Leita í fréttum mbl.is

Jólakók - be blessed and be happy

coca-cola_ad_american_soldier_in_iceland_1943 

Hver kannast ekki viđ akfeita jólasveininn, sem drekkur kók í einum teyg? Hver man ekki eftir kókbílnum sem keyrđi um sveitir og varđ stćrri og stćrri sem árin liđu? Hver hefur ekki séđ kóklestina, ţetta unađslega samgöngutćki sem svalar ţorsta mannkyns og tendrar jólaljósin hvert sem hún fer, nema kannski í Darfúr?

Hver man ekki eftir fallega fólkinu, af öllum mögulegum og ómögulegum kynţáttum, sem söng á hćđ (í Kaliforníu) á Ítalíu? Og allir sungu međ: "I'd like to teach the world to sing". Milljón ropum síđar og međ sćtar minningar um rotnandi tennur og kókvömb, er fróđlegt ađ minnast ţess ađ kókiđ hefur leikiđ mikilvćgt hlutverk í utanríkisstefnu (sem sumir kalla heimsveldisstefnu) Bandaríkjamanna. Rússar áttu ekki drykk eins og Coca Cola, og ţví fór sem fór.

Kókiđ kom til Íslands áriđ 1942, um svipađ leiti og Kaninn tók viđ af Bretum í hernáminu. Vildi Bandaríkjastjórn sýna sjálfri sér og heiminum, hve annt Íslendingum var um hersetuna, m.a. hvernig dátarnir svöluđu ţorsta Íslendinga međ kóki, ţar sem ţeir keyrđu um sveitir í jeppum og deildu út kóki á fólk í bćjum og til sveita. Allir teyguđu brátt kókiđ til sjós og lands.

Ćtli ţessi ţjóđardrykkur Íslendinga sé ekki meira drukkinn af Íslendingum en blávatniđ?

Međ ţessari kókminningu óska ég lesendum mínum gleđilegra jóla, og vona ađ Grýla, Leppalúđi og Jólakötturinn fari ekki illa međ ykkur. Ég er viss um ađ nokkrar ţúsundir lítra af heimsveldisgosinu muni renna niđur međ steikinni ykkar um jólin og valda ţembu og sýruátu á tönnum og í maga. Veriđ samt blessuđ og sćl. 

Hér er gömul Pepsi-saga og Sinalco-saga

coke-iceland-1943
from Idaho to Iceland

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hćđin sem unga fólkiđ söng á var ekki í Kaliforníu, heldur fyrir utan Rómarborg á Ítalíu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráđ) 20.12.2010 kl. 21:33

2 identicon

Gleymdi einu ... virkilega gaman ađ sjá ţessar auglýsingar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráđ) 20.12.2010 kl. 21:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţú varst kannski međ í kórnum H.T.? Ég gerđi bara ráđ fyrir ţví ađ ţetta vćri í US of A, ţar sem fólkiđ var svo kanalegt, en ég sé ađ ţú hefur rétt fyrir ţér. Kókiđ og jólatréđ grönduđu Rómarríki.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.12.2010 kl. 21:51

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Held ég haldi mig bara viđ Malt og Appelsín. en kveđjan er góđ eins og oft áđur. Gleđileg jól.

Ragnhildur Kolka, 20.12.2010 kl. 22:26

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ragnhildur, Gleđileg Jól og farsćlt 2011, ţakka fyrir mörg hnyttin svör áriđ 2010 og biđst ég afsökunar á seinaganginum í svörum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.12.2010 kl. 12:01

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fleiri skemmtilegar kókauglýsingar hér:

http://www.adbranch.com/timeframe/1930_1950/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.12.2010 kl. 12:53

7 Smámynd: Faktor

Bestu óskir um gleđilega jólahátíđ, Vilhjálmur og bestu kveđjur úr Hćstakaupstađnum, ţar sem Leonhard Tang gerđi m.a. tilraunir til ađ framleiđa gosdrykki á Ísafirđi :)

http://www.bb.is/Pages/106?NewsID=7223

http://safn.isafjordur.is/vidhengi/byggda/Safnvisir.pdf

Faktor, 22.12.2010 kl. 10:53

8 Smámynd: Óskar Sigurđsson

Gleđilega hátíđ Villi. Er Grýla Jóhanna Sig. Steingrímur Leppalúđi og AGS jólakötturinn?

Óskar Sigurđsson, 22.12.2010 kl. 12:03

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég held nú ekki hátíđina heilaga, en reyni ađ slappa af, Óskar. Grýlu, Leppalúđa og Jólaköttinn hefur ég heyrt Árna Björnsson tala um í kaffinu á Ţjóđminjasafninu í gamla daga, en hitt fólkiđ get ég ađeins sagt eitt um: "Hef aldrei heyrt um ţau getiđ".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.12.2010 kl. 18:31

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gleđilega hátíđ Áslaug. Ég verđ ađ gera eitthvađ viđ Benedictsen áriđ 2011. Hef ţví miđur ekki komist vestur nýlega, ţar sem ferđamönnum eins og mér er alltaf beint ađ Gullfossi og Geysi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.12.2010 kl. 18:34

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleđileg Jól Villi minn og ţakka ţér allt gaman og alvöru á liđinni tíđ.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.12.2010 kl. 06:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband