Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Afsakið

ragna_radna

 

en eru bara eintóm fífl í stétt blaðamanna? Ég er farinn að halda það. Í þessari frétt Moggans er fyrirsögnin "Hvarf en dó ekki".

Rétt má vera að Ragna Esther Sigurðardóttir, sem varð Radna Esther Isholm Vickers, hafi horfið eða látið sig hverfa. Hún hafði ekki meira samband við sitt fólk eftir að hún gerði það. En að hún hafi ekki dáið, er víst skot nokkuð langt yfir markið. Það gerði hún með vissu árið 2002 í Alabama.

Hún var hins vegar ekki myrt eins og margir fjölmiðlar gerðu því skóna og eins og hefði komið fram í bók sem mér er tjáð að hefði átt að kynna á morgun. Kemur sú bók út?

Svo vitnar Morgunblaðið í RúV, en hefði einnig mátt nefna, að bloggari nokkur www.postdoc.blog.is var fyrstur með fréttina kl 00.55 í nótt, meðan að RÚV greindi rangt frá málinu í hádegisfréttum klukkan 12.20 í dag þann 1. september 2012. Börn Rödnu (Rögnu) töldu hana vera franska, fædda í Nice.

Myndin efst sýnir Rödnu Esther með 2. eiginmanni sínum á glöðum degi.

Stóra spurningin er: Af hverju hafði hún ekki samband við fólkið sitt á Íslandi eftir að hún hafði hafið nýtt líf í Alabama, langt frá meintum kvalara sínum, Emerson Gavin?

Sömuleiðis brennur ein spurning: Af hverju vissu börn hennar af síðara hjónabandi ekki að hún var Íslendingur, fyrr en eftir að hún var látin?  Svarið tel ég liggja í augum uppi. Hún vildi ekki vita af fjölskyldu sinni á Íslandi, eða föður sínum sem ekki vildi vita af henni eftir að hún giftist Kana.


mbl.is Hvarf en dó ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragna var "myrt" árið 1955, en dó árið 2002 sem Radna Esther Isholm Vickers í Alabama

Ragna Ester

Nú er komið í ljós að Ragna Esther Sigurðardóttir, sem hvarf í Oregon á 6. áratug 20. aldar var alls ekki myrt af hrottafengnum eiginmanni eins og kjaftakerlingar, fjölmiðlar og auðtrúa lýður ætluðu. Með afburðalélega blaðamenn RÚV í fararbroddi löptu Íslendingar það upp, að vondur Kani, Emerson Lawrence Gavin hefði myrt íslenska konu sína.

Úlfaldi var gerður úr mýflugu, fjöður varð að hænu. Hænur nokkrar á Íslandi og í Vesturheimi hafa nú þróað hugaróra sína svo mikið að væntanleg er bók um „morðið" á Rögnu Esther Sigurðardóttur. Morð sem aldrei átti sér stað. Á Facebook-síðu hjálparkokka þess er ritar bókina er því haldið fram að Ragna hafi beðið aðra konu Emersons Gavins um að taka börn sín í fóstur árið 1955. Þetta er ómögulegt, þar sem börnin höfðu verið sett á barnaheimili árið 1951 og ættleitt af hjónunum Benson og Jeanne Allen árið 1953, samkvæmt dómsskjali frá því í september 1958, þegar þau Allen hjón reyndu að skila börnunum aftur til yfirvalda.

Ragna breytti um nafn eftir að hún neyddist til að ættleiða börn sín, hugsanlega vegna algjörrar afneitunar fjölskyldu hennar á Íslandi, sem segist hafa fengið bréf frá henni og að hún hafi ekki svarað fjölda bréfa þeirra.  

Eftir að Ragna Esther breytti nafni sínu giftist hún aftur og eignaðist tvö börn, sem nú eru búin heyra um ættingja sína á Íslandi, sem þau kunnu engin deili á. Nú eru því þrjú af fjórum börnum hennar á lífi.

Á þessu bloggi var búið að spá þessum málalyktum og hlaut ég miklar skammir fyrir hjá sumu fólki.

Já , það er ekki að spyrja af Gróu á Leiti eða afkomendum hennar á RÚV/Sjónvarpi í Efstaleiti.

 

Mikilvæg leit Lillý Valgerðar Oddsdóttur

Lillý Valgerður Oddsdóttir, sem hefur leyft mér að fylgjast með uppgötvunum sínum, á ein heiðurinn af því að ganga úr skugga um örlög Rögnu Estherar, og slær hún út ættfræðingum, einkaspæjurum, blaðamönnum, lögreglunni  í Oregon og jafnvel FBI. Meistari Columbo hefði ekki getað gert betur. Lilly gaf mér ekki upp nýtt nafn Rögnu Esther, en aðeins það ár sem hún dó, og það nægir til að finna örlög manna á einfaldan hátt á vefnum. Lilly Oddsdóttir á allan heiðurinn af að uppgötva örlög Rögnu, sem var myrt af hugarórum fólks á Íslandi. Blaðamannafélag Íslands ætti að veita henni verðlaun. Hún hefur hjálpað fjölskyldu Rögnu að skýra örlög hennar.

Ragna Esther andaðist árið 2002. Blessuð sé minning hennar, og jafnvel fyrrverandi mannsins hennar sem vændur var um meira en innistæða var fyrir. Hrotti og lítilmenni var hann örugglega, en enginn morðingi. Að halda öðru fram er hið alvarlegasta mál og sakasamlegt. Mættu Íslendingar læra sitt af hverju af þessu máli.

Mér skilst, að nú sé jafnvel að koma út bók um Rögnu Esther, þar sem því er haldið fram og neglt niður með 7 tommu saum, að Emerson Lawrence Gavin hafi verið morðingi Rögnu. Hvernig ætli slík bók muni seljast? Ætli bók sem gerir saklausan mann að morðingja fái sérstakan flokk á bókasöfnum. Kannski flokkast þetta sem "Glæpsamlegar sögur" ?

Áður var skrifað um þetta "dularfulla" mannskhvarf á þessu bloggi undir fyrirsögnunum:

Murder she wrote og Örlög í Oregon

Minningargrein um Rödnu (Rögnu) Esther Isholm Vickeres. Takið eftir því að hún fæddist í Nice í Frakklandi Cool

Radna Esther Isholm Vickers

Published: Thursday, October 17, 2002 at 3:30 a.m.
Last Modified: Wednesday, October 16, 2002 at 11:00 p.m.

GOODWATER | Funeral service for Mrs. Radna Esther Isholm Vickers, age 75 of Goodwater, Alabama will be Friday, October 18, 2002 at 10:00 a.m. at Comer Memorial United Methodist Church in Alexander City. She will lie in state for one hour prior to the service. The Rev. Lynn Peters will officiate. Burial will follow at Hackneyville Cemetery. Visitation will be Thursday, October 17, 2002 from 5:00 to 7:00 p.m. at Radney Funeral Home.

Mrs. Vickers died October 14, 2002 at Druid City Regional Medical Center in Tuscaloosa, AL. She was born May 31, 1927 in Nice, France to John Isholm and Christiana Isholm. She worked as a caregiver and was a member of Comer Memorial United Methodist Church.

She is survived by her daughter, Lou Ann LeMaster and her husband Fred of Tuscaloosa, AL; son, Jack Vickers and his wife Patricia of Hackneyville, AL; five grandchildren, Kristianna LeMaster Gibbs and her husband Curtis, Heather LeMaster, Jonathan LeMaster all of Tuscaloosa and Kimberly Vickers of Greenville, AL.

Flowers or contributions may be made to Comer Memorial United Methodist Church, 103 Church Street Blvd., Alexander City, AL 35010.

Radney Funeral Home in Alexander City is in charge of the arrangements.


Lesið Loft og látið hann ekki sem vind um eyrun þjóta!

Maður er nefndur Loftur Altice Þorsteinsson. Hann skrifar ekki neitt skemmtiblogg til þess að lokka að milljón heimsóknir eins og þeir sem hrista á sér brjóstin eða rasskinnarnar framan í lesendur. Hann kemst víst aldrei á Eyjubloggið.

Það er því meiri sannleikur í því sem hann skrifar, en sannleikurinn er stundum erfið lesning fyrir suma. Stundum óskar maður þess að fleiri menn eins og Loftur sætu í ríkisstjórn landsins.  Ýmsir í Sjálfstæðisflokknum mættu láta af hendi sæti sín á þingi handa Lofti.

Ég hvet alla til að lesa nýjustu færslu Lofts ESB-tilskipun útilokar ESB-aðild Íslands !


Whole Lotta Shakin' Going On

 

Ég vaknaði við skjálftann í morgun. Það var eins og það hrykkti í öllum gluggum og svo var sveifla eins og í jarðskjálftum heima. Allt nötraði í 3-4 sekúndur.

Þetta er víst öflugasti skjálftinn sem fundist hefur í Danmörku í 23 ár, og Richter var með 4,7 stig. Upptök sín átti skjálftinn 40 km austur af Malmö. Þetta gerðist kl. 6.20 (5.20 að íslenskum krepputíma).

Ég hef fundið fyrir skjálftum áður hér í Danmörku, t.d. á Jótlandi, en það var meira eins og högg. Þá voru kalklög að hrynja í iðrum jarðar.

Sørine Wredstrøm á Vesterbro í Kaupmannahöfn hélt í fyrstu, að fólkið á hæðinni fyrir ofan hana væri að iðka harkalegt morgenknald. Hún greindi Politiken.dk frá þess á þennan hátt:

»Jeg bor på 9. etage, og troede, at enten havde de overboende utrolig vild sex, eller også var der nogen, der havde bombet bygningen..! Det tog lige 2 min før det gik op for mig, hvad der egentlig skete! Selvom jordskælv i Danmark jo er utrolig usandsynligt!«..

Þessir Danir!


mbl.is Jarðskjálfti í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GilliGill - sambönd Dorritar

AA Gillir

Þegar ég las grein AA Gills um Ísland í morgun, gladdist ég eins og aðrir Íslendingar. Mig grunar hins vegar, að upplýsingaþjónusta Bessastaðahjónanna Beikons og Kosherbeib hafi örugglega haft sína 20 fingur í þessum skrifum. Ef það er rétt, er ekkert til sparað á landkynningar- og gagnáróðursdeildinni á Álftanesi, og því ekki nema von að sumum þyki símareikningar háir á óðalinu. Það þykir mér ekki. Sjá enn fremur hér.

Adrian Anthony Gill, sem kom til Íslands til að skrifa grein sína, skrifar nú oftast um sjónvarp og veitingastaði. Hann hefur líka ritað óvinsælar greinar um Walesbúa, og hefur blaðinu hans verið stefnt fyrir þær vegna meints kynþáttahaturs. Venjulega á þessi maður erfitt með að skrifa, því hann er haldinn ólæknandi lesblindu - alveg eins og Dorrit Moussaieff. Nú nálgumst við kjarnann. Dorritt er góð vinkona og samverkakona barnsmóður Gills. Gill hefur nefnilega lengi verið í tygjum við Nicolu Formby, ritstjóra Tatler, blaðs sem Dorrit hefur skrifað í, þrátt fyrir alvarlega lesblindu sína. Formby kann greinilega vel við fólk með lesblindu.

Mér þykir líklegt að AA Gill, sem líklega hefur verið þreyttur á að skrifa um sósur, sjónvarp eða skipta á bleyjum á tvíburunum sem hann á með Nicolu Formby, hafi þáð boð um ferð til Íslands og hefur kyntrölli nú kvittað fyrir sig með þessari ágætu grein sinni í Sunday Times.

Myndin er af Gilla, þar sem hann var makaður í Nivea krem, Tatler style.


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur víkingur án sjókorta

 

Olafur sjómaður

 

Varast ber að svona fiskisögur fari á kreik. Það ætti að vera fyrir neðan virðingu fjölmiðla að koma með óathugaðar fréttir. Strax við lesningu spurði ég mig ýmissa spurninga og við smá athugun kom í ljós, að saga Ólafs Harðarsonar er ekki sama sagan og dönsk yfirvöld segja. Ekki strandaði hann við Randnes, heldur Randers; Ekki var það strandgæslan (flotinn) heldur lóðs og lögreglan sem höfðu afskipti af Ólafi, því hann vildi greinilega ekki taka sönsum.

Menn sem leggja á sjóinn án lágmarksbúnaðar eru að brjóta lög. Ég trúi því mátulega á frásögn Ólafs eftir að hafa kynnt mér málsatriði hjá dönskum yfirvöldum. 

Ef einhverjum langar að kynna sér aðra hlið málsins en þá sem mbl.is birtir, geta þeir lesið frétt í Randers Amts Folkeavis eða haft samband við Søværnets Operative Kommando í Danmörku.

Hins vegar ætla ég ekki að draga í efa frásögn Ólafs af þeim kappa sem vildi 5000 danskar til að kippa honum á flot og lét hann liggja, þegar i ljós kom að Ólafur Harðarson var ekki með þá peninga á sér. Skíthælar eru alls staðar til. En Ólafur Harðarson verður að skilja, að lög í Danmörku eiga líka við um hann. Hann er ekki hafinn yfir þau, þó svo að hann sé Íslendingur.


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

(Nasjónal)sósíalsimi í réttu ljósi

 

HitlerStlinminiatures

Það er ekki lengur óalgengt á Íslandi að maður sjái svona ósóma eftir svokallaða vinstrimenn. Vésteinn Valgarðsson, sem ritar þetta, er að eigin sögn mikill friðarsinni. Mér er ómögulegt að sjá það.

Mig langar að benda á góða grein eftir vin minn Manfred Gerstenfeld, sem stýrir riti sem ég hef skrifað tvær greinar í. Grein hans, sem hann kallar Holocaust Trivialization, kom formlega út í dag. Í henni getur maður getur lesið dæmi um hinar mismunandi aðferðir sem óprúttnir menn og óvitar nota til að gera lítið úr Helför gyðinga, hvernig hún er misnotuð og örlög milljóna manna eru vanvirt  og tengd flatneskju og öðrum málstað eða baráttum, sem ekki kemur örlögum 6 milljón manna við.

Hvað fær menn t.d. til að líkja banni þýskra yfirvalda á hættulegum bardagahundum við helför gyðinga?

Það gerist líka iðulega að fórnalömb Helfararinnar eru vanvirt af fólki sem líkir örlögum gyðinga í Seinna stríði við hryðjuverkamenn, sjálfsmorðssprengjumenn nútímans og örlögum þeirra við lélegan öfgamálstað nútímans. Svo eru til karakterar sem eru í beinu sambandi við ríki og hafa skilning á þjóðhöfðingjum sem afneita Helförinni. Vésteinn Valgarðsson er t.d. nýbúinn að vera í Egyptalandi, sem er einræðisríki þar sem gyðingahatur er sýnt í sjónvarpinu. Vésteinn fór á ráðstefnu um frið í Egyptaland. He he! Mönnum er líka bannað að blogga á Egyptalandi. Ætli Vésteinn hafi mótmælt þessu þegar hann var í skugga píramídanna?

Saklaust fólk, sem allar bjargir voru bannaðar er ekki hægt að líkja við ríki öfgasamtaka, sem hafa útrýmingu gyðinga á dagsskránni líkt og nasistar fyrir 65 árum síðan. Ísraelsríki er ekki hliðstæða Þriðja Ríkisins. Og fyrir þá sem styðja Amadinejad i Íran, þá upplýsist hér með að Helförin átti sér stað.

Hvenær hætta íslenskir vinstrimenn þessum ósköpum? Eru þeir ekki með öllum mjalla? Er arfur nasismans svo lokkandi að þeir þurfi að eftirapa hann, eða er bara svona lítill munur á nasíónalsósíalisma og sósíalisma?

Einn argasti gyðingahatari Íslands eftir Síðari Heimsstyrjöld var kratinn, Alþingismaðurinn og embættismaðurinn Jónas Guðmundsson. Hann gaf út rit sem voru morandi í gyðingahatri. Á heimasíðu Alþingis er ekki minnst einu orði á þessar einkennilegu kenndir Jónasar.  Skrif hans og útgáfa hafa vonandi ekki á sínum talist til góðrar latínu á Íslandi? Margir keyptu tímarit rit Jónasar, Dagrenning, sem út kom í 12 ár, og bókasöfn höfðu fjölda eintaka af ritum hans til láns.

Jónas Guðmundsson

 Jónas Guðmundsson, krati sem gaf út andgyðingleg rit eftir Heimstyrjöldina síðari.

Hvað gerist í kollinum á sumum vinstrimönnum og hvað gerist stundum í kollinum á sumum Íslendingum? Bara að ég vissi það.


Mistök hjá Morgunblaðinu

Medalía

 

Í gær sá ég að búið var að loka á bloggvin minn Skúla Skúlason. Skúli hefur stórar skoðanir á öfgaíslam og hefur stundað það að fara ofan í kjölinn á Kóraninum og Íslam og þýða ákveðna hluta Kóransins yfir á íslensku. Ég er að sjálfsögðu ekki sammála öllum skoðunum Skúla.

Bloggvinir mínir eru margir kristnir eða algjörir heiðingjar, og allt þar á milli. Ég hef ekki talið ástæðu að slíta bloggvináttu við þá, né Skúla, því þeir eru allir sem bloggvinir mínir öðruvísi en ég sjálfur, og ég virði fjölbreytileikann. Ég hef hins vegar slitið bloggvináttu við einn aðila, og útilokað aðra, fólk sem telur eyðingu og árásir á Ísraelsríki nauðsynlegar, eða gyðingahatur eðlileg skoðanaskipti. Af hverju hefur ekki verið lokað á slíkt fólk af forsvarsmönnum moggabloggsins? Svæsið gyðingahatur er að finna á Moggablogginu, það er einföld staðreynd. Hvað skal gert við því?

Ég man ekki eftir því að Skúli hafi hætt múslíma né verið með tilburði til kynþáttastefnu. Nú er heldur ekki lengur hægt að athuga það, þar sem búið er að eyða skrifum Skúla. Skúli er ekki einn um þessar skoðanir sínar hér í heimi, og það sem hann birtir er oftast ættað frá vefsíðum og stofnunum erlendis, þar sem menn og samtök hafa sömu skoðanir og Skúli, án þess þó að vera lokað af skoðanalögreglu. Ef ekki má skrifa um hryðjuverk, og ógnaröldu vorra tíma með því að ræða um þær öfgar sem hvatt er til í Kóraninum, þá er illt í efni.

En nú skal leyst frá skjóðunni.

Nýlega gerðist það að ég fór aftur niður í 2. flokk bloggara. Hin ígulfallega ásjóna mín hætti að birtast meðal stóru hausanna sem birtast efst þegar maður opnar bloggið til að fá sér hressingu. Lestur síðu minnar hrapaði niður úr öllu valdi og egó mitt auðvitað líka. Hverju sætti? Ég hafði samband við forstöðumenn bloggsins og fékk vitaskuld fljótt skýringu og síðan var ég aftur settur í fyrsta flokk. Ég er þakklátur umsjónarmönnum bloggsins fyrir það og vona að þeir taki það ekki stinnt upp að ég vitni hér í bréf þeirra sem sýnir ákvörðunartökur þeirra og setji mig svo niður í þriðju deild eða eyði bloggi mínu.

 

Sæll vertu Vilhjálmur.

Vitanlega færðu góð svör, eða í það minnsta eins góð og ég get skaffað.

Fyrst smá upplýsingar um hvernig vali er háttað í Umræðuna á
blog.is
:

Starfsmenn
blog.is
velja inn í umræðuna þá bloggara sem þeim finnst skrifa ört og málefnalega og á góðu máli. Ekkert er hirt um skoðanir viðkomandi, enda skrifar hann undir nafni og stendur hann undir þeim sjálfur. Þú varst valinn inn á sínum tíma vegna þess að þitt sjónarhorn þótti mönnum fróðlegt og færslurnar allar fínar.

Sl. fimmtudag spratt umræða um það hvort meðal "umræðu-bloggara" væru menn með of einsleit blogg, þ.e. væru alltaf að blogga um það sama. (Dæmi um það gæti verið Kristinn Pétursson fiskverkandi frá Bakkafirði sem er mjög uppsigað við kvótakerfið og á það til að blogga ekki um annað löngum stundum.)

Í áðurnefndri umræðu var nafn þitt nefnt og mönnum þótti þú blogga um fátt annað en illsku múslima (nota bene: menn voru ekki að amast við skoðunum þínum, málið snerist um fjölbreytileika umæðunnar). Nú þegar ég sest niður til að skoða blogg þitt sé ég að það er tóm tjara, þ.e. sú staðhæfing að að það sé of einsleitt, og því hefur ég bætt þér á listann að nýju.

Með góðri kveðju,

Sign.

Það kom sem sagt í ljós að umræðan um mig var tóm tjara.

Gætu ásakanir í garð Skúla Skúlasonar ekki líka verið tóm tjara? Gæti hún verið komin frá manni sem starfar hjá samtökum sem stundar gyðingahatur?

Ákæra á hendur Skúla Skúlasonar fyrir að miðla því sem í raun stendur í Kóraninum mun vart standast kæru með vísun til 233. greinar hegningarlaga. Ég leyfi mér að minna á að lögregluyfirvöld og Saksóknari Ríkisins aðhöfðust ekkert við kærum á hendur Bobby sáluga Fischer, sem hélt úti einni svæsnustu heimasíðu með gyðingahatri og lofsöng um hryðjuverk sem um getur. Síðunni var fyrst lokað eftir að Bobby hafði verið heygður í Flóanum.

Ég get aðeins sagt eitt í lokin. Ákvörðunin um að ritskoða og útiloka Skúla Skúlason á ekkert skylt við lýðræði og frelsi. Þetta eru einhver mistök og hvet ég ritstjóra bloggsins til að opna aftur blogg Skúla Skúlasonar. Annað er ekki við hæfi. Þetta hljóta að vera einhver mistök hjá Morgunblaðinu.


Flemming Rose skrifar um Ólaf Ragnar

Felmming Rose 

 

Flemming Rose, einn "eftirsóttasti" maðurinn í löndum Íslams,  sem ég er kunnugur gegnum sameiginlegan vin, (og nú er ég dauðans matur), skrifaði um viðtalið við Ólaf á Al Jazeera á bloggi sínu.  Það var ekki Good old Villy, sem laumaði að honum fréttinni 1. febrúar. Ekki kenna honum um allt. Nú breiðist fréttin út eins og sinueldur um heim allan.

Þegar Rose svaraði tölvubréfi mínu, spurði hann hvað "hún hefði sagt" við Al Jazera. Ætli Vigdís sé búin að brenna sig svo fast í vitund manna sem forseti, að þeir geri ekki ráð fyrir því að einhver Ólafur getir verið karlmaður? 

Það var ekki nein grínmynd sem Rose dregur upp af Ólafi, heldur blákaldur veruleikinn eins og Ólafur sagði sjálfur frá honum. Nú er Ólafur Ragnar Grímsson fyrst að verða heimsfrægur, og það af góðu einu.

Getur einhver sagt mér hvort viðtalið á Al Jazeera sé komið á vefinn?

 

Hér, r, og hér má lesa um um Ólaf Arabíufara og viðtal fréttavesírsins við hann á Al Jazeera.


Hinn margsaga Johnny Bosnitch

 
peace

 

Ég leyfi mér að furða mig á þessari yfirlýsingu Hr. Bosnitchs um að hann hafi verið vitni við brúðkaup Bobby Fischers og Myoko Watais.

Þegar Fischer var leystur úr haldi sagði Hr. Bosnitch aldrei annað en að Myoko Watai væri unnusta Fischers. Hann talaði um að hann ætlaði í mál við japönsk yfirvöld fyrir Bobby Fischer, þessi viðbjóðslegu yfirvöld, sem Fischer kallaði svo, um það leyti sem Bobby Fischer vildi gerast þýskur borgari.

Það var kannski ástæða til að leyna þessum hjúskap þangað til nú? Sér John Bosnitch einhverja sérstaka þörf á því að segja Íslendingum sannleikann nú?

Þegar Hr. Bosnitch talaði við umsjónarmann ástralsks útvarpsþáttar, sem ber nafnið PM kl. 18:29 þann 4. mars 2005 sagði hann þetta:

"His lawyer's not been able to visit him. He has been denied his telephone rights, which he had every day in the past. His fiancé has been not [sic] allowed to meet with him and most insultingly, the Icelandic delegation that flew around the entire globe and gave advanced written notice and fax notice that they were coming, they were refused permission to meet with him."

Þegar Bosnitch talaði við PM, virðist brúðkaupið sem talað var um árið áður enn ekki hafa átt sér stað. Hvenær giftist þá Watai Bobby Fischer?  Þegar þessi frétt Reuters var skrifuð var brúðkaupið ekki orðið að veruleika. Meira að segja þegar þetta var skrifað virðast menn ekki hafa verið í vafa um það á Íslandi að Myoko Watai væri aðeins unnusta Fischers.

Allur vafi ætti samt að vera úr sögunni á næstu dögum. Frumgögn úr japanska fangelsinu eru væntanleg til Íslands, hins hugrakka lands hins sannarlega frjálsa manns, eins og Bosnitch orðar það. Hugrakkt land (Serbía) og frjálsir menn hafa reyndar líka verið drifkrafturinn í öðrum skrifum Bosnitch um óskir alþjóðasamfélagsins um réttarhöld yfir serbneskum stríðsglæpamönnum. Bosnitch hefur í mjög tilfinningaríkum bréfum um skoðanir sínar á því að Serbía eigi að halda sig utan Evrópubandalagsins lýst þessu yfir: "Let's stay in step with people like the British UKIP (Independence Party), Switzerland, and Iceland... people who know the difference between a con and a good deal".

Gera Íslendingar það?

 


mbl.is Segist hafa verið vitni að giftingu Fischers og Watai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband