Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Sofið á verðinum

Untitled8
 

Fréttir herma, að Bandaríkjamenn og sendifulltrúar margra vestrænna ríkja hafi gengið af fundi, er vitleysingurinn Ahmadinejad byrjaði að láta illa í pontu hjá SÞ í gær.  

Spurningin er, hvort Ísland telst til þeirra vestrænu ríkja sem hunsuðu Ahmadinejad, eða hvort Össur og kompaní hans hafi sofnað undir seiðandi hörpuleik hatursmeistarans frá Íran? Í fyrra sátu íslenskir fulltrúar sem fastast er Ahmadinejad leysti af sér svartagall í Genf, og það gerðu íslensku diplómatarnir undir skipun frá ráðherra sínum. Sjá nánar hér.

Myndin af íslenska genginu gefur til kynna, að Íslendingarnir hafi heldur ekki gengið út undir ræðu morðingjans frá Teheran í gær. Þau sátu og dottuðu undir ræðu Mugabes, en voða er nú Össur þreyttur að sjá.


Heimsókn mín í fjármálaráðuneyti Hollands

Korte Voorhout

Ég var nýverið í Hollandi, nánar tiltekið den Haag. Borginni, sem er öllum til hags nema Íslendingum. Við fjölskyldan fórum þangað á Skódanum okkar stútfullum af evrum. Þetta var svona ferð sem aðeins hörðustu ESB-sinnar á Íslandi geta látið sig dreyma um í votum draumum sínum. Þetta  var lúxusferð í alla staði. Gist  var á **** hóteli og var dulítill íslendingabragur á útgerðinni. Svona ferðast flestir nágrannar mínir nú ekki, enda Danir, og sérfræðingar í ódýrustu ferðunum, sem þeir kvarta svo og röfla yfir í heilt ár á eftir.  

Eftir að við vorum komin til Puttgarten brunuðum við eftir ESB-hraðbrautum Þýskalands, sem Hitler lagði grunnin að. Við tókum ekki eftir því, að við keyrðum inn í Holland. Markmiði Hitlers var greinilega náð. Hollendingar halda greinilega að fáni þeirra sé hringur gulra stjarna á bláum fleti. Tálsýn, sem foringjar ESB, Þjóðverjar láta ýmsar þjóðir lifa í. Stjörnurnar eru öllu fallegri en hakakrossinn.

Bíllinn var geymdur í bílageymslu hótelsins, enda ekki mikið að hafa upp úr því að aka um Holland. Við notuðum lestirnar. Við "uppgreiduðum" herbergið í Executive Suite, enda karlinn sem þetta skrifar nýorðinn 50 ára og þarf ótakmarkaðan lúxus það sem eftir er. Hið ljúfa líf í 9 daga. Sól- og sjávarböð voru stunduð í Scheveningen, meðan veður leyfði. Daglegar verslunarferðir og við átum auðvitað frábæran mat í öll mál. Allt fyrir safaríkar og nýprentaðar evrur. Það var ódýrara að borða úti í Hollandi en að kaupa í matinn í Danmörku. Vaskurinn er eðlilegur í Hollandi. 

Þar sem ég nota sjaldan evrur dags daglega, þurfti alltað að segja öllum að ég væri ekki frá Evrozone, þegar ég var að telja smámyntina í liðið. Þá var spurt, hvaðan við kæmum? Danmörku svaraði ég um leið og ég reyndi að yfirgnæfa soninn sem gjabbaði: „and Iceland - He is from Iceland, he is Icelandic". Sonur minn er óþægilega greindur miðað við aldur. Ef uppgötvaðist að ég væri "Icelandic", var ég var hræddur um að þá yrði hreytt einhverju í mig um Icesave og mér kastað í nærliggjandi síki.

Þegar ég var barn, hitti ég fólk í Hollandi, sem var fullvisst um að Ísland lægi norður af Finnlandi. Nú vita Hollendingar hvað Ísland er. Það er ógreidd skuld norður af Englandi, þökk sé ICESAVE glæpamönnunum. Er annars búið að handtaka þá?

Einn morguninn fór ég smá könnunarferð með strákinn minn, meðan frúin og dóttirin Lea fóru að kaupa föt og skó til að fylla Skódann. Allt var ódýrt, því sumarútsölur voru í fullum gangi. Það er líka kreppa í Hollandi. Ég fór á nokkra staði, sem ég sá síðast með föður mínu á yngri árum, en hann bjó í den Haag frá 1938-1943 og svo aftur eftir 1945, eða þangað til hann fluttist til Íslands í byrjun 6. áratugarins.

Ég og Rúben, sonur minn, komum við í Fjármálaráðuneyti Hollendinga á Koorte Voorhout í den Haag, eftir að hafa skoða samkunduhúsið við Prinsessegracht, handan við hornið. Ég fór aðeins inn í afgreiðsluna, og spurði kurteislega, hvort til væri eitthvað aflestrar um Icecave. Vörðurinn hváði. "Ijsscheif", sagði hann og virtist aldrei hafa heyrt um þann fjanda. Hann var hinn vinalegasti og hringdi í tvö símanúmer til að hjálpa mér. Fyrst svaraði einhver, sem var alveg eins óvitaður um þessa stóru skuld Íslendinga og vörðurinn, en benti á ritara, sem upplýsti að þeir sem um Icesave vissu og gætu gefið upplýsingar væru allir í sumarleyfi, en mér var bent á að leita á netinu. Ég sagði þá að það hefði ég gert, en vildi bara fá prentaða skýrslur ef þær væru til. Þeir tóku nafn mitt og fæ ég örugglega einhverja pappíra þegar tímar líða með diplómatapósti, eða þegar vinir Össurar og Svavars heitins diplómats koma úr sumarleyfi. Ég spurði þó ekki hvort þeir þekktu Össur. Taldi ég víst að svo væri. Allir þekkja Össur í ESB.  Ég þakkaði svo fyrir mig og hélt út í sumarblíðuna.

Það var undarleg tilfinning að koma á stað, þar sem krafist var borgunar strax af öllum Íslendingum í evrum. Hollendingar voru nú ekki að flýta sér sjálfir að greiða þá peninga sem þeir rændu af gyðingum landsins, sem lentu í fangabúðum eða misstu líf sitt í útrýmingarbúðum. Það var sama ráðuneytið, sem sá um þá skuld, sem nú krefst þess að Íslendingar greiði fyrir glæpamenn sem leyft var að valsa með skítuga skóna í Hollandi.

 

Ruben Irene Lea Bujtenhof
Frú Irene, börnin og húsið, (bakvið), sem afi minn vann í fram til 1941.
Sandlistaverkin á torginu fyrir framan þinghúsið Binnenhof i den Haag voru frábær, en þau voru gerð eftir frægum listaverkum, hollenskum.

Evrusleikir "vinnur" í sumarleyfinu

össurar í sumarleyfi

þegar allir álfarnir í ESB eru í sumarfríi. Síðasti  íslenski jólasveinninn, Evrusleikir, sleikir hér sólina í bakgarðinum við biðstofuna í Brussell með embættismönnum sínum. Grýla og Leppalúði reyna á meðan að halda völdum á Magma-energy töflum. Þau hafa mikla trú á Evrusleiki og eru, þrátt fyrir lasleika, jafnvel til í að éta þau börn sem draga hæfileika Evrusleikis í efa.

Þessi sólarferð Evrusleikis mun eftir að verða fræg í Íslandssögunni, fyrst og fremst af endemum. Enn er ekki ljóst hvað Evrusleikir hefur haft með sér í pinklinum til að færa ættmennum sínum.  En það má víst vera, að það eru ekki smámunir, ef dæma skal út frá því hver glaðlega þeir veifuðu til frænda síns á flugvellinum, þegar hann lenti í forarpytti ESB fyrr í dag. Eitt er víst að það er ekki ókeypis fyrir álf út úr hól frá Íslandi að komast í garden party hjá ESB-álfunum. Íslenskir álfar þykja nefnilega afar púkó og eiga ekki einu sinni bláa klossa.

nazi-gnomes
Afsakið, þetta eru svartálfar Samtaka Iðnaðarsveina, sem eru einu hagsmunasamtökin sem sjá skjótan gróða í ESB-aðild, enda vanir skít og sora.

The Holy Mackerel

Kári og Makríllinn

Makríllinn er tvímælalaust gjöf Guðs til Íslendinga. Þessi mynd er af Kára Stefánssyni á yngri árum, þegar hann uppgötvaði þennan danska makríl í DDR í sumarbúðum barna fatlaðra kommúnistaleiðtoga frá Norðurlöndunum. Makríllinn varð besti vinur Kára í búðunum.

Eins og trúaðir og auðtrúa menn vita, hefur það tíðkast að Guðir sendi hrjáðum þjóðum gjafir af himnum, eða úr sjó.

Eins og flestir muna úr biblíusögunum, féll manna af himnum og mettaði fjöldann.  Þetta gerðist þar sem þurrt er og heitt, enda mun manna vera einhvers konar guðleg kornvara, eins og stór flasa úr gráu hári Drottins. Í löndum þar sem rignir og er kalt, fyllir guð vötnin hins vegar af fiski.  

Manna kom ekki til greina á Íslandi vegna nýlegs öskufalls (sem er verk djöfulsins og greiði hans við spillingaröflin og jarðfræðingana, sérstaklega bróður Seðlabankastjórans).

Makríllinn, Scomber scombrus, er hjálp guðanna til íslensku þjóðarinnar, því  þeir hafa hlustað á forsetann, AFS og fyndna þorskinn í ráðhúsinu í Reykjavík. Eitthvað þarf fólk að borða með 15.000 krónunum, sem gefnir voru ómögum Reykjavíkur meðan allir fara í sumarfrí. Svo er makríllinn líka orðinn þreyttur á því að vera  talinn norskur.

Allur makríllinn í ESB og Noregur hefur nú flutt búferlum til Íslands, enda hvergi betra að vera veiddur í gjörvallri veröld.

Meira get ég ekki kreist úr þessari andlegu makríltúbu minni. Njótið bara gjafa Guðs, eins lengi og þær verða veittar.

3381703853_98aac77d19

Samhengi hlutanna

Jewstesia 

Vondu Zíonistunum í Ísrael varð það á að drepa svokallaða "aðgerðasinna" á ferjum friðarins, sem sendar voru frá hinu friðelskandi ríki Ataturks til að veita íbúum og hryðjuverkasamtökunum á Gaza aðstoð í baráttunni við eina lýðræðisríkið við botn Miðjarðarhafs. Tilgangur ferðarinnar var, að sögn öfgafyllstu farþeganna, einnig að gerast píslarvættir. Hvar er betra að verða það en undan ströndum Ísraels, ríkis, sem bræður í öfgunum vilja afmá af landakortinu? Vestrænir gyðingahatarar (les vinstri menn), sem flestir eiga glæsta fortíð í taumlausri aðdáun á stjórnmálastefnu, sem á flest mannslíf á samviskunni á síðari tímum, fylgdu með til að þjónusta og bera vitni.  

Vegna blindu, og mestmegnis siðblindu, fjölmiðla og ofsa sjálfskipaðra vaktmanna friðar og frelsis, heyrðum við nær eingöngu fréttir um þessi tyrknesku skip og þá 10 "aðgerðasinna", sem Ísraelsher felldi m.a. vegna þess að hermenn Ísrael máttu fótum sínum fjör að launa.  

Í íslenskum fjölmiðlum heyrðum við eða lásum ekki neitt, eða afar takmarkað um þá 2254 einstaklinga, sem urðu fórnarlömb Öfgaíslams í maímánuði 2010. Lítið fór fyrir fréttum af þeim 1768 sem misstu lífið í apríl, þeim 2536 sem misstu lífið í mars, þeim 1556 manna sem drepnar voru í febrúar eða af þeim 2166 sem drepnar voru í janúar, í allt 10.280 manns, sem Öfgaíslam felldi í bræði sinni og ofsa á fyrri hluta árs 2010.  Geri aðrir  betur. Ekki fór mikið fyrir friði í heimi öfgaíslams, og hví ætti maður að trúa því, að mikill friður hafi verið um borð á "friðarfleyinu" Marmaris.

Útgerðarmaðurinn Erdogan á Tyrklandi, sem gerir út á friðarveiðar án kvóta er mikill maður. Nokkrum dögum áður en Ísraelsríki var bölvað og ragnað og nær útlægt gert úr heimi hér fyrir að verja strendur sínar, fangelsuðu Tyrkir (Friðarpostulinn Erdogan og Co.) 340 kúrdísk börn fyrir að taka þátt í "and-tyrkneskum" mótmælahöldum. Börnin voru dæmd í 5 ára fangelsi eftir þeim lögum sem gilda á Tyrklandi um and-tyrknesk athæfi. Í maí 2010 voru 73 drepnir í átökum milli tyrkneska hersins og kúrdískra andspyrnumanna og aðgerðarsinna. Síðan 1985 hafa 40-50.000 Kúrda verið myrtar af tyrkneskum herjum í baráttu sinni fyrir frjálst Kúrdistan. Írakar, Sýrlendingar og Tyrkir hafa framið skipulögð fjöldamorð á Kúrdum. Erdógan, sem vill yfirlýst gera Tyrkland að stórveldi í Miðausturlöndum, sendir friðarskip til Ísrael á meðan hann níðist á börnum. ESB horfir á hann í biðstofu sambandsins, jafnvel með meiri forundran en á Össur stórborgara Skarphéðinsson.

Í maí 2010 voru 432 manns myrt í Darfur. Þann 7. júní bárust fréttir af því að 600 manns hefðu verið drepin í Súdan, þótt aðeins hefði verið hægt að staðfesta 491 þessara drápa. En engin staðfesting barst til Íslands. Ekki var greint frá þessum drápum öfga-og útþensluíslams í vinaútvarpi Hamas, RÚV.

Gleymum heldur ekki öllum drápunum sem öfgaíslamskir hryðjuverkamenn stunda í Afganistan og í Írak. Íslendingar heyra um sum þeirra, en láta það eins og vind um eyrun þjóta. Sumir gerast svo djarfir að heimta heri Vesturlandaþjóða heim og afsökun frá Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddsyni.

Ekki fá Íslendingar mikið að vita um baráttu aðgerðasinna og frelsisafla í Íran, sem barin eru niður með hrammi öfgaíslams og frelsishetjurnar eru hengdar á torgum úti án þess að Bogi Ágústsson gráni við tilhugsunina um það.

28 . maí 2010  voru meira en 100 meðlimir Achmedi-greinar Íslams í Pakistan drepnir. Það heyrðist varla um þessi dráp fyrir látunum gegn Ísrael. Gyðingar eru líka minnihlutahópur í hafi öfgafyllstu trúarbragða jarðarinnar um þessar mundir. Sama dag í maí slátruðu maóistar (eru þeir enn til??) meira en 100 manns í lest á Indlandi. Ég man ekki eftir því að hafa lesið um það í íslenskum fréttum eða heyrt. Er sía á internetinu á íslenskum fjölmiðlum, sem gerir það að verkum að Ísrael er eina ríkið sem menn nenna að þjösnast á, eða eru alls staða svona lítilsigldir sumarstrákar eins og á RÚV.

Þann 7. júní 2010 greindu mannréttindasamtök í Jemen frá því að 55 manns, og þar af mest óbreyttir borgarar, hefðu verið myrtir af Bandarískum herafla þar í landi.

Í maímánuði árið 2010 voru minnst 764 manns drepin í Pakistan, bæði hermenn, óbreyttir borgarar og hryðjuverkamenn. Þar ríkir líka vargöld. Veldur það vilhöllum fjölmiðlun og riddurum réttlætis og rétttrúnaðar á Vesturlöndum áhyggjum á sama hátt og "krabbameinið" eins og sumir íslenskir bloggarar kalla Ísrael? Nei, ekki aldeilis, þeir sofa bara ágætlega í sjálfumgleði sinni yfir því að vera síðustu daga heilagir.

Er þörf fyrir frekari tölfræði? Er ekki ljóst, að einhverjir hafa misst allt í senn; sjónina, heyrnina og eiginleikan til rökhugsunar, já jafnvel vitið? Eru menn í samhengi, þegar þeir fara hamförum út af 10 drápum á mönnum sem höfðu afar ógöfugar ástæður til að hjálpa bræðrum á Gaza, meðan 2254 manna voru drepnar, og það aðeins í maí vegna þeirrar öfgatrúar sem fær fljótandi friðarsinna til að eltast við píslavættisdauða?

Eru menn ekki staurblindir, þegar þeir telja það eðlilegt, að friðarfloti sé sendur frá landi þar sem börn eru dæmd í fimm ára fangelsi vegna þess að þau tilheyra minnihlutahóp sem vill sjálfstæði?

Þessi grein var unnin upp úr grein í The Mideast Forum eftir dr. Yohai Sela, og er tileinkuð fréttamönnum RÚV, sem eru einstaklega illa upplýstir, eða bara sjúklega fordómafullir.

Að lokum: Söngur salamistanna!, því öll þráum við friðinn - aðferðirnar til að hlotnast hann eru bara mismunandi...


Kjöt í Norður-Kóreu !

Frá sérlegum fréttaritara bloggsins í Pjong Jang:

Í Norður-Kóreu fór ekki mikið fyrir fréttum af 7-0 ósigri landsliðs Norður-Kóreu á HM í Suður-Afríku. Starfsmönnum Fréttastofu Ríkisútvarps Norður-Kóreu, (RÚNK), var skyndilega tilkynnt að sumarleyfum yrði flýtt í ár. Þetta er í fyrsta sinn að starfsmenn útvarpsins fá þriggja daga sumarfrí.

Í staðinn var sýndur nýlegur spjallþáttur með leiðtoga þjóðarinnar Kim Young Il.

Góðar fréttir berast einnig frá tveimur vinnubúðum, K-21 og M-47, í norðurhluta Norður-Kóreu. Þar eiga menn von á fleiri kjötréttum á næstunni. 700 kg. af kjöti verða bráðlega send til búðanna.


Holy Joly bjargar Gaza á launum frá Íslandi

Eva Joly, aðal-prívatvinkona Egils Helgasonar (þau nota líka sama hárlitunarefnið), ætlar ekki bara að redda okkur Íslendingum í því að dæma þá sem settu Ísland á hausinn.  Hún er líka á gríðarlaunum á Íslandi, þegar hún ferðast sem ESB-fulltrúi og fer í skemmtiheimsókn til hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gaza. Hamas setti á svið smá show fyrir Joly og ferðafélaga hennar og hún þakkaði fyrir sig með því að skrifa í Morgenbladet. Sjá einnig hér

Við höfum enn ekki heyrt um eins afgerandi lausnir í þágu Íslendinga og Joly vill fá á Gaza. Joly talar mikið um að draga alla fyrir rétt og hegna öllum, en ekki að læra af mistökunum, svo þau endurtaki sig ekki. Joly vill láta aflétta hafnbanni á Gaza og draga þá sem stöðvuðu tyrkneska skipið Mavi Marmaris fyrir rétt í Noregi.  Hvað þá með að setja íslenska glæpamenn fyrir Gulaþingsdóm?

Hefur Joly nokkuð heyrt, að skipverjar um borð á þessu heimsfræga „friðarskipi" sögðu Ísraelsmönnum að „fara aftur til Auschwitz", eða hvernig þeir sungu um dráplöngun sína á gyðingum? Mig grunar að svo sé ekki, enda held ég að Joly sjái ekki allt, og heldur ekki á Íslandi.

Joly er hins vegar örugglega eftir að sjá, að ef hafnbanni verði aflétt á Gaza, munu skipsfarmar eins sá sem tekinn var af Ísraelsmönnum árið 2002, og sem sýndur er í myndbandinu hér að ofan, verða ástæða til enn meiri átaka við botn Miðjarðarhafs. Eina leiðin til að íbúar Gaza fái það sem þá vantar, er að Hamas-samtökin aflétti því heljartaki sem það hefur á íbúum Gaza.

Joly vill gyðinga fyrir dómsstóla í Noregi. Síðast sendu frændur okkar Norðmenn gyðinga til Auschwitz, á "one way"-miða. Það var búið að gera Noreg Judenrein og  hreinsa þá burtu úr Grüneløkke-hverfinu i Osló, þegar bjartasta stjarna Eyjunnar og greinilega einnig á  Gaza, hún Gro Eva Buhre Farseth, fæddist þar árið 1943.

Að lokum ein góð stuttmynd um manninn í "friðarflotanum" með sjúklegu píslavættaheilkennin. Geta Íslendingar ekki borgað fyrir lækningu þessa arma mans í Noregi? Við borgum fyrir margt asnalegra en það.


Ziggy Tukthouse

Ziggi Tugthouse

Fréttamiðlum er tíðrætt um endurreisn ræflarokksins í Lundúnum. Aðalstjarnan þar í augnablikinu er Ziggy Tukthouse, sem nú fer að ráðum Amy Winehouse og ræður sér lögfræðinginn Ian Burton, sem er sérfræðingur í að koma frægu fólki úr bráðum vanda.

Ziggy er eftirlýstur um allan heim án þess að honum hafi verið afhent kæra. Ziggy segir að það sé Hard-Core dauðarokkarar á Íslandi, sem vilji ná í líkama sinn, höfuð og hanakamb á silfurfat til að friðþægja æstan lýð.  Það er nokkuð til í því. Sigurður spýtir á þetta og berar hér mallann til að sýna yfirvaldinu á Íslandi, að það stendur sig ekki í stykkinu.

Ziggy var nýlega á bar í Chelsea i þessum klúra bol.


Allah stjórnar gosinu í Eyjafjallajökli

Góðvinir íslensku ríkisstjórnarinnar, Hamas, eru ekki í vafa um að Allah hafi haft puttana í gosinu í Eyjafjallajökli.

Mikið er ég feginn að hann taki þetta að sér. Ætli hann sé ekki líka ábyrgur fyrir efnahagshruninu? Jóhanna gæti reynt að senda reikninginn til Alla, í stað þess að senda peninga íslensku þjóðarinnar til hryðjuverkastarfsemi í Palestínu.

Hetjum er ekki alltaf treystandi

Brown Dukwitz

Í dag er sorgardagur í Danmörku og Noregi. Menn minnast innrásar Þjóðverja, enda er enn góð ástæða til þess. Ein þjóðanna er í ESB. Nú eru 70 ár síðan að svínin þrömmuðu í land hjá nágrönnum okkar. Stríðið er líka enn erfiður biti að kyngja fyrir Dani, og það virðist vera langt er í það að þeir geti horfst í augu við allar staðreyndir, t.d. að þeir fóðruðu Wehrmacht, sáu drápsvél nasista fyrir mat og græddu vel á því. Nú ríkir sú skoðun á meðal margra danskra sagnfræðinga, að samvinnupólitík Dana hafi verið blessun og snilligáfa. Þeir sem ekki fylgja þeirri söguskoðun eru úthrópaðir sem móralistar. Það á víst við fólk eins og mig, og aðra sem flett hefur óvart eða skipulega ofan af skítverkum Dana í stríðinu.

Einn nasistinn, sem Danir hafa hafið til skýjanna í samvinnu við þýsk yfirvöld, var Georg Ferdinand Duckwitz. Hann var á sínum tíma heiðraður fyrir að hafa lekið upplýsingum um fyrirætlanir Þjóðverja með danska gyðinga til stjórnvalda í Danmörku í lok september 1943.

Vasabækur Duckwitz
Vasabækur G.F. Duckwitz

Lengi var ekki hægt að fá aðgang að skjölum um Duckwitz i utanríkisráðuneytinu í Þýskalandi. Aðeins einn danskur sagnfræðingur mátti vinna með efnið. Ég gat sýnt fram á einkennileg vinnubrögð þessa sagnfræðings. Ég barðist í nokkur ár fyrir því að fá að sjá skjöl um Duckwitz og með hjálp álþjóðlegra stofnana féllst þýska utanríkisráðuneytið loks á að leyfa mér að sjá hvað Duckwitz hafði skrifað. Sat ég í nokkra daga á skjalasafni utanríkisráðuneytisins í fyrrverandi Stasí-bíósal í Berlín haustið 2005 og rannsakaði undarlega dagbók hans, sem ég tel vera skrifaða löngu eftir stríð, og vasabækur hans sem menn vildu helst ekki láta frá sér. Lítið af því sem Duckwitz sjálfur sagði samtímamönnum sínum virðist vera rétt. Skýrsla um hann hjá útlendingaeftirliti ríkislögreglunnar í Danmörku skoðaði ég einnig fyrstur óbreyttra borgara. Þar kom margt í ljós, sem ekki var vitað áður og sem ekki passar við það sem Duckwitz og Krataráðherrar í Danmörku sögðu okkur um samvinnu þeirra í milli. Allt þetta getið þið lesið um hér ( í danska tímaritinu RAMBAM 15, 2006) og um leið æft ykkur í dönsku (greinin er væntanleg á ensku).

Í  dagbókina sína frá stríðsárunum, færði hann upplýsingar um tilræði gegn Hitler þann 19. júlí, daginn áður en tilræðið átti sér stað. Það verður að teljast vel af sér vikið.

Nazi Adlon
Hótel Adlon þegar foringinn var hetja Þýskalands

Eitt af því sem þessi vafasama hetja hélt fram eftir stríð, var að hann hefði verið í Kaupmannahöfn 9. maí 1940 og horft sorgmæddum augum á landa sína þramma um götur Kaupmannahafnar. Tárin virðast hafa runnið alla leið til Berlínar, því í vasabók hans frá 1940 kom í ljós, að Duckwitz sat á Hótel Adlon í Berlín þann 9. apríl 1940 og hitti ýmsar vænar konur á kvöldin og toppnasista á daginn. Hann skemmti sér konunglega og vart hefur verið nokkur tími til að fella tár fyrir dönsku þjóðina, þar sem hann skemmti sér með germönskum glæsikvendum á dýrasta hóteli Þýskalands. Spurningin er, hvort hann hefur ekki einfaldlega tekið þátt í undirbúningi innrásarinnar í Danmörku?

Hetjum er ekki alltaf treystandi. Myndin af Duckwitz efst er úr skrá þýska nasistaflokksins, þegar Duckwitz sótti um að gerast félagi í flokknum á unga aldri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband