Leita í fréttum mbl.is

Mistök hjá Morgunblaðinu

Medalía

 

Í gær sá ég að búið var að loka á bloggvin minn Skúla Skúlason. Skúli hefur stórar skoðanir á öfgaíslam og hefur stundað það að fara ofan í kjölinn á Kóraninum og Íslam og þýða ákveðna hluta Kóransins yfir á íslensku. Ég er að sjálfsögðu ekki sammála öllum skoðunum Skúla.

Bloggvinir mínir eru margir kristnir eða algjörir heiðingjar, og allt þar á milli. Ég hef ekki talið ástæðu að slíta bloggvináttu við þá, né Skúla, því þeir eru allir sem bloggvinir mínir öðruvísi en ég sjálfur, og ég virði fjölbreytileikann. Ég hef hins vegar slitið bloggvináttu við einn aðila, og útilokað aðra, fólk sem telur eyðingu og árásir á Ísraelsríki nauðsynlegar, eða gyðingahatur eðlileg skoðanaskipti. Af hverju hefur ekki verið lokað á slíkt fólk af forsvarsmönnum moggabloggsins? Svæsið gyðingahatur er að finna á Moggablogginu, það er einföld staðreynd. Hvað skal gert við því?

Ég man ekki eftir því að Skúli hafi hætt múslíma né verið með tilburði til kynþáttastefnu. Nú er heldur ekki lengur hægt að athuga það, þar sem búið er að eyða skrifum Skúla. Skúli er ekki einn um þessar skoðanir sínar hér í heimi, og það sem hann birtir er oftast ættað frá vefsíðum og stofnunum erlendis, þar sem menn og samtök hafa sömu skoðanir og Skúli, án þess þó að vera lokað af skoðanalögreglu. Ef ekki má skrifa um hryðjuverk, og ógnaröldu vorra tíma með því að ræða um þær öfgar sem hvatt er til í Kóraninum, þá er illt í efni.

En nú skal leyst frá skjóðunni.

Nýlega gerðist það að ég fór aftur niður í 2. flokk bloggara. Hin ígulfallega ásjóna mín hætti að birtast meðal stóru hausanna sem birtast efst þegar maður opnar bloggið til að fá sér hressingu. Lestur síðu minnar hrapaði niður úr öllu valdi og egó mitt auðvitað líka. Hverju sætti? Ég hafði samband við forstöðumenn bloggsins og fékk vitaskuld fljótt skýringu og síðan var ég aftur settur í fyrsta flokk. Ég er þakklátur umsjónarmönnum bloggsins fyrir það og vona að þeir taki það ekki stinnt upp að ég vitni hér í bréf þeirra sem sýnir ákvörðunartökur þeirra og setji mig svo niður í þriðju deild eða eyði bloggi mínu.

 

Sæll vertu Vilhjálmur.

Vitanlega færðu góð svör, eða í það minnsta eins góð og ég get skaffað.

Fyrst smá upplýsingar um hvernig vali er háttað í Umræðuna á
blog.is
:

Starfsmenn
blog.is
velja inn í umræðuna þá bloggara sem þeim finnst skrifa ört og málefnalega og á góðu máli. Ekkert er hirt um skoðanir viðkomandi, enda skrifar hann undir nafni og stendur hann undir þeim sjálfur. Þú varst valinn inn á sínum tíma vegna þess að þitt sjónarhorn þótti mönnum fróðlegt og færslurnar allar fínar.

Sl. fimmtudag spratt umræða um það hvort meðal "umræðu-bloggara" væru menn með of einsleit blogg, þ.e. væru alltaf að blogga um það sama. (Dæmi um það gæti verið Kristinn Pétursson fiskverkandi frá Bakkafirði sem er mjög uppsigað við kvótakerfið og á það til að blogga ekki um annað löngum stundum.)

Í áðurnefndri umræðu var nafn þitt nefnt og mönnum þótti þú blogga um fátt annað en illsku múslima (nota bene: menn voru ekki að amast við skoðunum þínum, málið snerist um fjölbreytileika umæðunnar). Nú þegar ég sest niður til að skoða blogg þitt sé ég að það er tóm tjara, þ.e. sú staðhæfing að að það sé of einsleitt, og því hefur ég bætt þér á listann að nýju.

Með góðri kveðju,

Sign.

Það kom sem sagt í ljós að umræðan um mig var tóm tjara.

Gætu ásakanir í garð Skúla Skúlasonar ekki líka verið tóm tjara? Gæti hún verið komin frá manni sem starfar hjá samtökum sem stundar gyðingahatur?

Ákæra á hendur Skúla Skúlasonar fyrir að miðla því sem í raun stendur í Kóraninum mun vart standast kæru með vísun til 233. greinar hegningarlaga. Ég leyfi mér að minna á að lögregluyfirvöld og Saksóknari Ríkisins aðhöfðust ekkert við kærum á hendur Bobby sáluga Fischer, sem hélt úti einni svæsnustu heimasíðu með gyðingahatri og lofsöng um hryðjuverk sem um getur. Síðunni var fyrst lokað eftir að Bobby hafði verið heygður í Flóanum.

Ég get aðeins sagt eitt í lokin. Ákvörðunin um að ritskoða og útiloka Skúla Skúlason á ekkert skylt við lýðræði og frelsi. Þetta eru einhver mistök og hvet ég ritstjóra bloggsins til að opna aftur blogg Skúla Skúlasonar. Annað er ekki við hæfi. Þetta hljóta að vera einhver mistök hjá Morgunblaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ritskoðun hlýtur að teljast til verri "mistaka" hjá fjölmiðli á borð við Morgunblaðið. Við bíðum þess nú að þau verði leiðrétt með skýringum til allra bloggara og afsökunarbeiðni til Skúla.

Mbk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 07:10

2 Smámynd: halkatla

þetta mál verður alltaf ótrúlegra og ótrúlegra - sem kemur svosem ekki á óvart - það er greinilega uppbyggt á ótta ákveðins fólks við múslimana og viðkvæmar tilfinningar þeirra. Þau ættu öll að skammast sín. Ég man ekki eftir að hafa séð þig skrifa eitthvað sérstakt um múslima? Kannski er það að taka upp málstað gyðinga bara orðið það sama og að hata múslima í brengluðum hugarheimi hins huglausa ritskoðara? Sick. Ásakanirnar gegn Skúla voru algjör della, það er ekki hægt að koma neinum rasista eða ógnunar stimpli á hann.

halkatla, 18.4.2008 kl. 09:24

3 identicon

Þetta er allt hið hryggilegasta mál. Væru ekki einu téttu viðbrögð okkar allra á blogginu að færa okkur frá Mbl yfir t.d. á Vísi. Þannig segjum við yfirstjórn mbl að við látum ekki ritskoða né ritstýra  okkur á blogginu.

Er Islam svona viðkvæmt að þeir ganga milli stofnana til að kæra mann og annan. Hvar er þá umburðarlyndið?

Ég geri mikinn greinamun á þessum færslum. Því auðvitað eiga menn ekki að skrifa til að særa eða afflytja mál. En ef svo er þá geta menn þurft að mæta frammi fyrir dómstólum og gera grein fyrir orðuim sínum.

kær kveðja

Snorri í Betel

snorri (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Mjög dularfullt samfélag þarna á moggabloggi.

Arafat í sparifötunum, 18.4.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Vilhjálmur. Þakka þér fyrir frábæran pistill. Alveg var ég gáttuð þegar ég frétti að Morgunblaðið af öllum blöðum væri að  ritskoða og eyða efni eins og hjá bloggvini okkar honum Skúla.

Ef á að ritskoða á þá bara að hygla múslímum en ekki öðrum trúarbrögðum svo sem kristinni trú sem er ríkistrú á Íslandi sem á að heita lýðræðislegt ríki?? Má ekki anda á Múslíma á meðan þeir hafa það á stefnuskrá sinn i að drepa Gyðinga?

Ég sendi inn kvörtun þar sem trúbróður mínum var líkt við djöfulinn sjálfan og mér var svarað að hann sjálfur ætti að kvarta og ekkert gert í þessu.

Ég er búin að sjá ljót skrif um Gyðinga og gyðinghatur og mér skilst þar sem við vorum í mynd að þá hafi verið haft samband við mbl.is og þeir vildu ekkert gera en ég hef ekki staðfestar heimildir um að það hafi verið kvartað. Mér fannst við bara taka okkur vel út þar. Ég skemmti mér að lesa innleggin þín þar. Fjörið þar er allt fyrirgefið af minni hálfu og við orðin bloggvinir aftur.

Á sama tíma og Skúli þýddi greinar um Íslamista, voru skrifaðar greinar þar sem kristin trú var nídd, níð um Guð almáttugan, níð um Jesú Krist og Heilagan anda. Ég las það á bloggi hjá Einari Einarssyni bloggvini mínum að þessi viðkomandi aðili myndi bara skrifa almennt um trúmál. Öllu má nú nafn gefa.

Morgunblaðið hefur í gegnum tíðina skrifað gegn ritskoðun hjá Kommúnistaríkjum sem var réttmætt en nú hafa þeir lent í sama pytt. Ætli múslímar séu komnir í ritstjórn hjá Morgunblaðinu?

Baráttukeðjur fyrir réttlæti.

Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

P.s. Guðsteinn, Jóhann, Einar og Linda bloggvinir mínir eru að blogga um þetta sama. Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.4.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

569-1100 er síminn , hringjum í moggan og kvörtum og segjum upp áskriftini af blaðinu!

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 11:30

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

569-1100, er síminn hjá mogganum hringjum öll og kvörtum og ef þeir afbanna ekki skúla þá skulum við segja upp áskriftini af mogganum!

 

Stór partur þeirra sem lesa moggan eru hægrimenn og krisntir svo við getum haft áhrif!


Salmann gefur upp síman sin opinberlega á islam.is til að hafa samband við sig  sem er 895-1967  spurjum hann af hverju hann er að þessu!

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 11:58

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sá sem sér um bloggið hjá mbl   verður við eftir klukkan 1 hringum öll og heimtum að tala við hann! 569-1100

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 12:20

9 identicon

Sæll Vilhjálmur

Ég er einn þeirra sem gagnrýni Ísraelsk stjórnvöld fyrir kynþáttastefnu, landarán og margvísleg ofbeldisverk eins og þú veist. Þegar ég hef vitnað í þá sem gagnrýna Ísrael hvað harðast fyrir hernám, aftökur ofl. þá hef ég oftast vitnað í gyðinga. Er ég gyðingahatari vegna þess að ég gagnrýni ráðandi stefnu í Ísrael, þ.e. Síonismann? Ég á a forfeður af gyðingaættum sem komu hingað frá þeim hluta Danmerkur sem ýmist tilheyrði Þýskalandi eða Danmörku. Ég finn ekki í sálartetri mínu neitt það sem ég get flokkað undir haturstilfinningu gagnvart gyðingum sem trúflokk eða fólk. Ekki frekar en múslimum eða kristnum. En þú ert sérfræðingurinn svo að ég leita til þín. Skoðanabróðir þinn, Heiðar Sæmundsson, skrifaði grein í Moggann með fyrirsögnina hatursgleraugu Hjálmtýs Heiðdal. Hann hefur örugglega meint gyðingahatursgleraugu.

Hjálmtýr Heiðdal (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:27

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Hjálmtýr,

Ég er ekki dómari í ritdeilum manna í Morgunblaðinu, en ég er hins vegar varaformaður í Selskabet for Dansk Jødisk Historie, og þekki því einnig vel til í ættfræðifélagi danskra gyðinga. Ég gæti örugglega frætt þig um ýmislegt varðandi gyðingafjölskyldu þína og meint ætterni, sem þú virðist nota til að þvo hendur þínar með og réttlæta gagnrýni þína á Ísraelsríki.

Ef vera skyldi að þú sért líka komin af vondu fólki, þá óska ég þér Chag Pesach Sameach, því einhvers staðar verða vondir að vera.

Ég þekki ekki Helga Sæmundsson, sem þú nefnir, og hef ekki séð grein hans né þá grein þína sem hann svarar.

Prófessor Wolfgang Benz frá Berlín, sérfræðingur í gyðingahatri, sló því föstu á ráðstefnu á Akureyri árið 2006, að samlíkingar á sögu Ísraelsríkis við sögu þriðja ríkisins væru ávallt í anda gyðingahaturs, ef ekki hreint og beint gyðingahatur. Þetta kom til af því að félagsmenn vinarfélags Palestínu sem sat ráðstefnuna á Akureyri vildi mótmæla því að ég skilgreindi grein formanns félagsins sem gyðinghatur. Greinin bar heitið "Israel, Israel über alles". Wolfgang Benz, sem ekki er gyðingur, lýsti sig samþykkan greiningu minni.

Mér hefur almennt fundist stuðningsmenn Palestínumanna á Íslandi styðjast við lélegan málatilbúning ellegar hafa litla þekkingu á því sem þeir segjast vera að styðja. Orðagnýr ykkar hjálpar ekki neinum í Palestínu. Skoðanir ykkar á Ísraelsríki og Zíonisma breytir engu umtilverurétt Ísraelsríkis. Hann er staðreynd og ekki til umræðu nema í löndum þar sem frelsi er um hæl troðið og mannréttindi eru ekki virt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.4.2008 kl. 15:11

11 identicon

Sæll aftur

„sem þú virðist nota til að þvo hendur þínar með og réttlæta gagnrýni þína á Ísraelsríki.“ Ég tel að ætterni mitt sé all óviðkomandi afstöðu minni til aðgerða Ísraelshers og stjórnar. Þú varst eitthvað úti að aka þegar þú skrifaðir þetta. Samlíkingar við „sögu þriðja ríkisins“ veit ég ekkert um, en þegar ýmsar aðgerðir Ísraelshers eru skoðaðar þá brestur óhjákvæmilega á samanburður við mörg myrkraverkin. Enda er það ætíð þannig þegar ein þjóð kúgar aðra að hið versta í fari manna kemur upp á yfirborðið. Það er nærtækast að líkja aðgerðum Ísraelsstjórna við stjórn hvíta minnihlutans í S- Afríku hér áður fyrr. Enda var mikill vinskapur þar á milli. Þetta sífellda tal um gyðingahatur er fremur hvimleitt - sérstaklega þegar það kemur frá fólki sem styður kúgun á sögulegum grunni.

Varðandi ættfræðina þá eru það Bernhöftarnir sem ég á að forfeðrum í móðurætt.

Hjálmtýr Heiðdal (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:08

12 Smámynd: Linda

Sæll Vilhjálmur læt Voltaire um málið.

"ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það."

þessi orð eiga vera mantra allar þeirra sem vilja að málfrelsi séu mannréttindi og að það bera að vernda þau af öllum krafti.

kv.

Linda, 18.4.2008 kl. 17:07

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir góða grein Vilhjálmur, og þarf ég vart að taka fram að ég er henni sammála.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 17:13

14 identicon

Það eru fleiri en ég sem telja að kynþáttastefna sé til staðar hjá vinum þínum sem stjórna Ísrael.

Carter fyrrum Bandaríkjaforseti var á ferðinni í ísrael og fékk kaldar kveðjur frá Olmert. Carter hefur talað hreint út og nefnir hlutina réttum nöfnum og skrifaði heila bók: Palestine, Peace, not apartheid. Er Carter orðinn gyðingahatari?

Hér er hluti af leiðara ísraelska dagblaðsins Haaretz 15. apríl s.l.

„It is doubtful whether it is possible to complain when an outside observer, especially a former U.S. president who is well versed in international affairs, sees in the system of separate roads for Jews and Arabs, the lack of freedom of movement, Israel's control over Palestinian lands and their confiscation, and especially the continued settlement activity, which contravenes all promises Israel made and signed, a matter that cannot be accepted. The interim political situation in the territories has crystallized into a kind of apartheid that has been ongoing for 40 years. In Europe there is talk of the establishment of a binational state in order to overcome this anomaly. In the peace agreement with Egypt, 30 years ago, Israel agreed to "full autonomy" for the occupied territories, not to settle there.

These promises have been forgotten by Israel, but Carter remembers.“

Hjálmtýr Heiðdal (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:26

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll aftur Hjálmtýr,

"Ég á a forfeður af gyðingaættum sem komu hingað frá þeim hluta Danmerkur sem ýmist tilheyrði Þýskalandi eða Danmörku. Ég finn ekki í sálartetri mínu neitt það sem ég get flokkað undir haturstilfinningu gagnvart gyðingum sem trúflokk eða fólk". 

Þetta skrifar þú í sömu andrá og þú biður mig um álit á skoðunum þínum á Ísrael. Ég endurtek: Ég hef ekki lesið grein þína eða Heiðars.

Ég man nú ekki eftir því að hafa rekist á nafnið Bernhöft/Bernhoft í skrám yfir gyðinga í Danmörku eða Schlesvig Holstein og það er nýtt fyrir mér að bakarinn góði, þjóðverjinn Tönnies Daniel Bernhöft, hafi verið gyðingur eða af gyðingaættum. Fræddu mig ef ég hef misst eitthvað úr.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.4.2008 kl. 17:48

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og enn aftur blessaður i Heiðardal.

Ekki veit ég hvað Carter er að vilja, eða þú. Færsla mín fjallaði um blogg Skúla Skúlasonar, sem hvarf út í buskan eftir að einn af stuðningsmönnum Hamas á Íslandi kærði Skúla, fyrir að vitna í Kóraninn. 

Bók Carters hefur hlotið gangrýni jafnt í Ísrael sem utan og ekki lái ég Ísraelum það að þeir séu lítt hrifnir af karlskömminni. Ég þekki hann ekki nógu vel til að kannast við innsta eðli hans. Þú getur lesið tvær nokkuð góðar greinar hér: http://www.haaretz.com/hasen/pages/rosnerBlog.jhtml?itemNo=803755&contrassID=25&subContrassID=0&sbSubContrassID=1&listSrc=Y&art=1

http://www.jpost.com/servlet/Satellite?pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull&cid=1164881982714 

Ógestrisni Olmerts var bætt með því að Carter var boðinn velkominn til Gaza af Hamas. Ef hann vill láta Hamas nota sig, er það auðvitað hans mál. 

Í mínum huga er Carter gamall maður sem ekki gerir sér allt of vel grein fyrir því sem er að gerast í heiminum. Og hvað er maður sem lýsir gyðingum á sama hátt og Hitler? Nuts? Peanuts?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.4.2008 kl. 18:07

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Einsleitt blogg, já. Hvað þá með hið ágæta veðurblogg Einars Sveinbjörnssonar. Er það ekki einsleitt að blogga bara um veðrið? Samt kemur hann oft upp í umræðum. Það verða þá að vera skýrar reglur um þetta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 18:09

18 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ekki nóg með það að moggin beygir sig niður fyrir múslimum, moggin er pakkaður af gyðingahatri lítið bara á fyrirsaganirar sem koma á mbl.

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 19:23

19 Smámynd: Íslands-Bersi

Mundi Mbl.banna blogg færslu um grimmd Víkinganna sem einhver skrifaði hér held varla  þó þetta væru forfeður okkar, skrifa um þessa huglausu trúarofstækis fólk það er allt annað ég er forviða á að lokka þessu bloggi,svo koma nagvísarni og míga undir, Mbl og búinn að seigja honum upp eftir hálfa öld ,vil ekki blað sem er ritskoða til að þóknast hættulegu fólk  !

Íslands-Bersi, 18.4.2008 kl. 22:08

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Alexander og allt annað gott fólk sem hefur skrifað athugasemdir hér í dag.

Hvað gerðist nú ef einhver krefðist lögbanns á Morgunblaðið næst þegar birtist gyðingahatur á Mbl.is eða í blaðinu sjálfu?

Það er raunhæfur möguleiki. Blaðið hefur sjálft boðið upp á það.

Það er eins og Sigurður Þór skrifar, nauðsynlegt að fá skýrar reglur um hvað má og hvað má ekki, um hver má og hver má ekki. Og það skal ekki vera Sigurður Líndal eða önnur véfrétt sem skal diktera um það. Ritfrelsi skal ekki hamla eftir hentugleika, duttlungum eða hræðslu. Misnotkun á § 233 í hegningarlögum getur stangast á við lög um málfrelsi.

Ég sætti mig hreinlega ekki við að einhver "bin Mohammed al Khalifa" sem móðgast  úti bæ geti sett tjáningu fólks skorður á Íslandi. Menn verða að geta þolað að heyra að trúarbrögð þeirra innihalda ósóma um t.d. gyðinga og kristna. Eða eigum við að krefjast banns á Kóraninum á Íslandi?

Sér Morgunblaðið ekki hve fjarstæðukennd og illa hugsuð ákvörðun þeirra er?

Mega gyðingahatarar, vinstri menn og vinir öfgahyggju og hryðjuverka tjá sig óáreittir, meðan að fólk sem vitnar í öfgakafla Kóransins eru skotnir úr launsátri?

Því miður virðist það vera veruleikinn á Íslandi í dag.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.4.2008 kl. 23:41

21 identicon

Vilhjálmur Vilhjálmsson skrifaði á vef samtaka sem nefnast Jerusalem Center for Public Affairs að gyðingahatur færi vaxandi á Íslandi, hér er slóðin

http://www.jcpa.org/phas/phas-vilhjalmur-f04.htm 

As already mentioned, Jews in Iceland experienced open anti-Semitism before the issue of Israel and the Middle East conflict emerged. Today, in a country with so few Jews, the sentiments toward the State of Israel are probably the best way of measuring anti-Semitism.

Trends tend to come quickly to Iceland, and the resurgent European anti-Semitism is no exception. In October 2003, the chairman of the Icelandic Palestinian Association posted on the group's website a message called "Israel, Israel, über alles." Support for the Palestinians in Iceland is now characterized by repeated comparisons of Israel to Nazi Germany. At the same time, the Israelis are condemned for "misusing the Holocaust."

Hann er haldinn þeirri einkennilegu þráhyggju að menn geti ekki verið gagnrýnir á hernám Ísraelsmanna í Palestínu og kúgun þeirra á Palestínumönnum án þess að vera gyðingahatarar.  

Ég hef sjálfur talað mikið gegn íslamismanum og fengið margvíslegar skammir fyrir. En innan Ísraels eru öfgahópar sem eru ekki hótinu skárri, og ísraelski herinn er skelfileg morðvél. 

Egill (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:50

22 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Egill, þú getur sjálfur lesið frekar um þetta í svari mínu til Hjálmtýrs Heiðdal fyrr í dag. Grein mín birtist líka í tímariti Jerusalem Center for Public Affairs og hefur verið lesin af hundruð þúsunda lesenda um heim allan á netinu.

Reyndar hefur annar Egill áður haft kláða út af grein minni.

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=52242&st=0&p=594022&#entry594022 

og er Silfurrefurinn reyndar enn að

http://eyjan.is/silfuregils/2008/03/07/mor%C3%B0in-i-gaza

og fór Egill niðrandi orðum um mig og rannsóknir mínar nokkrum vikum áður en danski forsætisráðherrann bað gyðinga um heim allan afsökunar á voðaverkum fyrri ríkistjórna Dana. Sú afsökun kom í kjölfar útgáfu bókar minnar Medaljens Bagside. Ráðherrann bað um eintak af bókinni áður en hún kom í verslanir, því fjölmiðlar voru allir farnir að skrifa um hana. Ég hjólaði með eintak af bók minni niður í forsætisráðuneytið.

Í hógværð minni langar mig að nefna, að ekki hefur verið skrifað meira um útgáfu bókar eða um rannsóknir Íslendings í Danmörku, nema að vera skyldi um skáldsögu eftir Laxness. (Í bókinni birti ég þriggja bls. lista yfir opinbera umræðu í Danmörku og annars staðar um rannsóknir mínar). Nú man ég ekki hvað margir dálkametrarnir og forsíðugreinar voru.  Skítkast Egils á mig var vegna þess að ég leyfði mér að segja sannleikan um Bobby heitinn Fischer og gyðingahatur hans.

Egill Helgason hefur reyndar líka verið nefndur til sögunnar í dönskum fjölmiðlum, en þó aðeins sem akfeitur og oflaunaður íslenskur blaðamaður og er það líka rétt, og skrif hans um íslamismann eru greinilega ekki eins merkileg og þín Egill með IP töluna 85.220.85.149 og Egill á Silfrinu á enn eftir að ná því takmarki að fá forsætisráðherra til að biðjast afsökunar.

Ég vona hins vegar ekki að Egill Helgason sé hlynntur því að lögbann sé sett á blogg eins og þú virðist vera Egill 85.220.85.149.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 01:04

23 Smámynd: Svala Jónsdóttir

"Ég man ekki eftir því að Skúli hafi hætt múslíma né verið með tilburði til kynþáttastefnu."

Hvað kallar þú þá þetta?

"Hvernig ætlar þetta fólk að aðlagast Vestrænum samfélögum, væri þeim ekki nær að snauta til baka í rottuholurnar sínar í Pakistan og lifa sínu ömurlega lífi í sínu hugarfarslega fangelsi þar, í stað þess að berrassa sig fyrir framan normal fólk á Vesturlöndum og verða sjálfum sér til eilífrar skammar."

Skúli Skúlason, 12.12.2007 kl. 11:15

Svala Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 02:00

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svala J. Þetta er ekki ekki kynþáttastefna. Skúli Skúlason er greinilega opinn fyrir því að "þetta fólk" aðlagist vestrænum samfélögum. Í Pakistan búa nefnilega morðóðir hryðjuverkamenn í hellum uppi í fjöllum eða í göngum sem þeir hafa grafið í hóla. Miðað við voðaverk þeirra er ekki óeðlilegt að einhver kalli þá rottur eða það sem er verra.

Í Kóraninum eru t.d. gyðingar kallaðir svín, rottur og apar og sá Kóran er notaður á Vesturlöndum og stundum mjög vasklega. Ætlar þú að verja þann rétt Svala J?  Ég hef ekki hingað til séð þig andmæla því!

"Sammastu þín kona og hyldu þig með slæðu!" Þú myndir nú segja eitthvað ef þetta yrði svar mitt. Sums staðar geta konur ekki bloggað eða tjáð sig á nokkurn hátt, og jafnvel þar sem olían flýtur yfir barmana er erfitt fyrir karlpeninginn að tjá sig. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 07:18

25 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mig langar að benda lesendum á þá umræðu sem fer fram á bloggi hins ágæta manns Salmans Tamimi.

http://salmann.blog.is/blog/salmann/entry/511739/#comments

Einn af þeim sem þar tekur til máls er Yousef Tamimi sem birtir á bloggi sínu teikingar sem líkja Gyðingum við nasista.

http://yousef.blog.is/album/Teiknadarmyndir/image/465418/

Það er gyðingahatur! Yousef Tamimi er auðvitað frjálst að birta slíkar myndir en er þá ekki líka hægt að krefjast lögbanns á bloggi Yousefs og loka því?  

Hvað nú Moggablogg? Á að fylgja hræsninni, fáfræði og fasisma, eða láta frelsi, lýðræði og visku ráða ferðinni?

Ég hvet forráðamenn bloggsins að kynna sér skrif Baruchs Spinoza og sjá að þeir maður á 17. öld var kominn lengra á þróunarferlinu en margir í dag.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 07:59

26 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Ég leyfði mér að minna á þetta á bloggi Salmans Tamimi

3jgbdb

Svona myndir eftir yfirlýstan gyðingahatara er Yousef Tamimi einnig með á síðu sinni. Þarna er ekki verið að hæðast að trúarbrögðum. Þarna er verið að misnota þjáningu gyðinga í útrýmingarbúðum nasista. Palestínuklúturinn er kominn um háls fanga í fangabúningi sem gyðingar báru t.d. í Auschwitz. Samkvæmt alþjóðastofnunum, og dómum sem fallið hafa í fjölda landa eru svona samlíkingar gyðingahatur. http://eumc.europa.eu/eumc/material/pub/AS/AS-WorkingDefinition-draft.pdf

Munið að gyðingar voru ekki gráir fyrir vopnum í Auschwitz, Sobibor, Treblinka, Majdanek, Chelmno etc. og kröfðust ekki útrýmingar Ísraelsríkis og gyðinga eins og sumir Palestínumenn gera í dag. Það voru nasistarnir sem notuðu sömu slagorðin og Hamas notar í dag. 

Mundu það Yousef Tamimi!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:26

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:38

27 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Viðtal við Skúla Skúlason í DV:

http://www.dv.is/frettir/lesa/7730 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:44

28 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég legg til Vilhjálmur að næst þegar Mogginn er með gyðingahatur látir þú á það reyna að fá lögbann á blaðið. Alveg endilega.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2008 kl. 13:01

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sumum er eðlilega heitt í hamsi vegna brott-vikningar Skúla. Ég vil samt vara menn við að fara ekki af hjörunum og taka upp á því að heimta brott-vikningu málefnalegra andstæðinga. Með slíkum aðgerðum væru menn að vanvirða málfrelsið á sama hátt og þrælar Allah gera nú varðandi Skúla.

Nú gildir að herða róðurinn gegn myrkrahöfðingjanum og sérstaklega er mikilvægt að veita trúflótta fólki allan þann stuðning sem hægt er. Skúli mun finna leiðir til að taka þátt í umræðunni, en hans er sárt saknað þangað til.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.4.2008 kl. 21:52

30 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Skil ég þig rétt, Vilhjálmur, að þér finnist gyðingahatur fyrirlitlegt (sem það vissulega er) en múslimahatur i góðu lagi? Er það ekki hræsni á hæsta stigi?

Það er ekki hægt að kalla það sem Skúli skrifaði neitt annað en hatursáróður gegn múslimum og ég leyfi mér að fullyrða að hann hafi margoft brotið hegningarlög með sínum skrifum.

Svala Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 21:59

31 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Mér finns gyðingahatur fyrirlitalegt en ég tel að það eigi ekki að banna það, síður eins og stormfront.org eiga að vera löglegar þótt ég sé að engu sammála þeim

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.4.2008 kl. 22:01

32 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Einhvern veginn grunar mig að Vilhjálmur sé ekki sammála þér í þessum efnum, Alexander.

Svala Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 01:04

33 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svala J.

Gyðingahatur ætti að vera horfið eftir alla reynslu gyðinga og eftir helförina fyrir hálfri öld síðan. En svo er ekki.

Eitt svæsnasta gyðingahatur í heiminum er nú framreitt af múslímum. Þeir hafa notað allar verstu og ógeðslegustu aðferðirnar og lánað áróður, sögur, minni, myndir, stef og annað frá kirkjunni, nasistum og kommúnistum. Reyndar verðum við líka að muna að gyðingahatur var ekki nýtt undir sólinni í heimi Múslíma og upphófst ekki eftir að Ísraelsríki varð til árið 1948. Múhameð var fyrsti gyðingahatarinn. Gyðingar vildu ekki beygja sig undir hans ok, og þá fór hann að drepa þá og var víst stoltur af.

Nú er svo komið að nýnasistar og aðrir aumingjar á hægri vængnum eru farnir að nota gyðingahatrið, teiknimyndir og annað sem búið er til í heimi Múslíma og hafa samvinnu við öfl í sameiginlegu hatri.

Svala, þú þarft að fljúga langt í heimi múslíma til að finna mann sem er ósnortinn af  þeim ósóma sem búinn er til í heimi múslíma um gyðinga, Ísrael og Gyðingaþjóðina - og reyndar líka Bandaríkjamenn, Breta og Dani. Auðvitað er til fólk sem er á móti þessu, en það eru fáir. Stærsta haturs- og hefndarmaskína heimsins er nú í löndum múslíma.

Öfgamúslímar lýsa hins vegar sjálfum sér sem fórnarlömbum. En sprengja fórnarlömb saklaust fólk um heim allan og hóta fórnarlömb heilum þjóðum dauða og pínu? Ráðast fórnarlömb á önnur ríki og ætla fórnarlömb sér að yfirtaka heiminn með trú sinni?

Til að svara spurningu þinni eins vel og ég get: Auðvitað vildi ég sjá gyðingahatur nasista hverfa eins og reynt er að gera í Þýskalandi, en um leið yrði að fara fram nokkuð stór hreinsun og siðbót í heimi múslíma.  Trú sem skilgreinir fylgjendur annarra trúarbragða sem réttdræp og óæðri dýr, á við vanda að stríða. Menningarheimur sem telur slíkan ósóma vera í lagi er ekki stór menningarheimur. Nú er lokað er á blogg manna fyrir að segja slíkt, en saklausar svölur sjá kannski ekki að það eru mistök. Er íslenskur maður sem fárast yfir yfirgangi öfgaíslams og frumstæðu hatri í Íslam hættulegur maður?

Nasistar töpuðu og menn hlæja flestir af þeim í dag. Þeir sem nú nota nasistaáróður munu líka tapa. En vonandi þarf ekki að útrýma gyðingum og öðru til þess að ósóminn hverfi, og óskandi er að þeir sem þjást af gyðingahatri í dag geri sér það ljóst og viðurkenni að þeir hafa látið hatrið stýra sér og kennt öðrum um sínar eigin ófarir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.4.2008 kl. 05:58

34 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég er ekki hissa á því að það skuli vera búið að loka á Skúla.  Blogg hans og alhæfingar varðandi Islam voru ótrúlegar á köflum.

Ég er meira hissa á því að það skuli einhverjum finnast bloggið hans hafi bara verið í lagi.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 20.4.2008 kl. 12:30

35 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Getur þú gefið mér einhver dæmi um þessar alhæfingar, Eyjólfur? Skúli er vissuleg oft harðorður og ríður á barmi hyldýpisins í lýsingum sínum. En á að refsa mönnum fyrir að lýsa því sem stendur í Kóraninum og hafa skoðun á því. Er Íslam algjörlega stikkfrí í þessum heimi og eru múslímar æðri öðrum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.4.2008 kl. 13:53

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur Örn reit í upphafsorðum þessa bloggs; "Ég hef hins vegar slitið bloggvináttu við einn aðila, og útilokað aðra, fólk sem telur eyðingu og árásir á Ísraelsríki nauðsynlegar, eða gyðingahatur eðlileg skoðanaskipti. Af hverju hefur ekki verið lokað á slíkt fólk af forsvarsmönnum moggabloggsins? Svæsið gyðingahatur er að finna á Moggablogginu, það er einföld staðreynd."

Skuli Skúlason reit og bar fyrir sig "Frankly" á síðu sinni Hrydjuverk.is

"Íslam er að mörgu leyti hliðstæð  Nasismanum.

  • 1) Nasistarnir vildu stofna 3. ríkið til að stjórna heiminum, Múslimar vilja að alheims Kalifat stjórni heiminum.
  • 2) Nasistarnir vildu gereyða Gyðingum eins og Múslímar.
  • 3) Nasistarnir höfðu ekki ritfrelsi eða tjáningarfrelsi, ekki heldur Íslam.
  • 4) Nasistarnir sóttu hugmyndir og innblástur í ,,Mein Kampf" til að fremja glæpi sína, Múslímarnir hafa ,,Jihad" og bæði hugtökin merkja ,,Barátta mín"
  • 5) Nasistarnir vildu fullkominn yfirkynþátt (Aryan); Múslímarnir vilja fullkomna yfirtrú (Íslam).
  • 6) Nasistar notuð ofbeldi og ógnanir til að ná settu marki, það sama um Múslima.
  • 7) Ekki var hægt að friðþægja Nasistum friðarins vegna, það er ekki heldur hægt með Múslíma.
  • 8) Nasistarnir trúðu því að heimsyfirráð væri sitt ætlunarverk, því sama trúa Múslimar.
  • 9) Nasistarnir vildu hneppa alla í þrældóm, sem ekki voru Aríar; það sama gildir um alla þá sem ekki vilja játa Íslam.
  • 10) Nasistarnir höfðu SS sveitirnar illræmdum til að ógna og hræða fólk; Íslam hefur ,,Muttawalli" sveitirnar illræmdu sem þjónar sama hlutverki.
  • 11) Nasistarnir brutu gerða samninga, þegar þeir þjónuðu ekki lengur hagsmunum þeirra; það sama gera Múslimar. "

"Þess vegna er það augljós staðreynd og raunveruleiki að Íslamski fasisminn er hundrað sinnum hættulegri heldur en hinn grimmúðlega og hefðbundni fasismi  Nasistanna eða Ítölskul fasistanna, sem heimurinn þekkir best í dag."

"Hvernig ætlar þetta fólk að aðlagast Vestrænum samfélögum, væri þeim ekki nær að snauta til baka í rottuholurnar sínar í Pakistan og lifa sínu ömurlega lífi í sínu hugarfarslega fangelsi þar, í stað þess að berrassa sig fyrir framan normal fólk á Vesturlöndum og verða sjálfum sér til eilífrar skammar."

Vilhjálmur Örn reit 19.4.2008 kl. 07:18; "Þetta er ekki ekki kynþáttastefna. Skúli Skúlason er greinilega opinn fyrir því að "þetta fólk" aðlagist vestrænum samfélögum."

Ég spyr; hvernig ber að skilja afstöðu þína Vilhjálmur Örn? Þrátt fyrir að hafa lesið vandlega það sem þú hefur skrifað til að verja rétt Skúla til að misnota aðstöðu sína á Blog.is svona, getur þér varla hafa verið kunnugt um hversu alvarlegur þessi hatursáróður var orðinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 17:57

37 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég hef aðeins orð þín Svanur Gísli fyrir því að það sem Skúli skrifaði hafi verið hatursáróður og að hann hafi misnotað aðstöðu sína á blog.is. Ert þú kannski lögfræðingur Moggans, eða sá sem kærðir Skúla?

Spurðu heldur Skúla sjálfan. Ég er ekki að verja skrif hans heldur rétt hans til að skrifa. Reyndu vinsamlegast að skilja það.

Skúli notast við heimildir frá viðurkenndum stofnunum erlendis, sem ekki hafa verið bannaðar. Er siðgæði þitt betra og réttara en þeirra stofnanna?

Getur þú afsannað fyrir mér alla 11 liðina sem þér þykja yfirþyrmandi. Kannski ætlarðu að setja orðið gyðingur inn í stað múslíma? Það verður nú nokkuð erfitt.

Vandi Kristninnar og Íslam er, að öfgakenndi fylgendur þeirra trúarbragða kenna  öðrum um allt; Þeir vilja að allir syngi eftir þeirra höfði og öfgamennirnir á meðal þeirra eiga það til að verða morðóðir. Gyðingdómur, sem hefur átt undir högg að sækja vegna Kristni (K) og Íslam (Í), er ekki heimsyfirráðastefna eins og K og Í og þess vegna hefur Gyðingdómur verið ásakaður um það og allt annað illt sem í raun einvörðungu gerjast í K og Í.

Mér sýnist frekar að þú sért öfgamaðurinn. Þú ert ekki hlynntur frjálsum skoðanaskiptum, það er algengt í K og Í, en meðal gyðinga voru margir af fremstu hugsuðum frelsis og lýðræðis, kannski vegna þess að gyðingar lifðu undir hæl og við öfga K og Í.

Ég á erfitt með að skilja menn eins og þig sem geta varið frelsisskerðingu fyrir móðgaða einstaklinga sem fylgja Í, sem ekki veigra sér við að fleygja um sig með fötwum og höggva hendur og höfðuð fyrir smásakir, eða fljúga inn í turna þegar þeir eru virkilega í ham.

Frelsi til að tjá sig, líka um trúarbrögð, eru grundvallarfrelsi. Ef þú skilur það ekki er ekkert sem ég get gert fyrir þig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.4.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband