Leita í fréttum mbl.is

Það sem allt ætlar að æra

the first stone

Mál málanna á Íslandi er þessi bölvaða æra og tilburðir manna að rétta hana við, og annarra að koma í veg fyrir það.

Að menn fái að rétta æru sína við, nema að þeir séu þjóðar eða fjöldamorðingjar, er nauðsynleg ráðstöfun, eins konar ventill, sem verður að vera til í lýðræðisríkjum.

Þegar menn hafa setið út dóm sinn, verða þeir að vera velkomnir til baka í þjóðfélagið sem „nýir menn“ og vonandi betri.

Á Íslandi virðist búa margt fólk sem yrðu prýðisíbúar í Suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem menn fá 100-200 ára fangelsi og jafnvel mun lengri dóma. Stór hópur Íslendinga vill greinilega ekki láta sér nægja að menn séu dæmdir eftir gildandi íslenskum lögum. Þetta fólk vill halda áfram að sparka í þann dæmda, fram yfir það brennimark sem sérhver glæpamaður mun ávallt bera þrátt fyrir fangelsisvistina.

Slík dómharka er vægast sagt mjög sjúk.

Margt af þessu fólki sem er svo dómhart er kristið en aðrir hörðustu vinstri menn, sem margir hverjir hafa eins og við vitum hyllt ríki með afar ógeðfellt réttarfar. Nú vill svo til að kristnin boðar fyrirgefningu syndanna og íslensk lög innihalda eftir danskri hefð einnig svipaða siðferðiskennd og fyrirgefningin í trúnni. Þegar menn hafa setið út dóm sinn, eiga þeir að eiga möguleika á því að hreinsa feril sinn örlítið, því hvítþvegið hann geta þeir aldrei.

NAHTO8sX6xK6_992x620_xBdktBFt

Hvað veldur æsingi fólks og grimmd?

Hvað er það sem ærir það fólk sem ekki nægir dómar yfir kynferðisafbrotamönnum? Svarið er örugglega ekki einfalt.

Mig grunar þó að svarið finni maður einmitt hjá hinum mikla og hatramma kór, sem æsir sig sérstaklega yfir mönnum sem í veikleika eða sjúkleika leggjast á börn og unglinga til að svala kynferðislegum þorsta sínum. Barnaníðingar, flest menn en einnig konur, fara lengra en það fólk sem situr og lepur í sig klám á tölvunni sinni. Sömu fantasíurnar og löngun sumra karla í ”ungt kjöt” er ekki nýtt fyrirbæri. Þeir sem missa niður um sig og gera fantasíuna að veruleika brjóta siðferðisleg lög og jafnfram lög landsins. Margir gætu lent í því sama, en örfáir, sem ekki hafa góðan hemil á sér, ”detta í vitleysuna”.

Þar með sagt er engin ástæða fyrir þá sem hafa betri hemil á sér sem kynverur, að sparka í þá sem hrasa og geta ekki fylgt reglunum og hinu gildandi siðferði. Þegar þeir hafa setið út sinn dóm, eiga þeir að fá tækifæri til að sýna sínu samferðarfólki, að þeir hafi haft gott af refsingunni. Líkt og morðingjar fá uppreist æru sinnar, eiga kynferðisglapræðismenn vitanleg einnig að fá slíka uppreist og það er ekkert að því nema tilfinningar foreldra misnotaðra barna og unglinga. En til að koma í veg fyrir að slíkt fólk verði fyrir áframhaldandi ónæði af tilveru dæmdra barnaníðinga eru einnig til reglur og lög. Ef menn brjót þau er gamla fangelsið ekki langt undan.

En hópæsing gegn þeim hópi manna sem ekki gátu haft hömlur á kynhegðun sinni er álíka sjúk og afbrigðileg kynhegðun.

Ef fólk getur ekki sætt sig við dóma á Íslandi, væri kannski við hæfi að flytjast til landa þar sem 200 ára fangelsi er talið heppilegt, eða þangað sem hendur eru höggnar af mönnum fyrir þjófnað.  

Íslensk dómsyfirvöld og laganna verðir verða að fara að taka alvarlegar á því fólki sem heitir því á opinberum vettvangi að myrða fólk sem tekið hefur út dóm sinn. Morðhótanir gagnvart dæmdum kynferðisglæpamönnum, sér í lagi barnamisgjörðarmönnum, eru glæpsamlegt athæfi og ber yfirvöldum að lögsækja og dæma fólk sem hefur slíkan dólgshátt í frammi á spjallsíðum og ummælakerfum fjölmiðlanna. Annars er réttarkerfið með til þess að nornabrennur haldi endalaust áfram. Furðulegt er t.d. að sjá að það fólk sem telur dæmda morðingja saklausa er hatrammast í æsingi sínum gagnvart dæmdum barnaníðingum.

Þið sem viljið myrða alla í annarri hverri setningu, eruð ekkert betri en níðingar sem leggjast á börn. Kannski er reiðin meiri hjá slíku fólki, því það veit upp á sig einhverja skömm eða hugsun, sem það sem betur fer hafði hemil á. Hugsanir eru ekki bannaðar, en dómur rennusteinsins á engan rétt á sér. Slíkur dómur, sem og pukur með uppreistarmál, varð nú síðast ríkisstjórn að falli.

Lítilfjörleg var sú ríkisstjórn sem ætti að hafa verið í fullu starfi við að rétta hag almennings. En ráðherrarnir voru greinilega fyrst og fremst uppteknir af því að velta sér upp úr dæmdum kynferðisglæpamönnum eða pukra með upplýsingar um uppreist æru þeirra.

Þeir sem fyrstir kasta steininum eru sjaldnast syndlausir. Gleymum því ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mjög góð færsla hjá þér.

Takk fyrir.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.9.2017 kl. 19:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hefur einn erkipíratinn stigið á stokk án tilenis til að fræða alþjóð um að hann sé bæði fórnarlamb og gerandi í þessum brotaflokki. Hann varð kanóníseraður um leið með andköfum og aðdáun. Hann var samt fullur þegar hann gerði, svo það vegur ekki jafn þungt og hitt.

Af hverju hann notaði þessa tímasetningu til að stíga í skriftastólinn er mér ekki kunnugt um.

Bíð spenntur eftir fleiri sjálfshelgunnartilþrifum úr þessum ranni. Kannski eru þau bara mannleg og jafnvel mannlegri en við þegar upp verður staðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2017 kl. 21:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini í hana, sagði Jesú. Það sló vandræðalegri þög á lýðinn og enginn bar sig til við að henda steini, því allir þekktu eigin breyskleika.

Þegar Jesú hafði beðið drykklanga stund, þá dæsti hann þungann, tók upp hnullung og sagði,

"ókey,ókey,ætli það ledi ekki á mér eins og alltaf." Svo kastaði hann steini í hana aftur og aftur og lýðurinn tók andköf af aðdáun og sagði. "Sannlega er hann sonur bjartrar framtíðar"

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2017 kl. 22:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ærir jú óstöðugan,

   að ær eru það og kýr

   ærulauss manns og angrar hugann,

   hvort æra hans aftur snýr

   með pólitískum plottum í röðum

   og pennastriki á Bessastöðum.

Jón Valur Jensson, 20.9.2017 kl. 00:13

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú grýta þeir óðir sem glerhúsin byggja.

Góðmennin opna sitt hreinsunarbál.

Í sjöunda himni þeir sjálfa sig hyggja.

Hungrar í blóð og kynferðismál.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2017 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband