Færsluflokkur: Matur og drykkur
16.1.2012 | 14:08
Saltnámur ríkisstjórnarinnar
Nú er örugglega einhver samsærisklíkan í rétttrúnaðarkirkju ríkisstjórnarinnar sem heldur að of mikið iðnaðarsalt" hafi sprengt botnlangann á Velferðarguðbjarti. Um leið og ég óska ráðherranum góðs bata, er best að slá því föstu að Guðbjartur er ekki fórnarlamb iðnaðarsalts, frekar en nokkur annar Íslendingur. En saltið verður samt örugglega fyrsta mál á þingi eftir jólafrí. Ekkert er mikilvægara en að rugla um sama saltið með mismunandi nafni og pakkningum.
Saltæðið, sem gripið hefur um sig á Íslandi, lýsir íslenskri þjóð afar vel. Það er allt of mikið af velsöltuðum vitleysingum á Íslandi. Ég bloggaði um saltmálið í síðustu færslu minni og reyndi að koma þeim sem vilja í skilning um að iðnaðarsaltið svo kallaðaða, sem nú ærir sumt fólk, veldur ofsjónum og hita hjá enn öðrum, er sama saltið og t.d. Jozo salt sem selt er á Íslandi og sem kemur frá sama framleiðanda, Azko Nobel. Borðsaltið er bara betur sigtað, hefur verið geymt inni, til að það komist ekki raki að því, en "Industrisalt" Azko Nobel inniheldur ekki eins mikið joð og danskt borðsalt sem selt er í verslunum á Íslandi.
Matvælaiðnaður á Íslandi er væntanlega iðnaður og iðnaðarsaltið er gott að nota í þeim iðnaði.
En kannski er matvælaiðnaður á Íslandi ekki iðnaður. Kannski vilja menn nota borðsalt með joði í pækil fyrir hangikjöt og borga 200% meira fyrir saltið.
Vegasalt" væri annað mál, en mig grunar að vegsalt séu notað í gífurlega miklum mæli í leikskólum. Getur verið hættulegt.
Ég ræddi í morgun við talsmann og sölustjóra hjá Azko Nobel Salt i Mariager i Danmörku, Ole Cleemann, sem gat staðfest það sem ég hafði skrifað í gær. Hann hafði talað við fréttamann Útvarpsins og skýrt út fyrir henni málið. (Útvarpið eða sjónvarparið voru reyndar ekki að birta bréf Cleemanns, en greindu bara frá því meðan grátkórinn heldur áfram). Þetta er allt saman sama saltið eins og ég greindi frá á bloggi mínu í gær. Munurinn er pakkningin. En ég geri mér grein fyrir því að þetta mál á efir að ná langt áður en Íslendingar sjá hvernig leikið hefur verið með þá eins og fífl á fjóshaug.
Bráðlega (sjá neðar) kemur út yfirlýsing frá Azko Nobel Salt, sem ég mun setja hér á bloggið þegar hún kemur.
Munið svo, ekki meira en 6 grömm af salti á dag. Allt salt er óhollt í of miklum mæli. Reynið heldur að finna hið náttúrulega salt í matnum.
Vigga Hauks er að skilja þetta
Matur og drykkur | Breytt 17.1.2012 kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2011 | 07:32
Hinn bitri sannleikur um sykurinn
Hlustið á erindi barnalæknisins Robert H. Lustig (sem einnig er hægt að sjá hér), sérstaklega ef þið trúið því enn að þarmaskolun og stólpípur Jónínu á Krossinum séu allra meina bót eða eruð enn á Atkins kúrnum, sem er ágætur fyrir fólk sem stundar sjálfsblekkingu og sjálfsmeðaumkvun. Kolvetnisrík fæða er ekki óholl ef kolvetnið er náttúrulegt og fæðan inniheldur trefjar. Það er hins vegar vissar unnar sykurtegundir sem eru aðal skúrkurinn.
Styðjum íslenskan iðnað, en bara ekki gosdrykkja- og sykurríka framleiðslu, eða fyrirtæki sem selja svokallað heilsufæði, sem oft er fullt af hættulegri fitu, sykurefnum og öðru ólyfjan (t.d. hnetusmjör án innihaldslýsingar sem flutt er inn af einni heilsumadömmunni á Íslandi). Slíkur iðnaður drepur nefnilega á endanum fleiri Íslendinga en 10 álver. Það er auðvitað eitthvað mikið að í landi þar sem framleiðendur sushis taka upp á þeim dómadags ósóma að setja rjómaost í maki-rúllur og þar sem fólk skolar slíkum afbökunum á annars heilsusamlegu fæði niður með ógrynninu öllu af Coka Cola.
Kannski verður ekki mikið eftir að borða miðað við úrvali í íslenskum verslunum, ef menn ætla að forðast hættulegan sykur, en það er vel hægt að narta í epli, borða harðfisk, rófur og kál - nema að tennurnar séu orðnar rotnar af öllum sykrinum.
Ef yfirvöld lækkuðu toll matvöru og hráefni á matvöru sem innihéldu engan frúktósa, og þeirrar matvöru sem innihéldi ríkulegt magn trefja, myndu fituvandamálið hverfa að einhverju leiti. Það er auðvitað erfitt að lifa í landi þar sem sömu tollar eru settir á ávexti og grænmeti og á morðsykurinn í alls kyns söfum sem eru stundum jafnhættulegir og kókið og appelsínið. Ef þið gefið börnunum ykkar páskaegg, íslenskt súkkulaði (sem ógeðslega lélegt og hættulegt gervisúkkulaði og er mest súkkulaðifita), eða bara jógúrt sem er yfirfullt að hættulegum sykri, eruð þið hægt og bítandi að gera þau að sjúklingum.
Þeir sem dæla sykri í mat, sér í lagi iðnaðarframleiddann frúktósa, eru nefnilega að myrða fólk. Hættið að drekka gos og djús, eða borða morgunkorn sem eru full þessu eitri, þó það komi sjaldnast greinilega fram á umbúðunum.
Það er sér í lagi frúktósi sem er aðalskúrkurinn. Íslendingar hafa lengi notað fæðu sem inniheldur mikinn fruktósa sem huggunarefni í skammdeginu, ef þeir hafa ekki verið á enn sterkara eitri til að slá á deyfðina eða þunglyndið. Allir megrunarkúrar hafa bara ekki virkað, því aðalskúrkurinn, sykur, var notaður til að hugga sig, þegar reynt var að skera á fituna. Inntaka D vítamíns, magnesíums og kalks minnkar strax þessa sykurþörf. Byrjið strax í dag, auðvitað með nægri líkamlegri hreyfingu. En hugafarsbreyting er hins vegar best. Hættið að drekka gos og sykurríka fæðu í dag og látið börnin drekka vatn og hættið að kaupa endalausar dollur af "jógúrt"drullu og ís og þið munuð finna muninn eftir viku.
Jæja, nú verð ég að fara að hlaupa aka í ræktina.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.12.2010 | 19:42
Jólakók - be blessed and be happy
Hver kannast ekki við akfeita jólasveininn, sem drekkur kók í einum teyg? Hver man ekki eftir kókbílnum sem keyrði um sveitir og varð stærri og stærri sem árin liðu? Hver hefur ekki séð kóklestina, þetta unaðslega samgöngutæki sem svalar þorsta mannkyns og tendrar jólaljósin hvert sem hún fer, nema kannski í Darfúr?
Hver man ekki eftir fallega fólkinu, af öllum mögulegum og ómögulegum kynþáttum, sem söng á hæð (í Kaliforníu) á Ítalíu? Og allir sungu með: "I'd like to teach the world to sing". Milljón ropum síðar og með sætar minningar um rotnandi tennur og kókvömb, er fróðlegt að minnast þess að kókið hefur leikið mikilvægt hlutverk í utanríkisstefnu (sem sumir kalla heimsveldisstefnu) Bandaríkjamanna. Rússar áttu ekki drykk eins og Coca Cola, og því fór sem fór.
Kókið kom til Íslands árið 1942, um svipað leiti og Kaninn tók við af Bretum í hernáminu. Vildi Bandaríkjastjórn sýna sjálfri sér og heiminum, hve annt Íslendingum var um hersetuna, m.a. hvernig dátarnir svöluðu þorsta Íslendinga með kóki, þar sem þeir keyrðu um sveitir í jeppum og deildu út kóki á fólk í bæjum og til sveita. Allir teyguðu brátt kókið til sjós og lands.
Ætli þessi þjóðardrykkur Íslendinga sé ekki meira drukkinn af Íslendingum en blávatnið?
Með þessari kókminningu óska ég lesendum mínum gleðilegra jóla, og vona að Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn fari ekki illa með ykkur. Ég er viss um að nokkrar þúsundir lítra af heimsveldisgosinu muni renna niður með steikinni ykkar um jólin og valda þembu og sýruátu á tönnum og í maga. Verið samt blessuð og sæl.
Hér er gömul Pepsi-saga og Sinalco-saga
Matur og drykkur | Breytt 22.1.2011 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.10.2010 | 06:11
Hækka verð á eggjum
Öreigar landsins eiga greinilega nóg af eggjum. Þetta sýnir ömurleikann á Íslandi í hnoteggjaskurn. Það verður auðvitað að taka eggin af þessum lýð: Hækka eggjaverð, hækka skattana, loka sjúkrahúsum, hækka lyfin þeirra, taka af þeim húsnæðisstyrkinn, lækka barnabætur, hækka skatta á kexi, auka atvinnuleysið og innleiða vönun og geldingar fyrir fátækralimi. Svona fólk má ekki fjölga sér. Þá getur Jóhanna aldrei aftur farið í utanlandsferðir eða boðið Obama til Íslands.
Þegar því er lokið, er fínt að fá fleiri trúða í ráðhúsin, ráða fleiri aðstoðarmenn fyrir ráðherrana og hefja kennslu í Hí á algjörlega fjarstæðukenndum fræðigreinum eins og fornfjármálafræði, já og greiða Björgvini S. betri laun fyrir unglingavinnuna, nú þegar drengurinn er aftur farinn að genumlýsa egg í eggjabúinu við Austurvöll. Auðvitað vantar fleiri ráðherraferðir til New York, svo Össur getir rifið kjaft eins og einræðisherra frá Íran. Það er miklu mikilvægara en spítaladeildir úti á landi.
Nei, Það á ekki að láta skríl og skítapakk tjá sig um vanhæfni snillinganna í ríkisstjórninni beint fyrir framan Alþingishúsið og skapa þannig gjá á milli þings og þjóðar, sem var þar aldregi fyrir.
Mikið var nú aumt að sjá hvernig forsetafrúin sýndi pakkinu samúð, þar sem hún stóð með stór vot augun og starði á lýðinn kasta úrvalseggjum. Þetta fólk hlustaði alls ekkert á hana og ráð hennar til þjóðar í kreppu. Lýðurinn hefur ekki prjónað og heklað sig út úr kreppunni eins og hún. Eggjakastararnir geta sjálfir sér um kennt, og hana nú.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 06:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.7.2010 | 13:50
The Holy Mackerel
Makríllinn er tvímælalaust gjöf Guðs til Íslendinga. Þessi mynd er af Kára Stefánssyni á yngri árum, þegar hann uppgötvaði þennan danska makríl í DDR í sumarbúðum barna fatlaðra kommúnistaleiðtoga frá Norðurlöndunum. Makríllinn varð besti vinur Kára í búðunum.
Eins og trúaðir og auðtrúa menn vita, hefur það tíðkast að Guðir sendi hrjáðum þjóðum gjafir af himnum, eða úr sjó.
Eins og flestir muna úr biblíusögunum, féll manna af himnum og mettaði fjöldann. Þetta gerðist þar sem þurrt er og heitt, enda mun manna vera einhvers konar guðleg kornvara, eins og stór flasa úr gráu hári Drottins. Í löndum þar sem rignir og er kalt, fyllir guð vötnin hins vegar af fiski.
Manna kom ekki til greina á Íslandi vegna nýlegs öskufalls (sem er verk djöfulsins og greiði hans við spillingaröflin og jarðfræðingana, sérstaklega bróður Seðlabankastjórans).
Makríllinn, Scomber scombrus, er hjálp guðanna til íslensku þjóðarinnar, því þeir hafa hlustað á forsetann, AFS og fyndna þorskinn í ráðhúsinu í Reykjavík. Eitthvað þarf fólk að borða með 15.000 krónunum, sem gefnir voru ómögum Reykjavíkur meðan allir fara í sumarfrí. Svo er makríllinn líka orðinn þreyttur á því að vera talinn norskur.
Allur makríllinn í ESB og Noregur hefur nú flutt búferlum til Íslands, enda hvergi betra að vera veiddur í gjörvallri veröld.
Meira get ég ekki kreist úr þessari andlegu makríltúbu minni. Njótið bara gjafa Guðs, eins lengi og þær verða veittar.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.3.2010 | 19:06
Iceland, the greatest Smorgasbord ever
Eitt sinn var til forláta veitingastaður á Broadway í New York, þangað sem norrænir menn og aðrir streymdu til að fá eitt annálaðasta Smorgasbord (Smörgåsbord/Smørrebrødsbord) sem sögur fara af. Staðurinn bar auðvitað nafnið ICELAND, hafði 3 show á hverju kvöldi og tvær hljómsveitir. Ekki var ýkt þegar því var haldið fram, að þetta væri stærsti næturklúbbur á Broadway.
Þarna var svaka bar, og í miðjum salnum blakti fáni Fullveldisins Íslands, og síðar lýðveldisins, yfir öllum herlegheitunum.
Nýlega rakst ég á þessa auglýsingu í einu blaði Dana í Bandaríkjunum í síðara stríði, sem hét Nordlyset, og vildi ég vita hvernig stóð á því að veitingastaður á Broadway státaði af þessu fallega nafni. Ég er engu nær um eigendur, en ég veit að Michael Larsen, danskur maður, rak staðinn.
Nú er Iceland ekki lengur merkilegt land, og ekki þykir einu sinni ástæða að hafa almennilegan bandarískan ambassador á Íslandi. Smorgasbordið er ekki lengur það sem stjörnurnar á Broadway sóttu í, en líklegt tel ég þó að Harrison Ford myndi hafa þótt barinn á Iceland gjaldgengur. Hann er nú líka svo gamall, að hugsast gæti að hann hafi jafnvel setið þarna og borðað heilt smorgasbord.
Ef einhver man eftir þessum stað og getur deilt með okkur minningunum, eru þeir velkomnir að setja hér inn athugasemdir. Einhvern veginn hef ég þó á tilfinningunni, að ég hafi misst af þeirri kynslóð. Nú er það sushi og eitthvað enn fínna sem fær fólk til að dansa.
Fróðir menn telja að orðið smorgasm hafi orðið til þarna á 680 Broadway. Nú heitir þessi staður ROSELAND. Væri það ekki ágætt nafn í stað Íslands eftir allsherjargjaldþrot?
Matur og drykkur | Breytt 1.4.2010 kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2009 | 23:27
Sheep holocaust in Iceland
Allt sem er frjálst á nú að drepa. Allt sem er villt er hættulegt. Við göngum brátt í ESB, þar sem öll villimennska er bönnuð, sér í lagi afíslenskar villiskjátur með langa leggi. Sumir Bretar fá vota drauma ef þeir sjá villt og langleggjað fé.
Villiskjátur bíta skv. grein 568 d í lagabálki sambandsins um búfé. Við fáum einfaldlega ekki lán frá AGS ef við skjótum ekki þessar rollur, svo einfalt er það. Við verðum fyrir alla muni að fá sömu velmegun og við höfðum á tímum víkinganna. ÞESS VEGNA VERÐUR AÐ ÚTRÝMA VILLISAUÐUM. Kannski, og ég segi bara kannski, eru líkur á því að Norðurlandaþjóðirnar veiti okkur lán, en ekki fyrr en allar langleggjaðar rollur og toginleitir hrútar hafa lagt upp laupana. Við getum ekki verið þekkt fyrir að sauðir gangi frjálsir og lærin séu lengri en ESB leyfir. Sauðfé getur ómögulega haft betri lífsgæði en Íslendingar.
Íslendingar eru siðmenntuð þjóð í landi með ómælanleg hlutverk á meðal þjóðanna. Þar þýðir ekkert að vera útilegukind, þegar allir sauðirnir hafa verið rúnir til blóðs og forystusauðirnir bera enga ábyrgð og eru sauðheimskir.
Ef eitthvað er hættulegra en villisauður, er það vitanlega Villigeit, svona skeggjuð og háfætt þar sem hún stendur á steini og hlær af öllum hinum.
AMEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEN
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.10.2009 | 09:10
Pönnukökumeistarinn málar Ólaf Ragnar
Maður er nefndur Dan Lacey. Hann er hámenntaður listmálari, en kannski er lystmálari réttnefni á iðju þessa manns.
Hann málar portrett og þá gerist oft það furðulega, að hann fær gífurlega löngun í pönnukökur. Þess vegna kemur hann fyrir pönnukökum á höfði þeirra sem hann málar.
Á síðasta ári ætlaði hann að mála mynd af Geir Haarde, en einhver vondur maður hefur gefið honum mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni í misgripum. Ekki varð Dan Lacey bráðhungraður í pönnukökur þegar hann málaði myndina af Ólafi Geir Haarde Ragnari Grímssyni. Kalt vatn rann milli skinns og hörunds og hann setti því frosna pönnuköku og freðna smjörklípu á hausinn á Ólafi Haarde Geir Grímssyni.
Í fyrra greindi Morgunblaðið frá því að þessi maður hefði hefði afrekað að mála mynd af "Olaf Ragnar Grimmson", en sú mynd var nú mest lík samsuðu af Geir Haarde og Ástþór Magnússyni "heitnum", sem nú kallar sig Thor. En er Geir ekki venjulega með eitthvað freðið á höfðinu? Myndin af Geir er því meira realístisk en myndin af Ólafi, þar sem Ólafur er alla jafnan með Dorrit yfir höfðinu.
Ég legg til að Listasafn Íslands kaupi myndina af Ólafi Ragnari með freðnu pönnukökuna, þó svo að myndin sé frekar lélegur samhristingur af Boga Ágústsyni, Ólafi Ragnari og Þorvaldi Gylfasyni. Með þessu væri hægt að spara. Það er engin ástæða er til þess að mála Boga eða Þorvald.
Horfið á þessa frábæru heimildamynd um pönnsumeistarann Dan Lacey:
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 08:54
Kúlusaga Grjónapungs
Maður hét Sigurjón og bjó á Kúlu. Lagðist hann ungur í víking á Loftsölum og safnaði digrum sjóðum. Hann var örlátur á fé og léði sjálfum sér silfur á pung. Fór miklum sögum af snilld hans með brotasilfur. Hann hlóð fljótt á sig holdum og mátti eigi greina hvort á höfði hans yxi hár eður lýsi.
Eitt sinn gengur Sigurjón Kúla til völvu sem færði honum spádóm, sem hann sagði fram á þingi jöfra. Ráð völvunnar reyndust röng og mátti Sigurjón hrökklast af jörð sinni með búaliði. Áður en svo illa fór, hafði Kúla plægt sér digra sjóði í lautu og þúfur, sem hann ætlaði sér til viðurværis þegar harðnaði á dalnum. Ekki hugnaðist öllum þeir búnaðarhættir.
Jóla, lögfróð norsk grýla úr Frankaríki, var beðin um að leita uppi sjóðu og siðavömm Kúlubónda og annarra víkinga. Lítill dugur var í Jólusveinum enda allir van- eða óhæfir og óhemju latir samkvæmt Jólu. Lögmaður Sigurjóns á Kúlu, Sigurður Ruglubréf sem ráðlagði Kúlubónda um fjárþúfur, fór mikinn gegn Jólu gömlu og vildi gera hana landræka.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2009 | 15:43
Pepsi finnst á Ströndum
Ég er mikill áhugamaður um gosdrykki og skrifaði einu sinni pistil hér á blogginu mínu um hinn góða drykk Sinalco. Margir deildu nostalgíunni með mér. Minningarnar gusu upp, hressandi, bætandi og kætandi. Ekki var laust við að Sinalcodrykkjumenn hefðu bæði hraustlegra útlit og væru betur tenntir en þeir sem eru forfallnir kókistar.
Hér sjáið þið mynd af Pepsiflösku frá stríðsárunum, sem framleidd var af Sanitas. Nánar tiltekið er flaskan frá 1943, því 1944 var farið að nota amerískar flöskur. Líklega er flaskan úr Ingólfsfirði á Ströndum ein elsta Pepsiflaska sem til er á Íslandi. Ég tel að flaskan, sem ég fann í Ingólfsfirði á Ströndum, sé þjóðardýrgripur.
Dropinn af Pepsi var dýr árið 1943. Í Nóvember 1943 tilkynnti verðlagsstjórinn að hámarksverð á flösku af Pepsi-Cola bæri að vera í hæsta lagi 1 króna. Þá var krónan á svipuðu róli og danska krónan. Ein dönsk króna árið 1943 er sama og 19,51 kr. í dag , það er að segja 456 íslenskar á núgengi (19.5.2009).
Nútímaauglýsingin kom til landsins með Pepsi-Cola. Menn höfðu aldrei séð neitt slíkt áður: Þjóðviljinn greinir frá þessu 28. júní 1944.
Pepsi-Cola
Bæjarbúar hafa veitt eftirtekt nýstárlegu fyrirbrigði á Lækjartorgi. Í klukkuturninn er komin heljarstór mynd af flösku, svo stór að sæmilega sjónskýr maður sér hana allvel alla leið ofan af Arnarhóli. Þetta er auglýsing fyrir Pepsi-Cola, sem er fyrirmyndar svaladrykkur amerískur, ekki ósvipaður Coca-Cola.... En ekki verður sagt að þessi stóra auglýsing sé nein bæjarprýði og frekar óþjóðleg, þótt hún væri fest upp á hátíð lýðveldisins.
Ó. Þ.
Þess má geta að ekki var einn einasti dropi í Pepsi í flöskunni þegar ég fann hana fyrir réttum 20 árum. Það gerði nú ekki mikið til, því ég hef aldrei verið neinn áhugamaður um Pepsi, þetta ropvatn sem varð til í Norður-Karólínu árið 1898
Samkvæmt tímatalsfræði Pepsi vörumerkisins, varð Pepsi merkið á flöskunni frá Ingólfsfirði til árið 1906. Haldið er fram að merkið hafi breyst árið 1940. En auglýsingar í Bandaríkjunum frá 5. áratugnum bera nákvæmlega sama merkið og var á fyrstu flöskunum á Íslandi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 1352813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007