið er örugglega ekki einfalt.
Mig grunar þó að svarið finni maður einmitt hjá hinum mikla og hatramma kór, sem æsir sig sérstaklega yfir mönnum sem í veikleika eða sjúkleika leggjast á börn og unglinga til að svala kynferðislegum þorsta sínum. Barnaníðingar, flest menn en einnig konur, fara lengra en það fólk sem situr og lepur í sig klám á tölvunni sinni. Sömu fantasíurnar og löngun sumra karla í ungt kjöt er ekki nýtt fyrirbæri. Þeir sem missa niður um sig og gera fantasíuna að veruleika brjóta siðferðisleg lög og jafnfram lög landsins. Margir gætu lent í því sama, en örfáir, sem ekki hafa góðan hemil á sér, detta í vitleysuna.
Þar með sagt er engin ástæða fyrir þá sem hafa betri hemil á sér sem kynverur, að sparka í þá sem hrasa og geta ekki fylgt reglunum og hinu gildandi siðferði. Þegar þeir hafa setið út sinn dóm, eiga þeir að fá tækifæri til að sýna sínu samferðarfólki, að þeir hafi haft gott af refsingunni. Líkt og morðingjar fá uppreist æru sinnar, eiga kynferðisglapræðismenn vitanleg einnig að fá slíka uppreist og það er ekkert að því nema tilfinningar foreldra misnotaðra barna og unglinga. En til að koma í veg fyrir að slíkt fólk verði fyrir áframhaldandi ónæði af tilveru dæmdra barnaníðinga eru einnig til reglur og lög. Ef menn brjót þau er gamla fangelsið ekki langt undan.
En hópæsing gegn þeim hópi manna sem ekki gátu haft hömlur á kynhegðun sinni er álíka sjúk og afbrigðileg kynhegðun.
Ef fólk getur ekki sætt sig við dóma á Íslandi, væri kannski við hæfi að flytjast til landa þar sem 200 ára fangelsi er talið heppilegt, eða þangað sem hendur eru höggnar af mönnum fyrir þjófnað.
Íslensk dómsyfirvöld og laganna verðir verða að fara að taka alvarlegar á því fólki sem heitir því á opinberum vettvangi að myrða fólk sem tekið hefur út dóm sinn. Morðhótanir gagnvart dæmdum kynferðisglæpamönnum, sér í lagi barnamisgjörðarmönnum, eru glæpsamlegt athæfi og ber yfirvöldum að lögsækja og dæma fólk sem hefur slíkan dólgshátt í frammi á spjallsíðum og ummælakerfum fjölmiðlanna. Annars er réttarkerfið með til þess að nornabrennur haldi endalaust áfram. Furðulegt er t.d. að sjá að það fólk sem telur dæmda morðingja saklausa er hatrammast í æsingi sínum gagnvart dæmdum barnaníðingum.
Þið sem viljið myrða alla í annarri hverri setningu, eruð ekkert betri en níðingar sem leggjast á börn. Kannski er reiðin meiri hjá slíku fólki, því það veit upp á sig einhverja skömm eða hugsun, sem það sem betur fer hafði hemil á. Hugsanir eru ekki bannaðar, en dómur rennusteinsins á engan rétt á sér. Slíkur dómur, sem og pukur með uppreistarmál, varð nú síðast ríkisstjórn að falli.
Lítilfjörleg var sú ríkisstjórn sem ætti að hafa verið í fullu starfi við að rétta hag almennings. En ráðherrarnir voru greinilega fyrst og fremst uppteknir af því að velta sér upp úr dæmdum kynferðisglæpamönnum eða pukra með upplýsingar um uppreist æru þeirra.
Þeir sem fyrstir kasta steininum eru sjaldnast syndlausir. Gleymum því ekki.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2017 | 06:48
Ungur maður frá Sakartvelo kom til Íslands og dó...
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði um daginn í Fréttablaðinu með mikilli virðingu um dauða ungs manns. Maðurinn hét Nika Begadze, en íslensk yfirvöld sendu sífellt út rangt nafn hans; Begade og dagblöðin voru tilbúin með sína mynd, t.d. DV, sem afskræmdi nafnið sem varð að Begades eða Begedes. Nika kom til Íslands frá ríkinu Sakartvelo við austanvert Svartahaf. Ríkið er í okkar takmarkaða heimi er enn kallað Georgía eða Grúsía. Georgíunafnið kemur líklegast af því að Persar kölluðu íbúana á því svæði sem Sakartvelo er í dag Gurgan og arabar síðar Gjurchan. Landið/Ríkið heitir í dag Sakartvelo eftir flókna sögu og oft á tíðum blóðuga.
Fyrir utan rangt nafn á manninum sem féll í Gullfoss, fá Íslendingar næsta ekkert að vita um manninn, þó hann hafi verið gestur í landi okkar.
"Við þekkjum ekki sögu hans"... skrifar Guðmundur Andri - Við vitum aðeins hvernig henni lauk, svona nokkurn veginn. En hafa Íslendingar yfirleitt áhuga á sögu útlendinga, þó þeir séu bestu vinir útlendinga og ofsóttra? Ég er ekki í vafa um að Guðmundur Andri leiti sannleikans, en hvað um blaðamennina, sem ekki tókst að hafa upp á réttu nafni mannsins.
Þegar ég skrifa þessar línu veit ég ekki hvort lík mannsins hefur fundist. Íslensk yfirvöld eru heldur greinilega ekki á þeim buxunum að segja óvitum Íslands, af hverju blessaður maðurinn var á flótta og undan hverju. Svo rífst fólk í athugasemdakerfum Fréttablaðsins og Eyjunnar vegna tilfinninga einna eða sjúklegs útlendingaótta og jafnvel sökum fordóma í garð þeirra sem ekki eru hreinhuga vinir útlendinganna.
Ég setti athugasemdir við grein Guðmundar Andra á vísir.is og einnig á Eyjunni. En þar sem Eyjan, með fyrirskipunum réttlátasta manns landsins, Egils Helgasonar, kemur í veg fyrir að ég geri athugasemdir, sést ekki það sem ég skrifa í athugasemdakerfi Eyjunnar. Á Eyjunni vilja menn aðeins hafa sannleikann að eigin ósk - jafnvel þótt hann sé dómadags lygi. Því er ég ekki viss um að margir aðrir en Guðmundur Andri hafi fengið upplýsingarnar um Nika Begadze, sem ég sendi Guðmundi einnig gegnum FB. Þess vegna þetta blogg.
Það er afar furðulegt að íslensk yfirvöld birti rangt nafn unga Grúsíumannsins. Það sýnir áhugaleysi virðingarleysi og algjörlega menningarlega fáfræði þeirra sem um mál útlendinga sjá. Maðurinn frá Sakartvelo ann hét Nika Begadze en ekki Begade eða Begedes - sjá hér.
Að öllum líkindum var Nika meðlimur í AIESEC, ef dæma má út frá YouTube-kynningu hans. AIESEC eru alþjóðasamtökum viðskiptafræðinema. Hann hafði útþrá og áhuga á hraðskreiðum bílum líkt og hann upplýsir, elskaði föður sinn og móður og börn systkina sinna.
Gæti hvarf hans ekki hafa verið slys? Skrikaði ungum draumóramanni fótur á Íslandi? Er mögulegt að hann hafi séð meiri möguleika á Íslandi en í landinu sínu Sakartvelo, sem hann elskaði mjög ef dæma skal út frá myndbandinu hans? Hann hefur ef til vill séð sér leik á borði í landi allsnægtanna og Costcos gnægtahornsins og látið skrá sig sem flóttamann? Við fáum ef til vill aldrei að vita það. En Georgíumenn þurfa í dag ekki að flýja neitt að því er best er vitað.
Sýnum fólki virðingu, áður en farið er að rífast um það nýlátið.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2017 | 08:18
Æran sem allt ætlar að æra
Er maður sem setið hefur um tíma á skólabekk njósnara- og hryðjuverkaskóla í Austur-Berlín svo fínn af æru og upplagi að honum skuli veitt sendiherrastaða? Er æra slíks manns meiri og betri en þeirra sem ekki vildu selja þjóðina í eilífðar skuldafen út af Icesave?
Er stjórnmálakonan sem nú hefur verið valin til að gegna háu embætti hjá OSCE (ÖSE) rík af æru? Sama manneskjan hefur heimsótt Assad á Sýrlandi til að koma Íslandi í Öryggisráðið, eingöngu til þess að Ísland gæti orðið málpípa Palestínuaraba sem útrýma vilja lýðræðisríki og þjóðinni sem í ríkinu býr. Er æra slíkrar konu ósköðuð, þó hún hafi haldið því fram á fundum erlendis fyrir hrun að Íslenskt efnahagslíf og bankar væru gulltryggðir? Afsakið, en eiga ekki spurningin fullan rétt á sér?
Er þingmaður sem segist vilja drepa menn sem hugsanlega myndu hegða sér afbrigðilega við dóttur hans (sem nú er vart meira en 5 ára) með mikla æru og hreina samvisku. Sami maður laug því að hann hefði orðið fyrir árás skriðdreka Ísraelsríkis og var helsti stuðningsmaður frekar ærulauss manns sem stundaði eiturlyfjasölu og skar loks mann á háls í Reykjavík ærunnar.
Allir eru gallaðir, en misjafnlega lagnir við að viðurkenna galla sína og bæta sig. Feður stúlkna sem lentu í gölluðum manni sem misnotaði stöðu sína til að hafa kynmök við börn eru líklega mjög syndlausir menn. Þeir segjast ekki enn hafa tæmt úr réttlætisbrunni reiði sinnar. Slíkir menn verða að hafa það í huga að slíkur brunnur er ekki til og hefur aldrei verið það. En dómstólar eru til og þeir hafa dæmt manninn sem lagðist á börn þeirra. Vilja þessir síþyrstu menn hafa manninn sem lá með börnum þeirra í gapastokki á Lækjartorgi, þó svo að hann hafi setið af sér dóm fyrir glæp sinn? Hvað vilja þeir eiginleg drekka? Blóð?
Er vandamálið ekki miklu frekar að siðgæðið á Íslandi er frekar brenglað. Á Íslandi virðast lög ekki vera skjalfest til að fara eftir þeim heldur einvörðungu til að sveima vandlega umhverfis þau.
Hvaða æru hefur þingflokkur sem styður hryðjuverkasamtök og líkir lýðræðisríkjum við nasista (VG, Samfylkingin og Píratar)? Hvað krati (Sema) er í lagi, þegar hann heldur því fram að Tyrkland sé lýðræðisríki, meðan að sami kratinn hvetur samfélagið að kaupa ekki vöru frá lýðræðisríki? Ísland er fullt af skríl sem dýrkar slík gyldi og veit ekki hvað ærleg æra er. Sama fólkið hrópar hæst um mannréttindi og æru.
Nei, án þess að ég sé að taka sérstaklega upp hanskann fyrir Robert Downey, sem misnotaði traust, og hafi samúð með smápíkunum í Reykjavík sem létu lokkast af þúsundköllunum hans og kynæsandi rakspíranum, sýnist mér að margir séu nú frekar rúnir ærunni af eigin gerðum og ættu ekki að tala um breytingu á reglum um uppreist æru manna sem setið hafa út dóm sem þeir hafa fengið. T.d. ekki ráðherra sem ætlar að senda saklausa, kúrdíska flóttamenn úr landi. Hún skipar sér þar með í sveit með fyrrverandi ráðherra sem leitaði stuðnings hjá einræðisherranum Assad sem ofsótt hefur Kúrda í áratugaraðir. Fólk sem leitar stuðnings hjá morðingja til að koma sér í stöðu hjá Sameinuðu Þjóðunum, er að mínu mati fullkomlega rúið allri æru. En ég sé þó enga ástæðu til að setja slíka rugludalla í gapastokk og hreyta í börnin þeirra ónotum. Blessuð börnin geta ekki gert að brenglun foreldranna.
Formaður Pírata, sem er sæmilega löglærð í erlendum háskólum í málefnum stríðsglæpamanna, telur nú að hlutverk hennar sé að taka á móti dómum götunnar svo hún geti notað þá sem greinar og kafla á fundum með löggjafavaldinu, er hins vegar alvarlega afvegaleitt apparat. Hefur enginn næga æru til að tilkynna vesalings konunni að hún er með slíku athæfi og hvatningu að brjóta íslensk lög. Hún er ekki að dæma mann fyrir þjóðarmorð. Hún hefur engan rétt til að reka mál fyrir dómi, en telur greinilega að íslenskur barnariðill eigi að fá harðari dóma en bölvaður stríðglæpadómstóllinn í den Haag gaf morðingjum. Æra píratans lögfróða er afar lítil að mínu viti. En þetta situr samt á æruverðugu Alþingi Íslendinga. Þó hún tjái sig, þarf ekki að ansa því frekar en samflokksmanni hennar sem vill drepa mann og annan.
Æra og heiður er siðferðileg virðing fyrir öðrum, sérstaklega þeim sem eru öðruvísi, minni máttar eða þeim sem hafa misstigið sig og greitt samfélaginu það sem þeir skulduðu því. En nú vilja fleiri og fleiri Íslendingar ólmir fá sömu gildin og nasistar hylltu, nefnilega: Blóð og Æru. Blóðið á að fljóta ofan í brunn svo menn geti svalað sér á því í hefndarþorstanum og hópæsingunni.
Við lifum á hættulegum tímum, þar sem svo kallaðir vinstri menn eru aftur farnir að dýrka sömu gildin og nasistar. Það er hætta á ferðinni.
Á þuklandi læknir að fá réttindi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2017 | 16:07
Kæri Dómsmálaráðherra, gerðu ekki þessi mistök.
Ég hef sent þetta erindi til Sigríðar Á Andersen og afrit til ráðuneytis hennar og útlendingastofnunar. Ég hvet lesendur þessa bloggs að skrifa eða hringja og biðja ráðherrann að snúa við ákvörðun um að reka úr landi kúrdíska fjölskyldu. Þið getið ritað til þessara aðila,
Útlendingastofnun 4440900 - email utl@utl.is .
Dómsmálaráðuneyti 5459000 postur@dmr.is.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, saa@althingi.is or
Sjá frekar hér:
Sigríður Á. Andersen
Erindi varðandi fyrirhugaða brottvísun Sabre fjölskyldunnar 17. júlí 2017
Virðulegi dómsmálaráðherra
Ég frétti af því að nú hefðu íslensk yfirvöld ákveðið að vísa úr landi fjórum Kúrdum, Fjölskyldunni Sabre, hjónum komnum yfir miðjan aldur og tveimur dætrum þeirra sem eru 17 og 20 ára.
Um leið og ég minni á að Kúrdar eru ofsótt þjóð, m.a. af Tyrklandi, fasistaríki undir harðri stjórn Receps Erdogans, sem Ísland er í mjög góðri samvinnu við í t.d. NATO, langar mig að láta í ljós þá skoðun mína í ljós að þessi brottvísun Sabre hjónanna og dætra þeirra er fyrir mig að sjá óeðlilega grimm og ómannúðleg aðgerð og minnir á brottvísanir gyðinga frá Íslandi í lok 4. áratugar 20. aldar. Um þær aðgerðir forvera þinna í Dómsmálaráðuneytinu hef ég m.a. skrifað um í bók minni Medaljens Bagside sem olli því árið 2005 að þáverandi forsætisráðherra Dana og síðar framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, baðst afsökunar á aðgerðum fyrri ríkistjórna í Danmörku gagnvart gyðingum og öðrum sem vísað var frá Danmörku af dönskum yfirvöldum á tímabilinu 1936-1943.
Ég vona að þú hafir það náðugt í kvöld með fjölskyldu þinni og verðir ekki ein af þessum ráðherrum sem einhver þarf að biðjast afsökunar fyrir eftir nokkra áratugi, þegar upp rennur fyrir arftökum þínum í embætti að þú og ráðuneyti þitt komuð ekki í veg fyrir reginskyssu í meðferð kúrdískra flóttamanna sem leituðu ásjár hjá Íslendingum. Kúrdar eru ofsóttir af mörgum öfgafullum ríkjum og hópum í Miðausturlöndum, sem ekki virða lágmarksmannréttindi. Það er því afar sorglegt að sjá að þú og ríkisstjórn þín verðið völd að brottvísun kúrdískra flóttamanna um leið og Ísland er í stjórnmálasambandi við suma af verstu ofsækjendum Kúrda. Það er ámælisvert og verður að koma til kasta alþjóðlegra stofnanna, ef íslensk yfirvöld sjá ekki neina galla í slíkum tvískinnungi.
Bestu kveðjur,
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Mannréttindi | Breytt 17.7.2017 kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2017 | 06:28
Lífshætta í Costco
Meira eða minna ak- og offeitt fólk sem flykkist eins og órúið fé í risaverslunina Costco er flest í bráðri lífshættu. Ekki er það hjartaáfall, insúlínsjokk eða tappi sem gæti orðið bani þessa íturvaxna og kaupglaða fólks. Örugglega er hægt að kaupa ódýrustu hjartastartarana á byggðu bóli í Costco og verslunin virðist greinilega hafa bjargað geðheilsu marga síðustu dagana.
Nei, banamein þessa aumingja fólks gæti hæglega orðið spýtnarusl og annað lauslegt sem liggur á þaki verslunarinnar. Þetta sýna loftmyndir sem Wikileak lak í gær. Spurningar hafa einnig vaknað um að þarna gæti hryðjuverkastarfsemi verið í uppsiglingu?
Yfirvöld verða að loka versluninni nú þegar, þangað til að brakið á þakinu verður fjarlægt. Sorpið á þakinu gæti hæglega fokið í næstu lægð ofan á örvinglað fólk sem ekki finnur kerrur eða frið í sálinni fyrr en það hefur verið rúið inn að beini í Costco. Það má ekki gerast.
Spýtnaruslið má sjá efst á loftmyndinni, þar sem það liggur eins og hráviði á tyrfðu þaki fjárhúss Costcos. Ljóst er að Costco hefur stefnt lífi fólks í bráða hættu og verður að greiða sektir og miskabætur. Ógnin af þessu fyrirætlaða hryðjuverki hlýtur að róa landsbyggðarfólkið sem var búið að plana 500 rútuferðir í Costco til að fylla hlöður sínar og útihús af dómadags rusli.
Þess ber strax að geta, að Óttar í Hættunni verður með bók 'Hættan leynist á Þakinu' og björgunaraðgerðirnar í Costco í jólabókaflóðinu í Costco, þar sem bækurnar verða.... gefnar þeim sem lifðu æðið af.
Frétt þessi birtist fyrst í Færeyska blaðinu Sósíalúrín.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 1352297
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007