Leita í fréttum mbl.is

Kæri Dómsmálaráðherra, gerðu ekki þessi mistök.

Sabre family

Ég hef sent þetta erindi til Sigríðar Á Andersen og afrit til ráðuneytis hennar og útlendingastofnunar. Ég hvet lesendur þessa bloggs að skrifa eða hringja og biðja ráðherrann að snúa við ákvörðun um að reka úr landi kúrdíska fjölskyldu. Þið getið ritað til þessara aðila,

Útlendingastofnun 4440900 - email utl@utl.is .
Dómsmálaráðuneyti 5459000 postur@dmr.is.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, saa@althingi.is or

Sjá frekar hér:

Sigríður Á. Andersen

Dómsmálaráðherra

Erindi varðandi fyrirhugaða brottvísun Sabre fjölskyldunnar 17. júlí 2017

Virðulegi dómsmálaráðherra

Ég frétti af því að nú hefðu íslensk yfirvöld ákveðið að vísa úr landi fjórum Kúrdum, Fjölskyldunni Sabre, hjónum komnum yfir miðjan aldur og tveimur dætrum þeirra sem eru 17 og 20 ára.

Um leið og ég minni á að Kúrdar eru ofsótt þjóð, m.a. af Tyrklandi, fasistaríki undir harðri stjórn Receps Erdogans, sem Ísland er í mjög góðri samvinnu við í t.d. NATO, langar mig að láta í ljós þá skoðun mína í ljós að þessi brottvísun Sabre hjónanna og dætra þeirra er fyrir mig að sjá óeðlilega grimm og ómannúðleg aðgerð og minnir á brottvísanir gyðinga frá Íslandi í lok 4. áratugar 20. aldar. Um þær aðgerðir forvera þinna í Dómsmálaráðuneytinu hef ég m.a. skrifað um í bók minni Medaljens Bagside sem olli því árið 2005 að þáverandi forsætisráðherra Dana og síðar framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, baðst afsökunar á aðgerðum fyrri ríkistjórna í Danmörku gagnvart gyðingum og öðrum sem vísað var frá Danmörku af dönskum yfirvöldum á tímabilinu 1936-1943.

Ég vona að þú hafir það náðugt í kvöld með fjölskyldu þinni og verðir ekki ein af þessum ráðherrum sem einhver þarf að biðjast afsökunar fyrir eftir nokkra áratugi, þegar upp rennur fyrir arftökum þínum í embætti að þú og ráðuneyti þitt komuð ekki í veg fyrir reginskyssu í meðferð kúrdískra flóttamanna sem leituðu ásjár hjá Íslendingum. Kúrdar eru ofsóttir af mörgum öfgafullum ríkjum og hópum í Miðausturlöndum, sem ekki virða lágmarksmannréttindi. Það er því afar sorglegt að sjá að þú og ríkisstjórn þín verðið völd að brottvísun kúrdískra flóttamanna um leið og Ísland er í stjórnmálasambandi við suma af verstu ofsækjendum Kúrda. Það er ámælisvert og verður að koma til kasta alþjóðlegra stofnanna, ef íslensk yfirvöld sjá ekki neina galla í slíkum tvískinnungi.

Bestu kveðjur,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
 
----
 
assadasaassadcanbe
 
Á þetta að verða þekktasta aðgerð íslensks utanríkisráðherra? Þarna var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ til að geta gerst helsti stuðningsmaður hryðjuverkasamtaka. Til þess taldi hún hentugt að ræða við einn helsta ofsækjanda Kúrda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skömm er að þessu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2017 kl. 19:37

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þekki ekki reglurnar og lögin í sambandi við að senda fólk úr landi.

En ekki verður betur séð en að þetta blessaða fólk sem þú talar hér um, hafi svo sannarlega fengið sinn skammt af flóttaerfiðleikum með tilheyrandi ofsóknum stjórnarforkólfanna herjandi ríkja.

Hversu kaldrifjuð getur þessi fámenna og strjálbýla eyjunnar þjóðarforysta í raun og veru réttlætt sig fyrir að vera?

Fólkið er komið hingað?

Hvernig er hægt að endursenda varnarlaust fólk aftur út í endalausa óvissuna, eins og bögglapóst með rangt endastöðvar-póstnúmer? Erum við sem þjóðarsamfélag, alls ekki fær um að reyna að setja okkur í spor fólks í raunverulegri flóttaneyð?

Var það ekki krossfestur Kristur sjálfur sem átti að hafa sagt: gerið ekki öðrum það sem þið viljið ekki að aðrir geri yður?

Treysti á Sigríði Á Andersen að hún sjálf sé öll að vilja gerð að verja réttlætið. Spurning með valdra-karlanna-baktjaldaveldið sem trúlega vill flest öllu stjórna bak við tjöldin? Án eiginábyrgðar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2017 kl. 00:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Anna Sigríður, og á sama tíma er verið að flytja flóttamenn hingað, er ekki nær að hlú að þeim sem eru nú þegar komnir hingað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2017 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband