Leita í fréttum mbl.is

Pepsi finnst á Ströndum

Sykurdrykkurinn PEPSI COLA

Ég er mikill áhugamađur um gosdrykki og skrifađi einu sinni pistil hér á blogginu mínu um hinn góđa drykk Sinalco. Margir deildu nostalgíunni međ mér. Minningarnar gusu upp, hressandi, bćtandi og kćtandi. Ekki var laust viđ ađ Sinalcodrykkjumenn hefđu bćđi hraustlegra útlit og vćru betur tenntir en ţeir sem eru forfallnir kókistar.

Hér sjáiđ ţiđ mynd af Pepsiflösku frá stríđsárunum, sem framleidd var af Sanitas. Nánar tiltekiđ er flaskan frá 1943, ţví 1944 var fariđ ađ nota amerískar flöskur. Líklega er flaskan úr Ingólfsfirđi á Ströndum ein elsta Pepsiflaska sem til er á Íslandi. Ég tel ađ flaskan, sem ég fann í Ingólfsfirđi á Ströndum, sé ţjóđardýrgripur. 

Dropinn af Pepsi var dýr áriđ 1943. Í Nóvember 1943 tilkynnti verđlagsstjórinn ađ hámarksverđ á flösku af Pepsi-Cola bćri ađ vera í hćsta lagi 1 króna.  Ţá var krónan á svipuđu róli og danska krónan.  Ein dönsk króna áriđ 1943 er sama og 19,51 kr. í dag , ţađ er ađ segja 456 íslenskar á núgengi (19.5.2009).

Nútímaauglýsingin kom til landsins međ Pepsi-Cola. Menn höfđu aldrei séđ neitt slíkt áđur: Ţjóđviljinn greinir frá ţessu 28. júní 1944. 

Pepsi-Cola
Bćjarbúar hafa veitt eftirtekt nýstárlegu fyrirbrigđi á Lćkjartorgi. Í klukkuturninn er komin heljarstór mynd af flösku, svo stór ađ sćmilega sjónskýr mađur sér hana allvel alla leiđ ofan af Arnarhóli. Ţetta er auglýsing fyrir Pepsi-Cola, sem er fyrirmyndar svaladrykkur amerískur, ekki ósvipađur Coca-Cola.... En ekki verđur sagt ađ ţessi stóra auglýsing sé nein bćjarprýđi — og frekar óţjóđleg, ţótt hún vćri fest upp á hátíđ lýđveldisins.
Ó. Ţ.

Ţess má geta ađ ekki var einn einasti dropi í Pepsi í flöskunni ţegar ég fann hana fyrir réttum 20 árum. Ţađ gerđi nú ekki mikiđ til, ţví ég hef aldrei veriđ neinn áhugamađur um Pepsi, ţetta ropvatn sem varđ til í Norđur-Karólínu áriđ 1898 

Samkvćmt tímatalsfrćđi Pepsi vörumerkisins, varđ Pepsi merkiđ á flöskunni frá Ingólfsfirđi til áriđ 1906. Haldiđ er fram ađ merkiđ hafi breyst áriđ 1940. En auglýsingar í Bandaríkjunum frá 5. áratugnum bera nákvćmlega sama merkiđ og var á fyrstu flöskunum á Íslandi.  

Pepsi chronology
Pepsi 1956
Ef einhver hefur fundiđ tappann af flöskunni frá Ingólfsfirđi á Ströndum, mega ţeir hafa samband. Myndin af léttklćddu konunum er víst ekki frá síldarplaninu á Ingólfsfirđi.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúl!

Lissy (IP-tala skráđ) 19.5.2009 kl. 17:08

2 identicon

Ég ţakka ţennan Pepsí-fróđleik. Ţađ er alltaf gaman ađ lesa um gos. Vilji fólk eitthvađ svipađ bendi ég á ađ á neytendahorninu á Vísi er komin heljarhali um Mix og fleiri drykki:

http://blogg.visir.is/drgunni/?p=403

Einnig bendi ég á gosdrykkjasíđu undirritađs:

http://www.this.is/drgunni/gos.html

dr.gunni (IP-tala skráđ) 19.5.2009 kl. 20:11

3 identicon

Flottur gripur ! Ég er líka  rosalega veik fyrir gömlum gosflöskum ..ţessi er algjört gull !

Magga H (IP-tala skráđ) 20.5.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Guđjón Ólafsson

Sćll

Hver leyfđi ţer ađ hirđa dót úr Verksmiđjunni á Eyri viđ Ingólfsfjörđ ??????????

ég er ţađan og öll mannvirki ţar eru í eigu minnar fjölskyldu  nú skalt ţú senda ţessa dýrmćtu flösku aftur í réttra eiganda .

Kv

Guđjón Ólafsson

Guđjón Ólafsson, 20.5.2009 kl. 08:03

5 Smámynd: ŢJÓĐARSÁLIN

Mađur kann varla viđ ađ leita á Eyri viđ Ingólfsfjörđ. Ţađ er búiđ ađ merkja svo vandlega ađ ákveđnir hlutir séu í einkaeigu og ekki ćtlast til ađ óviđkomandi séu ţar.

ŢJÓĐARSÁLIN, 20.5.2009 kl. 09:31

6 identicon

takk f skemmtilega fćrslu. Athugasemd ţín um Sinalco vakti upp hjá mér skemmtilega minningu. Fyrir nokkrum árum var ég á ferđ um suđurhluta Serbíu og Montenegro. Viđ áđum viđ bensínstöđ í einhverju smáţorpi og vildum kaupa okkur svaladrykk og viti menn.... Blasti ekki viđ okkur Sinalco í gömlu Sinalco flöskunum. Hafđi ekki séđ ţetta síđan á Íslandi fyrir aldarfjórđung eđa svo. Keyptum ađ sjálfsögđu flösku og drukkum. Bragđiđ alveg einsog forđum heima. Nostalgían steyptist yfir mann. Kom í ljós ađ ţarna er Sinalco ennţá framleitt. En nokkuđ langt ađ sćkja fyrir áhugamenn. kveđja. Kristján Sverrisson, Danmörku.

Kristjan Sverrisson (IP-tala skráđ) 20.5.2009 kl. 09:51

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar. Dr. Gunni og Dr. Villi eru greinilega međ lík áhugamál.

Kollega minn Margrét H fann gull um daginn - Ekta gull á Ţingvöllum. Viđ óskum henni öll til hamingju međ ţađ! Ţetta er nú bara flaska sem ég rakst á.

Guđjón Ólafsson, hvar lestu ađ ég hafi tekiđ flöskuna á Eyri? Ţađ vćri nćr ađ taka dálítiđ til í verksmiđjunni sem er í svakalegri niđurníđslu. Kannski hefur veriđ Pepsi verksmiđja en ekki síldarćvintýri á Eyri? Kannski er ţar fullt af ţjóđardýrgripum.

Ţjóđarsálin má vita, ađ ekki sá ég nein skilti um einkaeign og bann viđ veru minni ţar fyrir 20 árum.

Kristján, ég hef heyrt um Sinalco á Balkan og í Túnis!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.5.2009 kl. 13:20

8 identicon

Keypti síđast Sinalco í Sviss 2005......og er hann enn í framleiđslu ţar...... Já ég veit, Svisslendingar eru svaka gammeldags.......ţeir framleiđa meiri ađ segja einhverskonar mysugos í glerflöskum......sem er reyndar mjög vinsćll drykkur í suđur Sviss.

Ragnheiđur Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráđ) 20.5.2009 kl. 15:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband