Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

SVINDL HABIBI - Fjölmiðlasirkus Hamas

Hér er myndasyrpa frá Gaza. Ísraelsmenn halda því fram að "hörmungarnar" hafi verið settar á svið. Eitt er víst að Hamas lokuðu sjálfir fyrir raforkuverið, sem Ísraelum var kennt um að hafa stöðvað vegna tímabundinnar lokunar á birgðir til Gaza. Hvenær mun RÚV segja frá því?

En skoðum nú nokkrar myndir frá Gaza. Reuters og AP fréttastofurnar er heimildirnar. Kl. 6.49 í gær 22. janúar var þessi mynd tekin.

Svindl Habibi 2

Myndin sýnir þing Hamas við kertaljós. En huggulegt! Hvernig væri að draga frá gluggatjöldin. Það er hábjartur dagur, eins og sést á myndinni. Lesið svo hvað Reuters skrifar við myndina: "Palestinian lawmakers attend a parliament session in candlelight during a power cut in Gaza January 22, 2008."

Hér eru aðrar myndir frá sömu samkomu og undir tíminn sem gefinn er af ljósmyndaranum og fréttastofunni:

Svindl Habibi 3

Reuters 6:23 um morguninn 22.01.2008

Svindl Habibi 5

Reuters 6:22 um morguninn 22.01.2008

SVINDL HABIBI

Reuters 6:16 um morguninn 22.01.2008

Það er farið snemma á þing á Gaza. Öfgar eða fjölmiðlashow?

Hér eru svo myndir sem teknar voru sama dag, í sama húsi. Enn er myrkur á Gaza klukkan að verða 10 um morgun. 

Svindl 8

Reuters 9:29 um morguninn 22.01.2008

Habibi Svind 7

AP 9:50 um morgunninn 22.01.2008

Svindl Habibi 4

Reuters 9:28 um morguninn 22.10.2008

Það er ekki nema von að þessir menn geti ekki stöðvað árásir Hamas á Ísrael. Þeir geta ekki einu sinni dregið gluggatjöldin frá.

Hér getið þið skoðað myndirnar og ég mæli með þessu


RÚV er útibú fyrir HAMAS

yuvalabebeh

doritbenisian

AfikZahavi

 

 

 

 

 

 

Þessi frétt á vefsíðu RÚV er tilbúningur fréttamannsins. Því er haldið fram að Ísraelsmenn hafi skrúfað fyrir rafmagnið í Gaza og þar með komið af stað allsherjar neyðarástandi.

Þetta er alrangt. Það rétta er, að Ísraelsmenn hafa í nokkra daga lokað fyrir flutning olíu til eins raforkuvers á Gaza, sem framleiðir minna en 1/3 af rafmagni Gazverja. 80% rafmangs Gaza kemur beint frá Ísrael og 5% frá Egyptalandi og ekki hefur, samkvæmt staðfestum fréttum, verið lokað fyrir það rafmagn enn.

Það voru Hamas-samtökin sjálf sem slökktu á rafölum raforkuversins, áður en að olía versins var búin.

Ísraelsmenn ásaka nú þegar Hamas fyrir að fara með rangt mál og segja mykrafréttir frá Gaza hluta af stórfelldri áróðursherferð.

Ef það er rétt,  og þetta er lygaherferð, hefur herferðin tekist á Íslandi og reyndar víða.

Hvers vegna hafa myndir og fréttir af fórnarlömbum eldflaugaárása Hamas ekki eins mikið samúðargildi hjá lélegum fréttamönnum RÚV?

Hvers konar fréttmenn skrifa frétt, þar sem sannleikurinn er tekinn úr sambandi? Gaman væri að vita hver kauði er. Er Ríkisútvarpið farið að vinna fyrir Hamas?

RÚV heldur því líka fram nú í hádegisfréttunum að Ísraelar hafi skotið upp nýjum njósnahnetti. Þetta er líka afbökuð frétt. Indverjar hafa skotið upp gervihnettinum fyrir Ísraelsmenn.

Myndin sýnir nokkur af fórnarlömbum eldflaugaárása Hamas. Við getum sagt að fórnalömbin séu myrkrið á Gaza. Stefna Hamas er eyðing Ísraelsríkis og útrýming gyðinga. Hamas, og allt fólkið sem kýs hryðjuverk sem lausn síns vanda, lifir greinilega í myrkraveröld.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item187190/


ÞýSSki vandinn

Maðurinn með krossinn

Á síðasta ári minntist ég á eftirlýstan danskan nasista, Søren Kam, og þátt minn í að upplýsa að glæpir hans voru fleiri en að skjóta danskan ritstjóra til bana. Sjá hér og hér.

Kam var liðsmaður í Waffen-SS og einn tveggja Dana sem fengu járnkrossinn fyrir frammistöðu sína á austurvígstöðvunum. Í síðustu færslu minni laðaði ég að röndótta fiskiflugu úr vesturbænum í Reykjavík, KR-ing, sem heldur því blákaldur fram að SS-liðar hafi bara verið óbreyttir hermenn og heiðursmenn. Skrítið að menn geti dáðst að þessum skíthælum.

Nýlega birti BBC viðtal við Soeren Kam, þar sem hann skokkaði um með göngustafi, 86 ára unglingurinn, frjáls ferða sinna í Bæjaralandi. Hann lýsti klökkur yfir sakleysi sínu og ást sinni á gyðingum. Þýsk yfirvöld virðast líka staðráðin í því að friða hann. Hann neitaði auðvitað harðlega að hafa gert svo mikið sem einum gyðingi mein. Hann var bara hermaður og gentelman. Eitt morð, hvað er það á milli vina? Honum var lýst á annan hátt við vitnaleiðslur eftir stríð í Danmörku. Þýsk yfirvöld ætla að virða það að vettugi.

Professor David Cesarani skrifaði líka um málið nýlega í The Guardian. Ég setti inn smá athugasemd og leiðréttingar við skrif Cesaranis, sem tíndust kannski meðal allra húmanistanna og gyðingahataranna, sem skrifa athugasemdir um allt annað en það sem blogg Cesaranis fjallar um.

Fyrir utan ýmsan óskunda á ættjörð sinni barðist Soeren Kam fyrir Hitler og framlengdi þar með hörmungar annarra. Allir Waffen SS-menn voru dæmdir stríðsglæpamenn, en margir þeirra sátu aldrei inni.

Það er Þýskalandi til háborinnar skammar að vernda danskan morðingja.

Myndin sýnir Kam á SS-teiti fyrir nokkrum árum og sýnir að hann er enn stoltur af Járnkrossinum sínum.


Muslim SS

hanjar-book

Þessi mynd sýnir albanska múslíma, sem voru meðlimir í Waffen-SS, hryðjuverkasveitum nasista. Einn þeirra er hér að þýða boðskapinn úr þýsku fyrir félaga sína.

Stórmúftinn í Jerúsalem, Haj Amin al-Husseini, faðir Hamas hreyfingarinnar og hugmyndafræðingur vopnaðrar baráttu Palestínumanna, var góðvinur Hitlers og heimsótti hann í Þýskalandi á stríðsárunum. Þriðja ríkið sendi vopn til Palestínumanna á 4. tug 20. aldar  til að drepa gyðinga sem bjuggu í Palestínu. Hér getið þið lesið meira um það.

Þessi ljósmynd sýnir að mínu mati hetjur allra þeirra sem styðja vopnaða baráttu sem er ætlað að afmá Ísraelsríki af landakortinu, og eyða mörgu öðru sem Íslendingum er heilagra en þeir halda. Útrýming Ísraelsríkis er enn stefna öfgaafla Palestínumanna, Íranstjórnar og SS nútímans, sem kallar sig Al Qaida. Á landabréfum múslímalanda hefur Ísrael þegar verið afmáð.

Ert þú, lesandi góður, öfgahyggjumaður og stuðningsmaður Al Qaida og Hamas og litla gerpisins Ahmadinejads i Íran? Gefðu þig þá fram við lögregluyfirvöld, því einhverja stefnu hljóta íslensk yfirvöld að hafa búið sér til um hver sé hryðjuverkamaður og hver ekki. Gaman væri nú að fá þá stefnu á hreint áður en Víkingasveitin verður sér að voða. Annars verður hún, fyrr en varir, komin með hatta eins og víkingasveitin á myndinni.


Bless Bobby

Bobby
 

Frægasti Íslendingurinn fyrir utan Jón Sig..., afsakið Björk, er látinn - en heimasíða hans er enn opin: http://home.att.ne.jp/moon/fischer/ Hún fjallar því miður ekki um skáklistina.

Íslendingar eru gott fólk, að gefa hálfómögulegum manni húsaskjól, þegar aðrir vildu kasta honum í dýflissu og fyrir ljón. Ég var líka voðalegur vondur við hann árið 2005, þegar hann kom til Íslands á sérfyrirgreiðslu, meðan að öðrum flóttamönnum er úthýst. Egill Helgason átalaði mig fyrir þetta í mikilli grein, þar sem Ísraelsríki endaði með að verða skúrkurinn, eins og venjulega.

Ég er búinn að heyra nokkur eftirmæli um meistara svarthvíta borðsins í dag og þótti best orð Garry Kasparovs á CNN og Braga í Bókinni, þar sem Bobby mun hafa líkað andrúmsloftið eins og mörgum öðrum.

Nú vona ég bara að Bobby sé kominn á rétta staðinn. Einhvers staðar sem hrókur alls fagnaðar á taflborði eilífðarinnar, en vonandi ekki í sjöunda himinn með öllum gyðingunum, sem hann hataði svo mikið. Sjálfshatur er auðvitað ekki mjög íslenskt fyrirbæri. Þess vegna held ég að Bobby hafi heldur aldrei orðið ekta Íslendingur þrátt fyrir vegabréfið góða, sem hann fékk þó aldrei stimplað í erlendri höfn. Vondandi viðurkenna menn það fyrir handan.


Stórlaxinn og Íslandsvinurinn Uffe Ellemann-Jensen

 

Uffe Ellemann Jensen in Estonia

 

Íslandsvinurinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmörku, (sem upphaflega var blaðamaður eins og Gandhi hér í færslunni fyrir neðan), á marga vini á Íslandi.  Á Íslandi hefur Uffe Ellemann Jensen nokkrum sinnum rennt línu fyrir lax og telur sig þess vegna þekkja Íslendinga út og inn. 

Uffe yfir höfði sér dómsmál. Í stjórnmálum hefur karlinn verið gjarn á að renna á rassinn. Nú hefur það gerst enn einu sinni. Ellemann-Jensen er nefnilega gjarn á að snapa sér ódýra punkta í stjórnmálum, og jafnvel oft á skjön við pólitík þess flokks sem hann er meðlimur í, og sem hann sat á þingi fyrir. Það er eins og kunnugt í tísku að hallast að siðferðilegri afstæðishyggju og vera pólitískt korrekt og jafnvel sætta sig við öfgahyggju fjarlægra þjóða. Þegar Ellemann-Jensen sá að gjörvallur heimur múslíma var að brenna danska fánann og nokkur sendiráð Danmörku, ákvað hann að gerast "heiðursíslamisti" og ákæra ritstjóra á danska dagblaðinu Jyllands-Posten fyrir að hafa vísvitandi beðið 10 teiknara um að "teikna skopmyndir af Múhameð fyrir blaðið".  Þessu hélt hann ítrekað fram í opinberum fyrirlestrum og síðast í ævisögu sinni "Vejen, jeg valgte" sem út kom í lok síðasta árs.

Þessi ummæli hefur hann nú endurtekið í útvarpsþætti, sem fer í loftið síðar í mánuðinum og hafa forsvarsmenn Jyllands-Posten krafist þess að fá að svara ásökunum í útsendingunni. Þeirri ósk hefur verið hafnað af Danska Ríkisútvarpinu. Uffe-Ellemann ullar bara framan í ritstjóra blaðsins og segir þeim að fara í mál við sig. Hann heldur því fram, að þegar blað biður skopteiknara um að teikna teikningu, þá fái blaðið skopteikningu.

Jyllands-Posten heldur því hins vegar fram, að teiknurunum "hafi verið boðið að teikna Múhameð, eins og þeir sæju hann og að árangurinn yrði birt næstu helgi", og er það bókfest. Nú íhugar Jyllands-Posen málaferli geng laxveiðimanninum Uffemanden, sem hann er oft uppnefndur hér í Danmörku.

Uffe er maður meininga sinna, og fer greinilega ekkert ofan af þeim, nema að verða höggvinn með korða hermannsins eins og hundurinn með augu svo stór sem Sívalaturn, sem sat á fjársjóðnum undir hola trénu í ævintýri H.C. Andersens.

Fyrir nokkrum árum kom Uffe Ellemann-Jensen fram í sjónvarpsþætti um baltnesku ríkin, Eistland, Lettland og Litháen, þar sem hann lýsti vinsældum sínum þar, sem ekki munu vera minni en frægð hans Jóns Baldvins okkar. Í einni senu þessa þáttar stillti Uffe Ellemann sér upp við minnissteina um SS-menn í Bláfjöllum (Vaivara Sinimäed) í Eistlandi og lýsti af mikilli hlýju og andargift hversu fræknir þessir Waffen-SS liðar höfðu verið og hve misskildir þeir væru. Þetta fór fyrir brjóstið á mörgum hér í Danmörku og einnig á þeim sem misstu fjölskyldumeðlimi í búðum, þar sem Eistlendingar, Lettar og Litháar voru böðlar. Enginn Dani eða gyðingur brenndi þó sendiráð og hótaði að drepa Uffe og dönsku þjóðina fyrir þessi ummæli hans.

Ég skrifaði árið 2002 til sendiráðs Dana í Eistlandi og spurðist fyrir um þessa steina og um hvort dönsk yfirvöld gætu ekki hugsað sér að vinna að því að bautasteinarnir yfir morðsveitir SS yrðu fjarlægðir.  Viti menn, í stað þess að fá bréf frá sendiherranum eða utanríkisráðuneytinu í Kaupmannahöfn, fékk ég viðskotaillt bréf, sem lá við hótun um málsókn, frá Uffe Ellemann Jensen himself, þar sem hann endurtók lof sitt á Waffen-SS og gerði því skóna að ég væri með í samsæri gegn sér. Ég varð að skúffa Úffa með því að ég væri bara einn á báti.

ER manni, sem er einlægur aðdáandi Waffen-SS, stætt á því að gangrýna danskt dagblað fyrir að biðja skopteiknara um að teikna Múhameð?  Hvaða veruleikabrengl hrjá laxveiðimanninn og Íslandsvininn Uffe Ellemann-Jensen?

 

Hanged by SS

Mér sýnist, þegar öllu er á botninn hvolft, að Uffe Ellemann-Jensen sé bara spældur tækifærissinni og aðdáandi einræðis (tótaleterisma), sem hefur orðið viðskila við flokk sinn, Venstre, vegna þess að hann varð ekki forsætisráðherra. Aðalvandi hans er þó örugglega, að hann er bara blaðamaður. Blaðamenn verða sem betur fer ekki oft forsætisráðherrar, nema að illt hljótist af, en í stjórnmálum geta þeir gert mikinn usla. Fólk ætti ekki að kjósa yfir sig einhvern, sem hefur haft tök á því að dáleiða það í sjónvarpinu í nokkur ár á undan.

Myndin efst er af Uffe við einn minnissteinanna um hina fræknu hermenn SS. Hin myndin sýnir stúlku, Lepa Radic, sem SS menn hengdu 19 ára gamla í Bosanska fangabúðunum í Bosníu. Myndin fannst í fórum dansks SS manns sem handtekinn var í stríðslok. Danski SS-maðurinn útskýrði við yfirheyrslur: "En það var ekki ég sem hengdi hana upp". Ætli drengurinn sá hafi verið einn af þeim "professionelt/teknisk gode soldater" sem Ellemann-Jensen rómaði í bréfi sínu til mín dags. 28. águst 2002?

Uffe Ellemann-Jensen hefur ekki beitt sér fyrir því að minnissteinarnir um SS-menn í Eistlandi yrðu fjarlægðir. Forseti Eistlands svaraði heldur ekki bréfum mínum árið 2002. Kannski vill Ingibjörg Sólrún gera eitthvað í málinu?

Myndin  hér fyrir neðan er frá hátíðarhöldum aldinna SS-manna i Eistlandi síðasliðið sumar. Hvers konar land er Eistland eiginlega?

 

SS Estonia 2007


Ef ég fer, þá fer ég ber og ferðast eins og Gandhi

 

Real beauty is hating Jews

Maður er nefndur Arun Gandhi (f. 1934). Hann er barnabarn Mahatma Gandhis og stýrir M.K. Gandhi Institute for Non-Violence við kaþólska stofnun, Christian Brothers University, við háskólann í Memphis Tennessee. Arun hefur nýlega boðað nýja stefnu í "Non-Violence", speki sem afi hans setti fram, en sem þjóð hans hefur greinilega ekki breytt eftir. Arun Gandhi kennir nú, eins og Hitler, gyðingum um allt sem miður fer í heiminum.

Á bloggi um trúmál á vef Washington Posts ásakaði hann "Ísrael og gyðinga" fyrir að leika "stærsta hlutverkið" (biggest players) í alþjóðlegu ofbeldi. Hann skrifaði m.a. þetta á blogg sitt: "Jewish identity in the past has been locked into the Holocaust experience," og um Helför gyðinga skrifaði hann: "It is a very good example of how a community can overplay a historic experience to the point that it begins to repulse friends."

Næstum 500 manns hafa lýst skoðun sinni á orðum og skoðun barnabarns stórmennisins Ghandis.

Arun Gandhi hefur sett fram frekar óþrifalega afsökunarbeiðni, þar sem hann biður fólk um að líta fram hjá orðinu gyðingur, því hann meinti bara Ísrael. Árið 2004 hvatti Arun Gandhi 50.000 Palestínumenna að vaða fyrir ána Jórdan og snúa aftur til heimalands þeirra. Hann sagði líka að örlög Palestínumanna væru tíu sinnu verri en svartra í Suður-Afríku á dögum Apartheidsins.

 

Gandhi and Arafat

Greyið hann Gandhi fer greinilega oft á tíðum mikla gandreið. Memphis hefur ekki hrists eins mikið síðan Elvis var og hét. Gandhi gleymir líka öllum gyðingunum sem voru hraktir úr Arabalöndunum um miðbik 20. aldarinnar, og leituðu heimilislausir og allslausir til Ísraels. Þeir voru rændir af múslimum á sama hátt og gyðingar voru rændir af nasistum á árunum 1933-1945.

En það er auðvitað skýring á öllu og hér er málið útatað í olíu og tjöru. Maður kemst ekki eins langt á galloninu af flóttamönnum gyðinga eins og á dropa af flóttamönnum arabaheimsins.

Afi Aruns, Mahatma Gandhi, skrifaðist reyndar á við Adolf Hitler og var mótfallinn stofnun Ísraelsríkis.

Ekkert er nýtt undir sólinni. Mahatma skrifaði líka "God is Truth" á mynd af sér. Það er allt í lagi, ef trú og "sannleikur" verður ekki að guði eins og hjá Arun Gandhi.

 

God is truth

Skoðunarkönnun

 20050907_polish_plumber

Pólverjar eru orðnir margir á Íslandi, en ekki líkar öllum þessi innrás þeirra. Þeir líta örugglega sjálfir á þetta sem útrás. Ekki kvarta ég eða get, útflytjandi af innflytjendaættum. Þegar minnihlutahópur er orðinn nógu stór í sannkölluðum fjölþjóðaþjóðfélögum, er allt í lagi að koma með eins og einn brandara án þess að vera kærður til postulanna sem stýra Mannréttindastofu, Alþjóðahúsi, Amnesty International, Rauða Krossinum o.s.fr. Hér er svo brandarinn:

Íslenska ríkisstjórnin lét nýlega gera allsherjar skoðunarkönnun. Spurt var: "Er búseta Pólverja á Íslandi til vandræða?

35% svöruðu: "Já það er alvarlegt vandamál"

65% svöruðu: "absolutnie kurwa zaden!"

Myndin að ofan er af Pawel pólska píparanum í París. Hann er draumaverkamaður framtíðarinnar (þyggur lág laun og lélegt fæði). Myndin að neðan er hins vegar af tveimur félögum, sem ekki eru enn búnir að kaupa miða til Íslands.

Warszawawawawa


Þurrkaðar döðlur

 le maccam el

Ég heyri, og sé, að Ingibjörg Sólrún er skærasta stjarnan á Egyptalandi þessa dagana. Þar hitti hún meðal annars starfsbróður sinn sem heitir Geit. Þau hafa örugglega um margt að ræða. Í dag tjáði hún sig um friðarferlið í Miðausturlöndum í hádegisfréttum á RÚV. Al Jasíra var líka með hálftíma frétt um heimsókn Ingibjargar Sólrúnar, sem varð til þess að nýjasta ræða Osoma Bin Ladens var frestað. 

Ég hef oft velt fyrir mér, af hverju friðarferli séu svo mikilvæg fyrir Ingibjörgu og almenning á Íslandi? Er ekki nær að leysa hnútinn sem er kominn á slaufuna hans Þorsteins Davíðssonar eftir greiðann sem Matthiesen gerði honum.

Af hverju tuðar konan á "landnemabyggðum" gyðinga sem aðalvandamálinu á svæðinu, meðan hún segir lítið sem ekkert um árásir öfgafullra íslamista á saklausa íbúa Ísraelsríkis og annarra landa.

Er ekki nóg af vandamálum á Íslandi sem væri nærri lagi fyrir Ingibjörgu og samráðherra hennar að leysa, í stað þess að þeysast um á drómedara og upp á pýramída og ætla sér að leysa vandamál sem engar líkur eru á að leyst verði meðan að nær allur heimur Íslams, og vinstrimenn á Vesturlöndum þar að auki, leggja fæð á Ísraelsríki og hata lýðræði?  

Myndin að ofan er af fararskjóta ráðherrans, sem er af gerðinni Jassir. Þetta er rykþétt lúxorbikkja með leðursætum, innbyggðu kælikerfi og vatnstanki. Sú neðri er bara lík Abdul Geit, utanríkisráðherra Egyptalands.

P.s. gleymdi Imba nokkuð að mótmæla mannréttindabrotum í Egyptalandi?

 

mummy

Fyrsta flugeldasýningin á Íslandi

lofteldar konungs

800 tonn (800.000 kg og jafnvel meira) af flugeldum og öðru púðri fúttar út í bláinn á Íslandi um áramótin að sögn alþjóðlegra fréttastofa. Það er að segja, ef veður leyfir. Ég verð fjarri góðu gamni og læt mér nægja smá stjörnuljós eins og Danir.

Á Íslandi fara þúsundir brennuvarga frekar óðslega um borg og bý og glampi frummannsins sést í augum karlpenings á öllum aldri. Fallostákn þeirra feykjast upp á himininn í öllum regnbogans litum og út sprautast gríðarlegar gusur, eldtungur, eimyrjudropar og jafnvel fossar. Hver er með stærstu kúlurnar og hver á flottasta batteríið? Sumum konum þykir skiljanlega líka mjög gaman af þessum látum í strákunum.

Ég leyfi mér að óska landsmönnum til hamingju með að brenna nokkra milljarða króna á andartaki og sumir eru ekki einu sinni í annarlegu ástandi þegar þeir fremja þann verknað. Þvílík gleði. Líkt og hálftími í Bagdað með alKætu.

Myndin er af fyrstu þekktu lofteldasýningunni á Íslandi árið 1874. Hún birtist í The Illustrated London News, 12. september það ár. Sýningin árið 1874 var auðvitað bara fyrir fína fólkið og í boði danska kóngsins. Alþýðan lét sér nægja að gleðjast yfir stjörnum, norðurljósum og ef vel áraði, þremur sólum á lofti. Svo þuldu menn rímur í stað þess að blogga.

Einhvers staðar hef ég lesið um óðan munk, sem kringum Siðbót tók svo miklum stakkaskiptum, að hann bjó til hólka úr kaþólskum bænabókum, tróð í hólkana púðri sem hann hafði búið til úr hlandi og brennisteini. Kom hann svo knallhettum sínum fyrir í pápískum líkneskjum sem hann sprengdi í tætlur fyrir utan kirkjur. Hann varð af einhverjum furðulegum ástæðum afar vinsæll  meðal kvenþjóðarinnar fyrir þetta athæfi sitt og eignaðist helmingi fleiri börn en hann hafði gert í skírlífi sínu. Undan honum eru komnir sumir af frægustu Vantrúarmönnum Íslands, svo og eldflauga- og brennusérfræðingar áramótanna.

Hvað gáfu svo Íslendingar sveltandi og þjáðum bræðrum sínum úti í hinum stóra heimi árið 2007?  800.000 kg. af púðri?

Eins og segir í stökunni gamalkunnu: Do they know it's New Year's Eve AT ALL?

GLEÐILEGT ÁR

 

Raketta

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband